Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201526 Vignir Jóhannsson myndlistarmaður hefur undanfarin fimm ár búið í bæn- um Hou í Danmörku þar sem hann stundar list sína. Vignir er fjölhæfur myndlistarmaður en málverkið hefur samt alltaf verið í aðalhlutverki hjá honum. Glerlistaverk hafa svo verið að sækja á síðustu árin. Síðasta sýn- ing Vignis var í Skagen sem segja má að sé mekka myndlistarinnar í Dan- mörku en þar gerðu Skagensmal- erne garðinn frægan í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Fyrir tveimur árum kvæntist Vign- ir Karen Goss, lækni frá Danmörku, en fyrir átti Vignir tvö uppkomin börn, dótturina Marsibil Björk, sem býr á Akranesi ásamt fjölskyldu og soninn Erling sem býr í Stokkhólmi í Svíþjóð. Karen kona Vignis er fædd í Kenýa og ólst þar upp til níu ára aldurs en faðir hennar var þjóðgarð- svörður þar. „Hún er fædd skammt frá þeim stað sem danski rithöf- undurinn Karen Blixen bjó og fékk nafn hennar,“ segir Vignir og bætir við að móðir hennar hafi verið flug- freyja hjá SAS og kynnst þar hvítum Kenýabúa í ferðum sínum. Karen á tvo bræður sem búa í Kenýa. Vignir kynntist Karen eftir sýninguna sem hann tók þátt í á Mön. „Við bara kynntumst þarna en svo varð ekkert meira úr því fyrr en ári seinna. Við giftum okkur svo 2013 þann 7. sept- ember. Við skutum á 7, 9, 13,“ segir Vignir og hlær. Hann sagði merki- legt að þegar mamma Karenar sigldi með hana og bræður hennar frá Mombasa í Kenýa til Hamborgar á leið sinni til Danmerkur þá tók hún sig til og prjónaði á þau hlý föt því þau höfðu aldrei átt slíkan fatnað. Þessi föt voru prjónuð úr íslenskri ull, bæði vettlingar og lopapeysur. Þarna fékk Karen fyrstu hlýjuna frá Íslandi,“ segir Vignir kankvís. Birtan á Skagen og á Skaganum er svipuð „Í fyrra vorum við á Skagen að halda upp á eins árs brúðkaupsafmælið og þá fórum við að tala um að gaman væri að sýna þar. Þarna voru auð- vitað miklir snillingar að mála í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugust. Birtan þarna á Skagen er ekki ósvipuð og á Skaganum á Ís- landi, enda sjór á þrjá vegu. Þegar Karen sagði við mig að sýna þarna sagðist ég ekki vilja sýna í einhverri búðarholu niður í bæ svo við fór- um að keyra um og leita. Eftir fimm mínútna keyrslu sáum við myndar- legt nýlegt gallerí. Karen sagði strax að þetta væri galleríið en ég var treg- ur en lét til leiðast. Þegar við komum inn sá ég hins vegar strax að þetta var flott gallerí. „Svo var Karen búin að labba þarna um og sagðist halda að konan sem ræki galleríið væri fær- eysk. Ég fór þá að tala við hana og spurði hvort hún væri færeysk. Hún sagði nei, hún væri íslensk. Þá kom í ljós að þessi kona, sem heitir Mar- ín Magnúsdóttir, kannaðist við mig og minn listamannsferil. Hún bauð mér að sýna og áður en ég fór þaðan var það afráðið að ég myndi sýna þar núna í sumar. Það er erfitt að komast að með sýningar því þær eru oft svo mikið tengdar gömlu Skagensmál- urunum. Við töluðum mikið um það að nú væri Skagamaðurinn orðinn einn af Skagensmálurunum. Þetta með birtuna, sérstaklega á kvöld- in er svo merkilegt á þessum stöð- um því hún kemur upp úr sjónum. Þegar Skagensmálararnir komu með myndirnar sína til Frakklands á sín- um tíma urðu listmálarar þar alveg undrandi því þeir sáu ekki þessa sér- stæðu birtu inni í miðri Evrópu. Það er ekki nóg að hafa eina strönd, þær þurfa að vera tvær eða þrjár. Eftir opnuna gengum við þarna um fjör- urnar og þá sá maður svo vel að þetta var sama birtan og heima.“ Á heimavelli í Sementsverksmiðjunni Eftir gagnfræðaskólanám á Akra- nesi lærði Vignir rafvirkjun hjá föð- ur sínum Jóhanni Bogasyni raf- virkjameistara hjá Sementsverk- smiðju ríkisins. Eftir sveinspróf í rafvirkjuninni hélt hann í myndlist- arnám og fljótlega eftir það lá leið- in til Bandaríkjanna þar sem Vign- ir bjó og stundaði myndlist sína í rúm sextán ár. „Ég kom heim þeg- ar pabbi greindist með krabbamein en ég gat ekki hugsað mér að vera svona langt frá honum við þær að- stæður,“ segir Vignir. Eftir það vann Vignir við myndlist sína hér heima en var auk þess með annan fótinn á Norðurlöndunum. Hann var síðan lengi með vinnustofu við Sogaveg- inn í Reykjavík en nú er hann kom- inn með vinnustofu og íbúð á Akra- nesi til að nota þegar hann kemur heim. „Ég er með forstjóraíbúðina í Sementsverksmiðjunni á leigu en hún er á hæðinni ofan við þar sem skrifstofan var. Ríkið á þennan part hússins ennþá. Þarna kann ég vel við mig enda átti ég fyrst heima á Mána- brautinni og ég fæddist á Mánbraut 10. Sementsverkmiðjan er að hluta byggð á lóð móðurafa míns, Guð- bjarna í Ívarshúsum. Auk þess unnu pabbi og afi í Sementsverksmiðj- unni og ég vann þar líka meðan ég lærði rafvirkjunina. Þannig að ég er svo sannarlega á heimavelli þarna.