Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 23 Á næstu dögum kemur út ævi- saga Skúla Alexanderssonar fyrr- um oddvita og alþingismanns. Hún ber titilinn; „Þá hló Skúli - ævisaga Skúla Alexanderssonar alþingismanns og oddvita undir Jökli“ og er færð í letur af Óskari Guðmundssyni rithöfundi í Véum í Reykholtsdal. „Í bókinni er sagt frá ýmsum æviskeiðum Skúla, svo sem upp- eldi hans á Ströndum þar sem allt lék í lyndi og „síld gekk upp um allt land,“ eins og segir í Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Snorra Sturlu- son. Eftir ævintýri í Reykjavík og á Akureyri gerðist hann landnáms- maður í Neshreppi undir Jökli og settist að á Hellissandi. Marg- ir vilja eigna honum ákveðna bylt- ingu sem varð í menningu og at- vinnulífi þar um slóðir. Bókin rek- ur ævisögu Skúla, segir auðvitað mikið af þátttöku hans í stjórnmál- um bæði heima fyrir og á þingi, sem og þátttöku hans í atvinnulíf- inu fyrir vestan. Margt held ég sé í bókinni sem veki áhuga manna. Meðal annars gerir hann upp við kvótakerfið með eftirminnileg- um hætti, enda átti hann um sárt að binda eftir atganginn er því var komið á. Þá eru feikna skemmti- legir og fróðlegir þættir um síld- arævintýrið á Ströndum og upp- bygginguna undir Jökli, og ekki síst alls konar þjóðlegur fróðleikur af vesturhelmingi landsins,“ segir Óskar Guðmundsson. Titill bók- arinnar vísar til þess að Skúli hló bæði hærra og innilegra en flest- ir menn. „Við vorum búnir að vera að hittast og vinna að þessari bók í nokkur misseri áður en Skúli féll frá 23. maí í vor. Okkur tókst að ljúka bókinni, reyndar settum við síðasta punktinn tveimur dögum áður en hann lést.“ Óskar hefur áður skrifað ævi- sögur merkra manna, svo sem sögu Snorra Sturlusonar sem kom út árið 2009 og ævisögu Þórhalls Bjarnarsonar biskups sem var gef- in út 2011. Bókin „Þá hló Skúli“ er nú rétt ókomin úr prentun. Þess má vænta að hún verði kom- in í verslanir í næstu viku. Hún er 325 blaðsíður og prýdd fjölda ljós- mynda. mþh Bók um ævi Skúla Alexanderssonar væntanleg Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum. Kápa bókarinnar Þá hló Skúli. Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Sigríður Freyja Hallgrímsdótt- ir, báðar 12 ára, söfnuðu nýver- ið 3.992 krónum sem þær óskuðu eftir að færu til hjálpar flóttafólki. „Rauði krossinn á Akranesi þakk- ar þeim kærlega fyrir þeirra fram- lag,“ segir í tilkynningu. mm Söfnuðu fyrir flóttafólk Hrútasýning fjárræktarfélaganna á Mýrum var haldinn að Lækjarbug sunnudaginn 18. október. Þar voru sýndir 36 lambhrútar og verðlaun veitt fyrir þá bestu í þremur flokk- um. Í flokki kollótra hrúta voru taldir bestir: Í fyrsta sæti nr. 180 frá Hundastapa, undan Heydal 09-929, í öðru sæti hrútur nr. 8 frá Háhóli, faðir Sigurbjörn. 