Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 20156 Útvarp Akraness AKRANES: „Fyrstu helgina í aðventu, dagana 27. til 29. nóvember, verður hið árlega Útvarp Akraness í loftinu fyrir Akurnesinga og nærsveitunga. Dagskráin verður fjölbreytt að venju en með Útvarpi Akraness hefst undirbúning- ur jólanna af fullum krafti hjá mörgum Skagamönnum. Útvarpsnefndin hefur hafið störf við skipulagningu dag- skrárinnar. Ef einhverjir vilja hafa þátt þá hafi samband við Sundfélag Akraness á net- fangið sundfelag@sundfelag. is,“ segir í tilkynningu frá SA: „Spurningakeppni fyrirtækja og stofnana sló í gegn í fyrra og verður að sjálfsögðu aft- ur á dagskrá. Þeir sem vilja taka þátt í spurningarþætti út- varpsins láti sömuleiðis vita á ofangreint netfang.“ -mm Frekar róleg vika hjá lögreglu VESTURLAND: Vikan sem leið var að sögn Theódórs Þórðarsonar fremur róleg hjá lögreglunni á Vesturlandi. Aðeins urðu tvö umferðaró- höpp í umdæminu í vikunni og enginn var tekinn fyrir ölv- un við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Útafakstur og bílvelta varð í strekkings- vindi og ísingu á Vestfjarða- vegi við Breiðabólsstað í Döl- um. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, hlaut minni- háttar ákverka sem gert var að á heilsugæslustöðinni í Búðar- dal. Bíllinn er talinn ónýtur. -mm Áfram í gæsluvarðhaldi AKRANES: Hæstirétt- ur staðfesti á mánudag- inn gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni sem grunað- ur er um morð á Akranesi í byrjun þessa mánaðar. Skal maðurinn sitja í gæsluvarð- haldi til 11. nóvember 2015. Í dómnum kemur fram að hinn ákærði hefur játað við skýrslugjöf hjá lögreglu að hafa sett hendur um háls brotaþola og hert að. Einn- ig hefur hann játað að hafa sett reim um háls mannsins og hert að. Sá sem fyrir árás- inni varð lést fimm dögum síðar en hann komst aldrei til meðvitundar eftir árásina. -mm Hlutfallslega fáir að gera sín fyrstu kaup VESTURLAND: Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þing- lýstra kaupsamninga á lands- vísu þar sem kaupendur hafa fengið afslátt af stimpilgjöld- um vegna fyrstu kaupa á hús- næði. Rannsókn á því hvort um fyrstu kaup var að ræða fór fram við móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslu- mönnum. Á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs voru 152 söl- ur fasteigna á Vesturlandi. Af þeim voru 24 kaup einstak- linga sem voru að kaupa hús- næði í fyrsta skipti, eða 16% heildarviðskiptanna. Athygli vekur að þetta er langlægsta hlutfallið á landsvísu. Á Suð- urnesjum er hlutfall fyrstu kaupa viðskipta 30%, en á höfuðborgarsvæðinu 22%. Í öðrum landshlutum er hlut- fallið 20-27%. -mm Ritun tefst en útgáfa á áætlun BORGARNES: Í síðasta Skessuhorni var rætt stutt- lega við Heiðar Lind Hans- son sagnfræðing sem nú er á lokametrunum við ritun á Sögu Borgarness. Heið- ar Lind vill koma á fram- færi leiðréttingu sem byggir á misskilningi milli hans og blaðamanns. „Það er ekki rétt eftir haft varðandi skil hand- rits í árslok. Í fréttinni seg- ir: „...eins og staðan er í dag bendi ekkert til annars en að þær áætlanir standist.“ Hið rétta er að ég hef greint rit- nefnd og sveitarstjórn frá því að ég þurfi nokkra mánuði til viðbótar eftir áramót til að ljúka við handritið, vinnu við myndaöflun og annað til- heyrandi fyrir prentun. Hitt er hins vegar rétt haft eftir, að miðað við stöðuna í dag er ekkert annað sem bend- ir til þess en að upphaflegar áætlanir um útgáfu verksins á 150 ára afmæli Borgarness árið 2017 standist.