Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 20152 Vetur konungur gengur senn í garð, fyrsti vetrardagur er laugardaginn 24. október. Fé- lag sauðfjárbænda í Dalasýslu hefur í tíu ár blásið til haustfagnaðar kringum fyrsta vetr- ardag, við lok sláturtíðar, með sviðaveislu að kvöldi föstudags, gripasýningum og öðrum dagskrárliðum. Haustfagnaður FSD í ár fer fram dagana 23.-24. október. Hæg norðlæg átt og úrkomulítið verður á fimmtudagsmorgun en vaxandi austlæg átt eftir því sem líður á daginn. Víða 10-15 m/s að kvöldinu og rigning sunnanlands. Hiti 0-6 stig og sums staðar frost inn til lands- ins. Hæg suðlæg átt og skúrir eða slydduél á föstudag en þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Gengur í hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestan til um há- degi. Óbreytt hitastig. Á mánudag spáir all- hvassri norðanátt og kólnandi veðri með snjókomu eða éljum, en að mestu þurrt sunnan til. Vindur gengur niður þegar líð- ur á sunnudag en áfram él norðanlands og kalt í veðri. Á mánudag er útlit fyrir þurrt og kalt veður með éljum vestast á landinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu mörg tungumál talar þú?“ Flest- ir sem tóku afstöðu, 30,31% sögðust tala þrjú tungumál. Næstflestir, eða 28,35% tala eitt tungumál og 23,23% sögðust tala tvö. „Fjögur“ sögðu 9,06%, „fimm“ sögðu 4,33% og 4,72% kváðust tala sex tungumál eða fleiri. Í næstu viku er spurt: „Hversu mörg pör af skóm átt þú?“ Trésmiðurinn Baldur Þorleifsson í Stykkis- hólmi er elsti leikmaðurinn sem keppir í Ís- landsmótinu í körfuknattleik í ár. Hann er 49 ára gamall, í fantaformi og lætur aldurinn ekki aftra sér í baráttunni undir körfunni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Girða meðfram veginum GRUNDARFJ: Almenna Um- hverfisþjónustan í Grundarfirði hefur hafið framkvæmdir við að reisa fjárhelda girðingu fyr- ir ofan þjóðveginn vestan við Grundarfjörð. Verkið er unn- ið fyrir Vegagerðina. Það hef- ur verið vandamál í mörg ár að kindur hafa lagt leið sína yfir veginn og niður í fjöru enda girðingin sem átti að halda þeim í skefjum búin að vera í niðurníðslu. Í samráði við land- eigendur er nú hafist handa við að girða svolítið fyrir ofan veg- inn þannig að gamli vegurinn nýtist fyrir hestamenn og annað útivistarfólk. Nú ætti ný girðing að halda kindunum í öruggri fjarlægð frá umferðinni. –tfk Innbrot í ellefu orlofshús BORGARFJ: Alls var brot- ist inn í ellefu orlofsbústaði í Borgarfirði í síðustu viku. Að sögn lögreglu var helst stolið flatskjám. Ekki var brotist inn á stöðum þar sem bústaðasvæð- in eru lokuð af með rafstýrðum slám og vöktuð með eftirlits- myndavélum. „Augljóst er að mikil innbrotsvörn er í stýrðu aðgengi að bústaðasvæðum og myndavélavöktun en slík- ar hindranir kosta peninga og stundum reynir einnig á þolin- mæði fólks, til dæmis löglegra gesta sem verða að hringja í bú- staðafólkið til að láta opna fyrir sér hliðin á leiðinni inn og út af svæðunum,“ segir Theodór hjá LVL. -mm Stuðningshópur á Akranesi fyrir mæður og feður Heilsugæslan á Akranesi verður með stuðningshóp fyrir • Forvarnir og fræðsla • Sannleikur og staðreyndir um fæðingarþunglyndi og vanlíðan • Utanumhald og stuðningur SK ES SU H O R N 2 01 5 Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt að fela bæjarstjóra að senda erindi til Minjastofnunar þar sem óskað verður heimildar til að nýta áður veittan fimm millj- óna króna styrk frá forsætisráðu- neytinu í fyrsta áfanga verkefnisins til varðveislu heimilda um Kútter Sigurfara. Verkefnið byggir á til- lögum Margrétar Hallgrímsdótt- ur þjóðminjavarðar um framtíðar- varðveislu heimilda og þekkingar um skipið, miðlun þekkingarinnar og gerð minnisvarða. Þjóðminja- safnið og Akraneskaupstaður stóðu að