Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Side 4

Skessuhorn - 09.03.2016, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Skipulagshugsanir á gönguför Þegar komið er fram í mars finnst mér jafnan að finna megi örugg merki þess að vorið sé handan við hornið. Þótt veðráttan geti verið duttlungafull og enn gangi ein og ein vetrarlægðin yfir, er sól farin að hækka á lofti og inn á milli koma dagar sem færa okkur óræka sönnun þess að veturinn get- ur ekki annað en látið undan. Hundurinn minn tók mig með í göngutúr um helgina. Þar sem sumir stígar og hefðbundnar gönguleiðir voru enn ekki búnar að hreinsa af sér klakann völdum við að fara á Langasandinn, enda vandfundin betri gönguleið á gjörvöllu landinu, þ.e.a.s. þegar er fjara. Þarna á göngunni varð mér hugsað til þeirra stóru mála sem hæst hefur borið í umræðunni undanfarin misseri. Mér var hugsað til sveitarstjórn- arfólks sem í mínum huga er ekki öfundsvert af því að hafa gefið kost á sér til ábyrgðarstarfa sem felast meðal annars í því að stýra skipulags- málum. Afar viðkvæmt getur verið hvernig á málum er haldið. Nánast er eins og fólk þurfi að sjá fram í tímann og búa auk þess yfir mikilli stjórn- kænsku til að fá ekki íbúana upp á móti sér. Nýlega sprakk til dæmis upp úr meirihlutasamstarfi í Borgarbyggð út af ágreiningi um skólamál. Þar held ég að fólk geti verið sammála um að farsælla hefði verið fyrir sveit- arstjórn að ljúka gerð heildstæðrar skólastefnu og afla henni fylgis, áður en farið var í ákvarðanir um samdrátt og umdeildar lokanir. Svipað dæmi um langt og leiðinlegt mál er að finna í höfuðborginni. Þar hefur borgar- stjórn skort stjórnkænsku í flugvallarmálinu svokallaða, þar sem sýnt þyk- ir að hún kemst hvorki lönd né strönd með lokun flugbrauta á Reykjavík- urflugvelli, af því landsmenn neita að láta loka flugvelli sem þeim var gef- ið og eiga skuldlausan. Í því máli eru menn algjörlega heimaskítsmát en stoltið leyfir ekki að það sé viðurkennt. Nú í ljósi þess hvar ég var staddur þegar þessar hugsanir flugu í gegn- um hugann, þurfti ég ekki að leita langt til að finna dæmi um erfið úr- lausnarefni sem bíða sveitarstjórn. Á Akranesi glímir bæjarstjórnin við tvö skipulagsmál. Búið er að ákveða að skipuleggja hið stóra svæði sem áður tilheyrði Sementsverksmiðjunni sálugu. Óhætt er að taka undir að fá sveitarfélög á landinu hafa jafn spennandi verkefni í fanginu, með til- liti til staðsetningar Sementsreitsins; við sjó á fallegum stað mót suðri. En eðli málsins samkvæmt spyrða menn þetta skipulag við svæði sem er spölkorn undan, einnig í skipulagsferli, en hefur verið öllu umdeildara. Brátt rennur athugasemdafrestur um skipulag Breiðarsvæðis út og í kjöl- far þess þarf bæjarstjórn að taka ákvörðun um hvort HB Granda verði leyft að byggja nýja fiskþurrkun á svæðinu eða ekki. Mál þetta er búið að hafa langan aðdraganda og er farið að skaða samkennd og samhug íbúa. Í ræðu og riti eru málsaðilar farnir að hjóla í manninn, fremur en málefn- ið. Fyrir mér er þetta eins og trúarbragðastríð, engin ein lausn er sú rétta. Hver sem niðurstaðan verður í bæjarstjórn verður skilgreindur hópur fyr- ir vonbrigðum meðan annar mun fagna. Sjálfur er ég svo heppinn að ég tilheyri hvorugu liðinu. Ég skil sjónarmið þeirra sem ofboðið hefur fýl- an af núverandi hausaþurrkun en trúi því um leið að með nýrri tækni og betri húsakosti verði hægt að stunda þessa starfsemi í sátt við umhverfið. Öll atvinnustarfsemi er nefnilega mikilvæg, hvort sem hún felst í sjávarút- vegi, þjónustu, iðnaði eða öðru. Umfram allt ætti það þó að vera ófrávíkj- anlegt skilyrði að ein atvinnugrein útiloki ekki aðra. Það væri bæði órétt- látt og óeðlilegt en um það fjalla einmitt skipulagsmálin. Þau eiga að verja hagsmuni heildarinnar. Ég og hundurinn röltum heim eftir þægilega gönguferð um sandinn. Ósköp fegnir því að vera ekki í sveitarstjórn. Magnús Magnússon. Gott veður hefur verið að undan- förnu á Snæfellsnesi og þar eins og víðar nota íbúar tækifærið til úti- vistar; bæta heilsuna og njóta lífsins. Gríðarlegur fjöldi ferðafólks hefur verið í vetur á Snæfellsnesi og gisti- heimili og hótel hafa verið vel bók- uð. Að sögn Sigurjóns Hilmarssonar sem rekur ásamt konu sinni og dætr- um gistiheimilið Hafið í Ólafsvík, hefur sjaldan