Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 15 Gróður á lóðamörkum Garðeigendur eru vinsamlega beðnir um að snyrta trjágróður sem kominn er út fyrir lóðamörk til að tryggja öruggar og greiðar göngu- og hjólaleiðir. Auk þess má trjágróður ekki byrgja sýn á umferðarskilti og götulýsingu. Samkvæmt 11. gr. lögreglusamþykktar Akraneskaupstaðar kemur meðal annars fram: „Gróður s.s. tré, runnar o.s.frv. skulu ekki skaga út í eða út yfir gangstéttar, gangstíga eða götur, þó er heimilt að þau skagi út yfir, ef hæð þeirra er a.m.k 2,8 m yfir gangstétt eða gangstíg, en 4,0 m yfir götu.“ Íbúum er bent á að skoða nýsamþykktar reglur bæjarstjórnar Akraness um umgengni og þrifnað utanhúss á Akranesi en þar er eigendum eða umráðamönnum húsa og lóða gert skylt að halda eignum vel við, hreinum og snyrtilegum þ.á m. húsum, lóðum og girðingum. Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Akraneskaupstaðar. SK ES SU H O R N 2 01 5 Allar ábendingar eru vel þegnar frá íbúum og skulu berast á netfangið akranes@akranes.is eða í síma 433-1000. Undanfarið hafa staðið yfir nokkr- ar framkvæmdir meðfram þjóðveg- inum sem liggur norðanmegin inn í Akraneskaupstað. Þar eru verktakar að störfum við að grafa í jörðu raf- streng sem á að liggja að nýrri að- veitustöð Orkuveitu Reykjavíkur og Landsnets sem risin er við Smiðju- velli á Akranesi. Frá húsbygging- unni sjálfri var nýverið greint í Skessuhorni. mþh Rafstrengur grafinn í jörðu á Akranesi Framkvæmdir í gangi við þjóðveginn að Akranesi. Færeyska krabbaveiði- og vinnslu- skipið Fríðborg hefur legið við bryggju hjá Þorgeir & Ellert á Akra- nesi síðan í ágúst. Þar hefur ver- ið unnið að því að setja fullkomna vinnslulínu fyrir snjókrabba um borð í skipið. Fríðborg er fyrsta skipið í heiminum sem fær slíka vinnslu- línu. Það eru fyrirtækin Skaginn og 3X Technology sem hafa hannað og smíðað tæknibúnaðinn. Nú er verið að ljúka við að koma búnaðinum fyrir um borð í Fríðborgu. Síðan taka við prófanir á hafi úti þar sem farið verð- ur á krabbaveiðar við Færeyjar. Að því loknu verður stefnan sett norð- ur í Barentshaf þar sem snjókrabb- inn finnst. Ný auðlind á norðurslóðum Áður en Fríðborg kom til Akraness hafði skipinu verið breytt við skipa- smíðastöð í Færeyjum með það fyrir augum að senda skipið á snjókrabba- veiðar í Barentshafi og við Sval- barða. Snjókrabbinn er nýbúi þarna norðurfrá. Ekki er vitað hvern- ig hann hefur borist í Barentshafið en þessi tegund er algeng við Kan- ada og Grænland og í norðanverðu Kyrrahafi þar sem snjókrabbinn er verðmætur nytjastofn. Líklega hef- ur tilkoma snjókrabbans í Barents- hafi annað hvort gerst með kjölvatni skipa eða við náttúrulega útbreiðslu. Algjör sprenging virðist hafa orð- ið í fjölgun krabbans þarna á und- anförnum árum og nú er svo kom- ið að menn sýna því stöðugt meiri áhuga að nýta þessa tegund. Kjöt krabbans er lostæti og selst til mark- aða í Asíu. Snjókrabbinn er veiddur í gildrur sem lagðar eru í trossum á hafsbotninn. Jónmundur Ingólfsson tæknistjóri hjá Skaganum á Akranesi