Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201518 Nú í október hafa um 200 norsk- ar konur heimsótt Ísland í skipu- lögðum hópferðum. Tilefnið er að heimsækja land íslenska lop- ans. Íslenska ullin býr yfir ein- stökum eiginleikum. Lopi og garn úr henni er afar eftirsótt í prjóna- skap í Noregi. Ekki spillir fyrir að íslenska sauðféð er jú upphaf- lega frá Noregi. Konurnar dvelja nokkra daga hér á landi, skoða sig um í Reykjavík og nágrenni og heimsækja ullarvinnslu og versl- anir. Heilum degi er varið á Vest- urlandi til að kynnast íslensk- um landbúnaði, bæði sauðfjár- rækt og ullarvinnslu. „Þessar kon- ur kaupa mikið og ánægjulegt að fá þær í heimsókn. Þetta er viðbót við ferðamannatímabilið því þessir hópar koma nú í haust og svo aftur í apríl í vor. Síðan hafa þær einlæg- an áhuga á ull, lopa, prjónaskap og öllu því sem tilheyrir. Þessar kon- ur koma hingað í þeim tilgangi að fræðast og afla sér hráefnis í það sem þær eru með á prjónunum,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdótt- ir í Ausu. Hún tók á móti norsku prjónahópunum þegar konurnar komu á Hvanneyri. Farsótt í Noregi Blaðamaður Skessuhorns slóst í för með norsku prjónakonunum nú á sunnudaginn þegar þær fóru um Hvalfjörð og Borgarfjörð. Sjón er sögu ríkari eins og sjá má á ljós- myndunum sem fylgja hér með. „Það er mikill og stigvaxandi áhugi á prjónaskap í Noregi, sérstaklega á prjónuðum peysum. Það má helst líkja þessu við farsótt. Þessi áhugi er alveg með ólíkindum. Prjóna- mennskan hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og nú seinast er hægt að tala um hreina vakningu,“ segir Githa Kristensen. Hún er bæði prjónakona og fararstjóri hjá norskri ferðaskrifstofu sem hefur í haust staðið fyrir því að skipuleggja prjónaferðir til Íslands. Þetta er ný- mæli og hefur aldrei verið gert fyrr en nú. Githa segir að í þessari vakningu felist meðal annars áhugi á því að taka upp gömul prjónamynstur. Að leita upprunans. „Fyrir nokkr- um misserum kom út bók eftir tvær konur sem heitir Kofteboken. Þær höfðu leitað uppi þessi gömlu mynstur og safnað saman. Salan á þeirri bók hefur verið ótrúleg. Nú eru þær búnar að senda frá sér bók númer tvö. Á sama tíma er fjöldi annarra prjónabóka komnar út eða eru á leiðinni. Þessar bækur roksel- jast. Fólk, og þá einkum konur, hef- ur verið að uppgötva hvað það er góð slökun að vinna svona handa- vinnu og búa til eitthvað fallegt. Svo gerir netið mikið gagn á sam- skiptasviðinu sem aftur eflir áhug- ann.“ Hugmynd fæddist á netinu Á Facebook er hópur sem heit- ir Koftegruppa. Í honum eru nú rúmlega 50 þúsund manns og fjölg- ar ört. „Hugmyndin um að fara til Íslands kom upphaflega fram þar. Ein kvennanna í hópnum varpaði nýlega fram þeirri spurningu í um- ræðum í hópnum hvort ekki gæti verið sniðugt að fara í prjónaferð til Íslands. Ég er í þessum hópi og sá þessi ummæli fyrir tilviljun. Ég starfa á ferðaskrifstofu í Noregi og bauðst til þess að skipuleggja slíka ferð. Við bjuggum til dagskrá og pöntuðum 20 flugsæti. En svo var eftirspurnin og áhuginn svo mik- ill að við þurftum að panta 20 í við- bót. Og svo aftur rúmlega 20 í við- bót. Skyndilega vorum við komnar með 70 kvenna hóp sem vildi fara í prjónaferð til Íslands. Þetta var fyrsti hópurinn sem dvaldi hér á Ís- landi 8. – 12. október,“ segir Ghita. „Ég hafði svo samband við rit- stjóra tímaritsins Familien sem fjallar mikið um prjónaskap, birtir uppskriftir og þess háttar, til að at- huga hvort Familien hefði áhuga á að kynna svona prjónaferðir til Ís- lands fyrir sínum lesendum. Það reyndst vera. Við byrjuðum varlega með því að bjóða 40 sæti í svona ferð en það var eins og í Facebook- hópnum. Þetta vatt bara upp á sig. Við fylltum strax upp í 70 kvenna hóp og urðum að búa til enn eina ferð með 70 til viðbótar. Þetta var langt umfram allar væntingar. Það er þessi þriðji aukahópur sem er hér á Íslandi núna. Í heildina verða þetta 200 norskar konur á öllum aldri og alls staðar frá í Noregi sem heim- sækja Ísland nú í október. Við skipu- leggjum svo tvær til þrjár svona ferð- ir í apríl og maí og svo aftur í sept- ember og október næsta haust. Það er þegar upppantað í fyrstu ferðina nú í vor.“ Af þessu má ráða að um 600 konur heimsækja land og þjóð í svona verslunar- og fræðsluferðum nú í haust og á næsta ári. Pílagrímaferð norskra prjónakvenna í Borgarfjörð Fyrsti viðkomustaður á sunnudaginn var Bjareyjarsandur í Hvalfirði. Þar biðu geitur og gæs á hlaðinu að taka á móti norsku konunum og kvöddu einnig með virktum þegar þær fóru. Ein norsku kvennana fékk að taka í rokkinn á Bjarteyjarsandi og kunni greinilega að spinna. Sigríður Inga Bjarnadóttir (til vinstri) og Kolbrún Eiríksdóttir (yst til hægri) fylgjast með. Á Bjarteyjarsandi var mikið spáð í ull, prjónauppskriftir og peysur. Fjárhundurinn Hróar á Bjarteyjarsandi eignaðist norska vinkonu og var alsæll með það. Margar kvennanna versluðu fangið fullt af lopa og garni í Ullarselinu á Hvann- eyri. Þess má geta að 70 kvenna hópurinn sem kom á undan þeim fór frá Íslandi með 200 kíló af lopa og garni sem þær keyptu hér á landi. Það gerir að meðaltali 2,85 kíló á hverja konu. Hið eina sem stoppaði þær var plássið í ferðatöskunum. Örtröð við hillurnar í Ullarselinu. Þær voru komnar í himnaríki prjónakvennanna. Norsku prjónakonurnar voru yfir sig hrifnar af lítadýrð garnsins frá Hespuhúsinu og það var mikið myndað og keypt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.