Skessuhorn - 12.08.2015, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 17
og gengur. Þarna voru önnur við-
mið og aðferðir en nú er. Á þess-
um árum var engin sérkennsla eða
neitt svoleiðis.“
En var það ekki svo að erfiðir
nemendur voru oft sendir til vist-
ar á héraðsskólunum? „Jú, jú. Það
kom fyrir að við fengjum nemend-
ur sem áttu að vera þannig. En þeir
mönnuðust yfirleitt og komust á
legg eins og hinir. Krökkum geng-
ur misjafnlega í skóla. Það er svo að
skólinn er ekki allra og þannig hef-
ur það alltaf verið og verður sjálf-
sagt áfram,“ svarar Eyþór og talar
þar sjálfsagt af langri reynslu.
Hann segir að ákveðin þró-
un hafi átt sér stað í Reykjaskóla á
þeim árum sem hann starfaði þar.
Kannski hillti þar undir lok skól-
ans. „Mér fannst munur á því fyrstu
árin sem við vorum á Reykjum í
Hrútafirði að maður mætti á haust-
in krökkum sem höfðu kannski
verið tvö eða þrjú ár í skólanum.
Þeir þekktu skil á öllu, kunnu all-
ar reglur og vissu hvað mátti og
hvað var bannað. Þeir kunnu líka á
okkur kennarana og allt það, ” seg-
ir Eyþór og hlær við endurminn-
inguna. „Þegar nýir krakkar komu í
skólann þá lærðu þeir af þeim eldri
og aðlöguðust fljótt. Í restina var
þetta svo orðið þannig að meiri-
hluti krakkanna á hverju ári voru
nýir nemendur sem komu víðar að
af landinu. Þá varð þetta svolítið
erfiðara.“
Heim í Hólminn
Eins og Eyþór nefndi þá hætti hann
störfum við Reykjaskóla árið 1984.
Fjölskyldan flutti úr Hrútafirðinum
og suður til Reykjavíkur. „Við ætl-
uðum að prófa að búa þar en Unn-
ur var úr höfuðborginni. Ég kenndi
við Árbæjarskóla í eitt ár og líkaði
það svo sem ágætlega. Þarna var ég
þó farinn að spá í að finna mér eitt-
hvað annað að gera og ekkert endi-
lega við kennslu. Þá var hringt í mig
héðan úr Stykkishólmi og mér boð-
in kennarastaða hér. Ég sló til þó ég
hefði aldrei ætlað mér sérstaklega
að fara í kennslu hér í Hólminum.
Ég hafði þó alltaf verið viðloðandi
hér. Það voru löng sumarfrí við
Reykjaskóla og þá hafði ég gripið í
aðra vinnu bæði fyrir norðan og hér
í Stykkishólmi. Hérna átti ég líka
marga vini og ættingja þannig að
tengslin voru sterk. Við ákváðum
að láta slag standa og drifum okkur
hingað. Hér erum við svo búin að
vera og verðum sjálfsagt áfram.“
Allar götur síðan og þar til yfir
lauk í vor sem leið hefur Eyþór
kennt við grunnskólann í Stykkis-
hólmi. „Ég hef kennt í elstu bekkj-
unum. Árið 1996 varð ég aðstoð-
arskólastjóri og var það þar til fyr-
ir ári. Nú í vetur var ég svo í hálfu
starfi sem kennari en nú er ég al-
veg hættur. Ég var orðinn næst-
elsti kennarinn og fannst tíma-
bært að yngra fólk tæki við. Þetta
er búið að vera fínn tími. Það hefur
ótrúlega margt breyst í skólastarfi
og kennsluháttum á síðustu árum.
Kennarastarfið er ekki lengur bara
að mæta í kennslustofuna og kenna
eins og var í gamla daga. Þetta er
miklu meira en það.“
Krakkar í dag
djarfari er fyrrum
Þessi síðustu orð hins reynda kenn-
ara vekja forvitni blaðamanns um
að heyra hvernig hann meti grunn-
skólana í dag samanborið við á
árum áður þegar hann var að hefja
kennslu. „Skólastarfið hefur að
mörgu leyti breyst og að flestu leyti
til hins betra finnst mér. Krakkar í
dag eru miklu opnari en þeir voru
og hika ekki við að prófa eitthvað
nýtt. Þeir eru ófeimnari, djarfari
og veraldarvanari ef það er hægt
að orða það svo. Sumum finnst
það ókostur og hafa jafnvel á orði
að börnin séu orðin frökk í fram-
komu. Mér þykir það hins vegar til
hins betra að þau séu opnari. Þau
er tilbúnari að prófa miklu meira en
var hér áður. Þetta á sér ýmsar skýr-
ingar. Ef við lítum á skólakerfið og
skólahaldið, bekkjaranda og sam-
skipti kennara og nemenda þá er
þetta orðið mikið breytt frá því sem
var þegar maður var að byrja að
kenna. Það er allt miklu frjálslegra
og afslappaðra. Áður var mikil ein-
stefna í miðlun frá kennara til nem-
enda. Kennsluhættir hafa breyst.
