Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 11 LAGERSALA Fimmtudag 24. sept. kl. 13-18 Föstudag 25. sept. kl. 13-18 Laugardag 26. sept. kl. 11-15 Mánudag 28. sept. kl. 13-18 Þriðjudag 29. sept. kl. 13-18 Miðvikudag 30. sept. kl. 13-18 Fimmtudag 1. okt. kl. 13-18 Föstudag 2. okt. kl. 13-18 Laugardag 3. okt. kl. 11-15 ATH: Gjafakort og inneignir gilda ekki á lagersölu. SK ES SU H O R N 2 01 5 70% AFSLÁTTUR OG MEIRA AF DÖMU- OG HERRAFATNAÐI! Hefst fimmtudaginn 24. sept.kl. 13:00 að Kalmansvöllum 1A (Húsgagnaverslunin Bjarg). Fjórða umferðin í Íslandsmótinu í rallý fer fram laugardaginn26. sept- ember næstkomandi. Hefst keppn- in hjá Geysi í Haukadal klukkan 10:00 og haldið upp á Skjaldbreið- arveg. Nokkur ár eru síðan ekið hefur verið um þennan línuveg. Er leiðin um 42 km löng og telst lengsta sérleið sumarsins. Mun hún reyna á úthald og einbeitingu áhafna sem og ástand bifreiða. Síð- an færist keppnin nær Borgarfirði en ekið verður yfir Uxahryggi eft- ir að komið er út við Kaldadals- veg. Uxahryggir eru ökumönnum vel kunnug akstursleið því hún hef- ur verið ekin að jafnaði einu sinni á sumri undanfarin ár. Þegar kom- ið er niður af Uxahryggjum munu áhafnirnar snúa við og aka báðar sérleiðirnar til baka. Að akstri loknum halda keppend- ur niður að Korputorgi þar sem úr- slit verða tilkynnt klukkan 16:30 en þar verður einnig rallýsýning hjá Planinu í tilefni þess að í ár eru 40 ár síðan fyrsta rallýkeppnin var haldin hérlendis. Er sýningin opin laugardag og sunnudag og er að- gangur ókeypis. Að þessu sinni eru 13 áhafn- ir skráðar til leiks, má þar sjá bæði nýliða sem og þaulreyndar áhafnir. Þeir Baldur Haraldsson úr Skaga- firði og Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi mæta galvaskir til leiks en þeir leiða nú Íslandsmótið með tæplega 15 stiga forskoti á Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardótt- ur en þau systkin verða fjarri góðu gamni á laugardaginn. Helsti keppi- nautur þeirra að þessu sinni verður Henning Ólafson sem mætir á nýj- um bíl eftir að hafa velt þeim gamla við Hvaleyrarvatn í síðustu umferð. Með honum verður Sunnlending- urinn Sigurjón Þór Þrastarson. mm Katrín Lea Daðadóttir er tólf ára nemandi við Grundaskóla á Akra- nesi. Hún hefur gaman af nám- inu og þá sérstaklega tungumála- námi. Katrín byrjaði ung að læra ensku og byrjaði nýverið í fjar- námi í ensku við Verzlunarskóla Ís- lands, þrátt fyrir ungan aldur. Tíu og ellefu ára gömul var hún að læra ensku sem ætluð var nemendum í 8. - 10. bekk. Þrátt fyrir að fá töluvert af aukaverkefnum var hún fljót að klára og var farið að leiðast í ensku- tímum. „Ég var alltaf búin með allt og hafði eiginlega ekkert að gera í tímunum. Þannig að ég talaði við mömmu um þetta og hún tékkaði á því hvort ég mætti byrja í fjarnámi, sem ég fékk,“ segir Katrín Lea í samtali við blaðamann. Hún segir að breytingin sé góð og að fjarnám- ið gangi vel. „Þetta er samt bara fyrsta önnin mín, en mér finnst þetta skemmtilegra svona. Núna er ég meira í ritun en áður en annars er þetta svipað. Ég fæ að fara niður á bókasafn að læra þegar bekkurinn er í ensku.“ Lærði ensku í leikskóla Katrín Lea segist aldrei hafa búið erlendis en hún byrjaði þrátt fyrir það að læra enskuna snemma. „Ég bjó í Keflavík þegar ég var yngri og í leikskólanum þar var okkur kennd enska. Ég byrjaði örugglega að læra ensku þegar ég var fjögurra ára.“ Katrín Lea segir að henni hafi allt- af þótt enskan skemmtileg og hún náði fljótt góðri færni í tungumál- inu, enda byrjaði hún snemma að lesa bækur á ensku. Fyrsta ensku- ritaða skáldsagan sem hún las var Hobbitinn eftir J.R.R Tolkien. Hana las Katrín Lea þegar hún var átta ára gömul. „Eftir það fór ég að lesa meira. Núna hef ég verið að lesa The Mazerunner seríurn- ar en Harry Potter bækurnar og bækur eftir Tolkien eru samt í upp- áhaldi hjá mér,“ segir Katrín Lea. Hún á tvær yngri systur sem eru einnig farnar að læra ensku, þrátt fyrir ungan aldur. „Þær eru sex og níu ára og eru farnar að tala dálít- ið. Þeim finnst mjög gaman að tala ensku.