Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 21 Gisting fyrir tvo, þriggja rétta kenjar kokksins og óvæntur glaðningur á herbergi bíður gestanna. OKTÓBER–NÓVEMBER Við erum búin að fanga villta stemningu og bjóðum upp á dýrindis villibráðamatseðil. Allt mögulegt úr lofti, láði og legi til að töfra fram stórkostlega rétti að hætti kokkanna á Búðum. +5 rétta veisla — verð aðeins 9.900 kr. per mann. NÓVEMBER–DESEMBER Jólamatseðill Búða lítur dagsins ljós. Meistararnir okkar eru þegar farnir að prófa sig áfram með þekkta rétti undir dönskum áhrifum svo úr verða ómótstæðilegar „delikatesser“ á heimsmælikvarða. +5 rétta hátíðarveisla — verð aðeins 9.900 kr. per mann. NÓVEMBER Helgi Björns og Reiðmenn vindanna troða upp og fylla loftið með sönglögum eins og þeim einum er lagið. Uppákoma sem ekki má missa af. Nánar auglýst síðar á facebook.com/hotelbudir 12.–14. NÓVEMBER Guðmundur Freyr (Beysi í Berlín) og Ásgeir Már Björnsson (Ási á Slipp- barnum) hertaka staðinn og bjóða upp á spennandi 8 rétta óvissuferð með brjóstbirtuveislu í farteskinu. Verð aðeins 10.500 kr. per mann í matinn. GJAFABRÉF Á HÓTEL BÚÐIR GJÖF SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART 34.900 kr. Villt á Búðum Hótel Búðir 356 Snæfellsbær Sími 435 6700 facebook.com/hotelbudir www.budir.is TILBOÐ FYRIR TVO Matur og gisting í tveggja manna herbergi eða hjónaherbergi 39.900 kr. 8 R É T TA Ó VI SS UFE RÐ 12.–14. NÓ V EM B E R Um liðna helgi var formlega tek- in í notkun endurbyggð rafstöð að Giljalandi í Haukadal í Dölum. Aðal hvatamenn að endurbyggingu rafstöðvarinnar eru hjónin Sigur- björg Kristmundsdóttir og Pétur Guðsteinsson. Auk þess hefur Hall- ur Kristmundssonar, bróðir Sigur- bjargar, unnið að framkvæmdinni með þeim. Þau systkinin eru ein- mitt frá Giljalandi. „Virkjunin á að geta framleitt upp undir 35 kíló- wött en er auðvitað ekki komin í fulla notkun. Þetta sér okkur alger- lega fyrir rafmagni fyrir vestan. Það nýtum við meðal annars til upphit- unar á húsinu auk þess sem heita vatnið er hitað með rafmagni. Við sjáum fyrst og fremst fyrir okkur að nýta rafmagnið í ferðaþjónustuna okkar,“ segir Sigurbjörg, en þau hófu að reka tíu rýma gistiheim- ili í gamla íbúðarhúsinu síðastliðið vor. „Það sögðu okkur nú margir að þetta væri ekki mögulegt, að bjóða upp á gistingu lengst frammi í dal. En það gekk mjög vel í allt sum- ar. Það er nefnilega svo merkilegt að ferðamenn vilja ekki allir vera í kringum aðra ferðamenn. Útlend- ingar sækja í kyrrðina, náttúruna og loftið,“ segja þau. „Eins fannst mér ótrúlegt hvað útlendingarnir voru margir forvitnir um litlu virkjunina okkar. Ég fór nokkrar ferðir þangað með gesti í sumar og sýndi þeim,“ bætir Pétur við. Fyrri virkjanir gerðar með handaflið að vopni Að sögn þeirra hefur verið unnið af krafti við endurbygginguna síð- astliðin þrjú ár en ferlið frá upphafi til enda teygir sig yfir um fimm ára tímabil. Virkjun á Giljalandi á sér þó lengri sögu sem teygir sig tæp- lega hálfa öld aftur í tímann. „Pabbi Sigurbjargar og bróðir hennar reistu fyrst virkjun þarna árið 1956. Þá var allt handgert, handgrafinn 440m skurður og steypan hand- hrærð. Virkjunin var síðan stækk- uð 1986 og breytt lítillega,“ seg- ir Pétur. „En við þurftum að end- urbyggja nánast allt saman. Stíflan var hrunin að hluta og lónið orð- ið fullt af framburði,“ segir hann, „tókum upp túrbínuna og rafalinn og bættum við því sem okkur fannst vanta,“ bætir Sigurbjörg við. „Það er fyrst núna sem koma vél- ar að framkvæmdum þarna. Stíflan sem gerð var á sínum tíma er mik- ið mannvirki, miðað við að hafa verið handgerð. Enn er mjög erf- itt að komast þangað, það var tölu- vert basl að komast upp að stífl- unni á jarðýtu. Við þurftum að keyra steypumölinni upp í fiskikör- um sem voru bundin framan á ýtu- tönnina, steyptum í lítilli hrærivél og bárum í með höndunum. Þetta var ofboðsleg vinna,“ segir Pétur. Kaffivélin fékk að prófa rafmagnið Eins og áður sagði ákváðu hjón- in fyrir um þremur árum að leggja meiri tíma í verkefnið en árin á und- an. „Við ákváðum í fyrra að leggja meiri kraft í þetta en við höfðum gert. Það tafðist reyndar aðeins í sumar þegar við fórum af stað með gistinguna. Það var mikið að gera í tengslum við það og að mörgu að huga,“ segir Sigurbjörg. Engu að síður var keypt út vélavinna og að sögn þeirra er það eina vinnan sem keypt hefur verið til verksins. Allt annað var unnið með aðstoð góðra vina og ættingja. „Við höfum verið ótrúlega heppin með fólk sem hefur hjálpað okkur við þetta, hvort sem það er sjálfboðavinna ættingja og vina eða aðkeypt vinna,“ segja þau. „Svona lagað er ekki framkvæman- legt án þess að aðstoðar góðs fólks njóti við.“ Virkjunin var formlega tilbúin til notkunar um helgina og var ljósa- pera tendruð með rafmagni frá raf- stöðinni af því tilefni. Þó hafði áður verið búið að prófa hana og var það kaffivélinni sem hlotnaðist sá heið- ur. Þær prófanir heppnuðust og raf- stöðin bauð upp á ilmandi kaffi í til- efni dagsins. Þau Sigurbjörg og Pétur sjá ekki fyrir sér að selja rafmagn inn á dreifi- kerfið. „Virkjunin er þriggja fasa en það er bara eins fasa lína fram að Giljalandi. Því sjáum við fyrst og fremst fram á að nota rafmagnið á staðnum. Þetta er algjör forsenda þess að reka ferðaþjónustu á svona afskekktum stað, það er svakalega dýrt að kaupa rafmagn,“ segir Pét- ur. „En auðvitað opnar þetta á ein- hverja möguleika. Við gætum þre- faldað gistirýmið án þess að þurfa að hafa áhyggjur af rafmagni, sett upp heita potta eða gróðurhús ef okkur dytti það í hug,“ segir Sig- urbjörg. „En það er eitthvað sem við munum bara velta fyrir okkur í framtíðinni.“ kgk/ Ljósm. bae. Verði ljós! Pétur og Sigurbjörg tóku rafstöðina formlega í notkun um helgina með því að tendra ljósaperu með rafmagni frá virkjuninni. Endurbyggð rafstöð að Giljalandi í Haukadal tekin í notkun Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Pétur Guðsteinsson og Sigríður Bjarnadóttir, fyrrum bóndi á Giljalandi og móðir Sigurbjargar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.