hefur unn- ið mikið að því verkefni að gera Fríð- borgu klára til veiða og vinnslu á snjókrabbanum. „Krabbagildrurn- ar eru dregnar um borð á efsta þil- fari skipsins. Þar eru þær tæmd- ar í söfnunartank sem er á milliþil- farinu. Síðan fara krabbarnir í annan tank sem geymir 20 gráða hlýjan sjó. Þegar krabbarnir koma úr ísköldu hafinu og lenda í svona hlýjum sjó missa þeir meðvitund, verða hreyf- ingarlausir og þannig meðfærileg- ir í vinnsluna. Krabbarnir eru síðan skornir í sérstakri vél þannig að skel og innvols er fjarlægt. Lappir, klær og axlir innihalda hið verðmæta kjöt. Þetta er svo stærðarflokkað í körfur með sérstakri myndgreiningartækni sem Skaginn hefur þróað. Síðan er krabbinn soðinn, kældur niður eftir ákveðnu ferli og síðan pækilfrystur. Eftir það er hann íshúðaður og full- frystur í blástursfrysti. Körfurnar fara svo í sérstaka pökkunarvél sem tæm- ir þær ofan í kassa, merkir kassana og lokar. Afurðunum er svo komið fyrir í frystilestum skipsins,“ útskýrir Jón- mundur. Allur búnaðurinn til þess- arar vinnslu er ný hönnun af hálfu Skagans og 3X Technology. Fríðborg er fyrsta krabbaveiðiskipið í heimin- um sem fær svona fullkomna vinnslu- línu um borð. „Það eru margir sem fylgjast grannt með þessu verkefni og bíða þess að sjá hvernig það kemur út. Áhuginn er mikill á snjókrabba- veiðunum og margir að skoða mögu- leikana og eru jafnvel í startholunum að fjárfesta í svona búnaði. Þetta gæti því skilað okkur fleiri svona verkefn- um. Við lítum á þetta öðrum þræði sem hluta af okkar þróunarvinnu og nýsköpun,“ segir Jónmundur. Frá Akranesi á næstu dögum Að sögn Jónmundar liggur mik- il hönnunarvinna að baki vinnslu- línunnar í Fríðborgu. „Það fóru 12 vikur í að hanna og smíða kerfið. Síðan var ætlað að fimm vikur færu í uppsetningu. Nú stendur yfir hefð- bundið uppkeyrsluferli á vinnslu- búnaðinum fyrir afhendingu. Þetta hefur verið þó nokkur áskorun. Það er ekki alltaf auðvelt að koma svona búnaði fyrir í þröngu rými um borð í fiskiskipi,“ útskýrir hann um leið og hann sýnir hvernig vinnslulín- an er skipulögð um borð í færeyska skipinu. Vinnslulínan á að afkasta um 14 tonnum af afurðum á sólarhring. Uppsetningu hennar er nú að ljúka og má vænta þess að skipið haldi frá Akranesi á næstu dögum. Þá taka við prófanir við tilraunaveiðar á fær- eyska landgrunninu þar sem önn- ur krabbategund finnst en snjó- krabbinn í Barentshafi. „Þeir krabb- ar ættu þó að duga til að prófa og fín- stilla kerfin,“ segir John Park skip- stjóri á Fríðborgu. Að þessu loknu verður stefnan sett norður í Barents- haf. John Park reiknar með að 18 manns verði í áhöfn skipsins. Útgerð þess er rótgróið fyrirtæki í Færeyjum sem á mörg önnur skip, meðal ann- ars rækjutogarann Havborg sem áður hét Bessi ÍS frá Súðavík. Deilur um Smugusvæðið Snjókrabbin finnst nú víða í Bar- entshafi, svo sem við Svalbarða og í Smugunni sem er alþjóðlegt haf- svæði austan til í Barentshafi sem Íslendingar kannast við. Hann er einnig í rússnesku lögsögunni und- an ströndum Kólaskaga og við Hvítahaf. „Við veiðarnar