Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Lykt er fýla þar sem hún á ekki við Í liðinni viku samþykktu sjö bæjarfulltrúar af níu á Akranesi að óska eftir ítarlegri skipulagsgögnum og upplýsingum frá HB Granda varðandi fyr- irhugaða stækkun fiskverkunar Laugafisks áður en hægt verður að taka efnislega afstöðu til að hefja skipulagsferli. Nú skal HB Grandi skýra með óyggjandi hætti hvernig búnað og vinnsluaðferðir fyrirtækið hyggst nota til að komið verði í veg fyrir að starfsemin mengi áfram andrúmsloftið. Ég verð að segja eins og mér finnst, að það vildi ég óska að þessi beiðni hefði borist miklu fyrr. Skort hefur á upplýsingar um hvernig fyrirtækið hyggst standa að umhverfismálum þannig að koma megi í veg fyrir fýlu frá starf- seminni, sé það yfirleitt hægt. Hver er þessi nýja tækni, hvernig verður húsakostur og er hægt að færa sönnur fyrir að mengun verði innan þeirra marka sem íbúar geta sætt sig við? Í mínum huga er sönnunarbyrðin mjög rík í þessu máli. Undanfarin ár hefur HB Grandi rekið hausaþurrkun á Neðri Skagan- um á Akranesi í óviðunandi húsnæði. Í núverandi starfsleyfi er heimild fyr- ir þurrkun á að allt að 170 tonnum af hráefni á viku. Beiðni fyrirtækisins er um þreföldun í magni, allt að 500-600 tonn á viku í nýjum húsum og með endurbættum búnaði. HB Grandi hyggst beita annarri aðferð við þurrkun fisks en hefur verið stunduð fram að þessu og lofar að lokun vinnsluferils dragi úr eða jafnvel komi í veg fyrir lyktarmengun. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt hefur talsvert stór hópur íbúa sett sig alfarið upp á móti því að fiskþurrkun verði yfirhöfuð leyfð áfram innan þéttbýlis á Akranesi. Telur að slík starfsemi gangi ekki upp nærri íbúabyggð og brjóti í bága við þá hagsmuni sem meðal annars eiga að vera tryggð- ir í skipulagslögum. Vissulega hefur lyktarmengun verið mikil undanfar- in ár frá Laugafiski og vel hægt að taka undir það sjónarmið að ekki sé bú- andi við slíkan fnyk. Ef lyktarmengun er mikil þar sem hún á ekki heima, þá er eitthvað að. Það er nefnilega þannig að lykt er fýla þar sem hún á ekki við og þann- ig verður það alltaf. Fjósalykt er til dæmis í lagi í fjósi, en ef fjósamaður fer beint frá verkum sínum án viðunandi hreinlætis t.d. í matvöruverslun, þar sem lyktin á ekki heima, þá nefnist hún fjósafýla. Fólk fyllist vandlæt- ingu og viðbjóði og það er fjósamaðurinn sem kallaður er sóði. Á sama hátt mætti segja að þar sem fiskþurrkun er ekki almennt stunduð í íbúðarhúsum á Neðri Skaganum á Akranesi, þá hljóta íbúar að hafa fullan rétt á að kalla lyktina fýlu, óvelkomna aðskotalykt, og að hún verði upprætt. Nú treystir fyrrnefndur hópur íbúa á Neðri Skaganum á Akranesi því ekki að hægt verði að koma í veg fyrir lyktarmengun frá Laugafiski, þrátt fyrir bættan búnað og húsnæði. Íbúar sætta sig ekki við að gerast tilrauna- dýr í því samhengi, eins og einn þeirra orðaði það í Kastljóssviðtali í Rík- issjónvarpinu. Íbúar treysta ekki lengur fyrirtækinu og krefjast sannana um að lyktarmengun muni ekki leggja frá starfseminni. Eftir ákvörðun bæjar- stjórnar í liðinni viku er boltinn því kominn að nýju til HB Granda. Nú skal fyrirtækið sanna að hægt sé að stunda svona starfsemi án mengunar. Pers- ónulega trúi ég því að þetta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins ætti að vera í stakk búið til að byggja upp nýja fiskþurrkun sem gæti orðið í sátt við umhverfið. Ekki síður kýs ég að trúa því að fyrirtækinu takist að sanna að því muni takast þetta markmið. Það þarf nefnilega að gerast áður en nýtt deiliskipulag verður auglýst og áður en ráðist verður í framkvæmdir upp á hundruði milljóna króna eða milljarða í jaðri íbúabyggðar. Skipulagslög eru síðan stjórntækið sem bæjaryfirvöld á Akranesi hafa til að vernda hags- muni íbúa þegar að því kemur. Skipulagslög eru alveg skýr og taka af öll tví- mæli um að ekki er hægt að ganga á rétt fólks, í þessu tilfelli réttinn til að hafa ekki óvelkomið og mengað andrúmsloft heima hjá sér. Ef hins vegar fyrirtækinu tekst ekki að færa fyrir því sönnur að koma megi í veg fyrir lykt- armengun, mun ný fiskþurrkun væntalega rísa utan byggðar. Magnús Magnússon. ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Veiðidagar rjúpu verða tólf að þessu sinni og skiptast á fjórar helg- ar á tímabilinu 23. október til 15. nóvember. Náttúrufræðistofnun Ís- lands metur veiðiþol rjúpnastofns- ins 54 þúsund rjúpur. Sölubann á rjúpum er áfram í gildi og hyggst Umhverfisstofnun fylgja því eftir. Í reglugerð um fuglaveiðar og nýt- ingu hlunninda af villtum fuglum eru tilgreindir veiðidagar rjúpu til þriggja ára. „Meginstefna stjórn- valda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær og að rjúpna- veiðimenn stundi hóflega veiði til eigin nota. Stundaðar eru rann- sóknir og vöktun á stofninum og er stjórnkerfi rekið í því skyni að stýra veiðinni,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Þannig eru meginþættir veiðistjórnunar á rjúpu þrír: Í fyrsta lagi sölubann, í öðru lagi hvatning um hófsemi og í þriðja lagi sóknardagar og hefur heildarveiði á rjúpu minnkað tölu- vert á undanförnum árum af þess- um sökum en ekki síst vegna þess hve stofninn er lítill. „Eru veiði- menn hvattir til að veiða ekki fleiri rjúpur en hver og einn þarf auk þess sem þeir eru beðnir að gæta þess að særa ekki fugl umfram veiði.“ Fylgst með veiðimönnum Að sögn Lögreglunnar á Vestur- landi er mikilvægt að skotveiði- menn séu með allt sitt á hreinu, t.d. hvað varðar skotvopnaleyfi og veiðikort og framvísi slíku ef lög- reglan óskar þess. „Lögreglan mun fylgjast fylgjast grannt með notk- un skotvopna í umdæminu og að menn hafi tilskilin réttindi í lagi,“ segir í tilkynningu. Víða eru skot- veiðar bannaðar og ber veiðimönn- um að kynna sér vel hvar má ganga til rjúpna og afla sér leyfis hjá land- eigendum sé ekki um svokallaðan almenning að ræða, utan eignar- landa. Veiði víða bönnum með öllu Á eftirtöldum stöðum í umdæmi LVL eru skotveiðar bannaðar: Blautós og Innstavogsnes. Aug- lýsing nr. 166/1999. Engin undan- tekning frá veiðibanni Búðahraun. Auglýsing nr. 357/1979. Engin undantekning frá veiðibanni. Geitland. Auglýsing nr. 283/1988. Engin undantekning frá veiðibanni Grunnafjörður. Auglýsing nr. 548/1994. Engin undantekning frá veiðibanni en Umhverfisstofnun getur sett reglur í samráði við ábú- endur. Hraunfossar og Barnafoss. Aug- lýsing nr. 410/1987. Engin undan- tekning frá veiðibanni. Húsafellsskógur. Auglýsing nr. 217/1974. Engin undantekning frá veiðibanni Hvanneyri. Auglýsing nr. 364/2002. Engin undantekning frá veiðibanni. Melrakkaey. Auglýsing nr. 118/1974. Engin undantekning frá veiðibanni. Ströndin við Stapa og Hellna. Auglýsing nr. 284/1988. Engin undantekning frá veiðibanni. Snæfellsjökull. Auglýsing nr. 568/2001. Engin undantekning frá veiðibanni. Vatnshornsskógur, Skorradal. Auglýsing nr. 164/2009. Meðferð skotvopna bönnuð nema til minka- veiða. mm Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast Verslunin Kassinn í Ólafsvík átti stórafmæli síðastliðinn laugardag en þá voru liðin 40 ár frá því hún var fyrst opnuð. Eigendur verslun- arinnar héldu að sjálfsögðu upp á daginn, buðu upp á kaffi, afmælis- tertu og meðlæti ásamt því að bjóða upp á tilboð á vörum sem kostuðu 40 krónur. Þetta er merkur áfangi en það er ekki algengt í dag að sömu eigendur eigi og reki verslanir í svo langan tíma en sömu eigendur hafa átt og rekið verslunina frá upphafi. Það eru hjónin Inga Jóhannesdóttir og Ágúst Ingimar Sigurðsson. Kassinn var opnaður 17. októ- ber árið 1975 þegar hjónin opn- uðu gjafavöruverslun að Ólafsbraut 55 sem þau höfðu byggt með Sæv- ari Þórjónssyni og konu hans. 1985 eða tíu árum síðar hófu þau rekst- ur matvöruverslunar í viðbót við gjafavöruna og tveimur árum síðar var gjafavaran færð upp á aðra hæð hússins ásamt skrifstofu og starfs- mannaaðstöðu. Ekki voru þau hjón hætt að bæta við sig og í desemb- er 1997 keyptu þau martvöruversl- unina Hvamm að Vallholti 1 sem þau ráku í tæp tvö ár. Árið 2002 fluttu þau svo gjafavöruna í hús- næðið að Vallholti 1 og fékk hún þá nafnið Gjafakassinn en henni hefur nú verið lokað. Fyrir 12 árum fluttu þau í núverandi húsnæði verslun- arinnar að Norðutanga 1 en hús- næðið að Ólafsbraut 55 var þá fyrir löngu orðið of lítið að sögn þeirra. Eins og gefur að skilja hafa marg- ir unnið hjá þeim hjónum á þess- um 40 árum og eru þau þakklát fyr- ir gott starfsfólk í gegnum tíðina og segja að starfsfólkið sé stór hluti af velgengni verslunarinnar. Þess má geta að nú vinnur hjá þeim þriðji ættliðurinn úr sömu fjölskyldunni, en það er Tinna Rut Þrastardóttir og hafa bæði móðir hennar og móð- uramma unnið í versluninni. Auk þess hafa börn þeirra hjóna unn- ið með foreldrum sínum í og við verslunina á ýmsan hátt. Lengsta starfsaldurinn á Una Erlingsdóttir en hún hefur unnið í versluninni í um það bil 22 ár. þa Á afmælisdaginn. Aftari röð frá vinstri: Oddný, Hildur, Þurý, Siggi, Una, Selma, Bjartur, Kristín, Dagný og Tinna. Fremri röð frá vinstri: Inga og Gústi. Á myndina vantar Unni. Kassinn í Ólafsvík fjörutíu ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.