úttekt á varðveislugildi skipsins á þessu ári og kom í ljós að möst- ur, reiði og bóma eru í hvað bestu standi en aðrir hlutar skipsins eru nánast ónýtir. Í tillögunum er því lagt til að skipið verði tekið í sund- ur og nákvæm skráning gerð á efni- við þess, upplýsingum og þekkingu á smíði þess, sögu og varðveislu- gildi. Í þessum fyrsta áfanga verði verkefnið skipulagt og komið á samskiptum við þá aðila hér á landi og erlendis sem tengjast minja- vörslu en einnig aðilum á sviði lista og hönnunar með það að markmiði að búa til minnisvarða úr heillegum hlutum skipsins. Varðandi önnur skip á Safn- asvæðinu í Görðum segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri að áhersla Byggðasafnsins í Görðum verði á að varðveita þá smábáta sem hafa verið skráðir til sjós á Akranesi og er stefnt á að ljúka byggingu báta- skýlis á safninu næsta sumar. Fleiri breytingar eru í farvatninu á safn- inu en það verður eins og kom- ið hefur fram í Skessuhorni, lokað í vetur vegna endurgerðar sýninga. Þó er hægt að panta opnun fyrir hópa. Þá hafa menningar-og safn- amál verið í gagngerri skoðun hjá Akraneskaupstað og í Skessuhorni í dag er einmitt auglýst staða nýs for- stöðumanns í málaflokknum. mm/ Ljósm. eo. Þessa dagana er staðið í ýmsum framkvæmdum á stóriðju- og hafn- arsvæðinu á Grundartanga. Verk- takafyrirtækið Snókur hefur hafist handa við að grafa grunn að nýj- um aðalstöðvum sem eiga að rísa við götuna milli álversins og járn- blendiverksmiðjunnar. Nýbygg- ing Rafmiðlunar er að verða klár. Einnig er unnið að frágangi á nýrri framlengingu á hafnarbakkanum sem lengir hann um 120 metra. Lagt til að taka kútterinn niður og reisa honum minnisvarða Margháttaðar framkvæmdir á Grundartanga „Ofan við hafnarbakkann hafa Eimskip fengið vilyrði fyrir þrem- ur lóðum þar sem meðal annars er fyrirhugað að reisa vöruhótel. Ég reikna með að fyrirtækið taki við fyrstu lóðinni á fyrrihluta næsta árs. Á bakvið þennan hafnargarð eru flæðigryfjur fyrir gjallsand frá stór- iðjunni sem verða þar væntanlega í þrjú til fjögur ár til viðbótar. Þær verða svo fylltar upp. Þessar flæði- gryfjur verða þá fluttar austur fyr- ir hafnarmannvirkin en þar er fyr- irhuguð landfylling neðan við ál- verið,“ segir Gísli Gíslason hafnar- stjóri Faxaflóahafna. Gísli segir að fyrirtækið Kratus sem vinnur með álgjall hyggst nú byggja við hús sitt og leggi drög að lóðarframkvæmd- um. Einnig sé framkvæmdahug að finna hjá GMR járnendurvinnslu. Aðspurður um hvað sé að frétta af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna sólarkísilverksmiðju Sili- cor þá svarar Gísli því til að danska verktakafyrirtækið MT Höygaard sé nú að undirbúa framkvæmdir við að reisa mannvirki verksmiðjunnar. „Við hjá Faxaflóahöfnum erum til- búnir að fara í framkvæmdir í fyrsta áfanga og bíðum bara eftir grænu ljósi. Það snýr þá að vegtengingu við lóð Silicor og afrennslismál hennar. Það þarf líka að huga að færslu á rafstreng sem liggur beint í gegnum landið sem er ætlað Sili- cor, neðansjávar þvert yfir Hval- fjörð og yfir til Kjósverja. Ég á von á því að framkvæmdir hefjist í vet- ur þó að úr þessu sé líklegt að þetta detti fram yfir áramótin. Silicor hef- ur samkvæmt fyrirvörum í gerðum samningum tíma til 1. apríl 2016 til að ákveða endanlega hvort fyr- irtækið fari af stað. Fari Faxaflóa- hafnir af stað með það sem að þeim snýr í þessu þá á ég ekki von á því að verktíminn verði mjög langur,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. mþh Vinnuvélar í síðustu viku við að fylla upp að nýrri 120 metra langri framlengingu á bryggjukantinum á Grundartanga. Í lok liðinnar viku var nánast búið að grafa fyrir grunni nýbyggingar verktaka- fyrirtæksisins Snóks.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.