eru not- aðar gildrur sem lagðar eru í tross- um á botninn. Í þeim er smokkfisk- ur sem notaður er sem agn. Það lað- ar krabbana að og ofan í gildrurnar,“ útskýrir Park skipstjóri sem sjálf- ur hefur reynslu af krabbaveiðum. Hann segir að nú þegar stundi all- nokkur floti skipa þessar nýju veið- ar. „Þetta eru meðal annars skip frá Rússlandi, Litháen, Spáni og Nor- egi. Veiðarnar hafa gengið upp og ofan eins og gengur. Smugan hefur verið vinsælt veiðisvæði og á tíðum gjöfult. Nú hefur hins vegar komið babb í bátinn þar sem Rússar hafa slegið eignarhaldi sínu á Smugu- svæðið og bannað veiðar þar. Þeir vilja meina að landgrunnið þar til- heyri þeim. Þar sem krabbinn er á botninum þá sé það þeirra að ákveða hverjir megi veiðar þar og hverjir ekki. Það er því búið að stoppa snjó- krabbaveiðarnar í Smugunni. Norð- menn og Rússar deila um þetta nú og það er óvissa um framhaldið,“ segir John Park. Leita samkomulags við Rússa Þeir á Fríðborgu ætluðu fyrst og fremst að gera út á veiðar í Smug- unni. „Nú vitum við ekki hvert framhaldið þar verður. Við erum að reyna að fá veiðileyfi í rúss- nesku lögsögunni. Þar eru góð snjókrabbamið en til að fá veiðileyfi þar og hugsanlega kvóta í framtíð- inni þá verða færeysk stjórnvöld að semja við Rússana. Það gengur þá út á það að Færeyjar láta Rússa hafa eitthvað annað í staðinn, svo sem veiðiheimildir í færeyskri lögsögu.“ Park segir að samstarf Færeyja við Rússland sé með miklum ágætum og mikil viðskipti milli landanna. Færey- ingar sluppu sem kunnugt er í sumar leið við viðskiptabann á sjávarafurð- ir til Rússlands en Íslendingar lentu í banni. „Rússar veiða í færeyskri lög- sögu og frysta fisk um borð í verk- smiðjuskipum inni á færeysku fjörð- unum. Þeir kaupa líka sjávarafurð- ir frá Færeyjum. Skip okkar stunda síðan veiðar í rússneskri lögsögu í Barentshafi og hafa gert um áratuga skeið.“ Park skipstjóri segir að svo get- ur vel farið svo að þeir á Fríðborgu láti reyna á rétt Færeyja til að viða snjókrabba á hinu svokallaða Sval- barðasvæði. Það er 200 mílna lögsag- an umhverfis Svalbarðaeyjaklasann. Þetta er í raun alþjóðlegt hafsvæði en Norðmenn sjá um að stjórna veið- um þar. „Þeir halda að þeir eigi Sval- barðasvæðið en það er ekki svo,“ seg- ir Park. mþh Krabbaskipið Fríðborg frá Færeyjum útbúið á Akranesi Jónmundur Ingólfsson með hinar verðmætu lappir snjókrabbans sem eru þær afurðir sem unnar verða og frystar um borð í Fríðborgu. Fríðborg við bryggju hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi. Skipið verður háþróðasta snjó- krabbaskip í heimi. John Park skipstjóri á Fríðborgu hefur mikla reynslu af fiskveiðum í norðurhöfum. Nú síðast var hann stýrimaður og skipstjóri á norskum og færeyskum línubátum í Barentshafi. Nú fer hann með Fríðborgu á sömu slóðir í leit að snjókrabba. Jón Ellert Guðnason og Árni Ingólfsson glaðbeittir við að leggja lokahönd á niður- setningu vinnslulínunnar um borð í Fríðborgu í síðustu viku. Skipið fer frá Akranesi á næstu dögum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.