Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201522 Laugargerðisskóli var settur fyrsta sinni 13. nóvember 1965. „Við ætl- um að hafa góðan gleðidag með opnu húsi hér í skólanum milli klukkan 13 og 17 laugardaginn 7. nóvember. Þá verður haldin hér sýning þar sem við tökum upp úr hirslum okkar ýmislegt sem við eigum af gömlum verkum, bæði frá eldri nemendum en líka það sem krakkarnir eru að gera í dag. Hér eru nemendur líka almennt mikið í tónlist. Við höfum líka verið í sam- bandi við eldri nemendur og ætlum að hafa hérna skemmtilega tónlist- ardagskrá. Síðan er kaffi og köku- hlaðborð. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Vonandi sjá sem flest- ir sér fært að mæta, ekki síst eldri nemendur, kennarar og aðrir vel- unnararar sem hafa komið hér við í gegnum tíðina,“ segir Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri. Miklar breytingar á hálfri öld Laugargerðisskóli stendur að Laug- argerði í Kolbeinsstaðahreppi, ekki langt frá eldgígnum Eldborgu sem sést svo vel frá þjóðveginum. Skól- inn var byggður sem heimavist- arskóli. Hrepparnir sem stóðu að honum voru Eyjahreppur og Mikla- holtshreppur, Kolbeinsstaðahrepp- ur, Helgafellssveit, Skógarstrand- arhreppur og Breiðuvíkurhreppur á Snæfellsnesi. „Laugargerðisskóli sprettur upp úr þessari farskóla- kennslu sem tíðkast hafði fram að þeim tíma. Skólabyggingin þótti mikið mannvirki fyrir fimm áratug- um síðan. Henni var valinn staður hér í Laugargerði, þrátt fyrir að það væri aðeins úr alfaraleið, vegna þess að hér var heitt vatn. Það var þegar búið að byggja sundlaug. Þegar ég var hér þá var þó ekkert íþróttahús. Það kom ekki fyrr en 1986,“ segir Kristín Björk. Margt hefur breyst í skóla- og byggðamálum síðan Laugargerð- isskóli var stofnsettur. „Krakkarn- ir sem eru í skólanum í dag koma úr Kolbeinsstaðahreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. Skólasvæðið hefur því minnkað mikið. Á sama tíma hefur fólki fækkað í sveitun- um og börnum þá að sama skapi. Við erum núna með 21 nemanda í grunnskóladeildinni. Síðan er einn- ig rekin leikskóladeild hérna og þar eru bara fjögur börn sem stendur en við eigum nú reyndar von á tveim- ur þar til viðbótar. Þegar mest var þá voru hér rúmlega 100 nemend- ur. Fyrsta veturinn í rekstri skólans voru þeir 106. Hér var því mikið líf og fjör á þeim tíma.“ Man sjálf eftir upphafsárunum Sjálf man Krístin vel þá tíma þegar heimavistarskólinn var og hét, full- setinn af börnum á öllum aldri. Hún er gamall nemandi við Laugargerð- isskóla. „Ég er fædd og uppalin á Dröngum á Skógarströnd og kom hingað í skóla árið 1966. Þá var það þannig að maður var hálfan mánuð í skólanum og svo var frí í hálfan mánuð og þá fórum við heim. Ég var 13 ára þegar ég byrjaði hér en hérna voru allt niður í níu ára göm- ul börn á heimavistinni.“ Sjálfri þótti henni frábært að inn- ritast í Laugargerðisskóla. „Þetta var ein mín besta lífsreynsla, þessi tvö ár sem ég var hér. Ég hafði ver- ið í farskóla í fámenninu á Skógar- ströndinni. Þar fórum við á milli bæja þar sem okkur var kennt. Svo átti að reyna að koma mér í meira fjölmenni. Ég var hálfan vetur á Akranesi og hálfan vetur í Kópa- vogi þegar ég var tíu ára, síðan einn vetur í Kópavogi þegar ég var 12 ára. Þegar ég kom hingað upp- götvaði ég hins vegar að hérna voru krakkar sem töluðu sama mál og ég. Mér leið því miklu betur í þess- um skóla en þar sem ég hafði ver- ið áður. Þetta hentaði mér mjög vel að vera hálfan mánuð í skólanum og síðan hálfan mánuð heima.