Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201520
Við Munaðarhól 25-27 á Hellis-
sandi stendur verslunin Blómst-
urvellir. Verslunin sjálf var fyrst
opnuð fyrir 47 árum, þá í bílskúr
hjónanna Óttars Sveinbjörnssonar
og Írisar Tryggvadóttur. Fyrstu árin
voru þar seld ljós og lampar, sjón-
varpsloftnet, kaplar, sjónvörp og
ýmislegt sem tengdist raflögnum.
Reksturinn vatt upp á sig og fleiri
vörur bættust í flóruna. „Árið 1978
flutti verslunin í íbúðarhús lang-
ömmu minnar Júníönu og langafa
Friðbjarnar. Húsið heitir Blómst-
urvellir og þaðan kemur nafnið á
versluninni. Þar var hún til 1986 en
þá var fyrsti hlutinn af þessu húsi
byggður, það hefur svo verið byggt
við það tvisvar síðan,“ segir Júníana
Björg, dóttir Óttars og Írisar.
Þrír ættliðir
við afreiðslu
Júníana byrjaði ung að afgreiða
viðskiptavini Blómsturvalla. „Ég
er eiginlega alin hérna upp,“ seg-
ir hún og brosir. Sex ára gömul
byrjaði hún að afgreiða og tíu ára
stóð hún vaktina á gömlu Blómst-
urvöllum milli klukkan 16 og 18, á
meðan faðir hennar vann sem raf-
virki og móðir hennar starfaði á
símstöðinni. „Þá lék ég mér á loft-
inu með Barbie og hljóp svo nið-
ur að afgreiða þegar það komu við-
skiptavinir í búðina. Ég man alltaf
eftir einum manni sem vildi endi-
lega gefa mér pening af því að það
hafði aldrei svona „lítil“ stelpa af-
greitt hann. Mér fannst þetta frekar
furðulegt og varð alveg hreint stór-
móðguð. Svo er dóttir mín Guðlaug
Íris, 18 ára, nánast alin upp hérna
líka og svaf úti í vagni hérna þriggja
vikna gömul þannig að flesta daga
erum við hérna þrír ættliðir starf-
andi í búðinni. Mamma á nú samt
líklega vinninginn þegar kemur að
mestu viðverunni hérna, hún er sú
allra duglegasta. Við höfum líka
í gegnum tíðina verið afskaplega
heppin með starfsfólk og þær sem
hafa unnið hjá okkur hafa allar gert
það lengi, en Súsanna Hilmarsdótt-
ir hefur verið hjá okkur núna í átta
ár.“
Eiga trygga
viðskiptavini
Júníana segir verslunina eiga trygga
viðskiptavini af svæðinu en einn-
ig leggi mikið af aðkomufólki leið
sína í verslunina á ferð sinni um
Snæfellsnes. „Það hefur aukist und-
anfarin ár að íslenskir ferðamenn
komi hérna við. Þeir nefna það
oft að þeim hafi verið sagt að það
væri skyldustopp að koma hingað.
Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá
upplifun íslensku ferðamannanna
sem koma hingað inn. Fólk verður
oft svo hissa á að finna svona stóra
verslun einhvers staðar lengst úti
á nesi.“ Mæðgurnar segja erlenda
ferðamenn einnig líta inn en þeir
versli minna. „Það er kannski helst
að þeir kaupi skó eða útivistarfatn-
að, ef það er kalt.“
Fleira ferðafólk í ár
Vöruúrvalið í Blómsturvöllum er
fjölbreytt og hefur breyst mikið frá
fyrstu árunum í bílskúrnum. „Í dag
leggjum við áherslu á tískufatnað
fyrir dömur og herra, skó og ýmsa
gjafavöru. Við erum einnig með
leikföng, úr, skartgripi og heimilis-
tæki sem fólk fær á sama verði og
í Reykjavík keyrt upp að dyrum sé
þess óskað. Annars erum við búin
að prófa ýmislegt hérna, höfum til
dæmis selt reiðhjól, húsgögn, inn-
réttingar, sláttuvélar og grill, svo
eitthvað sé nefnt,“ segja mæðgurn-
ar og hlæja.
Á meðan blaðamaður spjallar
við ættliðina þrjá fjölgar í verslun-
inni. Fjölda bíla er lagt fyrir utan
og fleiri viðskiptavinir koma inn.
