Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 18. árg. 21. október 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Vökudagar á Akranesi 29. okt. – 7. nóv. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Nú í haust hefur áhöfnin á Hannesi Andréssyni SH stundað tilraunaveiðar á hörpudiski í Breiðafirði, en eins og kunnugt er þá hrundi stofninn upp úr aldamótum, en er nú óðum að braggast. Veiðarnar eru stundaðar í samvinnu við Hafrannsókna- stofnun og aflanum landað til vinnslu hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Agustson ehf. í Stykkishólmi. Veiðarnar ganga vel og sem meðafli er m.a. grjótkrabbi sem veiðist í auknum mæli í Hvammsfirði. Þetta og margt fleira um tilraunaveiðarnar má lesa um á bls. 12. Ljósm. mþh. Englaforeldrar afhentu í gær Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akra- nesi kælibúnað í ungbarnavöggu. Safnað hafði verið fyrir búnaðinum í sumar en með tilkomu slíks kæli- búnaðar gefst foreldrum andvana fæddra barna sem og barna sem lát- ast skömmu eftir fæðingu kostur á að verja lengri tíma með börnun- um, eða allt að 48 klukkustundum eftir andlát. „Reynslan hefur sýnt að það er mikilvægt fyrir foreldra að fá sem lengstan tíma með börnun- um sínum áður en að kveðjustund kemur. Hingað til hafa foreldr- ar haft lítinn tíma til að kveðja en þessi kælibúnaður lengir þann tíma til muna,“ segir Guðbjörg Þórunn Sveinsdóttir fyrir hönd Englafor- eldra á Akranesi. Slíkur kælibúnað- ur er nú þegar til á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ýmsir aðilar tóku þátt og styrktu söfnunina í sumar. Andrea Þór- unn Björnsdóttir englaamma stóð fyrir sælgætissölu á mörkuðum í sumar og Slysavarnadeildin Líf og Styrktarfélagið Gleym mér ei styrktu verkefnið einnig myndar- lega. Landspítalinn gaf sérsaum- að áklæði á vögguna og Lín Design gaf fallegan sængurfatnað. Þá stóðu Englaforeldrar á Akranesi fyrir styrktarsýningu á brúðusýningunni Pétri og úlfinum 6. september sl. og vilja Englaforeldrar þakka Guð- mundi B. Hannah, Prent- og fjöl- ritunarþjónustunni í Borgarnesi, Brúðuloftinu, Ísólfi Haraldssyni og Vinum hallarinnar, Prentmeti og Skessuhorni fyrir þeirra fram- lag til sýningarinnar. „Það gekk vel að safna fyrir búnaðinum og mætt- um við alls staðar jákvæðni og hlý- hug. Fyrir þann afgang sem við eig- um eftir að búnaðurinn var keyptur munum við svo styrkja þá foreldra sem missa börnin sín hérna á svæð- inu með fastri upphæð sem fer upp í útfararkostnað,“ segir Guðbjörg Þórunn í samtali við Skessuhorn. grþ Flutningaskipið Winter Bay flutti í sumar um tvö þúsund tonn af frystum hvalaafurðum frá hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði frá Hafnarfirði til Osaka í Japan. Sú sigling vakti mikla athygli á alþjóða vísu þar sem þetta var í fyrsta sinn sem siglt var með frosnar sjávarafurðir um norð- austurleiðina svokölluðu en svo nefnist siglingaleiðin úr Norður Atlantshafi norður fyrir Rússland og inn í norðanvert Kyrrahaf. Nú hefur áhöfn Winter Bay end- urtekið leikinn því skipið er nú rétt ókomið til St. Pétursborgar í Rúss- landi. Eftir að hafa skilað hvalkjöts- farminum á áfangastað í lok ágúst var haldið til Kamsjatka-skaga í Austur Rússlandi. Þar var farmi af frosnum fiski skipað um borð. Winter Bay sigldi síðan aftur norð- ur fyrir Rússland um norðaustur- leiðina en í þetta sinn í vesturátt. „Ég náði loksins í útgerðarmann Winter Bay. Hann sagði að skipið væri væntanlegt til St. Pétursborg- ar í Rússlandi um næstu helgi, með farm af fiski frá Kamsjatka,“ stað- festi Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. við Skessuhorn í gær. Siglingin um norðausturleið- ina frá Íslandi til Asíuhafna styttir sjóflutningaleiðina um nálega tvö þúsund kílómetra samanborið við hefðbundnar leiðir um suðurhvel jarðar. Norðausturleiðin er aðeins opin yfir sumartímann og fram eftir hausti til loka október. Hlý- indi undanfarinna ára hafa leitt til þess að mjög hefur dregið úr hafís á þessari leið um sumartímann og því horfa margir vonaraugum til þess að hægt verði að nota norðaust- urleiðina í meiri mæli til flutninga en hægt hefur verið til þessa. Leiða má líkum að því að velgengni Win- ter Bay í nú í sumar og haust marki þáttaskil í þeim efnum. mþh Skopmynd Bjarna Þórs listamanns af tilraun Kristjáns og félaga frá í sumar. Winter Bay á leið til baka um Íshafið Færðu HVE kælivöggu Við afhendingu vöggunnar með kælibúnaðinum í gær. Á myndinni eru Andrea Þórunn Björnsdóttir og fulltrúar Englaforeldra, HVE á Akranesi, Slysavarna- deildarinnar Lífar og Styrktarfélagsins Gleym mér ei.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.