“ Seinna átti Kristín Björk svo eft- ir að fara í Kennaraháskólann. Hún kenndi um árabil á höfuðborgar- svæðinu en árið 2007 lá leið henn- ar vestur á æskuslóðir þar sem hún tók við stöðu skólastjóra síns gamla Laugargerðisskóla. Mikil samstaða um reksturinn Kristín Björk segir að rekstur skól- ans hafi gengið farsællega í þessa hálfu öld sem hann hefur nú starf- að. „Það sem er erfitt núna er hins vegar fámennið í sveitun- um. Núna kemur til dæmis ekk- ert barn í leikskólann úr Kolbeins- staðahreppi. Þegar ég kom hingað til starfa haustið 2007 þá var meiri- hluti barnanna þaðan. Nú er yngsta barnið úr Kolbeinsstaðahreppi að byrja í 3. bekk. Þetta veldur því að unga fólkið hefur áhyggjur af því að börnin þeirra séu að alast upp í of miklu fámenni. Það eru foreldrar sem nú eru farnir að kjósa að senda börn sín í fjölmennari skóla þar sem er meiri þjónusta, svo sem í Borgar- byggð eða Stykkishólmi. Þetta á þá við heimili sem standa ekki langt frá þessum þéttbýlisstöðum og for- eldrar sækja þangað vinnu. Þá eru börnin tekin með í skóla þangað í leiðinni.“ Aðspurð segist hún þó ekki telja að skólanum sé ógnað af fámenn- inu. Um hann ríki breið samstaða. „Sveitarstjórnirnar sem standa að skólanum standa alveg heils hug- ar á bak við það að rekstur skólans sé grunnþjónusta sem verði að vera til staðar. Að öðrum kosti verði ekki hægt að laða hingað ungt fólk. Fólk sem flytur hingað á starfssvæði skól- ans leggur líka mikla áherslu á að það hefði ekki tekið slíka ákvörðun ef ekki væri hér skóli fyrir börnin. Það er og mjög langt að fara fyrir mörg barnanna ef þau ættu að fara með bíl í skóla í Borgarbyggð eða Stykkishólm.“ Gróska í skólastarfinu Laugargerðisskóli skipar mikil- vægan sess fyrir Eyja- og Mikla- holtshrepp og Kolbeinsstaðahrepp. „Skólinn er hjarta sveitanna. Hing- að koma allir á árshátíðir og á aðra félagslega viðburði. Foreldrafélagið er mjög virkt. Fólk mætir afar vel þegar eitthvað sérstakt er á seyði. Hér eru til dæmis tónlistardagar tvisvar á vetri og eru afar vel sóttir. Foreldrarnir eru mjög duglegir að keyra krökkunum á viðburði ef þess þarf með. Við erum líka í samstarfi við marga aðra grunnskóla hér á Vesturlandi. Hér eru líka langir dagar sem foreldrar og kennarar sjá um í sameiningu. Það er alltaf eitt- hvað um að vera. Hingað kemur til að mynda tónlistarkennari úr Borg- arnesi tvo daga í viku og börnin fara í tónlistartíma. Ótrúlega hátt hlut- fall nemenda hér syngur og spil- ar á hjóðfæri þar sem gítarinn er vinsælastur. Svo gefa nemendur út skólablaðið Jökul af miklum mynd- arbrag, skrifa efnið og safna sjálf auglýsingum. Blaðinu er svo dreift víða og að sjálfsögðu á öll heimili í sveitunum þar sem það er vinsælt og mikið haft við hönd.“ Heimavistaformið er löngu af- lagt í rekstri Laugargerðisskóla. „Við notum ekki nema hluta bygg- ingarinnar undir skólastarfið. Her- bergin á gömlu heimavistinni eru bara notuð um sumartímann þeg- ar hér er rekið Hótel Eldborg. Síð- an eru tvær kennaraíbúðir í skóla- byggingunni leigðar út,“ seg- ir Kristín Björk. Í dag er það svo að skólinn opnar klukkan átta en kennsla hvers skóladags hefst hálf níu. „Þau sem koma lengst að eru að leggja af stað í skólann klukkan hálf átta á morgnana. Kennslu lýk- ur svo klukkan 15:20 og þá er börn- unum ekið heim.“ Fjórir kennarar eru í fullu starfi við Laugargerðisskóla í dag. Krist- ín Björk segir að alls séu tólf manns á launaskrá við skólann en mörg þeirra eru í hlutastörfum. „Við minnum svo bara aftur á afmæl- ishátíðina sem verður laugardag- inn 7. nóvember,“ segir skólastjór- inn og brosir. mþh Laugargerðisskóli heldur upp á hálfrar aldar afmæli Laugargerðisskóli stendur við jaðar Eldborgarhrauns syðst á Snæfellsnesi.Krakkar í miðhlutanum leggja fram sínar niðurstöður. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í Laugargerðisskóla á dögunum stóð yfir kynning nemenda á glæsilegum rannsóknaverkefnum sem tengdust sauð- fjárbúskap og réttum í Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Hér kynna nokkrir af yngstu nemendum í grunnskóladeildinni sín verk. Þessar stúlkur eru í efstu bekkjum skólans. Yngstu börnin á leikskóladeildinni eru nú fjögur en von er á tveimur til viðbótar. Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri Laugargerðisskóla með nokkrum af nemendum skólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.