Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 9

Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 9 Minningartónleikar til heiðurs Lo- vísu Hrund Svavarsdóttur verða haldnir á Akranesi mánudag- inn 5. október næstkomandi, á af- mælisdegi Lovísu Hrundar. Lov- ísa Hrund lést þann 6. apríl 2013 í hörðum árekstri á Akrafjalls- vegi þegar ölvaður ökumaður, sem kom úr gagnstæðri átt, ók í veg fyr- ir hana. „Lovísa Hrund hefði orð- ið tvítug þennan dag og við ákváð- um því að skella í tónleika af því til- efni. Það hafa allir tekið ofboðslega vel í hugmyndina og allir tilbúnir að hjálpa okkur með þetta,“ seg- ir Hrönn Ásgeirsdóttir móðir Lo- vísu Hrundar í samtali við Skessu- horn. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Minningar- sjóðs Lovísu Hrundar. Tilgangur hans er að stuðla að fræðslu og for- vörnum gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis og annarra vímu- efna. Á tónleikunum munu koma fram Þjóðlagasveit Tónlistarskól- ans á Akranesi, Ylfa og Hallur, Jón Jónsson, Friðrik Dór og gætu fleiri flytjendur bæst í hópinn. Þá mun Jóhannes Kr. Kristjánsson flytja hugvekju og Ólafur Páll Gunnars- son verður kynnir kvöldsins. All- ir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína. Forvarnardagur í FVA Hrönn bætir því við að sama dag verði haldinn forvarnardagur í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Þar verður haldinn fyrirlestur á sal fyrir nemendur skólans um skað- semi ölvunaraksturs. Samgöngu- stofa mun koma að þeirri fræðslu og Sjentilmannaklúbburinn á Bif- röst. Sjentilmannaklúbburinn mun koma með ölvunargleraugu sem krakkarnir fá að prófa í lok fyrir- lesturs. Með þeim er hægt að sjá hversu brengluð skynjunin verður við ölvun og það er gott fyrir þau að prófa þetta í kjölfar fræðslunn- ar, á meðan þau eru meðvituð,“ segir Hrönn. Hún segir gleraugun hafa vakið mikla athygli en þau eru keypt fyrir styrk úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar. „Við viljum nota tækifærið og tjá þakklæti fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið og einnig að þakka þeim flytjendum sem munu koma fram á tónleikunum. Það er ekki sjálfgefið að fá fólk í svona verkef- ni en hefur gengið mjög vel að safna saman þessum góða hópi flytjenda.“ Miðasala á tónleikana hefst klukkan 18 á tónleikadegi og er miðaverð 3.500 krónur. Enginn posi er á stað- num og er vakin athygli á því að þeir sem ekki komast á tónleikana en vil- ja styrkja sjóðinn er bent á vefslóði- na www.lovisahrund.is fyrir frekari upplýsingar. grþ SK ES SU H O R N 2 01 5 Deildarstjóri tæknideildar Borgarnes Starf deildarstjóra tæknideildar Vegagerðarinnar á Vestursvæði er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Starfssvið Stjórnun á áætlanagerð, undirbúningi og framkvæmd verka á sviði viðhalds- og nýframkvæmda á Vestursvæði. Yfirumsjón með stofn-, tengi- og héraðsvegum, efnisvinnslu, frágangi náma, yfirlögnum og styrkingum bundinna slitlaga, brúm, varnargörðum og umferðaröryggisaðgerðum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur Verk- eða tæknifræðingur• Stjórnunarreynsla er æskileg• Góð íslenskukunnátta• Góð tölvukunnátta• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Góðir samstarfshæfileikar• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætlun Vegagerðarinnar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til 5. október 2015. Umsóknin berist mannauðsstjóra Vegagerðarinnar, netfang oth@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt starfsferilskrá og upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingvi Árnason svæðisstjóri í síma 522-1510. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Lovísa Hrund Svavarsdóttir hefði orðið tvítug, daginn sem tónleikarnir fara fram. Minningartónleikar um Lovísu Hrund S K E S S U H O R N 2 01 5 Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Jaðar, Bæjarsveit 9, 16, 17 og 24 – lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Sveitarstjórn samþykkti 13. ágúst 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Breytingin felst í að landnotkun á lóðunum Jaðri, Bæjarsveit 9, 16,17 og 24 verði breytt úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Skipulagið nær yfir um 64,2 ha land, Jaðar 9 (5,5 ha), Jaðar 16 (5,6 ha), Jaðar 17 (40 ha) og Jaðar 24 (13,1 ha). Gert er ráð fyrir allt að 146 lóðum á svæðinu. Lýsingin verður auglýst frá 23. september til og með 2. október 2015 skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 Kynningarfundur fimmtudaginn 1. október í Ráðhúsi Borgarbyggðar kl. 19.00 til 20.00 Skoða má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 23. september 2015. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 2. október 2015 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar. S K E S S U H O R N 2 01 5 Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög: Ölvaldsstaðar II – breytt aðalskipulag Sveitarstjórn samþykkti 20. maí 2015 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Í breytingunni fellst breyting á landnotkun úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði og er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 5. maí 2015. Tillagan verður auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015 skv. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Ölvaldsstaðar II – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 20. maí 2015 að auglýsa deiliskipulag fyrir Ölvaldsstaði. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 5. maí 2015 og felur meðal annars í sér skipulag fyrir 22 frístundalóðir og útivistarsvæði. Tillagan verður auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015, skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Munaðarnes 1. áfangi – breytt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 21. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, áfanga 1. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagssvæði verði sameinuð og bætt verði við fimm lóðum. Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. febrúar 2015. Deiliskipulagið verður auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Munaðarnes 2. áfangi – breytt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 21. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, áfanga 2. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagssvæði verði sameinuð og bætt verði við tíu lóðum við Jötnagarðsás, afmakaðar fjórar stakar lóðir, skilgreint útivistarsvæði og göngustígar. Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. febrúar 2015. Deiliskipulagið verður auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Kynningarfundur fimmtudaginn 1. október í Ráðhúsi Borgarbyggðar kl. 19.00 til 20.00 Skoða má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 23. september 2015. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 3. nóvember 2015 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.