Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 17 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is 1221. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn • 24. október kl. 10.30. Frjálsir með Framsó• kn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 26. október kl. 20.00. Björt fr• amtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 26. október kl. 20.00. Samfylkingin • í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 24. október kl. 11.00. SKE SS U H O R N 2 01 5 Bæjarstjórnarfundur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 -18 Laugardaga kl. 11-15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511-3388 SK ES SU H O R N 2 01 5 Stækkunarglerslampar Landbúnaðarháskólinn á mynd- arlegt safn beina sem notað er við kennslu í búfræði á Hvanneyri. Safnið telur meðal annars nokkrar hauskúpur íslenskra húsdýra, svo sem hrossa, nauta, kinda og svína. Nokkur hluti safnsins hafði um árabil legið ónotaður í geymslu í Halldórsfjósi. Þegar Edda Þorvals- dóttir kennari hóf störf við bænda- deildina, nú búfræðibraut LbhÍ, á Hvanneyri 1985, hafði hún áhuga á að kenna verklega líffræði en ekki bara bóklega eins og þá hafði tíðk- ast um árabil. Ábending kom til Eddu um að eitthvað af „beinarusli“ væri á fjós- loftinu. Þar reyndist um veruleg verðmæti að ræða í kennslufræði- legum skilningi, bein sem hafa ver- ið notuð síðan til kennslu og tölu- verðu hefur verið bætt í þetta safn eftir það, bæði af kennara og vild- arvinum sem lagt hafa margvísleg- ar viðbætur í beinasafnið. Líklega er elsti gripurinn sem fannst á fjós- loftinu hauskúpa af nautgrip, þar sem holhroðinn er sýnilegur. Lengi hékk við hana merkimiði sem benti til að þetta hefði verið gjöf til skól- ans snemma á síðustu öld. Innan um hefðbundin bein búfjár má að auki sjá hauskúpur af síamstvíbura- lömbum, bein sem orðið hafa fyrir ýmiskonar áverkum og nánast heila beinagrind af hrossi. Nýjasta viðbótin verður síams- kálfurinn sem kom í heiminn síð- astliðið vor á bænum Syðri Hömr- um í Ásahreppi, en drapst í fæðingu. Kálfurinn var gefinn Landbúnað- arháskólanum og fengu nemend- ur í líffærafræði búfjár á búvísinda- braut að fylgjast með krufningu hjá Kristínu Þórhallsdóttur dýra- lækni frá Laugalandi og kennara við skólann. Skrokkurinn var síðan settur í hreinsun hjá fjörumarflóm og verða þær að vonum búnar að hreinsa allt utan af beinunum fyrir veturinn og þar með verður kom- in enn ein góð viðbótin við beina- safn LbhÍ. mm/lbhi.is Fjölbreytt beinasafn notað í kennslu í búfræði Á meðfylgjandi myndum eru nemendur í kennslustund hjá Eddu Þorvaldsdóttur. Voru þau m.a. að glíma við verkefni dagsins sem var að púsla saman beinagrind af hrossi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.