Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 15 Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 5 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 16. ágúst 11. sd. e. trin. kl. 14.00 Anna Magnea Hreinsdóttir hef- ur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs hjá Borgarbyggð og tekur hún formlega til starfa í byrjun september. Anna er gift Arnari Óskarssyni, málarameist- ara og kennara í Tækniskólanum í Reykjavík. Saman eiga þau tvær dætur. Hún lauk námi í tómstunda- fræði í Gautaborg árið 1980, B.Ed gráðu í leikskólafræðum frá Fóstru- skólanum árið 1999, meistaragráðu með áherslu á tölvu- og upplýs- ingatækni í skólastarfi árið 2003 og að lokum doktorsprófi í menntun- arfræðum með áherslu á matsfræði frá Menntavísindasviði Háskóla Ís- lands. Anna vann um tíma með ung- lingum, bæði í félagsmiðstöðinni Fellahelli og Unglingaheimili rík- isins. Einnig vann hún í nokkur ár í Kvennaathvarfinu í Reykjavík fljótlega eftir opnun þess. Hún var leikskólastjóri og leikskólafulltrúi í Garðabæ í 25 ár og hefur setið í fjölskylduráði Garðabæjar síðustu 12 ár. Hún hefur einnig starfað sem stundakennari, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Full tilhlökkunar Aðspurð segist Anna lengi hafa ver- ið hrifin af Borgarnesi og segist hún hafa fylgst með Borgarbyggð úr fjarlægð um nokkurn tíma. „Ég á vini í Reykholti og svo á ég einnig sumarhús í Svínadalnum og er því oft á þessu svæði. Sveitarfélagið er með fallegri stöðum á landinu og það er örugglega gott að búa þar,“ segir Anna. „Það er mjög gott starf unnið í skólum í Borgarbyggð. Ég kom m.a. í heimsókn á leiðtoga- dag Klattaborgar og Uglukletts nú í apríl og kynntist betur þeim metnaði sem einkennir starf þess- ara leikskóla. Þegar ég sá svo þetta starf auglýst varð ég að sækja um. Mér fannst starfslýsingin koma inn á margt af því sem ég hef verið að vinna við um ævina. Þetta var því draumastarfið og hlakka ég mik- ið til að kynnast starfsmönnum og íbúum Borgarbyggðar,“ bætir hún við. Anna segir að starfið leggist mjög vel í hana, „Þetta starf kemur inn á margt sem ég hef tekið mér fyr- ir hendur um ævina og ég er full til- hlökkunar að byrja í þessu starfi. Það er mikil gerjun í skóla- og vel- ferðarmálum og Borgarbyggð vill vera í fararbroddi svo að þar sé eft- irsóknarvert að búa. Nú liggur fyr- ir að móta stefnu í skóla og velferð- armálum í Borgarbyggð og vil ég hvetja íbúa til að leggja hönd á plóg til að gera Borgarbyggð að enn betra náms- og velferðarsamfélagi, þar sem gott er að búa,“ segir Anna að lokum. arg Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Borgarbyggð Anna Magnea Hreinsdóttir. Nýjung í átt að löggiltum starfsréttindum Tæknistoðir eru einkum ætlaðar þeim sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og eru að minnsta kosti 23 ára, eru á vinnumarkaði og hafa hug á að ná sér í löggild starfstengd réttindi í bíl-, málm- og byggingartæknigreinum. Tæknistoðir Eitthvað fyrir þig? • Frábær leið fyrir þá sem vilja byrja á tækninámi í sinni heimabyggð • Tilvalið nám með vinnu • Hæfilegur námshraði • Fjölbreyttar kennsluaðferðir • Góður stuðningur við nemendur Hagnýtt nám og sérsniðin kennsla Ef þú hefur reynslu úr atvinnulífinu og hefur áhuga á að afla þér iðnréttinda og vilt vita meira hafðu samband við okkur Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Sími 437 2390 Eða hafðu samband beint við Hörð Baldvinsson verkefnastjóra í síma 841 7710 eða sendu honum póst á hordur@simenntun.is Verð kr. 70.000.-www.simenntun.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.