Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Page 15

Skessuhorn - 23.09.2015, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 15 Borðhald hefst kl. 19.00 Langborðsstemning Grétar Örvarsson leikur fyrir matargesti Verð 3.900 kr. KÓTILETTUKVÖLD Kótilettur eins og amma gerði þær Föstudaginn 9. október 2015 Borðapantanir í símum 525-8440/898-1779 SK ES SU H O R N 2 01 5 Borgarfirði ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Síðastliðinn sunnudag var í Ólafs- víkurkirkju afhentur veggskjöldur í kirkjuna. Það voru aðstandendur hjónanna Markúsar Einarssonar og Soffíu E. Sigurðardóttur, sem á sín- um tíma gáfu kirkjunni skírnarfont, sem afhentu veggskjöldinn. Á hon- um er eftirfarandi texti: „Gefendur A. Markús Einarsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur og kona hans Soffía E. Sigurðardóttir ásamt stjórn Hraðfrystihúss Ólafs- víkur 1953.“ Skírnarfontinn gerði á sínum tíma Wilhelm Beckmann myndhöggvari. Verður veggskjöld- urinn settur upp í kirkjunni til að vekja athygli gesta og upplýsa þá um listaverkið. Að guðsþjónustu lokinni var boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu. Þar flutti Jón Þór Þórhallsson, formaður stjórnar stofnunar Wilhelms Beckmanns, erindi um listamanninn sem jafn- framt var tengdafaðir hans. Íslenskur listamaður af þýsku bergi brotinn Wilhelm Beckmann var mjög fjöl- hæfur listamaður. Allt lék í höndum hans. Hann skar út í tré, hjó í stein, málaði myndir og gerði skartgripi. Langþekktastur er hann þó fyrir útskurðarverk sín. Verk hans er að finna í mörgum kirkjum og heim- ilum. Hann skar út marga skírn- arfonta í líkingu við þann sem er í Ólafsvíkurkirkju og tækifæris- gjafir af ýmsu tagi. Sýning á verk- um hans var haldin í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogskirkju og var það fyrsta yfirlitssýningin á verkum Beckmann. Hann gaf Kópavogs- kirkju fyrstu altaristöflu kirkjunnar 1954 og er hún nú í anddyri safn- aðarheimilisins Borga. Myndir af mörgum verkum Wilhelms Beck- mann eru til sýnis á 3. hæð Bóka- safns Kópavogs. af Veggskjöldurinn afhentur í Ólafsvíkurkirkju sl. sunnudag. Veggskjöldur afhentur í Ólafsvíkurkirkju

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.