Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201528 Vísnahorn Það hefur lengi verið siður Íslendinga að yrkja erfiljóð eftir þá sem þeim eru nákomnir í andlegum eða fjölskyldulegum skilningi. Stöku sinnum bregða þeir á það ráð að hafa líkið með í ráð- um svona til vonar og vara. Nú líka eru líkur á að líkinu verði meiri skemmtan að bragn- um hér megin grafar ef því þá líkar við lík- sönginn. Maður er nefndur Jón Ingvar Jónsson, haf- rannsóknamaður og skáld ásamt mörgu öðru „fleira fagrara og betra,“ eins og Sölvi Helga- son hefði sagt. Sá bað einn góðvin sinn að yrkja um sig erfiljóð en hinn var tregur til að láta verkið bíða þar eð óljóst væri hvor yrði fyrri til grafarinnar. Fór því svo að umbeðn- um yrkingum var heldur hraðað og birtist hér sýnishorn af framleiðslunni: Líkt og tík á lóðarí lý- ég -rík oft kyrki; hring- allfríki -hendur því handa líki yrki. Lágri þóknun líkið gegn, leysti flókna klofnun. Lífs í djóknum hímdi’ að hegn á Hafrannsóknastofnun. Mátti hræið una æ að þess lægi vegur enn með græjur út um sæ, einatt hlægilegur. Yndisþokka átti Jón Ingvar, hnokki fróður. Beið ei nokkurt bragartjón „bloddí fokking góður“. Hætti stríða höldur kvað hagur Braga kramdi. Framhent- síð- og frumstiklað fjárans nárinn samdi. Stundum orti innbrugðið aldrei hortitt skorti hafði lort með ljúfum klið líkið vort að sporti. Það vakti athygli líksins þegar líkið að lík- um leit umrætt ljóð að þar kom hvergi fram að hann starfar jafnframt sem leiðsögumaður og sinnir þýskumælandi túrhryssum af mikilli snilld. Var þá ekki annað að gera en yrkja aðra rímu til viðbótar hinni fyrri svo sem gerðu rímnaskáld fyrri tíma. Bragarháttur valdist stímuð gagaravilla svo sem getið er í upphafs- erindi: Gagara- ég stunda -stag stöguð eru vísnalög. Haglega skal binda brag bögu- til að heiðra -mög. Kútur jafnan kvaddi grút kæta er gerði sunna mæt. Rútubíla brölti í út, bright og snjallur ferða-guide. Skyggibrúnaskegg eg hygg skuggalegan vekja ugg. Styggan lít ég stýri-ygg stugga fólki að rútuglugg: „Horfið nú á tún og torf tarfabeit og bændastarf. Torvelt er í Düsseldorf djarfmannlegri’ að finna arf!“ Das ist Geyser, dólgur las; der wird Strokkur, er ist „hver“. Was ist „hver“? var þýskra þras. Þveran lýðinn fár umber. Rall við stýrið, stundum trall, strollað var á Tingen-Woll. Galla- hélt þar -buxnaball bolluætuþjóðarholl. Vandi er klaka- að kynna -land kenndi garpur verks í lend. Landar hyski á hótel Grand hendir sér í ból í grennd. Eins og hér hefur glögglega komið fram eru góðir leiðsögumenn gulls ígildi og verða tæplega metnir til fjár með neinum vitræn- um hætti. Agnar Guðnason var lengi farar- stjóri í bændaferðum og afburðavinsæll i því starfi. Eina ferð sem fleiri fór hann til Dan- merkur og vakti ódulda hrifningu þarlendra sem báru mál á að fá hann í skiptum og hafa þá væntanlega búist við hagnaði af verslun- inni. Einn í íslenska hópnum var Sveinn Jó- hannsson frá Varmalæk, þekktur hestamaður og ekki ókunnur viðskiptum með þá dýrateg- und. Sá hann fljótt að Agnar var mun verð- meiri vara en sá er í boði var. Þetta var inn- legg Sveins í umræðuna: Til viðskiptanna vel ég þekki og viljandi þeim ekki spilli. Ég held við látum Agnar ekki öðruvísi en fá á milli. Á fyrri árum fjallaferða hér á landi voru þær töluvert ævintýri enda vegalagning af verulega skornum skammti og bifreiðamál öll frum- stæðari en nú. Ef ég man rétt var það Andrés Valberg sem sem orti um farkost sinn: Fordinn blái fer á stjá Fróns um háar lendur. Steinum gráum stiklar á. Stýra knáar hendur. Annar Skagfirðingur, Hallgrímur Jónasson, kvað um ökutæki sitt er það var í hremming- um nokkrum: Áfram hrekkur, út á hlið, angur rekkum blandar. Sporahlekkjum spyrnir við, spólar, sekkur, strandar. Hér koma svo nokkrar vísur úr gömlum samtíningsmöppum og allavega með þá fyrstu hef ég enga hugmynd um höfund: Örlög varla gefa grið, gleði brestur sanna. Ég má löngum lifa við leiftur minninganna. Enga vissu hef ég, en ef til vill grun, um höfund að næstu vísum. Sá grunur er þó allt- of óljós til að ég leggi í að nefna nafn eða nöfn því engin vissa er fyrir því að þær séu eftir sama mann. Hvað segja Dalamenn um þess- ar? Vitið þið um höfund? Það er svona þetta ár þegnar verða að brosa. Ef að þú vilt taka tár tappann skal ég losa. Meðan átti ég hund og hest, hafði geðið létta, leysti mig úr læðing best lítil staupaskvetta. Ein kemur hér enn sem gæti verið og gæti verið ekki ættuð af sömu slóðum. Hvað segið þið Dalamenn? Við skulum kveða um glasaglaum, gleðjast yfir litlu meðan heldur trútt um taum tár úr vasapyttlu. