Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201512 Nú í haust hefur áhöfnin á Hannesi Andréssyni SH stundað tilrauna- veiðar á hörpudiski í Breiðafirði, en eins og kunnugt er þá hrundi stofninn upp úr aldamótum. Veið- arnar eru stundaðar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og aflanum landað til vinnslu hjá sjávarútvegs- fyrirtækinu Agustson ehf. í Stykk- ishólmi. Vísindamenn hafa farið út með bátnum til að taka sýni auk þess sem skelplógurinn sem not- aður er við veiðarnar hefur ver- ið myndaður með neðansjávar- myndavélum þegar hann er dreg- inn eftir hafsbotninum. Samhliða þessu hefur ný og léttari gerð af skelplóg verið reynd. Heilt yfir þá hafa þessar tilraunaveiðar gengið afar vel í haust, segir Bergur Garð- arsson skipstjóri á Hannesi Andr- éssyni SH. Hörpudiskurinn hjarnar við „Við vorum fyrst norður af Flatey en undarfarið höfum við svo ver- ið við veiðar inni á Hvammsfirði. Það er fínt að fara þangað inn í brælunum þó að röstin inn í fjörð- inn sé hálfleiðinleg enda oft mik- ill straumur milli skerja á föllun- um. Mér finnst eiginlega best að fara það orðið í myrkri því þá sér maður ekki neitt,“ sagði Bergur þar sem við hittum hann og áhöfn hans í Stykkishólmi á fimmtudag. Þá voru þeir að ljúka löndun úr bát sínum áður en þeir færu í helg- arfrí. „Við vorum inni á Hvamms- firði og komum með um átta tonn eða 30 kör eftir daginn í dag. Það er ágætt. Þetta er svona svipað og bátar útbúnir með tvo plóga voru að taka hér áður en veiðarnar lögð- ust af. Á þessum tilraunaveiðum höfum við miðað við að vera sátt- ir ef við náum yfir 20 körum á dag. Annað er bara frekja. Ákveðin svæði eru að koma vel út í þessum veiðum og augljóst að hörpudisk- urinn er að braggast.“ Ný gerð af skelplóg Bergur segir að annað sé helst til tíðinda af þessum tilraunaveiðum í haust að þeir á Hannesi Andréssyni hafa notað nýja útgáfu af plóg til að veiða hörpuskelina á sjávarbotnin- um. Þessi nýi plógur er að gefa mjög góða raun. „Plógurinn sem við not- um er um helmingi léttari en sú út- gáfa sem var notuð áður. Áður var hann milli 1.300 og 1.400 kíló en nú er hann 690 kíló,“ útskýrir Bergur. „Ég lét breyta gömlum plóg í það sem kallað er einbyrðingur. Áður var þetta svokallaður tvíbyrðingur með massívum hjólum sem rúlluðu eftir botninum. Við tókum hliðarn- ar af plógnum, fjarlægðum úr hon- um eina keðjumottu og þverbita sem voru aftast á honum. Þetta er búið að vera flott síðan. Við byrjuð- um með þennan nýja plóg nú þeg- ar tilraunaveiðarnar hófust í haust. Það hefur gengið mjög vel. Plóg- urinn hefur ekki orðið fyrir nein- um skakkaföllum. Maður þarf bara að passa að hann fari réttur út og þá helst hann þannig á toginu. Þessi endurbætti og léttari plógur veiðir miklu betur en eldri útgáfan fyrir breytingar. Auk þess fer hann bet- ur með botninn og er á allan hátt miklu umhverfisvænni en gamla út- gáfan. Það er líka miklu þægilegra að hífa plóginn eftir að búið er að létta hann.“ Bjargvættur í stað Skelfis Að sögn Bergs þá er það bábilja að skelplógarnir séu hafðir svo þung- ir að þeir þurfi nánast að grafa eft- ir skelinni. „Við höfum myndað bæði eldri plóginn þennan þyngri, og svo nýju útgáfuna á hafsbotni og við sjáum að þessi nýi liggur fínt á botninum og alls ekki síður en hinn. Við eigum ekki að þurfa að nota ein- hverja jarðýtuplóga við þessar veið- ar. Enda er það svo nú eftir að hafa séð hvernig plógarnir virka á mynd- um að við köllum eldri útgáfuna „skelfirinn.“ Sú nýrri og léttari hef- ur hlotið heitið „bjargvætturinn.