Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Qupperneq 4

Skessuhorn - 12.08.2015, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vilja stýra umræðunni – með góðu eða illu Það er tekið að húma að hausti, hafinn er síðasti þriðjungur sumarsins þegar sífellt tekur að dimma fyrr á kvöldin og birta seinna. Skólarnir fara að byrja, haustvertíð fer að hefjast í útgerðinni, bændur taka að liðka smalaklárana og ferðaþjónustan að glíma við árlegan vanda sem skapast þegar skólafólkið hverf- ur frá störfum. Þetta er allt svona árviss atriði sem við getum reiknað með. Nú eru einnig þau tímamót að kjörtímabil til þings er tekið að styttast. Að óbreyttu verður kosið vorið 2017 nái núverandi ríkisstjórn að halda velli. Reyndar verð- ur það að teljast fremur líklegt nema eitthvað alveg nýtt og óvænt komi upp. En áhrifa kosninga í nánd er þegar tekið að gæta. Ekki síst hjá þeim stjórn- málahreyfingum sem mælast illa í könnunum. Innri átök einkenna suma þess- ara flokka og ítök í eignarhald fjölmiðla færir vont bragð í munn. Einhvern veg- inn er eins og menn kunni illa að bregðast skynsamlega við aðstæðum sem koma upp, lesist; fylgishruni. Alþingi er ekki skipað flokkum sem koma vel eða illa út úr skoðanakönnunum. Það er skipað fólki í hlutfalli við fylgi í kosningum. Það er hinsvegar mismun- andi hversu mikil stjórnkænska leiðtoganna er þegar kemur að því að nýta upp- lýsingar sem fást úr könnunum, byrinn sem sumir eru að fá í seglin, ekki síður en að nýta vísbendingar um bakslag sem tækifæri til að gera hlutina betur. Mér sýn- ist reyndar að Píratar séu ekki að vinna neitt sérlega skynsamlega úr gríðarlegri fylgisaukningu, þvert á móti. Held reyndar að þeir græði mest á að gera einmitt ekki neitt og segja sem minnst! Njóta þess að vera flokkurinn sem fólk veðjar á af því þeir eru yngstir og eru líklegastir til að standa ekki á bakvið óeðlilega hags- munagæslu og aðra spillingu. Tímarnir breytast en það er ekki hægt að segja það sama um alla íslensku stjórnmálaflokkana. Hinir stjórnarandstöðuflokkarn- ir hafa ekki náð sér á flug og í sumum þeirra krauma eldar undir yfirborðinu. Það nær einhvern veginn engin gleði að skína í gegn og menn eru ekki að marka sér sérstöðu svo sýnilegt er. Sjálfstæðisflokkurinn siglir lygnan sjó, heldur nán- ast kjörfylgi sínu og nýtur þess að vera vinsælli stjórnarflokkurinn af tveimur. Á meðan er Framsókn einungis að mælast með genatískt lágmarks fastafylgi. Er nú með um eða undir einn tug í fylgi, líkt og Samfylking og Vinstri grænir. Vesa- lings Björt framtíð er nú í daglegu tali kölluð glæst fortíð. Þar eru menn og kon- ur að vakna upp við vondan draum. Það er engin stefna, ekkert sem aðskilur þann flokk frá öðrum á svipuðu reki. Latt viðhorf er ekki líklegt til vinsælda. Það sem veldur mér nokkrum áhyggjum þegar um tuttugu mánuðir eru til kosninga, er sú þróun sem er að verða í eignarhaldi fjölmiðla. Engum blöðum er um það að fletta að stjórnmálaöfl og fjársterkir aðilar vinna undir yfirborð- inu að því að eignast málpípur landsmanna. Þeir vilja stýra umræðunni og halda í einfeldni sinni að það sé best gert með því að komast yfir fjölmiðlana með bein- um hætti. Frá því fréttir bárust af kaupum Björns Inga Hrafnssonar á um tugi blaða í eigu Ámunda Ámundasonar, umboðsmanns Íslands, hefur talsverð um- ræða skapast um þessi mál. Kannski ekki síst í ljósi þess að ákveðnum pólitískum öflum hefur ekki tekist að hvítskúra sig af að standa á bakvið samsteypuna. Vitað er að peningamenn sem vildu DV út af markaði eignuðust þann miðil með óvin- veittri yfirtöku. Sami hópur ætlar nú að gera sig gildandi með kaupum á blöð- um Ámunda. Raunar er pólitík á bakvið flesta íslensku miðlana. Hún er einungis mismunandi áberandi. Sjálfur viðurkenni ég fúslega að ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef frjálsir og óháðir fjölmiðlar hér á landi líða undir lok. Aldrei áður hefur hættan á því verið jafn mikil og nú. Eina sem maður getur huggað sig við er að heilbrigð skynsemi almennings sjái í gegnum þennan sóðalegasta hluta stjórnmálanna. Ég held nefnilega að það væri farsælast svona í á að giska í öllu tilliti fyrir stjórnmálaflokka að taka til í eigin ranni og bæta stefnuskrárnar sé þess þörf. Miklu farsælla heldur en kaupa upp með góðu eða illu fjölmiðlana sem eiga að fjalla hlutlaust um þá og þeirra störf. Magnús Magnússon. Um helgina komu 29 fíkniefna- mál upp hjá Lögreglunni á Vestur- landi og voru flest þeira tengd gest- um tónleikanna Extreme chill festi- val sem haldin var á Hellissandi frá 7. til 9. ágúst. Um tónleikahald var að ræða og gistu flestir gestanna í tjöldum á svæðinu. Að sögn lög- reglu hefur hátíðin síðustu árin ver- ið haldin án mikilla afskipta laganna varða, en núna hélt lögreglan uppi markvissu eftirliti og notaði með- al annars tvo fíkniefnaleitarhunda. Mest var um neysluskammta að ræða sem lögreglan lagði hald á hjá fólkinu en einnig fundust efni sem talið er að hafði verið ætluð til sölu. Einkum var um kannabisefni að ræða en einnig fundust harðari efni eins og amfetamín og kókaín. Þá lagði lögreglan einnig hald á ætl- aða ofskynjunarsveppi og skammta af ætluðu LSD og nokkrar töflur af ætluðu MDMA. Í tengslum við samkomuna komu upp tvö barnaverndarmál. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki á tjaldstæði þar sem fíkniefnaneysla var í gangi og var fólk þar með ungt barn. Var þeim málum komið til barnaverndaraðila. Þá voru þrír ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkni- efna. „Samkomugestir voru marg- ir ósáttir við afskipti lögreglu og var tvívegis gerður nokkur aðsúg- ur að lögreglunni þegar hún var að hafa afskipti af fólki. Handtók lög- reglan nokkra aðila sem var sleppt að yfirheyrslum loknum. Talið var að rúmlega 200 manns hafi verið á þessum tónleikum,“ segir í tilkynn- ingu lögreglu vegna samkomunnar. mm Tónleikagestir tóku afskiptum lögreglu illa Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival - Undir jökli, var haldin um síðustu helgi á Hellis- sandi. Þetta er í sjötta sinn sem há- tíðin fer fram, en fimm ára afmæli hennar var haldin í Berlín síðast- liðið sumar við góðar undirtektir. Dagskráin í ár var ekki af verri end- anum. Fram komu tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Ste- reo Hypnosis, Dj Flugvél og Geim- skip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson og fleiri. Að sögn skipuleggjenda fór hátíðin mjög vel fram. af Extreme Chill Festival undir jökli Gestir fyrir utan Röstina þar sem hátíðin fór fram. Færeyska skipinu Friðborgu var siglt inn á Lambhúsasund á Akra- nesi og lagt að bryggju skipa- smíðastöðvar Þ&E í gær. Skip þetta á sér óvenjulega sögu. Það er annað tveggja nýlegra rússneskra skipa sem hrunárið 2008 var lagt í Reykjavíkurhöfn þar sem það var óhreyft í nokkur ár. Það var svo færeyskt útgerðarfélag sem keypti skipið síðasta vetur og lét gera tal- verðar endurbætur á því í Færeyj- um. Nú hafa Færeyingarnir samið við Skagann um að koma um borð í Friðborgu fullkominni vinnslulínu fyrir krabba. Hljóðar samningur fyrirtækjanna upp á 230 milljóna króna krabbakerfi, en skrifað var undir samninginn á sjávarútvegs- sýningunni í Brussel í vor. Ísetning búnaðarins hefst á næstu dögum og mun ljúka í haust en eftir það er stefnt á að sigla skipinu að strönd- um Noregs þar sem veiða á kónga- krabba. Sú krabbategund er kvóta- laus og þykir nauðsynlegt að veiða sem mest úr stofninum vegna mik- illar fjölgunar undanfarin ár. mm/ Ljósm. þit. Fullkomið krabbavinnslukerfi sett í færeyskt skip

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.