Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Page 17

Skessuhorn - 23.09.2015, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 17 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 - www.kemi.is - kemi@kemi.is Almennur handhreinsir sem byggir á náttúrulegum efnum. Virkar jafnt með vatni og án. Engin jarðolíuefni eru notuð. Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina. Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím. Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur. Loctite SF 7850 handhreinsir Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Hlutastörf í liðveislu með fötluðu fólki• Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Laus störf hjá Akraneskaupstað Ingólfur Sigurðsson er 22 ára gam- all knattspyrnumaður sem undan- farið sumar hefur leikið með Vík- ingi í Ólafsvík. Hann bjó fyrir vest- an í sumar meðan hann lék með lið- inu og lætur vel af bænum. Ingólf- ur var greindur með kvíðaröskun þegar hann var 15 ára gamall. Fyrir nokkrum árum steig hann fram og sagði frá veikindum sínum. Síðan þá hafa margir knattspyrnumenn fetað í fótspor hans og á dögunum flutti Ingólfur erindi á ráðstefnu á veg- um Íþróttasambands Íslands, Knatt- spyrnusambands Íslands og Háskól- ans í Reykjavík, þar sem hann sagði frá reynslu sinni. Blaðamaður hitti Ingólf í Borgarnesi fyrir helgi og ræddi við hann um sjúkdóminn. Greindist með kvíða- röskun 15 ára „Ég er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum. Það var því ein- hvern veginn óhjákvæmilegt að ég færi að æfa fótbolta með Val þegar ég var ungur,“ segir Ingólfur. Hann þótti afar efnilegur sem unglingur og árið 2007 samdi hann við hol- lenska liðið Heerenveen og flutti út, þá aðeins 14 ára gamall. Dvölin í Heerenveen entist aðeins í eitt ár, en þangað átti hann eftir að halda aft- ur síðar. „Upphafið af mínum veik- indum er í fyrra skiptið hjá Heeren- veen,“ segir Ingólfur. „Ég var alltaf frekar kvíðinn sem barn en það var meira svona barnslegur kvíði, ekk- ert í samanburði við sjúkdóminn.“ Hann segist í fyrstu hafa orðið var við líkamleg einkenni, eins og al- gengt er hjá kvíðasjúklingum. „Þá var ég sendur í ýmsar rannsóknir og sem kom auðvitað ekkert út úr. Síðan beindist athyglin að andlegu hliðinni. Menn fóru að velta fyrir sér hvort það væri eitthvað að mér þar og það var raunin.“ Í kjölfar þessa sneri Ingólfur heim til Íslands var greindur með kvíð- aröskun. Hann hóf sálfræðimeðferð og fékk kvíðastillandi lyf. Hann seg- ir meðferðina hafa gengið mjög vel í langan tíma á eftir. „Það er talað um að sálfræðimeðferð og lyfjagjöf þurfi að haldast í hendur til að við- unandi árangur náist. Ég get eigin- lega ekki lýst því hvað það var gott að fara til sálfræðings og ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyr- ir því hvað sálfræðingar geta reynst vel. Það er að segja góðir sálfræð- ingar,“ bætir hann við og brosir. „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið að leið til sálfræðings og hugs- að með mér að ég þurfi nú ekkert á þessu að halda en svo hugsað; „vá, hvað þetta var gott“ um leið og ég kem út.“ Sagan endurtekur sig Ingólfur lagði áfram stund á knatt- spyrnu eftir að hann kom heim frá Hollandi og leitaði sér aðstoðar vegna veikinda sinna. Hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Val, þá á yngra ári í þriðja flokki, en sá hag sinn vænstan að skipta yfir í KR. „Þegar ég er 17 ára gamall í KR tel ég mig í stakk búinn andlega til að fara út aftur. Ég fer út, mér líður vel og finnst allt alveg frábært. En síðan fer kvíðinn að láta á sér kræla og ég verð veikari en nokkru sinni fyrr,“ segir Ingólfur „og það endaði með því að mér var hreinlega fylgt heim til Íslands.“ Þetta bakslag upp- lifði hann sem þrumu úr heiðskýru lofti, það hafi komið sér algerlega að óvörum. „Þetta var rosalega erfitt. Ég var nýorðinn 18 ára, ungur og efnileg- ur knattspyrnumaður og leit út fyrir að vera bara rosalega flottur strákur. Ég var kominn í atvinnumennsku, sem er auðvitað draumur hvers ungs knattspyrnumanns. Að geta ekki lagt stund á hana vegna veikinda var ömurlegt,“ segir hann. Árið 2011, aðeins ári eftir að hann fór út öðru sinni, er hann kominn til Íslands aftur, í sálfræðimeðferð og heimsækir reglulega geðlægni á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans og veit að hann þarf að vinna hraustlega í þessu. „Þetta var rosalega erfitt. Ég átti mjög erfitt með mig,“ segir hann og hefur orð á því að hann hafi sjálfur glímt við mikla fordóma gagnvart sjúkdómn- um. „Mér fannst ég algjörlega yfir það hafinn að fara inn á geðdeild. Ég var með rosalega fordóma gagnvart þessu, taldi mig ekki þurfa á nokk- urn hátt að vera í þessum aðstæðum. En það endurspeglar kannski líka hvað ég var mikið veikur.