“ Þeir á Hannesi Andréssyni verða á hörpudiskveiðunum fram í febrú- ar-mars. „Það á svo að taka tvö ár til viðbótar með svona rannsóknar- veiðum áður en veiðar hefjast vænt- anlega að nýju af fullum krafti í at- vinnuskyni. Það er ómögulegt að segja hvernig þeim veiðum verður stýrt eða hverjir stunda þær. Okk- ar bátur hentar vel til þessara veiða. Það er búið að gera nokkrar endur- bætur í uppstillingu á þilfarsbúnaði, svo sem þvottavél og færiböndum, og allt komið í þokkalegt horf til hörpudiskveiðanna. Hér fyrir veiði- stopp þá voru menn að nota allt að helmingi stærri báta við þessar veið- ar og drógu tvo plóga. Við erum hins vegar að koma með það sama og þeir gerðu þá, þannig að það er nú ekki allt fengið með stærðinni í þessu frekar en svo mörgu öðru.“ Grjótkrabbinn nemur ný mið Annað sem sætir tíðindum frá til- raunaveiðum haustsins hjá þeim á Hannesi Andréssyni SH, er að grjót- krabbinn er kominn inn í Hvamms- fjörð. Þessi krabbategund telst til nýbúa á íslenska landgrunninu. Fyr- ir nokkrum árum fundust fyrstu dýrin í Faxalfóa og í Hvalfirði. Síð- an virðist útbreiðsla grjótkrabbans hafa verið ör við Vesturland. Berg- ur þekkir grjótkrabbann vel. Fyrir tveimur til þremur árum stundaði hann tilraunaveiðar og rannsóknir á krabbanum í samvinnu við Haf- rannsóknastofnun. Þá voru lagð- ar krabbagildrur víða í Faxaflóa og við Snæfellsnes. „Krabbinn fannst þá víða með ströndinni við Faxaflóa. Það var minna í Hvalfirði, helst að við fengjum hann inn við hvalstöð. Síðan veiddum við töluvert í og við Borgarfjörð, best út af Haffjarð- ará. Þar fengum við meðal annars stærsta krabbann af þessari tegund sem hefur veiðst í heiminum. Skel- in á því dýri var 15,7 sentimetrar á breiddina.“ Grjótkrabbinn velur sér svipuð búsvæði og hörpudiskurinn. Hann veiðist því sem meðafli við hörpu- diskveiðarnar sé hann á slóðinni á annað borð. „Nú fáum við grjót- krabba sem meðafla við hörpudisk- veiðarnar í Hvammsfirði. Við feng- um ein hundrað kíló af honum þar í gær, bara til að nefna dæmi,“ segir Bergur og tekur lifandi grjótkrabba upp úr kari með sjó sem stendur á þilfari bátsins. „Þessi krabbi á eftir að verða veiddur í framtíðinni. Við hirðum bara karldýrin. Kerlingun- um er sleppt í sjóinn aftur. Það er geysileg viðkoma hjá þessari teg- und. Talið er að hvert kvendýr gefi frá sér um 300.000 egg. Tímgunar- getan er alveg rosaleg og krabbarn- ir virðast ná veiðistærð hér við land á um það bil fjórum árum. Það er markaður fyrir þessa tegund. Kín- verjar vilja kaupa kvendýrin af þess- um kröbbum með hrognunum. Er- lendis gengu menn frá miðunum vegna þess að þeir veiddu upp all- ar kerlingarnar en hér fá þær líf svo krabbinn geti fjölgað sér. Þetta á eft- ir að verða flott auðlind fyrir trillu- karlana að dunda við í framtíðinni,“ segir Bergur Garðarsson. mþh Tilraunaveiðar á hörpudiski ganga vel í Breiðafirði Grjótkrabbinn kominn í Hvammsfjörð Bústinn og fallegur hörpudiskurinn fer allur til vinnslu hjá Agustson ehf. í Stykkishólmi. Sneisafullt kar af hörpudisk híft úr lest bátsins. Hannes Andrésson SH nýkominn úr róðri dagsins við bryggju í Stykkishólmi á fimmtudaginn. Bergur Garðarson skipstjóri sýnir nýja plóginn sem menn kalla „bjargvættinn“ í gamni sín á milli. Skipverjar á Hannesi Andréssyni SH sem nú stunda tilraunaveiðar á hörpudiski og kanna útbreiðslu hans í Breiðafirði og Hvammsfirði. Allir eru búsettir á Vesturlandi, þ.e. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Akranesi og eru þeir Róbert Óskarsson, Pedro Strano, Jón Jakobsson, Sævar Magnússon og Bergur Garðarsson. Grjótkrabbar úr Hvammsfirði. Þar eru þeir nýbúar eins og víðar við Vesturland.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.