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 848 2715 dd@simnet.is Rútubíla brölti í út - bright og snjallur ferða-guide Nú líður að menningar- og listahá- tíðinni Vökudögum, sem haldin er á Akranesi á hverju hausti. Vöku- dagar standa að þessu sinni yfir í fjórtán daga, hefjast miðvikudag- inn 28. október næstkomandi og lýkur 9. nóvember. Dagskrá Vöku- daga verður að venju fjölbreytt, í heildina verða yfir 50 mismunandi viðburðir og má þar nefna tón- leika, ljósmynda- og myndlistar- sýningar, skólaviðburði og fyrir- lestra. „Í ár verður aðaláherslan á Tónlistarskóla Akraness, sem fagn- ar sextíu ára afmæli miðvikudaginn 4. nóvember. Þann dag verða til dæmis eingöngu viðburðir í tón- listarskólanum og á hans vegum. Þar verða haldnir ýmiskonar tón- leikar, byrjað er á hádegistónleik- um, svo taka nemendatónleikar við og á endanum verða stórir af- mælistónleikar um kvöldið,“ segir Anna Leif Elídóttir, verkefnastjóri menningarmála á Akranesi í sam- tali við Skessuhorn. Fjölmargar sýningar Vökudagar hafa notið vaxandi vin- sælda meðal bæjarbúa og hefur dagskráin og viðburðir hátíðar- innar orðið viðameiri með hverju árinu. Í ár verður hátíðin með hefðbundnu sniði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fastir liðir eins og Ungir - Gaml- ir verða á dagskrá, ásamt leikskóla- sýningum og fleiru. „Líkt og und- anfarin ár kemur Akranesviti við sögu og svo verða fjölmargar sýn- ingar. Þar á meðal verður Gyða Jónsdóttir bæjarlistamaður með sýninguna Samspil í tónlistarskól- anum ásamt Drífu Gústafsdótt- ur og Elsu Maríu Guðlaugsdótt- ur. Sú sýning verður opnuð 29. október og ætla vinir Gyðu að vera með tónleika um kvöldið,“ seg- ir Anna Leif. Blúshátíðin verður á sínum stað og þar verður mikil tónlist, sem endranær. „Hún verð- ur haldin helgina 30. til 31. októ- ber á Gamla Kaupfélaginu og svo verður blúsgjörningur í Vitanum á laugardeginum. Þá verða marg- ar ljósmynda- og myndlistarsýn- ingar, opnar vinnustofur í Sam- steypunni og hjá Bjarna Þór, sýn- ingar hjá báðum grunnskólunum og leikskólarnir verða með mynd- listar- og ljósmyndasýningar út um allan bæ. Svo fagnar Guðmundur Sigurðsson víkingur og eldsmið- ur stórafmæli 31. október, á allra heilagra messu. Hann ætlar að opna sýningu á þrívíðum verkum á afmælisdaginn,“ heldur Anna Leif áfram. Enn hægt að vera með Tveir af viðburðunum á Vökudög- um tengjast 100 ára kosningaafmæli kvenna. Annars vegar verður hægt að fá leiðsögn um sýninguna „Saga líknandi handa“ sem staðið hefur í Guðnýjarstofu í Safnaskálanum frá því í júní. „Hins vegar verður sýning í Bókasafni Akraness sem fjallar um þrjár kynslóðir kvenna; ömmuna, mömmuna og dótturina. Þær bjuggu allar í Kirkjuhvoli og voru tónskáld. Una Margrét Jóns- dóttir mun halda fyrirlestur um framlag þessara þriggja kvenna til tónlistarsögu Íslendinga og nem- endur tónlistarskólans munu flytja tvö verk eftir þær.“ Dagskrá hátíð- arinnar hefur því tekið á sig góða mynd en þó er enn hægt að skrá viðburði. Þeim sem hafa áhuga á að skrá viðburð á Vökudaga geta haft samband við Önnu Leif í net- fangið anna.leif.elidottir@akranes. is „Dagskrá Vökudaga verður svo auglýst í Skessuhorni og í Póstin- um í næstu viku. Nánari lýsingu á viðburðum má svo finna á Fa- cebooksíðunni Vökudagar á Akra- nesi og á heimasíðu Akraneskaup- staðar, akranes.is,“ segir Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri menning- armála. grþ Vökudagar á Akranesi eru handan við hornið Tónlistarskóli Akraness verður í brennidepli á hátíðinni í ár en hann fagnar 60 ára afmæli á Vökudögum. Þessi mynd er tekin á súputónleikum í tónlistarskólanum á Vökudögum 2013. Vökudagar 2015 standa yfir frá 28. október til 9. nóvember næstkomandi. Yfir fimmtíu viðburðir verða á há- tíðinni í ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.