Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Side 8

Skessuhorn - 09.03.2016, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20168 Tiltölulega fá óhöpp VESTURLAND: Fá um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið, eða þrjú talsins; tvö á Snæfellsnesvegi og eitt á Heydalnum. Bíl- velta varð við Þverá á norð- anverðum Heydalsvegi eins og greint er frá í annarri frétt á blaðsíðu 2. Óhöpp- in á Snæfellsnesveginum voru bæði minniháttar og án meiðsla. Lögreglan hafði af- skipti af ökumanni í vikunni sem aðspurður sagðist vera á bílaleigubíl. Við athug- un kom í ljós að maðurinn hafði tekið bílinn á leigu frá aðilum sem auglýstu á net- inu en voru ekki með leyfi til reksturs bílaleigu. Málið var sent á höfuðborgarsvæðið til frekari rannsóknar. Nokkr- ir ökumenn voru sektað- ir fyrir rangstöður innan- bæjar og nokkrir til viðbót- ar fyrir að nota ekki öryggis- belti við akstur. Þá voru all- nokkrir teknir fyrir of hrað- an akstur, flestir þeirra komu inn á of miklum hraða í sjálf- virka hraðamælingu mynda- vélanna í umdæminu. Loks kemur fram í dagbók lög- reglu að einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 27. febrúar - 4. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 35.919 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 19.344 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi: Engin löndun á tímabilinu. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 212.834 kg. Mestur afli: Hringur SH: 63.547 kg í einum róðri. Ólafsvík 22 bátar. Heildarlöndun: 825.437 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 126.559 kg í þremur lönd- unum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 649.918 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 97.834 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 9 bátar. Heildarlöndun: 93.160 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 33.411 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 63.547 kg. 2. mars. 2. Tjaldur SH - RIF: 61.817 kg. 3. mars 3. Rifsnes SH - RIF: 53.873 kg. 29. febrúar. 4. Steinunn SH - ÓLA: 48.709 kg. 1. mars. 5. Helgi SH - GRU: 45.499 kg. 29. febrúar. Fyrirlestrar um líf- ríki Breiðafjarðar REYKHÓLAR: Dr. Karl Gunn- arsson, sérfræðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun, flytur tvo fyrirlestra um lífríki Breiðafjarð- ar á Reykólum laugardaginn 12. mars næstkomandi. Frá þessu er greint í frétt á Reykhólavefnum. Til umfjöllunar verður annars vegar líffræði sjávargróðurs og nytjar á honum hérlendis í gegn- um tíðina. Hins vegar mun Karl greina frá rannsóknum sem fyr- irhugaðar eru á þangi og þara í firðinum á næstu árum. Tengj- ast þær auknum áhuga á nýtingu sjávargróðursins í Breiðafirði og eiga að hefjast í vor. Báðir fyrir- lestrar Karls verða í matsal Reyk- hólaskóla. Þörungaverksmiðjan býður í kjötsúpu í hádeginu áður en fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 13. Klukkan 15 verður boðið upp á kaffi og kleinur áður en Karl greinir frá áðurnefndum rann- sóknum á lífríki Breiðafjarðar. –kgk Syngur í Söng- keppni framhalds- skólanna BORGARNES: Selma Rak- el Gestsdóttir hefur verið val- in til að koma fram fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður í Reykjavík 9. apríl næstkomandi. Selma Rak- el tók þátt í Baulinu, forkeppni MB fyrir söngkeppnina og söng þar lagið „Yours“. Aðeins tveir keppendur tóku þátt, Selma Rak- el og Ellen Geirsdóttir sem tók lagið „House of the rising sun“. Keppnin var jöfn en að lokum komst dómnefnd að þeirri niður- stöðu að Selma Rakel skyldi vera fulltrúi MB í aðalkeppninni. Í dómnefnd sátu Jóhannes Magn- ússon, Jónína