Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201524 Akurnesingurinn Kristinn Ágúst Þórsson hefur starfað að Hót- el Búðum á Snæfellsnesi síðast- liðið eitt og hálfa árið. Þar gegn- ir hann stöðu móttökustjóra. „Ég var búinn að vera fjögur ár í ker- skála í álveri Norðuráls á Grundar- tanga. Þá ákvað ég að söðla um og fara að gera annað. Ég var orðinn leiður. Það vildi svo vel til að ég átti kunningja sem starfaði hér á Hót- el Búðum og ég fékk vinnu hér í gegnum hann. Þarna þekkti ég ekk- ert til ferðaþjónustu. Ég hafði enga reynslu í móttöku gesta eða öðru sem snýr að hótelrekstri. En þetta lærðist. Það er mjög fínt að starfa hérna. Annars væri ég ekki hér,“ segir Kristinn þar sem við hittum hann í móttöku Hótel Búða. „Svo í sumar bættist við annar Skaga- maður hér á Búðum sem kom líka úr stóriðjunni. Hann heitir Haf- þór Ingi Garðarsson. Við erum því tveir hér núna frá Akranesi.“ Vinna í skorpum Alls hafa um 30 manns starfað að jafnaði við Hótel Búðir í sum- ar. Hótelið er opið allt árið nema nokkra daga yfir jól og áramót. Á veturna eru starfsmenn aðeins færri en yfir sumartímann. „Við sem störfum hérna erum með starfs- mannahús á Lýshóli. Þar búum við sem erum lengra að komin þá daga sem við erum hér fyrir vestan við vinnu. Við erum hér yfirleitt í sjö daga og fáum svo sjö daga frí. En það hefur komið fyrir að við vinnum í lengri lotum en þetta þegar mikið er að gera. Annars er hótelið með húsnæði í Ólafsvík sem verið er að gera upp. Þegar það stendur tilbúið þá verður það starfsmannahús Hót- el Búða. Við munum þá fara akandi á milli Búða og Ólafsvíkur,“ seg- ir Kristinn. Hann bætir því við að stundum komi fyrir að færðin geti orðið erfið á veturna þegar veður gerast hvað verst. Frábært sumar að baki Kristinn segir að búið sé að ganga mjög vel á Hóteli Búðum það sem af er árinu. „Bókunarstaðan hefur aldrei verið jafn góð sem kannski ekkert mjög skrítið í ljósi þess að ferðamenn hafa aldrei verið fleiri. Það er búið að vera fullbókað í allt sumar. Flestir gestanna eru út- lendingar en samt koma merki- lega margir Íslendingar líka. Það er mikið af Íslendingum um helgar. Á veturna erum við svo með alls kon- ar tilboð í gangi sem miðast þá ekki síður að innlendum gestum. Stund- um eru flestir gestanna íslenskir og manni hættir til að gleyma því í erli dagsins. Ég man að eitt kvöld- ið var mikið af norðurljósum og ég hljóp inn í sal til að láta vita. Bank- aði í glas og tilkynnti hátt á ensku að nú væru norðurljós úti og gott tækifæri til að skoða þau. Gestirn- ir sneru sér bara við í stólunum og horfðu á mig og spurðu mig á ís- lensku hvort ég héldi að þau hefðu aldrei séð norðurljós áður og héldu svo áfram að tala saman,“ segir hann og hlær. Hótel Búðir eru vinsæll gisti- staður sem á stóran hóp fastagesta sem kemur aftur og aftur. „Ann- ars er þetta mjög fjölbreytt flóra af fólki sem kemur hingað. Svo er eitt sem er sérstakt við Hótel Búðir þar sem við erum oft með brúðkaup. Þau taka þá á meðan yfir allt hót- elið. Ætli það hafi ekki verið eitt að jafnaði á viku nú í sumar. Fyrstu sex dagarnir nú í október fóru bara í brúðkaup. Síðan var annað 10. október. Þetta eru stundum fjög- urra eða tveggja daga brúðkaup með stanslausum veisluhöldum.“ Slæmt að ekki skuli hafa risið hótel á Akranesi Kristinn hefur áhuga á að leggja ferðaþjónstuna fyrir sig í framtíð- inni. „Samhliða vinnunni hér þá er ég er búinn með tveggja ára nám í ferðamálafræðinni við Háskóla Ís- lands en á eitt ár eftir. Áður var ég hálfnaður með trésmíðanám við Fjölbrautaskólann á Akranesi. En ég ætla að vera hér á Hótel Búðum í vetur og safna mér peningi til að klára ferðamálafræðina. Ég stefni þannig á háskólann næsta haust.“ Kristinn segir að hann vilji gjarnan búa á Akranesi en það sé ekki vand- ræðalaust. „Ég hef verið að leita mér að íbúð til leigu á Akranesi til að búa þar þegar ég er ekki að vinna hér fyrir vestan en það er erf- itt að finna slíkt. Það er ekki mikið af húsnæði á lausu á Skaganum.“ Í lokin á spjalli okkar leiðum við talið að stöðu ferðaþjónustu á Akranesi. „Hún ætti að eiga mikla möguleika. Akranes er jú svo stutt frá höfuðborgarsvæðinu. Hins veg- ar tel ég að það hafi verið mikill skaði að ekkert hafi orðið úr bygg- ingu hótelsins sem áformað var að reisa við golfvöllinn á Akranesi fyr- ir tæpum áratug síðan. Ef slíkt hót- el hefði verið þar í dag þá væri það búið að breyta öllu. Staða Akraness sem ferðamannastaðar væri allt önnur og miklu betri. Þetta er það sem vantar á Akranesi, það er hót- el.“ mþh Þeir félagar Haraldur Haraldsson og Kristinn Ágúst vinna báðir við Hótel Búðir. Hér eru þeir í móttöku hótelsins. Kristinn Ágúst Þórsson móttökustjóri á Hótel Búðum: „Hér er mjög gott að starfa“ Kristinn Ágúst Þórsson móttökustjóri Hótel Búða. Leikskólafólkið á Hnoðrabóli í Reykholtsdal breytti út af hefð- bundinni dagskrá á föstudaginn og var eftir hádegið farið með skóla- bíl í skógarferð í Logalandsskóg. Skógurinn hefur upp á margt að bjóða; gönguleiðir, trjátjald, hengi- rúm og fleira. Börnin fóru í spenn- andi gönguferð um skóginn, sungu, hlustuðu á söguna um Geiturn- ar þrjár og fóru í leiki á túninu við félagsheimilið. Þau fengu svo snúða og heitt kakó í kaffitímanum sem var að þessu sinni undir berum himni. Eftir kaffitíma gafst krökk- unum kostur á að föndra eða fara í göngutúr. mm/ Ljósm. ki. Leikskólabörn af Hnoðrabóli í skógarferð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.