Skessuhorn - 09.03.2016, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201620
við og brosir en það verður seint tal-
inn áhugabúskapur að hafa þúsund
fjár á húsi. „En það er dálítið gam-
an að hugsa til þess að á hinum bú-
unum sem fengu verðlaun er enginn
sem vinnur með búskapnum,“ bætir
Katla við.
Afnám greiðslumarks
vandmeðfarið
Aðspurð um nýja búvörusamninga
segjast þau líta þá frekar jákvæðum
augum og telja þá auðvelda ungu
fólki að hefja búskap. „Það hef-
ur verið misræmi á milli yngri og
eldri bænda því þeir sem eru fyrir
fá meira fyrir lambakjötið en þeir
sem eru að byrja,“ segir Vilberg.
„Nýir bændur þurfa að kaupa sér
allt; jörðina, bústofn, tæki og tól og
svo þurfa þeir líka að kaupa sér rík-
isstyrkinn,“ segir hann og telur að
afnám greiðslumarksins geti haft
jákvæð áhrif á nýliðun í greininni.
„Við hefðum aldrei byrjað að búa
nema af því foreldrar mínir buðu
okkur að koma inn í reksturinn,“
segir hann. „Við hefðum ekki get-
að keypt jörð, bústofn og tæki og
tól,“ bætir Katla við.
Bæði telja þau þó að stíga þurfi
varlega til jarðar við afnám greiðslu-
marksins. „Það væri auðvitað ekki
réttlátt að afnema það í einni svip-
an, ég vil ekki að aðrir lækki í laun-
um,“ segir Vilberg. „En fyrst það
var leyft að kaupa og selja greiðslu-
markið þá er þetta svolítið vand-
meðfarið. Mín skoðun er sú að það
ætti að binda það innan sveitarfé-
laga og við jarðirnar að einhverju
leyti. Það myndi hvetja til búskapar
á hverri jörð,“ segir hann og Katla
tekur í sama streng.
Vilberg segir að nýir búvöru-
samningarnir hafi lítil áhrif á búið
á Hríshóli. „Hluti bústofnsins er
skráður á mig og hinn hlutinn á
pabba. Ég hækka örlítið í launum
á samningstímanum en pabbi lækk-
ar. Heildaráhrifin á okkur hér verða
því lítil sem engin,“ bætir hann við.
Líður vel í sveitinni
Aðspurð um framtíðina segja Vil-
berg og Katla sjá hana fyrir sér með
svipuðum hætti og nútíðina. „Von-
andi verðum við hér sem lengst,
okkur líður mjög vel hérna,“ seg-
ir Katla. „Umhverfið er rólegt og
persónulegt. Hér þekkjast næst-
um allir. Ég er alin upp við það á
Drangsnesi og líkar vel í þannig
umhverfi,“ bætir hún við og Vil-
berg tekur í sama streng. „Mér
þykir miklu skemmtilegra að búa
hér en til dæmis í bænum. Ég held
ég umgangist börnin meira en ég
gæti gert ef ég ynni í bænum á dag-
vinnutíma,“ segir Vilberg og Katla
tekur undir það. „Ég bjó í tíu ár í
Reykjavík og þar er meira kapp-
hlaup við tímann. Ég held að hér sé
meiri tími fyrir börnin,“ segir hún.
Saman eiga þau þrjár dætur;
Elísu Rán níu ára, Bergrós er sex
ára og Málfríður Lilju varð þriggja
ára í nóvember. Mikið er af ungum
börnum í Reykhólasveit og eru þau
Vilberg og Katla himinlifandi með
það. „Í dag eru 70 börn í leik- og
grunnskóla á Reykhólum og mér
skilst að þau hafi aldrei verið fleiri.
Það er alveg frábært, “ segja Vilberg
og Katla að lokum.
kgk
PISTILL
Það eru tvö mál sem mig lang-
ar að fjalla aðeins um. Þegar öld-
urnar hafa lægt lítið eitt í kringum
nýja búvörusamninginn er vert að
taka sér stöðu og skoða málið.
