Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201530 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu- horni. 59 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Orðaleikur.“ Vinningshafi er: Ás- kell Þórisson, Ægissíðu, Hvalfjarðarsveit, 301 Akra- nesi. mm Blendið Stórar Skör Óvissa Afundin Form Á fæti Fleiður Gjálp Reykur Keyrsla Snagi Baukur Beljaki Góð- gæti Samhlj. Umrót Kvöld Epjast Yndi Mett Slæm Átt Hrafn Alltaf Beita Grasey Uggur Ólipurð 17 1 Mergj- aður Ónn 8 5 Önug Titill Bindi 11 Grind Tölur Iðni 20 Vild Frjáls Rasa Tölur Deyfð Ferð Hrekkir Röð 18 Lipurð Hafa á orði 15 Óvilji Óskin Mjúk Tylft 9 Rökkur Virðing 4 Gimbur Svik Samhlj. 2 Núna Eftir- læti Svifdýr Flík Áhald 12 Stöng Lok Krydda Þrífst Lóð Kostur Skorið Sk.st Skran Draup Hvíldi For- feður Suddi Spann Loðna Raftur Glöð Gripur Bura Drolla Bylgja Ernir Fantur Eyðir 10 Tónn Mön Mæna 3 Ílát Beisk Hljóta Leit Bátur Hermir 6 Fugl Blóm Sverta 14 Hita tæki Læti 19 Tónn Mylsna Sund Treina Kusk 7 1000 Vafi Áhald Ekki Rauð Hraði Sérstök 13 16 Kona 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Dagana 11. - 15. október síðastliðna fóru 23 nemendur við Fjölbrauta- skóla Vesturlands í námsferð til Berlínar ásamt Kristínu Kötterhein- rich þýskukennara. Ferðin var liður í áfanganum EVR-373 sem er helg- aður menningu, mannlífi og sögu Berlínar. Fjáraflanir voru skipulagð- ar og safnað fyrir ferðinni. Hópurinn gekk um Berlín þvera og endilanga, skoðaði söfn og heim- sótti merka staði í borginni, eins og til dæmis Brandenborgarhliðið, Ríkisþinghúsið, Berlínarmúrinn og margt fleira. kgk/ Ljósm. Kristín Kötterheinrich. Nemendur FVA fengu að kynnast Berlín Hópurinn sem fór til Berlínar ásamt Kristínu Kötterheinrich þýskukennara. Fjórir nemendur stilla sér upp við East Side Gallery í Berlín, minnismerki sem samanstendur af 1,3 km af Berlínarmúrnum. Í bakgrunni má sjá mynd af frægum kossi þeirra Leoníd Brezhnev og Erich Hönecker. Tækniborg í Borgarnesi býður við- skiptavinum sínum nú upp á sýnd- arveruleikagleraugu fyrir snjallsíma. Sækja þarf smáforrit að eigin vali í símann og festa hann framan á gler- augun. Síðan er horft á skjáinn í gegn- um tvö öflug stækkunargler og virk- að það eins og notandinn er staddur inni í sýndarheimi. „Sýndarveruleiki byggir á því að plata heilann. Augun senda boð um að maður sé á hreyf- ingu og heilinn gleypir við því. Sem dæmi prófaði ein kona um daginn að setjast í rússíbana í syndarveruleikan- um. Þegar hún leit niður öskraði hún og reif gleraugun af sér, hún varð svo lofthrædd. Eins hef ég lent í því að gleyma mér og líta af mönnum sem eru að prófa þetta og heyra svo ein- hvern hávaða. Þá liggja þeir kylliflat- ir á gólfinu hérna í búðinni,“ segir Orri Sveinn Jónsson hjá Tækniborg og hlær við. Eftir lýsingarnar var ekki eftir neinu að bíða og gleraugunum var smeygt á blaðamann Skessuhorns. Til að há- marka upplifunina fékk hann heyrn- artól yfir eyrun og var algerlega úr sambandi við raunveruleikann. Fyrst tók við nokkuð löng rússíbanaferð og blaðamaður verður að viðurkenna að hann fékk aðeins í magann þegar vagnarnir steyptust niður bratta tein- ana og óku á hvolfi. Næst var undir- ritaður látinn ganga í gegnum eitt- hvað dularfullt hryllingshús og er þess enn fullviss að hann hafi greint hlátur handan heyrnatólanna skömmu eftir að dularfull hryllingsvera læddist upp að honum. Síðasta morgunverkið var að berjast við uppvakninga og gekk það með ágætum þó oft hafi það stað- ið tæpt. Sem betur fer var blaðamað- ur grár fyrir járnum og fór hraðar yfir en uppvakningarnir. Sýndarveruleiki að verða almennari Sýndarveruleikagleraugun hafa að- eins verið til sölu í Tækniborg í rúma viku. Þau koma í þremur gerðum og er ein þeirra þegar uppseld. „Sýnd- arveruleiki er orðinn mun almennari en hann var fyrir nokkrum árum. Það er fyrst og fremst vegna þess að nú er hægt að fá snjallsíma með mjög góð- um skjáum,“ segir Ómar Örn Ragn- arsson eigandi Tækniborgar. „Auk þess að spila leiki er hægt að sækja forrit til að horfa á bíómyndir í sýnd- arveruleikanum. Þá líður manni eins og maður sé staddur í bíósalnum,“ bætir hann við. Hann segir þróunina hraða meðal þeirra sem búa til sýndarveruleikaöpp í snjallsíma. „Það er mikil framþróun um þessar mundir og vegna þess að sýndarveruleiki er stöðugt að verða almennari þá á ég von á að símafram- leiðendur fari að taka tillit til þess og bjóða stöðugt upp á betri skjái. Gler- augun sem slík munu hins vegar ekki úreldast neitt á næstunni,“ seg- ir Ómar. Auk þess að bjóða nú upp á sýndar- veruleikagleraugu skoða Tækniborg- armenn fleiri nýjungar þessa dag- ana. „Samhliða hefðbundnu vöruúr- vali reynum við alltaf að bjóða upp á eitthvað sem aðrir eru ekki með,“ seg- ir hann. „Núna erum við til dæmis að velta því fyrir okkur að flytja inn bar- dagadróna fyrir jólin. Sem sagt dróna sem skjóta leysigeislum hver á annan. Menn gætu hist nokkrir saman og lát- ið þá berjast. Þeir skjóta auðvitað ekki alvöru leysigeislum hver á annan og hrapa ekki til jarðar, en maður get- ur séð hversu oft dróninn sem mað- ur stjórnar hefur orðið fyrir skoti og hvenær maður hittir. Þetta gæti verið mjög spennandi,“ bætir Ómar við. kgk Barist við uppvakninga í sýndarveruleikaheimi í Borgarnesi Blaðamaður Skessuhorns, rétt áður en hann rak upp ógurlegt vein þegar dularfull vera læddist aftan að honum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.