„Núna er útsala í fullum gangi og
nýjar vörur komnar í hús. Þetta hef-
ur verið gott sumar, það hefur verið
mun meira ferðafólk en undanfarin
ár. Það hefur bæði verið betra veð-
ur og svo er búið að taka bæði tjald-
svæðin og sundlaugina í gegn hér í
Snæfellsbæ. Þetta trekkir allt að,“
segja mæðgurnar kátar að endingu
og snúa sér að viðskiptavinunum.
grþ
Veitingastaðurinn Bjargarsteinn
Mathús í Grundarfirði var loks
opnaður eftir nokkurra daga bið
föstudaginn 31. júlí síðastliðinn.
Ætlunin var að opna fyrir bæjarhá-
tíðina Á góðri stund en ekki náð-
ist að fá veitingaleyfið í tæka tíð.
Því buðu vertarnir í opið hús á bæj-
arhátíðinni en opnuðu svo staðinn
um verslunarmannahelgina.
Veitingahúsið er hið glæsileg-
asta á að líta. Elsti hlutinn eða hús-
ið Bjargarsteinn er rúmlega aldar
gamalt íbúðarhús sem flutt var frá
Akranesi og gert upp að utan af SÓ
húsbyggingum í Borgarnesi. Það
var síðan keypt og flutt vestur og
hefur verið gert upp að innan eftir
það. Það eru hjónin Gunnar Garð-
arsson og Selma Rut Þorkelsdótt-
ir sem reka Bjargarstein í samvinnu
við Einar S. Valdimarsson og for-
eldra Selmu, Olgu Sædísi Einars-
dóttur og Þorkel Gunnar Þorkels-
son. „Hugmyndin er að reka hérna
alhliða veitingastað með góðan
mat. Við gerum meira út á fiskinn
og eftirrétti en erum einnig með
gott kjöt. Við stígum varlega nið-
ur til jarðar og byrjum með minni
matseðil en munum skipta réttun-
um reglulega út og bæta við hlið-
arréttum eftir því hvaða spennandi
hráefni fæst þann daginn,“ segir
Gunnar í samtali við Skessuhorn.
Gamaldags en hlýlegt
Innréttingar á staðnum eru í svip-
uðum stíl og húsið sjálft, gamal-
dags og hlýlegt. Að sögn Gunnars
eru stólarnir og ljósin keypt á flóa-
mörkuðum í Danmörku. „En gard-
ínurnar eru heklaðar af tengda-
móður minni og dúkarnir á borð-
unum af frænku minnu og ömm-
um okkar Selmu.“ Hann segir stað-
inn geta tekið allt upp í 50 til 60
manns í sæti ef því er að skipta en
eldhúsið þoli best um 40 - 45 gesti.
Gunnar er sjálfur matreiðslumað-
ur að mennt og hefur verið í veit-
ingabransanum í langan tíma. „Ég
byrjaði sem polli í eldhúsinu, fylgdi
mömmu sem var smurbrauðskona.
Ég elst því upp í þessu, fór í nám
og hef verið í þessum bransa allar
götur síðan bæði úti í Danmörku
og hérlendis. Svo er konan mín
áhugabakari og sér um allan bakst-
ur ásamt tengdamömmu,“ útskýrir
Gunnar.
Bjargarsteinn er þó ekki ein-
göngu veitingastofa því þar er
einnig hægt að fá gott kaffi og aðra
drykki. Rúmgóður pallur er fyrir
aftan húsið, með útsýni yfir Grund-
arfjörðinn og sjálft Kirkjufellið.
„Stefnan er að með tímanum verði
kannski eitthvað menningartengt
hér. Listamenn geti jafnvel komið
og verið til dæmis hérna úti á palli
með uppákomur. En það verður þó
engin barmenning hérna. Við erum
fyrst og fremst með alhliða mathús,
matsölustað með breiðu ívafi og
góðum mat,“ segir Gunnar á Bjarg-
arsteini.
grþ
Þrír ættliðir starfa nú í versluninni Blómsturvöllum. Guðlaug Íris Jóhannsdóttir,
Júníana Björg Óttarsdóttir og Guðlaug Íris Tryggvadóttir.
Blómsturvellir eru skyldustopp á ferð um Snæfellsnes
Hér má sjá hluta matsalarins á Bjargarsteini, sem innréttaður er í gömlum og
hlýlegum stíl. Ljósm. grþ.
Búið að opna Bjargarstein Mathús í Grundarfirði
Hjónin Selma Rut Þorkelsdóttir og Guðbrandur Gunnar Garðarsson sem eru meðal eigenda Bjargarsteins eru hér stödd á
staðnum með tvo yngstu drengina sína þá Ölni Þorra og Eini Huga Guðbrandssyni. Ljósm. tfk.
Veitingahúsið Bjargarsteinn Mathús er byggt út frá gömlu húsi sem stóð á
Akranesi en var gert upp af SÓ húsbyggingum í Borgarnesi. Ljósm. tfk.