Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Side 1

Skessuhorn - 09.03.2016, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 10. tbl. 19. árg. 9. mars 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi EGILS SÖGUR í tímahylki tals og tóna SK ES SU H O R N 2 01 6 Næstu sýningar: Föstudagur 11. mars kl. 20 Laugardagur 12. mars kl. 20 Laugardagur 19. mars kl. 20 Sunnudagur 20. mars kl. 16 Hundar vita fátt skemmtilegra en að leika sér í vatni. Þessi gulleiti labrador fékk að busla dálítið í fjörunni við Búðardal í síðustu viku þegar ljósmyndari var á ferðinni skömmu fyrir sólarlag. Ljósm. sm. Skaginn hf. á Akranesi, ásamt sam- starfsfyrirtækjum sínum Frost ehf. og Rafeyri ehf. á Akureyri, hefur samið við Eskju hf. á Eskifirði um smíði og uppsetningu á búnaði í nýja verk- smiðju fyrir vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis á Eskifirði. Verksmiðj- an verður í nýju 7.000 fermetra stál- grindarhúsi og er áætlað að hún taki til starfa í september á þessu ári eða eftir aðeins rúmlega hálft ár. Sam- hliða nýrri vinnslu hyggst Eskja auka landfrystingu uppsjávarafla og draga að sama skapi úr sjófrystingu. Stefnt er að því að í verksmiðjunni verði hægt að frysta um 700 til 900 tonn afurða á sólarhring með tólf plötu- frystum og stækkunarmöguleika í 1.200 tonn með 16 plötufrystum sem smíðaðir eru hjá Þorgeiri & Ellert á Akranesi. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrirtækin þrjú mynda með sér bandalag um verk sem þetta en fyrri verkin voru tvær sambærilegar verk- smiðjur í Færeyjum á árunum 2012 og 2014. Verkefnið fyrir Eskju verð- ur þeirra stærst, en samkvæmt heim- ildum Skessuhorns er heildarvirði samningsins á fjórða milljarð króna. Verkefnið mun skapa fjölmörg störf víðs vegar um landið. Stærsti hluti smíðinnar mun fara fram á Akranesi hjá Skaganum, systurfyrir- tækinu Þorgeiri & Ellert hf. og fjöl- mörgum öðrum fyrirtækjum í bæj- arfélaginu. Á Akureyri eru það sam- starfsfyrirtækin Frost og Rafeyri ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum sem koma að verkefninu. Á Ísafirði mun systurfyrirtæki Skagans, 3X Technology ehf., sjá um stóran hluta smíðinnar ásamt samstarfsfyrirtækj- um þar. Í Garðabæ koma að verk- inu fyrirtækin Style ehf. og Marel Iceland ehf. auk starfsstöðvar Frosts þar. SR vélaverkstæði hf. á Siglufirði mun einnig koma að verkinu auk fjölmargra minni fyrirtækja víðs veg- ar um land. Það er verkfræðistofan Efla á Austurlandi sem sér um hönn- un verksmiðjuhússins og mun bygg- ing þess verða í höndum verktaka á Eskifirði og í nágrenni. Í fararbroddi á ýmsan hátt Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, segir verkefnið það stærsta sem fyrirtækið, ásamt samstarfs- aðilum, hafi tekið að sér til þessa. „Bandalag þessara fyrirtækja hefur gert það að verkum að við ráðum vel við verk af þessu umfangi og stærð- argráðu. Þetta er mikil áskorun fyr- ir okkur og um leið mikil viðurkenn- ing á öllum þeim fyrirtækjum sem að verkinu standa og starfsmönn- um þeirra. Stjórnendur Eskju hafa sýnt okkur mikið traust í undirbún- ingnum sem hefur tekið langan tíma og miðar að því að skila Eskju verk- smiðju sem verður í fararbroddi hvað gæði, tækni, nýtingu, afköst og hag- kvæmni varðar. Verkefni af þessu tagi er mikilvægt fyrir landsbyggðina og mun styrkja íslenskan sjávarútveg og framsækin tæknifyrirtæki sem þjón- usta greinina,“ segir Ingólfur. mm Stærsta einstaka verkefni Skagans og samstarfsfyrirtækja frá upphafi Hér flæðir ferskur makríll um færibönd áleiðis í frystingu í vinnslu Varðin Pelagic í Færeyjum. Það verkefni er fram að þessu stærsta einstaka verkefni Skagans hf. og samstarfsfyrirtækja, en verksmiðjan fyrir Eskju verður sú stærsta. Færeyjaverk- efninu var lokið á fimm mánuðum frá undirskrift, en vinnslutíminn nú verður sex mánuðir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.