“ Vignir segir fínt að vera þarna þeg- ar hann fái verkefni á Íslandi. Hann hafi t.d. verið þarna um tíma í vet- ur vegna verkefnis út af afmæli Ein- ars Benediktssonar skálds sem hann vann að í Hörpu í Reykjavík. „Svo er nú mamma á Akranesi, kom- in yfir nírætt og það er því gott að geta skotist til hennar þegar ég er í Íslandsferðum. Hún býr í húsi sínu á Einigrundinni og er eldhress. Hún var t.d. að taka þátt í golfmóti um daginn.“ Vinnustofan fór á kaf Vignir hafði verið með vinnustofu við höfnina í Hou en óvænt misst hana. „Ég hafði vinnustofu þarna niður við höfnina í Hou allt þar til það kom mikill stormur hér 2013. Þetta er talið næst versta veður sem komið hefur í Danmörku og allt fór í kaf þarna við höfnina í Hou. Þetta var um miðjan desember og ég óð upp fyrir hné til að komast út í hús- ið. Það skemmdist mikið af verk- um hjá mér þarna því inn í húsinu var hnédjúpt vatn. Ég þurfti því að fara með vinnustofuna úr þessu húsi því það þarfnaðist mikilla viðgerða á eftir. Þá stóð ég uppi vinnustofulaus og fór því að útbúa þessa vinnustofu hér í næsta nágrenni við þar sem ég bý þótt þetta sé annar bær. Þeir eru nú margir nánast samvaxnir í Dan- mörku.“ Fékk aðstoð Skaga- manna við húsasmíðina Fyrir stuttu lauk Vignir við vinnu- stofuna og galleríið. Til þess naut hann aðstoðar Skagamanna búsettra í Danmörku. Ólafur Ólafsson tré- smiður Elíassonar aðstoðaði Vigni í smíðunum og Árni sonur Sigrúnar Árnadóttur og Karls Lilliendal að- stoðaði Vigni við að mála húsið. „Ég hringdi í Skagamanninn Lárus Gutt- ormsson í vetur því hann er mál- ari og spurði hann hvort hann gæti komið og hjálpað mér í viku við að mála. Lalli sagðist ekki geta þessa en frændi hans sem væri að mála með honum væri núna í fríi í Árósum og hefði ekkert að gera. „Ég sendi hann bara til þín,“ sagði Lárus og þann- ig gerðist það að Árni kom að mála hjá mér í nokkra daga, þannig að það komu Skagamenn að þessu.“ Vignir segir að hann hafi tekið þátt í sýn- ingum á Norðurlöndunum og af því hafi leitt að hann fór til Danmerkur 2010. „Fyrst sýndi ég með dönskum myndlistarmönnum 1982 í Finnlandi og sýndi svo með Dönunum reglu- lega eftir það. Svo var ég tekinn inn í danskan sýningarhóp hérna með mörgum þekktustu dönsku málur- unum. Við sýndum mikið á Norður- löndunum frá 1992 til 2003. Ég hélt alltaf sambandi við Danina og aðra norræna málara og var svo með sýn- ingu á Mön árið 2010 og eftir það fór ég að vinna að því að vera bara hér. Ég hef verið mikið að vinna í leikmyndum og innsetningum bæði heima og í Danmörku og hef feng- ið nokkur slík verkefni hér í Dan- mörku. T.d. eitt verkefni í Árósum við að búa til sal fyrir æskulýðsmið- stöð, nokkurs konar Arnardal þeirra Árósabúa. Þetta var fimm mánaða verkefni.“ Kann vel við sig í Danmörku Vignir segist kunna vel við sig í Dan- mörku. Þar sé gott að vera og lofts- lagið passlegt. Að vísu hafi Dönum fundist kalt sumar en hann kunni ágætlega við tuttugu stiga sumarhita. Hins vegar þegar hitinn fari niður í 12 stig hér er kalt í Danmörku. „Sér- staklega var þetta slæmt upp í Ska- gen því hitinn var bara 12-15 stig. Þetta þýðir að galleríin þarna hafa fengið mikla aðsókn því fólk fór ekki á ströndina.“ Vignir á lítinn trébát, seglbát, sem hann er með heima í Hou og notar mikið og hefur gam- an af að sigla. Þau Karen ferðast líka mikið í frístundum en myndlistin hans er fjölbreytt. Til dæmis gler- listaverk sem hann sýndi í Skagen og notaði birtuna þar til að magna það upp. „Annars er málverkið alltaf í aðalhlutverki hjá mér,“ segir Vign- ir Jóhannsson myndlistarmaður að endingu. hb Skagamaður með myndlistarsýningu á Skagen í Danmörku Vignir Jóhannsson myndlistarmaður. Frá opnun myndlistarsýningarinnar í Skagen. Vignir er lengst til hægri og Karen Goss eiginkona hans honum á hægri hönd. Sýnishorn verka á myndlistarsýningunni í Skagen.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.