“ Þetta leiðréttist hér með og beðist afsökunar. –mm Talsvert mikið er umleikis í starfi Björgunarfélags Akraness, nýlið- ar í þjálfun og öflugt starf í gangi. Unnið er við að gera sjóklárt nýtt björgunarskip, sem keypt var not- að frá Bretlandi á síðasta ári. Það verkefni er stórt og umfangsmikið fyrir ekki stærri björgunarsveit. Nú styttist í að hægt verði að sjósetja nýja skipið og er það heppilegt í ljósi þess að óhapp varð nýverið um borð í gamla björgunarbáti félags- ins og er hann ósjófær. „Við urð- um fyrir óhappi og er gamli bátur- inn, Margét Guðbrandsdóttir, tals- vert skemmdur. Tryggingafélag okkar er að meta hvort gert verð- ur við bátinn eða ekki. Þetta óhapp varð skömmu eftir sjósetningu í höfninni á Akranesi fyrr í þessum mánuði. Við vorum að fara á milli bryggja, vorum að sækja nýliða og ætluðum með þá í sjóferð. Svo virð- ist sem bensíngufa hafi myndast í holrúmi í botni bátsins, neisti kom- ist að og úr varð talsverð sprenging. Sem betur fer voru bara tveir okkar manna um borð og sakaði þá ekki. Ómögulegt er hins vegar að segja hvað hefði getað gerst ef spreng- ingin hefði orðið úti á sjó og fleiri verið um borð,“ segir Gísli Þráins- son varaformaður Björgunarfélags- ins í samtali við Skessuhorn. Gísli segir að standsetning nýja björgunarskipsins taki mestan þann tíma sem félagar hafa aflögu, auk æfinga og útkalla. Nýverið bárust fréttir af því að Björgunarfélagið hafi selt HB Granda lóðir sem fé- lagið átti á Breiðinni á Akranesi. „HB Grandi keypti bæði húseignir og nokkrar lóðir í þessum viðskipt- um. Við vorum ekki að selja nein hús og því er okkar hlutur úr þess- um viðskiptum HB Granda einung- is lítið hlutfall af heildarkaupverð- inu. Þetta voru lóðir sem við feng- um þegar minningarsjóði hjónanna frá Sýruparti var slitið og komu þær þá í okkar hlut og slysavarnadeild- arinnar Lífar. Vissulega léttir þessi lóðasala á fjárhag félagsins, en það er öðru nær að við náum að greiða upp allar skuldir. Einungis kaupin á nýja björgunarskipinu eru kostn- aðarsamari en andvirði lóðasölunn- ar. Salan hjálpar hinsvegar félaginu fjárhagslega og erum við þakklát fyrir það. Áfram munum við því verða að stunda okkar fjáraflan- ir eins og verið hefur til að standa straum af kostnaði við rekstur öfl- ugs björgunarfélags,“ segir Gísli. mm Gísli Þráinsson varaformaður Björg- unarfélags Akraness. Standsetning nýs björgunarskips stærsta verkefni Björgunarfélags Akraness Hluti úr krossviðsbotni björgunarbátsins sprakk í óhappinu sem sagt er frá í frétt- inni. Þeir eru stórhuga bændurnir á Mýrum og Hálsi rétt vest- an við Grundarfjörð en þar er nýbúið að fjárfesta í fjórum geitum. Geiturnar voru keyptar frá Fjallalækjarseli í Þistil- firði. Þetta eru einn hafur og þrjár huðnur en bændurnir eiga geitastofninn saman. Þær voru hressar þær Anna Júlía Skúla- dóttir frá Mýrum og Þórunn Kristinsdóttir frá Hálsi þegar ljósmyndari Skessuhorns leit við hjá þeim. Þær stöllur full- yrða að þetta séu fyrstu geiturnar í Eyrarsveit og Grundar- firði frá upphafi byggðar í þeirri ágætu sveit. tfk Hefja geitarækt í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.