3. sæti nr. 71 frá Lækjarbug undan Sprota 12-936. Mistlitir hrútar voru 12, best- ur var nr. 14 frá Leirulæk, fað- ir Kjarni 13-927, golsubíldóttur. Annar nr. 263 frá Rauðanesi 3 faðir Bekri 12-911 svartbotnóttur. Þriðji var hrútur 48 frá Hundastapa, grár undan Drífanda 11-895. Flestir hrútar voru í hópi hvítra hyndra, 18 hrútar. Þar var hlut- skarpastur nr. 185 frá Hundastapa undan Saum 12-915. Í öðru sæti hrútur nr. 49 frá Leirulæk und- an sama hrút. Þriðja sæti hlaut nr 130 undan Gvendi Ólafs frá Hundastapa en hrútarnir í fjórða og fimmta sæti voru einnig undan Saum 12-915 svo hann virðist gefa mjög góða sýningarhrúta. Besti hrútur sýningarinnar var svo valinn sá golsubíldótti frá Leirulæk og ber hann virðingar- heitið „Mýrahrúturinn 2015“. Lár- us Birgisson ráðunautur fól hjón- unum á Leirulæk; Guðrúnu og Sig- urbirni, skjöldinn fagra til varð- veislu næsta ár. En auk Lárusar var Sigvaldi Jónsson bóndi í Hægindi dómari á sýnungunni. Sláturfélag Suðurlands styrkti sýninguna en veittir voru verð- laungripir til eignar fyrir besta hrút í hverjum flokki, gerðir af Guð- mundi Hannah gullsmið á Akra- nesi. Sigfús á Skiphyl umboðsmað- ur SS afhendti verðlaun og kynnti bætiefnavörur frá SS. Fegurðar- samkeppni lífgimbra var líka hald- inn og kusu sýningargestir falleg- ustu gimbrinna sem reyndist frá Rauðanesi 3. Fjölmenni mætti og fór sýningin vel fram og var ald- ursmunur þess elsta og yngsta tæp 80 ár. Guðbrandur Guðbrandsson, Staðarhrauni. Golsubíldóttur frá Leirulæk er Mýrahrúturinn 2015 Guðrún og Sigurbjörn með golsubíld, björtustu von sauðfjárræktarfólks á Mýrum. Kollóttu hrútarnir í dómi. Verðlaunahrútarnir í flokki hyrndra. Fyrri lambhrútasýning bænda á Snæ- fellsnesi fór fram föstudagskvöldið 16. október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi. Seinni sýn- ingin fór svo fram á laugardeginum á Hraunhalsi í Helgafellssveit. Dóm- arar á sýningunum voru þeir Jón Við- ar Jónmundsson og Lárus Birgisson. Höfðu þeir orð á því hvað sumarið og haustið í ár hefði verið einstaklega gott fyrir féð og hefðu þeir sjaldan séð eins öflug lömb eins og nú koma af fjalli. Alls voru sýndir 62 hrútar, 14 mislitir, 15 kollóttir og 33 hyrndir. Er óhætt að segja að hrútarnir henn- ar Herdísar Leifsdóttur frá Máva- hlíð hafi komið sérstaklega vel út en hún átti þriðja besta mislita hrútinn og hrútana sem lentu í 3. og 1. sæti í flokki hyrndra hrúta og var besti hrútur sýningar einnig frá henni, en það var hrútur nr 852 sem var feikna jafn og öflugur hrútur undan Tvinna Saumssyni. Þrír efstu mislitu 3. sæti Hrútur nr 55 frá Mávahlíð 2. sæti hrútur nr 93 frá Hraunhálsi 1. sæti hrútur nr 13 frá Álftavatni Þrír efstu kollóttu 3. sæti hrútur nr 17 frá Bjarnarhöfn 2. sæti hrútur nr 25 frá Hraunhálsi 1. sæti hrútur nr 405 frá Hjarðarfelli Hyrndir hrútar 3. sæti hrútur nr 861 frá Mávahlíð 2. sæti hrútur nr 570 frá Hauka- tungu Syðri 2 1. sæti hrútur nr 85 frá Mávahlíð. iss Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi Eigendur bestu hyrndu hrútanna. Eigendur bestu kollóttu hrútanna. Kollóttir hrútar leiddir fyrir dómarana. Herdís með farandskjöldinn fyrir besta hrútinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.