“ En með hjálp fjölskyldunnar tókst honum að komast yfir fordóma sína og horfast í augu við eigin veikindi. „Fyrir mér var þetta leyndarmál sem maður varð bara að rogast með. En ég er mjög lukkulegur að eiga rosa- lega góða fjölskyldu og kærustu sem hefur alltaf stutt við bakið á mér. Ég á þeim mikið að þakka“ Þrátt fyrir erfiða fyrri reynslu af atvinnumennsku átti Ingólfur eft- ir að reyna einu sinni enn. „Í janúar 2012 fór ég til Danmerkur og reyndi við atvinnumennskuna í þriðja sinn hjá liðinu Lyngby. En sagan endur- tók sig og ég var kominn aftur heim innan árs, alveg ómögulegur,“ seg- ir Ingólfur. „Maður flýr aldrei sjálf- an sig. Maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt, nýjar aðstæður og fleira. Að ná tökum á sjálfum sér er meiri vinna en ég bjóst við og ég held bara áfram að vinna í mér.“ Síðan þá hefur hann verið á Ís- landi og að hans sögn hefur það gengið vel. Kvíðans verði hann auð- vitað var af og til, það sé eðli sjúk- dómsins. „Ég held það sé ævistarf að vinna í þessu. Maður er alltaf að kynnast nýjum aðstæðum og stund- um birtist kvíðinn fyrirvaralaust. Þess vegna er þetta sjúkdómur,“ segir hann. Þurfa að þekkja úrræðin Fyrir nokkrum árum ákvað Ing- ólfur að stíga fram og segja frá veikindum sínum. Síðan þá hafa margir knattspyrnumenn fetað sömu slóð og vitundarvakning er nú að verða innan íþróttaheims- ins um andleg veikindi íþrótta- manna. Á dögunum sagði Ing- ólfur frá reynslu sinni á vel sóttu málþingi um það málefni. „Það mættu 250 á málþingið, fullt út úr dyrum og það virðist vera svakalegur áhugi á þessu málefni. Raunar svo mikill að það verður farið með málþingið til Akureyrar í byrjun október,“ segir hann. Ingólfur telur að fyrst og fremst vanti einhvers konar leið- arvísi þegar íþróttamenn lenda í andlegum veikindum. „Hvað tek- ur við ef einhver lendir í andleg- um skakkaföllum? Það vantar að íþróttamenn viti hvert þeir eigi að leita. Þetta er alveg eins og ef menn meiðast, þá vita menn hvert þeir eiga að leita. Eins á að vera samþykkt að vera fjarverandi vegna andlegra veikinda. Ef knatt- spyrnumenn eru með flensu þá missa þeir af einum leik og mæta klárir í næsta. Það ætti að vera ná- kvæmlega jafn samþykkt ef þeir eru andlega veikir. Þá missa þeir af einum leik og verða kannski bara klárir strax í næsta. Það á að vera í stakasta lagi að íþrótta- menn glími við sjúkdóm en það er margt sem betur mætti fara,“ segir Ingólfur en bætir því við að hann hafi trú á að einhvers konar leiðarvísir fyrir íþróttamenn sem glíma við andleg veikindi verði að veruleika áður en langt um líður. En sér hann fyrir sér að félögin taki verkefnið að sér eða íþrótta- samböndin? „Það væri frábært ef félögin tækju ábyrgð en mér finnst þessi mál liggja frekar hjá samböndunum,“ segir Ingólfur. Knattspyrnufélög gætu þá bent leikmönnum sínum á úrræði sem KSÍ byði upp á, ef ske kynni að þeir veiktust andlega. Sambandið myndi svo leiðbeina mönnum um framhaldið. Fótboltamenn eru manneskjur Ingólfur hefur orð á því að í fót- boltaheiminum séu gömul karl- mennskugildi enn mjög ríkjandi. Þó megi finna örlitlar breytingar þar á. „Ég hef fundið það sjálfur. Þeir sterkustu lifa af og allt snýst „Maður verður að brosa að lífinu þótt það geti verið erfitt“ Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður úr Víkingi, glímir við kvíðaröskun um að vera grjótharður. En þetta er sem betur fer aðeins að breyt- ast. Fótboltamenn eru manneskj- ur, þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Ingólfur og brosir. „Það á ekki að vera neitt vandamál að vera veikur.“ Enn fremur telur hann samfé- lagið einblína um of á neikvæð- ar hliðar andlegra sjúkdóma. Þó ekki megi gera lítið úr þeim þá megi ekki gleyma því að þeir eigi líka sínar broslegu hliðar. „Auðvitað eru allir sjúkdómar hvimleiðir en ég held að samfé- lagið geri kannski of mikið af því að dramatísera þessa hluti. Það er alltaf verið að segja frá fólki sem er mikið veikt eða hefur veikst. Mér finnst stundum vanta að sýna þessa hluti í aðeins jákvæðara ljósi. Það er erfitt að kljást við veikindi og maður verður stundum að geta brosað og hlegið að þeim. Þannig að maður sé ekki alltaf bara fórn- arlamb,“ segir hann. „Lífið kemur einhvern veginn bara upp í hendurnar á manni með öllu sem því fylgir. Maður verður að brosa að lífinu þótt það geti verið erfitt,“ segir Ingólfur Sigurðsson að lokum. kgk Ingólfur Sigurðsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.