“ - Ert þú þá að kenna þeim? „Já eiginlega,“ segir Katrín Lea og hlær. Var boðið að sleppa fyrsta bekk Katrín Lea er augljóslega mik- ill námshestur. Hún var ekki nema fjögurra ára þegar hún lærði að lesa og var farin að lesa stórar bæk- ur á borð við Harry Potter sex ára. Henni var boðið að sleppa fyrsta bekk þegar hún byrjaði í grunn- skóla. „Mér stóð til boða að fara beint í annan bekk í Myllubakka- skóla en mamma og pabbi afþökk- uðu það. Þau vildu frekar að ég væri með jafnöldrum mínum í bekk,“ segir hún. Aðspurð um hvernig henni gengur í öðrum fögum en ensku segir Katrín Lea að það gangi vel í flestu, hún sé til að mynda að læra stærðfræði sem ætluð er fyr- ir þá sem eru tveimur árum eldri. Þrátt fyrir að verja dágóðum tíma í lestur og heimanám þá nær hún að sinna áhugamálum sínum vel. „Ég hef mestan áhuga á leiklist, söng og tónlist. Ég er í tónlistarskólan- um að læra á gítar en áður hafði ég lært á blokkflautu í Keflavík og Rallý helgarinnar fer meðal annars um Uxahryggjaveg Félagarnir Baldur og Aðalsteinn, Tímon-liðið, leiða keppnina á Íslandsmótinu. Var orðin læs fjögurra ára gömul ég var í söngskóla Huldu Gests í fyrra,“ segir Katrín Lea. Aðspurð um framtíðina segist hún ekki vita hvað hana langar að gera, en það komi til greina að verða leikkona eða söngkona. Sjálflærð í spænsku Katrín Lea hefur ekki einungis áhuga á ensku og tónlist. Hún er einnig að læra fleiri tungumál, upp á sitt einsdæmi. „Sko, þegar ég var tíu ára kunni ég orðið dálítið mik- ið í ensku og langaði að prófa að læra annað tungumál. Ég hugsaði þetta aðeins og fannst spænskan skemmtileg, þannig að ég ákvað að læra hana,“ segir Katrín Lea. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að það sé lítið mál að læra tungumál sjálf- ur. „Maður les bara á netinu og svo horfi ég á sápuóperur í sjónvarpinu. Það er sniðugt því þá er íslenskur texti.“ Hún fór með fjölskyldunni til Kanaríeyja í sumarfríinu og fékk þá tækifæri til að æfa spænskuna í fyrsta sinn. „Ég prófaði aðeins að tala, sérstaklega þegar við vorum að panta mat og svona - og svo túlk- aði ég aðeins fyrir mömmu. En mér finnst samt auðveldara að skilja hvað aðrir eru að segja en að tala sjálf,“ segir Katrín Lea að endingu. grþ Katrín Lea Daðadóttir nemandi í 7. bekk er að læra ensku á fram- haldsskólastigi. SKÓLASTJÓRI Í BORGARBYGGÐ Staða skólastjóra við Andabæ, Hvanneyri er laus til umsóknar. Andabær er skóli fyrir 74 börn sem byggir starf sitt á útinámi og náttúru- og umhverfismennt. Leitað er að skólastjóra til að leiða uppbyggingu skólastarfsins í samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn. Skólastjóri tekur einnig virkan þátt í að móta skólasamfélag Borgarbyggðar með uppbyggilegum og framsýnum hætti í samvinnu við fjölskyldusvið og aðra skóla í Borgarbyggð. Þróunarstarf er að hefjast um breytingar á aldri barna sem dvelja í skólanum sem nær yfir leikskólastig og yngri bekki grunnskólans. Menntunar- og hæfniskröfur • Grunnskólakennari eða leikskólakennari • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og kennslumála æskileg • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi • Hæfni til að veita faglega forystu og frumkvæði • Færni í mannlegum samskiptum • Metnaður og áhugi á nýjungum í leikskólastarfi Verkefni og ábyrgðarsvið • Er faglegur leiðtogi skólans • Stjórnar daglegri starfsemi • Sér um áætlanagerð og innra mat • Ber rekstrarlega ábyrgð • Sér um starfsmannahald • Ber ábyrgð á samstarfi við foreldra • Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir Staðan er laus frá 15. október 2015. Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Í samræmi við jafnréttisáætlun Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðu skólastjóra. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2015. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang annamagnea@borgarbyggd.is eða í síma 525-8500. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn á netfangið annamagnea@borgarbyggd.is. Umsókn þarf að fylgja yfirlit yfir nám og störf og upplýsingar um reynslu af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi. Jafnframt er óskað eftir því að gerð verði grein fyrir hugmyndum að áherslum í uppbyggingu skólastarfs í Andabæ. Skólar í Borgarbyggð Skólar í Borgarbyggð eru eftirsóknaverðir vinnustaðir þar sem áhersla er lögð á jákvæðni, áreiðanleika og fagmennsku kennara og annarra starfsmanna. Þar starfar vel menntað og hæft starfsfólk sem skipuleggur nám og starf barna á markvissan hátt. Unnið er með leiðtogafærni starfsfólks og nemenda og er vellíðan og velferð barna í fyrirrúmi. Gott og náið samstarf er haft við foreldra og þeir hvattir til að taka virkan þátt í námi barna sinna. Þróunarstarf er virkur þáttur í skólastarfi og fást börn og ungmenni við fjölbreytt viðfangsefni við hæfi hvers og eins. S K E S S U H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.