Það er ekki lengur verið að reikna
heilu blaðsíðurnar af sömu dæmun-
um eins og í gamla daga, eða enda-
laust verið að skrifa eitthvað upp í
stílabækur eða lesa langa texta.“
Eyþór segir líka að börn tileinki
sér nýja þekkingu öðruvísi í dag
en þau gerðu áður. „Þau lesa til að
mynda öðruvísi. Nú eru þau mikið
í tölvum. Þar sækja þau sér kannski
upplýsingar um eitthvert tiltekið
efni, leita á netinu og taka það fyrsta
sem þau finna, jafnvel án þess að
skoða það með nægilega gagnrýn-
um huga. Þau skauta hratt yfir efnið
en lesa minna staf fyrir staf eins og
var hér áður. En ég vil taka fram að
auðvitað er þetta misjafnt eftir ein-
staklingum. Það er erfitt að alhæfa í
þessum efnum,“ segir Eyþór.
Hann bætir því við að honum
finnist aðalatriðið að fólki líði vel
í skólanum. „Börn eiga að njóta
þokkalega góðra minninga úr
skóla, bæði um kennara og sam-
nemendur. Þetta skiptir meira máli
en að nemendur kunni utan að ein-
hver ártöl eða þess háttar. Ég held
að þetta hafi oft tekist ágætlega hér
hjá okkur í Stykkishólmi,“ segir
skólamaðurinn Eyþór Benedikts-
son að endingu.
mþh
Hjónin Eyþór og Unnur í ferð með Kór Stykkishólmskirkju í Búdapest fyrr í sumar.
Systkinin með foreldrum sínum. Myndin var tekin í áttræðisafmæli húsmóður-
innar árið 2011.
Eyþór og Unnur með börnin. F.v: Benedikt, Eyþór, Þórhildur, Þorsteinn og Unnur.
Myndin var tekin 1996.
Unnur Hildur Þorsteinsdóttir í fangi nöfnu sinnar.
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í ræstingu fjögurra
leikskóla á Akranesi svo og almenningsbókasafns kaupstaðarins.
Verktími er frá 1. nóvember 2015 til 31. október 2018.
Útboðsgögn (á geisladiski) verða til afhendingar í þjónustuveri
Akraneskaupstaðar frá og með 10. ágúst nk. án endurgjalds.
Hægt er að fá gögn afhent á pappír fyrir kr. 3000,-.
Tilboð verða opnuð í fundarherbergi skipulags- og
umhverfissviðs þriðjudaginn 29. september nk. kl. 10:00
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Akraneskaupstaðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Útboð á ræstingu
Leikskólar og bókasafn
Upphaf skólastarfs FSN
haustönn 2015
Stundatöfluafhending/birting verður
14. ágúst kl. 11:00 – 12:30.
Föstudaginn 14. ágúst kl. 10:00-14:00 verða
nýnemum kynntir helstu þættir skólastarfsins.
Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2015
er miðvikudaginn 19. ágúst kl. 8:30.
Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt
stundatöflu.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans,
www.fsn.is. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er á Facebook.
Skólameistari
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum
í akstur strætisvagns á Akranesi.
Verktími er frá 1. jan. 2016 til 31. des. 2020.
Útboðsgögn (á geisladiski) verða til afhendingar í þjónustuveri
Akraneskaupstaðar frá og með 11. ágúst nk. án endurgjalds.
Hægt er að fá gögn afhent á pappír fyrir kr. 3.000,-.
Tilboð verða opnuð í fundarherbergi skipulags- og
umhverfissviðs þriðjudaginn 6. október nk. kl. 11:00
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Akraneskaupstaðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Útboð á akstri
strætisvagns á Akranesi
Innanbæjarakstur 2016-2020