Eða svona smá allavega. Það sem
ég hef lært af öllu þessu saman
er að það að Finnur vinur minn
Árnason, kaupsýslumaður og tón-
listarmaður í hjáverkum sem er
með 68 milljónir á ári í laun, telur
samninginn glapræði. Hann nefn-
ir Icesave og allt hvað eina til að
mála sem svartasta mynd í höfuð
manns. Hver er Finnur gæti ein-
hver spurt. Nú hann er í forsvari
fyrir fyrirtæki eða samstæðu sem
er afsprengi gjörnings sem fól í
sér að Baugssamstæðan var látin
flakka í íslenskt gjaldþrot og ekk-
ert fékkst upp í kröfur, ríkið beðið
um monný og verkalýðshreyfing-
in virkjuð í að kaupa Bónus/Hag-
kaup og til varð fyrirbærið Hag-
ar sem er einskonar skilgreint af-
kvæmi orðsins „einokun“.
En hvað um það, annað mál
sem hefur vakið áhuga minn snýr
ekki að fákeppni heldur fávísi.
Upp hafa sprottið hópar á Norð-
urlöndunum sem kenna sig við ás-
inn Óðinn, Soldiers of Odin nán-
ar tiltekið, og Ísland er því mður
engin undantekning. Ég varð
reyndar fyrst var við forsprakka
hópsins á fésbókarsíðu sem er
umræðuvettvangur um Akranes.
Ég er í raun engu nær um hvað
þeir ætla sér að gera því þeir segj-
ast ekki vera sjálfskipaðir laganna
verðir né að þeir séu haldnir kyn-
þáttahyggju á einhverju stigi. Þeir
ætli sér bara að verja íslensk gildi
og hvítan hörundslit sinn með því
að vera svartklæddir frá toppi til
táar og snoða hausinn sinn, allt
mjög víðsýnt og vinalegt. Það sem
er hægt að slá föstu varðandi þessa
jólasveina er að þeir séu fordekr-
aðir af fávísi og ótta. Þeir horfa á
flóttamenn sem innrásarher sem
beri að verjast og ákveða að kenna
sig við Óðinn af öllum. Svo keyrði
úr hófi þegar Gylfi Ægisson gekk
til liðs við þá. Ég er tvisvar búinn
að biðja þá á síðunni þeirra að skila
Gylfa aftur, en án árangurs. Við-
urkenni það að ég kunni betur við
hann þegar hann háði sitt stríð við
skipuleggjendur Gleðigöngunnar í
kommentakerfunum og á Útvarpi
Sögu með Arnþrúði sinni, það
var svo sem fyndið og maður tók
ekkert mark á honum því skoð-
anirnar voru svo stórkostlega
forpokaðar. En þetta öfgahópa-
dæmi hjá honum er ekkert fynd-
ið, þetta er korter í nýnasisma ef
við kæfum þetta ekki í fæðingu.
Til að draga þetta saman þá má
ímynda sér að meirihluti með-
lima Soldiers of Odin hafi bara
lesið fyrsta erindið í Hávamálum
en þar segir:
Gáttir allar
áður gangi fram
um skoðast skyli,
um skyggnast skyli,
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.
Vísan sem Óðinn kveður birt-
ir mynd af víðsjárverðu þjóðfélagi
þar sem hættur leynast við hvert
fótmál. Ég held að þeir hafi ekki
lesið meira því Óðinn segir stuttu
seinna að sá sem situr heima lærir
fátt því þar reynir ekkert á hann.
Hann fórnaði svo auga sínu fyr-
ir meiri visku, svo að kenna sig
við norræna trú og æðsta guð
ásatrúarinnar er jafnframt fynd-
ið en einnig sorglegt. En sjáum
hvað þessi hópur gerir. Í versta
falli sendum við þá í landvörslu
í Reynisfjöru til að passa upp á
stórhættulega ferðamenn.
Axel Freyr Eiríksson
Af einokun og heimótta
Við setningu Búnaðarþings 28.
febrúar síðastliðinn afhenti land-
búnaðarráðherra tveimur búum
Landbúnaðarverðlaun. Komu önn-
ur verðlaunin í hlut ábúenda sauð-
fjárbúsins á Hríshóli í Reykhólasveit.
