Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201534 „Ætlar þú að taka þátt í haustfagnaði? Spurning vikunnar (spurt í Búðardal) Sigríður Svavarsdóttir: „Já, ég ætla á sem flesta viðburði en allavega á sviðaveisluna.“ Steinunn Jóhannsdóttir: „Ó, já! Stefni á sviðaveisluna og svo skaffa ég nú kindur í rún- ingskeppnina.“ Hermann Jóhann Bjarnason: „Já, ég er að keppa í rúningi.“ Ívar Atli Brynjólfsson: „Já, ég ætla að reyna að mæta á sem flest.“ Valgerður Lárusdóttir: „Já, en ég ætla ekki á ballið.“ Trésmiðurinn Baldur Þorleifsson í Stykkishólmi lætur ekki árin aftra sér frá þátttöku í körfuboltanum. Síðastliðinn fimmtudag kom hann inn á í leik Snæfells gegn Hauk- um í Dominosdeildinni í körfunni og spilaði í tæpar 8 mínútur. Þetta gerði hann þótt hann sé nú 49 ára, fæddur árið 1966. Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Snæfells sagði í samtali við fréttavef Ríkisútvarps- ins að það hafi verið fámennt á æf- ingum hjá liðinu að undanförnu en engu að síður byggist hann við að Baldur spili meira með liðinu, en hann hefur jafnframt verið aðstoð- arþjálfari hjá Inga Þór. „Baldur hef- ur verið í kringum liðið og mætt stundum á æfingar og hjálpað okk- ur að ná í stóru stöðuna, 5 á 5. Ég leitaði til hans í haust því við vorum ekki nógu margir. Hann er í topp- standi, nýbúinn að hlaupa hálf- maraþon í Reykjavíkurmaraþon- inu. Hann hugsar alltaf vel um sig og ég sá bara að hann getur hjálp- að okkur,“ sagði Ingi Þór við frétta- mann RUV, og bætti við að einhver bið yrði í að hópurinn verði full- mannaður. Eins og lesendur Skessuhorn muna hefur Baldur Þorleifsson sér- hæft sig í uppgerð gamalla húsa og hefur sem slíkur komið að endur- gerð tuga húsa í Stykkishólmi, Flat- ey og víðar. mm Fyrsti Flandrasprettur vetrarins var hlaupinn í Borgarnesi síðastlið- ið fimmtudagskvöld, en Flandra- sprettir eru hlaupnir þriðja fimmtu- dagskvöld í hverjum mánuði frá því í október og fram í mars. Sprettirn- ir eru götuhlauparöð hlaupahópsins Flandra og er jafnan hlaupin 5 km leið frá íþróttamiðstöðinni í Borg- arnesi um götur bæjarins. Sprett- irnir eru stigakeppni og fá stiga- hæstu einstaklingar í hverjum ald- ursflokki vegleg verðlaun að lokn- um síðasta spretti vetrarins. Með sprettinum í síðustu viku hófst fjórða starfsár Flandrasprett- anna, sem þýðir að þetta var 19. spretturinn frá upphafi. Samtals hafa 145 einstaklingar sprett úr spori það sem af er, en á fimmtu- daginn luku 25 keppendur hlaup- inu. Jósep Magnússon úr Flandra bar sigur úr býtum í karlaflokki en hann hljóp kílómetrana fimm á 18:53 mín. Annar var Kristinn Ó. Sigmundsson úr Flandra á 19:40 mín. og þriðji Ingólfur Örn Arn- arson úr Hlaupahópi FH á 20:15 mín. Tími Ingólfs var jafnframt brautarmet í flokki 50 ára og eldri. Fyrst kvenna í mark var Ingveldur Ingibergsdóttur úr Flandra á 22:27 mín, önnur Hrafnhildur Tryggva- dóttir úr Flandra á 22:44 mín og þriðja Anna Sigríður Arnardóttir úr Hlaupahópi FH á 25:32 mín. Flandrasprettirnir laða jafnan til sín nokkurn fjölda hlaupara úr öðrum héruðum. Að þessu sinni mættu m.a. vaskar sveitir hlaupara úr Hlaupahópi FH í Hafnarfirði og Hlaupahópnum Margfætlum á Hólmavík. Þrátt fyrir nafngiftina eru Flandrasprettir ekki endilega spretthlaup í ítrustu merkingu þess orðs. Hlaupin eru fyrir alla, hvort sem þeir eru byrjendur eða heims- meistarar. Sem dæmi um breidd- ina má nefna að síðasti maður í mark er yfirleitt meira en tvöfalt lengur á leiðinni en sá fyrsti. Ár- angur þess síðasta er þó ekki endi- lega lakari en þess fyrsta, því að allt er þetta afstætt og oftast er maður sjálfur mikilvægasti keppi- nauturinn. Næsti Flandrasprettur verður háður fimmtudaginn 19. nóvember. sg/ Ljósm. Kristín Gísladóttir. Félög frjálsíþróttafólks um vest- anvert landið, sem kallað hefur sig SamVest hópinn, hlutu Hvatn- ingarverðlaun Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem hald- ið var í