Erna Arnardóttir og Sigurþór Kristjánsson. – grþ Hótel Bjarkalundur til sölu REYKH: Í Skessuhorni nýverið var Hótel Bjarkalundur í Reyk- hólasveit auglýstur til sölu af fasteignasölunni Kaupsýslunni. Hótelið og mannvirki þess urðu ekki síst fræg eftir að sjónvarps- þættirnir um Dagvaktina sem voru teknir þar upp og sýnd- ir á Stöð2. Hótel Bjarkalund- ur er 1015 fermetra atvinnuhús- næði. Það er fallega í sveit sett í stórbrotnu umhverfi skammt frá veginum milli Þorskafjarð- ar og Berufjarðar. Á hótelinu er m.a. veitingasalur, setustofa, bar, verslun og salernisaðstaða fyr- ir ferðafólk. Eldhús er vel búið tækjum, allur húsbúnaður fylgir, kjöt- og grænmetiskælar, frysti- gámur og goskæligámur, aðstaða fyrir starfsfólk, þvottahús með þremur þvottavélum og þurrk- ara. Hótelið er með 19 her- bergjum, en þar af eru 15 her- bergi með handlaug en salerni og sturta á gangi og fjögur her- bergi eru í nýlegri álmu með sér snyrtingu og sturtu. Sex gestahús fylgja, hvert um 19,6 m2 með verönd með tvíbreiðu rúmi, eld- húsi, borðkrók, salerni og sturtu. Þjónustuskáli við tjaldstæði með salernis-, eldunar- og sturtuað- stöðu. Góð aðstaða fyrir tjald- gesti utandyra, heitt og kalt vatn. Rafmagn á túni. Ásett verð sam- kvæmt auglýsingu er 120 mill- jónir króna. -mm Akraneskaupstaður og Reykjavíkur- borg auglýstu nýverið í Skessuhorni eftir rekstraraðila til að taka að sér tilraunverkefni um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akra- ness frá maí 2016 og fram í septem- ber. Hugmyndir sveitarfélaganna eru þær að á tímabilinu sjái rekstrar- aðili um reglulegar siglingar á þess- ari leið með á bilinu 50 til 100 far- þega þrisvar sinnum á dag. Gert er ráð fyrir að báturinn nái að sigla leiðina á 30 - 45 mínútum þannig að vel fari um farþega þrátt fyrir sjólag. Ekki er gert ráð fyrir flutningi á vél- knúnum farartækjum. „Markmið tilraunaverkefnisins er að kanna rekstrargrundvöll reglu- legra bátsferða á milli sveitarfélag- anna. Rekstraraðili þarf því að gera ráð fyrir því að safna upplýsing- um m.a. um samsetningu farþega og aðra tengda rekstrarþætti á fyr- irhuguðu samningstímabili. Áhuga- sömum aðilum verður boðið til við- ræðna með það fyrir augum að ná markmiðum tilraunaverkefnisins,“ segir í auglýsingunni. Þá kemur einnig fram að umsækjendur skuli hafa bát til umráða sem uppfylli kröfur laga og reglugerða varðandi farþegaflutninga á sjó og að bátur- inn skuli geta tekið barnavagna og reiðhjól. Einnig þurfa umsækjendur að vera í skilum með opinber gjöld og lífeyrissjóðsiðgjöld. Umsóknar- frestur er til 10. mars næstkomandi og þurfa með umsókn að fylgja yfir- lýsing frá þar til bærum aðilum um skil á opinberum gjöldum og lífeyr- issjóðsiðgjöldum rekstraraðila auk lýsingar á bátnum sem umsækjand- inn hefur til umráða. „Umsækjend- ur sem uppfylla skilyrði auglýsing- arinnar fá frekari upplýsingar um verkefnið og verður þeim boðið til áframhaldandi viðræðna. Reiknað er með að ákvörðun um val á þjónustu- aðila liggi fyrir í mars 2016,“ segir að endingu í auglýsingunni. grþ Auglýsa eftir rekstraraðila fyrir flóasiglingar Nýr ísfisktogari HB Granda, Engey RE, sem er í smíðum hjá skipasmíða- stöðunni Celiktrans í Tyrklandi, var sjósettur í síðustu viku. Engey er fyrsta skipið í röð þriggja ísfisktog- ara sem HB Grandi hefur samið um smíði á í Tyrklandi. Sama skipa- smíðastöðin afgreiddi frá sér Vík- ing og Venus sem komu til landsins á liðnu ári. Verður Engey RE afhent síðar á þessu ári, Akurey AK verður afhent næsta vor en þriðji og síðasti togarinn, Viðey RE, verður afhent- ur á haustmánuðum 2017. Skipið