Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga í nýtt starf forstöðumanns menningar- og safnamála á Akranesi. Við erum fyrst og fremst að leita eftir kraftmiklum einstaklingi sem hefur mikinn metnað og hefur sýnt árangur í starfi. Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember nk. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Forstöðumaður menningar- og safnamála á Akranesi Byggingarfulltrúi á Akranesi Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg • Stjórnunarreynsla, þ.m.t. reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun • Mikil samskipta- og samstarfshæfni • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti • Góð þekking og reynsla af fjárhagsáætlunargerð Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr.160/2010 • Æskilegt er að viðkomandi sé með réttindi í skipulagsmálum sbr. 7. gr. skipulagslaga nr.123/2010 • Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu á sviði byggingarmála • Góð tölvukunnátta, sérstaklega í Microstation eða AutoCAD • Mikil samskipta- og samstarfshæfni ásamt frumkvæði og öguðum vinnubrögðum í starfi Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Fagleg forysta í menningar- og safnamálum • Yfirstjórn stofnana sem tilheyra málaflokknum • Markaðs- og kynningarstarf menningar- og safnamála • Yfirumsjón með gerð starfs- og fjárhagsáætlunar • Yfirumsjón með viðburðum og hátíðarhöldum • Undirbúningur funda menningar- og safnanefndar og eftirfylgni Helstu verkefni: • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum bæjarins • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga • Samskipti við hagsmunaaðila • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, þá helst verkefni er lúta að skipulagsmálum CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM LED LÝSING - SANDBLÁSUM ispan@ispan.is • ispan.is 30% afsláttur af speglum Bílaréttingar - Bílasprautun Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun SK ES SU H O R N 2 01 5 Þjónustum öll tryggingafélög KPMG býður á næstu dögum upp á námskeið í Borgarnesi, á Akra- nesi og í Stykkishólmi um virðis- aukaskatt í ferðaþjónustu. „Ef þú ert með fyrirtæki í ferðaþjónustu þá ert þú að fara í vaskinn strax í janúar 2016,“ segir í tilkynningu. „Við ætlum að kynna þér virðis- aukaskattsumhverfið þar sem kafað verður ofan í helstu reglur um virð- isaukaskatt. Gerð verður grein fyr- ir breytingum sem gera þarf til að uppfylla lagaskilyrði og þeim áhrif- um sem þær munu hafa á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Farið verður yfir at- riði eins og: Hvaða þjónusta verður virðisaukaskattsskyld, hvernig ber að haga uppbyggingu og skipulagi bókhalds í virðisaukaskatti, heim- ildir til nýtingar innskatts af rekstr- arkostnaði; hvaða rekstrarkostn- að er heimilt að innskatta og hvaða ekki, reglur um mögulegar endur- greiðslur virðisaukaskatts vegna fjárfestinga fyrir 1. janúar 2016 og kröfur um form og innihald útgef- inna reikninga og hvernig ber að gera grein fyrir sölu á þjónustu í mismunandi virðisaukaskattsþrep- um á útgefnum reikningum. Kenn- arar eru þaulreyndir sérfræðingar í virðisaukaskatti. Í Borgarnesi verður námskeið- ið haldið í Símenntunarmiðstöð Vesturlands í dag, miðvikudag frá kl. 14-17. Á Akranesi verður nám- skeiðið haldið í Símenntunarmið- stöðinni Suðurgötu 57 föstudaginn 16. október frá kl. 9-12 og í Stykk- ishólmi verður námskeiðið hald- ið á Hótel Fransiskus miðvikudag- inn 21. október frá kl. 13-16. Nám- skeiðið eru öllum opið og nám- skeiðsgjald er 12.500 kr. mm Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru að fara í vaskinn Laugardaginn 14. nóvember næstkomandi heldur Ungmenna- félag Reykdæla sinn árlega Gleði- fund í Logalandi. Að þessu sinni verða rifjaðir upp harmonikku- dansleikir fortíðar með dyggri að- stoð Gunnars Kvaran og HGH tríós. Húsið verður opnað klukk- an 20:00 og hefst borðhald hálf- tíma síðar, en boðið verður upp á kalt veisluborð og stórkost- leg skemmtiatriði að hætti Reyk- dæla, segir í tilkynningu. „Nú er því kjörið tækifæri að draga fram vasapelann og dansskóna og rifja upp danssporin. Miðinn kost- ar litlar 5.000 krónur og tekið er við pöntunum í síma 899-4468 (Kristleifur) og í tölvupósti tota@ vesturland.is“ mm Harmonikkudansleikur fortíðar þema Gleðifundar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.