Skessuhorn - 09.03.2016, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201624
Ég sit og drekk kaffi með góð-
um vinum á veitingastað Land-
námsseturs í Borgarnesi. Staður-
inn iðar af lífi og ég rekst á fjölda
kunningja víðs vegar að. Það var
þá sem ég ákvað að skrifa, það yrði
ekki hjá því komist. Ekki af því að
ég hafi trú á að það breyti nokkru
um framvindu málsins heldur af
því að ég stend í ástar-haturs sam-
bandi við minn gamla heimabæ
Akranes og ýmislegt gerir maður
fyrir ástina. Byrjum á lyktinni, þá
er hún frá:
Lykt eða ekki lykt
Í fyrrasumar var ég í sjálfboða-
vinnu við að skoða garða sem
fengið höfðu tilnefningar til um-
hverfisverðlauna Akraness. Það var
stillt og bjart sumarkvöld og stolt-
ir garðeigendur sögðu frá störfum
sínum, en voru um leið hálfpart-
inn að afsaka lyktina sem lá yfir
bænum. Ég hugsaði með virðingu
um þolinmæði þessa fólks sem lét
þetta yfir sig ganga ár eftir ár.
Amma mín og afi bjuggu í næsta
nágrenni við Síldarverksmiðjuna.
Húsið lyktaði, bíllinn lyktaði og
þegar þau komu í heimsókn leyndi
lyktin sér ekki. Greinar úr garðin-
um sem voru klipptar og settar í
vasa lyktuðu. Á þeim tíma var líka
fólk sem hélt því fram að það væri
engin lykt úr verksmiðjunni, svo-
leiðis er það nú bara. Ég man líka
eftir loforðum um enga lykt, betri
búnað og hærri strompa. Vissu-
lega hefur margt breyst til batn-
aðar og lyktin úr hausaþurrkun-
arverksmiðjunni öðruvísi, en lykt
er það nú samt og sú lykt hefur
skemmt fyrir mér stemninguna að
fara í búðir niðri í bæ á Þorláks-
messu, versla á kaffihúsinu Skökk-
inni á sumardegi og haft leiðinleg
áhrif á viðkvæmum stundum eins
og við kistulagningar og jarðarfar-
ir ástvina.
Fleiri hliðar?
En hefur málið fleiri hliðar en lykt-
ina? Jú, fyrir skömmu hélt ég er-
indi á glæsilegi ráðstefnu í Hörpu
um hálendi Íslands. Þar var einhuga
samhljómur um að leyfa náttúrunni
að njóta vafans, að hugsa til næstu
kynslóða, við þyrftum ekki að ráð-
stafa öllu. Í huga mínum snýst mál-
ið um breytingu á deiliskipulagi og
stækkun hausaþurrkunarverksmiðj-
unnar um það sama. Það snýst alls
ekki eingöngu um lyktarmengun,
heldur um grundvallar afstöðu til
framtíðarsýnar bæjarins. Hvernig
bær vill Akranes vera? Framleiðslu-
og iðnaðarbær með tiltölulega ein-
sleita atvinnustarfsemi og innviði,
eða bær sem nýtir það stórkostlega
tækifæri sem felst í nálægð við höf-
uðborgina til að sækja fram, laða að
sér hæfileikaríka, skapandi einstak-
linga í fjölbreyttum störfum, end-
urreisa gamla bæinn, byggja á Sem-
entverksmiðjureit og búa þannig
til einstaka sérstöðu. Sérstöðu sem
mjög margir aðilar úr skipulags-
og hönnunargeira landsins sjá sem
óopnaða gullkistu og öfunda bæ-
inn af.
Starf mitt felur að stórum hluta í
sér að vinna með mannlegt samfé-
lag með því að tvinna saman nátt-
úru og hönnun til að móta um-
hverfi sem felur í sér gæði. Þannig
hef ég séð fjölmargt, heima og er-
lendis hvað er hægt að gera, bæði
afar vel heppnuð dæmi og skelfileg
mistök.