verið meira um ferða- fólk en þennan vetur og ekkert lát á. Til dæmis var febrúar mjög góður og algjör sprenging í mars og sum- arið svo til fullbókað. af Vel bókað í gistingu á Snæfellsnesi Fróðaárrifið er vinsælt til útivistar og gönguferða. Ungur drengur nýtur útivistar í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur sent Bjarna Benedikts- syni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva yfirvofandi gripdeildir trygg- ingafélaga úr sjóðum sem eru í eigu viðskiptavina þeirra. „Þrjú trygg- ingafélög hafa kynnt fyrirætlan- ir um samtals 8,5 milljarða króna arðgreiðslur á næstu dögum. Fjár- munina á að taka úr bótasjóðum sem tryggingafélögin hafa safnað með uppsprengdum iðgjöldum af ofáætl- uðum tjónum,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. „Fjármálaeftirlit- ið (FME) hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa. FÍB hvetur ráðherra til að taka í taumana með því að gefa stjórn Fjármálaeftirlitsins fyrirmæli um að sinna lögbundnu eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu. FÍB segir að FME vanræki skyldur sínar við al- menning og hugsi eingöngu um hag fjármálafyrirtækja og fjárfesta. Því verði að breyta.“ FÍB bendir á að FME hafi ríkar heimildir til að hlutast til um fjár- mál og rekstur tryggingafélaganna. „FME geti skipað þeim að endur- greiða tryggingatökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin. FÍB bendir jafnframt á að ef FME ætl- ar að láta þessa sjálftöku afskipta- lausa, þá yrði það í annað sinn á ein- um áratug sem stofnunin horfir að- gerðalaus á eigendur trygginga- félaga tæma bótasjóði sem þeir eiga ekki.“ mm/ Ljósm. Guðrún Jónsd. Ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir síðasta ár hefur verið birtur. Tekjur voru 40,4 millj- arðar, rekstrargjöld um 15,2 millj- arðar og afskriftir 10,7 milljarðar. Ebidta frá rekstri var 14,4 millj- arðar en vaxtagjöld 10,2 milljarð- ar. Nettóhagnaður ársins var því um 4,2 milljarðar króna. Orkuveit- an hefur borið gríðarlegan skulda- klafa á liðnum árum sem mætt var með mikilli gjaldskrárhækkun til notenda og aðgerðaáætlun innávið sem forsvarsmenn hafa kallað Plan- ið. Nettó vaxtaberandi skuldir OR lækkuðu á síðasta ári um 14 millj- arða króna. Þrátt fyrir það voru skuldirnar í árslok 2015 hvorki meira né minna en 158 milljarðar króna. Rekstrargjöld fyrirtækjanna inn- an samstæðu OR hafa verið í jafn- vægi síðustu ár og sparnaður í rekstrinum verulegur að sögn for- svarsmanna fyrirtækisins. Þá hafa áhættuvarnir vegna breytinga á ál- verði dregið úr sveiflum í tekjum. Fjárfestingar fyrirtækjanna tvö- földuðust milli áranna 2014 og 2015 og námu 10,2 milljörðum króna á síðasta ári. Hverahlíðar- lögnin að Hellisheiðarvirkjun og viðhaldsboranir á Hengilssvæðinu voru helstu fjárfestingar við virkj- anir ON, fráveituframkvæmdir á Vesturlandi og endurnýjun í veitu- kerfum þar og á höfuðborgarsvæð- inu voru umfangsmestu fjárfesting- ar Veitna. Gagnaveita Reykjavík- ur lauk tengingu heimila í þéttbýli Reykjavíkur við Ljósleiðarann. Aðgerðum vegna Plansins svo- kallaða skipta stjórnendur í ytri og innri þætti. „Ytri aðgerðir, lán frá eigendum og leiðrétting gjald- skrár, höfðu þá skilað 21,1 millj- arði eða 38%. Aðgerðir innan fyr- irtækisins höfðu í árslok 2015 skil- að 33,9 milljörðum króna eða um 62% af heildarárangrinum.“ Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að viðsnúningurinn í fjármálum OR og dótturfyrirtækjanna hefur geng- ið vonum framar. „Sú menningar- breyting sem orðin er í OR skilaði fljótt bættri afkomu. Okkur sýnist að batinn sé varanlegur. Það kann að koma á óvart að einungis sjötta hver króna af heildarárangri Plans- ins hafi verið sótt í hækkun gjald- skrár. Fyrir fimm árum, þegar Planinu var hleypt af stokkunum, heyrðist sú skoðun að bjarga ætti OR með því einu að fara í vasa við- skiptavina. Sú var og er ekki raun- in heldur hefur á nokkrum árum tekist að reisa við fjárhaginn á nýj- um grunni. Þar eiga margir hlut að máli; eigendur fyrirtækisins, stjórn þess, stjórnendur og ekki síst starfs- fólk allt. Það á þakkir skildar,“ segir Bjarni Bjarnason. mm Viðsnúningur í rekstri OR sem skuldar þó enn 158 milljarða Segja tryggingafélögin ætla að ræna bótasjóðina

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.