Þar búa hjónin Þráinn Hjálmarsson
og Málfríður Vilbergsdóttir annars
vegar og hins vegar Vilberg Þráins-
son og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir
ásamt börnum sínum. Í rökstuðningi
verðlaunanna segir meðal annars að
ábúendur á Hríshóli hljóti þau fyrir
dugnað, framtakssemi og einstaklega
snyrtilega umgengni á býli sínu. Vil-
berg og Katla voru hógværðin upp-
máluð þegar blaðamaður tók hús á
þeim og sér í lagi varðandi snyrti-
mennskuna.
„Maður er alinn upp í þessu,“ seg-
ir Vilberg. „Það var alltaf góð um-
gengni hjá foreldrum mínum með-
an við vorum á Kletti og foreldrar
mínir tóku við góðu búi þegar þau
komu hingað,“ segir hann. Það eru
ekki orðin tóm, því þegar verðlaunin
voru veitt fannst öllum sem hlut áttu
að máli full ástæða til að heiðra einn-
ig Reyni Halldórsson, fyrrum bónda
á Hríshóli, sem bjó þar ásamt Gíselu
Halldórsdóttur eiginkonu sinni til
ársins 2001.
Vilberg er sonur Þráins og Mál-
fríðar og ólst upp á Kletti í Reyk-
hólasveit þar sem þau bjuggu áður
en Katla er frá Drangsnesi. Vilberg
nam búfræði á Hvanneyri og þar
bjuggu þau saman þar til hann lauk
prófi árið 2009. Katla stundaði aft-
ur á móti nám í ferðamálafræði. „Á
meðan við vorum á Hvanneyri var
ég reyndar bara að vinna og sá um
að halda okkur uppi,“ segir Katla og
brosir til manns síns. Þau segjast allt-
af hafa stefnt að því að flytja út á land
hvort sem búskapur yrði fyrir valinu
eða ekki. „Hann var alltaf áhugasam-
ur um búskap en það var ekkert endi-
lega stefnan hjá mér,“ segir Katla og
Vilberg jánkar því. „Þetta var alltaf
draumur hjá mér og því tók ég því
fagnandi þegar mamma og pabbi
buðu okkur að koma inn í búskap-
inn,“ bætir hann við.
Starfa öll með
búskapnum
Núna eru á bænum tæplega þúsund
fjár með hrútum og smálömbum.
Það þykir nokkuð margt en Hrís-
hólsbændur setja fjöldann ekki fyrir
sig. „Það fer auðvitað eftir vinnu og
aðstæðum en það þarf að fara í hús-
in hvort sem maður er með hundr-
að rollur eða þúsund. Svo erum við
auðvitað tveir sem sinnum búskapn-
um í fullu starfi, ég og pabbi,“ seg-
ir Vilberg en bætir því við að það sé
helst í sauðburðinum sem þau finni
fyrir fjöldanum. „Við höfum reynd-
ar verið mjög heppin með aðstoð í
sauðburði. Það eru margir sem koma
og hjálpa okkur og alltaf sama fólkið,
ættingjar og vinir,“ segir Katla.
Eins og títt er um bændur og búa-
lið þá grípa þeir í störf utan land-
areignarinnar eftir fremsta megni.
Katla vinnur á dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Barmahlíð á Reykhólum
rétt eins og tengdamóðir sín og virka
daga sinna feðgarnir báðir skóla-
akstri. „Pabbi flytur líka fé í sláturhús
á haustin og ég hleyp í skarðið fyr-
ir hann ef þarf,“ segir Vilberg. „Þetta
er algengt með bændur, búskapurinn
er eiginlega bara hobbí,“ bætir hann
Stefnan var alltaf að setjast að á landsbyggðinni
Rætt við Vilberg og Kötlu á Hríshóli í Reykhólasveit
Kalta Ingibjörg Tryggvadóttir og Vilberg Þráinsson ásamt dætrunum Bergrós, Elísu Rán og Málfríði Lilju.
Hríshóll í Reykhólasveit.
Hríshólsbændur halda að jafnaði tíu til tólf hross og fara ríðandi í smalamennskur.
Hér má sjá hryssuna Emblu ásamt folaldi sínu Straumi. Embla er einnig móðir
verðlaunahryssunnar Mánadísar, sem hafnaði í 2. sæti á Fjórðungsmóti 2009 og er
fyrsta ræktun Vilbergs. Hann kveðst hafa hestabakteríuna í sér og af myndinni að
dæma gætu fleiri hafa smitast af henni.