Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 13 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is 5 SK ES SU H O R N 2 01 5 Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.  viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Heimilt er að sækja um styrk til undirbúningsvinnu vegna verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2015. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2016 Karlakórinn Svanir á Akranesi var stofnaður fyrir réttum hundr- að árum. Hyggjast kórfélagar nú efna til afmælistónleika 6. nóvem- ber næstkomandi af því tilefni að kórinn hefur starfað með hléum í eina öld. „Kórstarf hefur hins veg- ar legið niðri af og til á starfstím- anum. Til dæmis féll kórstarf nið- ur meðan spænska veikin herjaði 1918-19, meðan styrjaldir geisuðu og um síðustu aldamót var langt hlé. Kórinn var síðan endurvakinn með miklum bravör fyrir þrem- ur árum og hefur sjaldan verið frískari,“ segir Guðni Hannesson kórfélagi sem jafnframt á sæti í af- mælisnefnd. Guðni segir að kórinn sé stöðugt að bæta sig og í honum starfi þéttur kjarni 25 söngmanna. Kórstjórinn er Valgerður Jónsdótt- ir. „Við erum afskaplega ánægðir að hafa fengið Valgerði til að stýra okkur. Hún er fær og góður tón- listarmaður og laðar fram hrein- ustu raddir okkar allra. Á afmælistónleikunum munu nokkrir tónlistarmenn leggja kór- num lið. „Flosi Einarsson og Þórður Sævarsson sjá um un- dirleik. Auk þeirra mun hljóms- veitin Dúmbó og Steini spila un- dir með kórnum í nokkrum lögum og spilar auk þess ein og sér. Af- mælistónleikar Svana verða í sal Grundaskóla föstudaginn 6. nó- vember og hefjast klukkan 20:30. Forsala verður í Pennanum Ey- mundsson á Akranesi og verður hún auglýst sérstaklega. mm Hundrað ára afmælistónleikar Svana Frá fyrstu samæfingu Svana og Dúmbó og Steina síðastliðið mánudagskvöld. Samband borgfirskra kvenna stóð fyrir skemmtun í Reykholtskirkju síðasta dag vetrar, vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna. Að sögn Valgerðar Björnsdóttur formanns sambandsins tókst sú skemmtun vel og var því ákveðið að halda enn frek- ar upp á 100 ára kosningaafmælið, nú með opnun sýningar á Hvann- eyri. „Það hefur mikið verið um að vera af þessu tilefni um allt land og okkur langaði að enda árið á þessu, að minnast þessara kvenna. Okkur datt í hug að halda sýningu þar sem hægt verður að skoða sýnishorn af handverki kvenna síðustu hundrað ár, með áherslu á eldra handverk. Allir munirnir verða merktir þeim sem gerði þá og hvenær þeir voru unnir,“ segir Valgerður. Sýningin verður í Gamla íþrótta- húsinu á Hvanneyri og verður opin helgina 31. október - 1. nóvember frá klukkan 13 til 18. Frítt verður inn á sýninguna en kaffisala verð- ur í Skemmunni á Hvanneyri. „Við vonumst til að sjá sem flesta, ekki bara konur,“ segir Valgerður að endingu. grþ Opna sýningu um handverk kvenna í hundrað ár Brot af því handverki sem verður til sýnis, merkt höfundum þess og aldri. Ljósm. gsj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.