Vík um liðna helgi. Aðil- ar að þessu samstarfi eru UMFK, USK, UMSB, UDN, HSS, HSH og HHF. Vísir að SamVest verk- efninu varð til árið 2012 þegar Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson úr Borgarbyggð buðu ungmennum af Vesturlandi til æfingabúða í frjálsum íþrótt- um að Varmalandi í Borgarfirði. Þangað mættu nærri 30 krakkar úr HSH og UMSB og kviknaði þá áhugi fyrir að efla frekar samstarf í frjálsíþróttum á milli héraðssam- bandanna á svæðinu. Þessi hug- mynd var þróuð áfram og varð síð- an að veruleika í nóvember 2012 þegar sjö héraðssambönd af Vest- urlandi, sunnanverðum Vestfjörð- um og Ströndum skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að standa saman að þróunarverkefninu Sam- Vest. Frjálsíþróttasamband Íslands og UMFÍ höfðu ennfremur hvatt til og stutt við framtakið. Markmiðið með SamVest var strax í upphafi að auka útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta, auka ástundun íþróttarinnar og gera hana aðlaðandi og að ánægjuleg- um kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu. Þetta verk- efni hefur gengið mjög vel og síð- astliðið vor undirrituðu fulltrú- ar SamVest og frjálsíþróttadeild- ar FH samstarfssamning um að- stöðu og þjálfun. Frjálsíþrótta- deild FH mun sjá SamVest fyr- ir gestaþjálfurum á samæfingum í Kaplakrika, auk þess sem frek- ara samstarf er í boði. SamVest hefur ennfremur notið liðsinnis þjálfara fleiri íþróttafélaga á höf- uðborgarsvæðinu, t.d. á æfingum sem haldnar hafa verið heima fyr- ir á starfssvæði SamVest. SamVest hefur þegar fest sig í sessi, heldur nú þrjár samæfingar á vetri á höf- uðborgarsvæðinu, æfingabúðir að hausti, stórt sumarmót og minni æfingar á sumrin, eftir atvikum. Auk þess hefur SamVest sent sam- eiginlegt lið á bikarmót FRÍ þrjú ár í röð, nú síðast að Laugum í Þingeyjarsýslu í ágúst og einn- ig á bikarmót innanhúss í febrú- ar síðastliðnum í Laugardalshöll. Í sumar fór einnig lítill hópur und- ir merkjum SamVest á stórt frjáls- íþróttamót, Gautaborgarleikana, í Svíþjóð. Þess má geta að iðkendur á starfssvæðinu búa við mismun- andi aðstöðu, sumir eiga ekki kost á þjálfun í frjálsíþróttum og að- staða er sömuleiðis misgóð. Sam- starfið hefur án efa styrkt iðkend- ur og gefið þeim aukin tækifæri til að stunda íþróttirnar. Æfingabúðir í gangi Því má við þetta bæta að um síð- ustu helgi var SamVest hópurinn með einn stærsta viðburðinn sinn, æfingabúðir fyrir krakka 10 ára og eldri að Laugum í Sælingsdal. Yfir 60 krakkar tóku þátt og var gesta- þjálfari fenginn af höfuðborgar- svæðinu, auk þjálfara af heima- svæðinu. Í nóvember er stefnt að samæfingu í Hafnarfirði og sam- hliða henni verður tekið samtal um framhald á samstarfinu, þar sem þriðja starfs- og samningsárið er að renna út og komið að endurnýjun samstarfssamnings SamVest. Mik- ill hugur er í aðildarsamböndunum og vilji til áframhaldandi samstarfs. Hvatningarverðlaun UMFÍ koma á ánægjulegum tímapunkti nú þeg- ar endurnýjun samstarfsins stendur fyrir dyrum. mm/bá Á mánudaginn var dregið í 32 liða úrslit Powerade-bikars karla í körfuknattleik. Snæfell fær Hauka í heimsókn, Skallagrímur tek- ur á móti Fjölni, ÍA mætir Hamri í Hveragerði og Grundarfjörður tekur á móti Breiðabliki. Leikirn- ir fara fram dagana 30. október - 2. nóvember. Eingöngu var dregið í 32 liða úrslitum karla við þetta tækifæri, kvennalið fara beint í 16 liða úrslit. Næst verður því dregið í 16 liða úr- slitum karla og kvenna. kgk Dregið í Powerade- bikarnum Baldur lætur aldurinn ekki aftra sér Samstarfsaðilar sem mynda SamVest hópinn veittu Hvatningarverðlaunum UMFÍ viðtöku. Ljósm. umfi.is SamVest samstarfið hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ Spretturinn nýhafinn. Kristinn Ó. Sigmundsson og Jósep Magnússon búnir að taka forystuna. Fyrsti Flandrasprettur vetrarins að baki Teygt fyrir átökin framundan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.