er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd. Meðal búnaðar má nefna að aðalvélin er af gerðinni MAN 6L27/38 og er skráð afl hennar 1.790 kW við 800 snúninga á mínútu. Skrúfan er 3,8 metrar í þvermál frá MAN. Vél- in er útbúin með mengunarvarn- arbúnaði, ljósavélar eru tvær en afl hvorrar um sig er 443kW. Spilkerf- ið er frá Naust Marine og eru all- ar vindur rafknúnar. Millidekks- og lestarbúnaður til ísfiskvinnslu verður smíðaður hjá Skaganum 3X og verður hann settur í skipið eft- ir komu þess til Íslands. Hönnuð- ur skipsins er Alfreð Tulinius skipa- tæknifræðingur hjá Nautic ehf. mm/ Ljósm. hbgrandi.is Engey sjósett í Tyrklandi Fasteignasala Snæfellsness hef- ur auglýst til sölu veitingaskálann Hobbitann í Ólafsvík. Rekstur hef- ur verið á staðnum samfleytt í meira en þrjá áratugi og er skálinn opinn allt árið um kring. Hobbitinn selst ásamt húsnæði en að sögn Einars M. Gunnlaugssonar eiganda Hobbit- ans kemur einnig til greina að selja reksturinn og leigja húsnæðið. Hann segir Hobbitann hafa færst frá því að vera hefðbundin vegasjoppa yfir í veitingastað með áherslu á góðan mat. „Þegar staðurinn er í fullum rekstri þá býður hann upp á ýmsa möguleika. Við höfum verið með allt frá sælgæti, ís og samlokum með skinku og osti og yfir í ferskan fisk beint úr Breiðafirði. Það er hægt að gera ótrúlega mikið við þennan stað ef fólk vill og nennir,“ segir Einar í samtali við Skessuhorn. Hjónin Einar og Svanfríður Harpa Pálsdóttir hafa rekið Hobb itann undanfarinn áratug og hafa nú snúið sér að öðrum verkefnum. „Staðurinn var í útleigu um tíma og þegar við tókum við honum aft- ur vorum við bæði farin að vinna annars staðar. Við erum búin að vera í þessu í tíu ár og orðið tíma- bært að breyta til.“ Hobbitinn er í miðbæ Ólafsvíkur og segir Einar að skemmtilegt tækifæri geta falist í rekstrinum. „Hér er mikil uppbygg- ing ferðaþjónustu allt um kring og það er fjöldi ferðamanna hérna allan ársins hring sem býður upp á ýmsa möguleika fyrir svona starfsemi. Ef fólk vill reyna fyrir sér í þess- um bransa þá er rétti tíminn núna. Ferðamannatímabilið er að hefjast og á bara eftir að aukast,“ segir Ein- ar. grþ Veitingaskálinn Hobbitinn í Ólafsvík til sölu Loðnuhrognaskurður og -frysting hófst á Akranesi í gær eftir að Ven- us NS kom þangað með tæplega 900 tonna afla á mánudagskvöldið. Loðn- an fékkst í þremur köstum norður undir Snæfellsnesi á sunnudaginn en svo var bræla á miðunum á mánudag. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skip- stjóra er ómögulegt að spá fyrir um framhald veiðanna nú þegar nokkrir dagar ættu að vera eftir af vertíðinni miðað við reynslu fyrri ára. „Það er ekki mikið að sjá af loðnu í Faxaflóa. Við fengum þokkalegustu veiði í eina þrjá daga en síðan brældi á mánudag og það var ekki hægt að stunda veið- arnar. Loðnan var þá komin á grunn- ið við Snæfellsnes og allt austur á Mýrar og vegna brælunnar var ekki hægt að eiga við hana.“ Víkingur AK var á vesturleið í gær norðan við landið á leiðinni á mið- in við Snæfellsnes. Albert Sveinsson skipstjóri sagðist í samtali við vef HB Granda búast við því að skipið verði komið á miðin við Snæfellsnes fyrir hádegi í dag, miðvikudag. ,,Við end- uðum veiðar í síðasta túr um 30 míl- ur beint vestur af Akranesi en nú er loðnan komin norður undir Snæ- fellsnes. Maður er að vonast eftir því að geta kastað nótinni eitthvað á morgun en síðan er spáð brælu og framhaldið er í algjörri óvissu,“ sagði Albert Sveinsson þegar rætt var við hann í gær. mm Loðnufrysting hafin á Akranesi Í gærmorgun var verið að dæla loðnu úr Venusi á Akranesi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.