Hluti vinnunnar er að leitast við
að greina staðaranda, bæði til að
átta sig á sérstöðu og styrk hvers
samfélags, en einnig til að nota
sem verkfæri við að gæða svæði
auknu lífi og styrkja aðdráttar-
afl þeirra í víðu samhengi. Svæði
eru oft viðkvæm fyrir breyting-
um og geta misst sérstöðuna ef
ekki er vandað til verka. Eitt af því
sem þarf að skoða sérstaklega er
saga og menningaminjar. Á Akra-
nesi er svæðið á Breið gríðarlega
verðmætt staðaranda bæjarins, þar
eru menningaminjar, saga og nátt-
úruöfl. Nefna má að Thor Jensen
lét gera bryggju við Steinsvör árið
1895 og fyrsta bryggjan af hálfu
sveitarfélagsins var gerð á sama
stað árið 1908. Akraneskaupstað-
ur hefur nú af myndarskap lagt í
hönnunarvinnu á Breið gerða af
landslagsarkitektastofunni Lands-
lagi og hafnar eru framkvæmd-
ir. Sjá menn þetta virkilega ganga
saman við stækkun á hausaþurrk-
unarverksmiðju?
Í dag er mikið farið að nota skipu-
lag sem verkfæri til verðmætasköp-
unar. Sú vinna sem farið var í með
samstarfi fimm sveitarfélaga á Snæ-
fellsnesi og stofnun Svæðisgarðs er
gott dæmi um þannig nálgun. Þar
er greindur náttúrulegur, menn-
ingarlegur og þekkingarlegur auð-
ur svæðis og það nýtt sem grunn-
ur til áframhaldandi verka. Unnið
er með staðaranda og ímynd sem
hefur mikil áhrif á aðdráttarafl. Í
aðferðafræðinni er unnið með; a)
landslagið sem auðlind b) upplif-
un sem söluvöru c) mat af svæðinu
og d) uppruna. Þetta er nú not-
að víða til uppbyggingar og mark-
aðssetningar svæða. Skoðum þessa
nálgun aðeins út frá Akranesi.
Landslagið sem auðlind
Snemma beygist krókurinn, 12 ára
gömul plataði ég Steinu frænku
með mér í viðtalstíma bæjarfull-
trúa á Akranesi. Mér var mikið
niðri fyrir, hvað átti að verða um
svæðið fyrir neðan Bjarkargrund,
trönurnar, þúfurnar, skurðina og
fallegu hofsóleyjarnar sem þar uxu.
Átti bara að koma þar slétt ein-
sleitt gras? Bæjarfulltrúar hlustuðu
góðlátlega og sýndu máli mínu
skilning af kurteisi, ég skynjaði
þó að þeim fannst ég vera kjáni. Í
dag veit ég, að þó að bærinn hefði
ekki varðveitt nema hluta einhvers
staðar af þessu menningarlandslagi
væru það mikil og eftirsóknarverð
verðmæti. Náttúruleg strandlína
er einnig verðmætt fyrirbæri en
að stórum hluta horfin í mörg-
um sveitarfélögum, til að mynda
Reykjavík, Kópavogi og Hafnar-
firði. Hvaða náttúrulegu strandl-
ínu má finna á Akranesi og er fórn-
arinnar virði að minnka hana. Í
bænum er einnig að finna einstaka
samsetningu af fjörugerðum. Þar
má finna stórgrýtisfjöru, sandfjöru
og skeljasandsfjöru. Hversu mik-
ið er verið að vinna með þetta sem
auðlind? Og er vitað hvaða áhrif
framkvæmdir og breyttir straumar
hafa á aðra staði t.d. Skarfavör sem
er algjörlega einstök og Langa-
sand. Á hverju ári koma tugir þús-
unda ferðamanna eingöngu til Ís-
lands til að skoða fugla, ákveð-
in svæði á Skaganum búa yfir ein-
stöku fuglalífi, hvað er gert með
það?
Upplifun sem söluvara
Stórar evrópskar rannsóknir sýna
að það að ganga með sjó og sjá
ljósið speglast á haffleti, heyra í
öldum eða brimi brotna við strönd
gefur fólki meiri andlega vellíð-
an en önnur útivist. Hér á landi
var til dæmis hætt við hefðbund-
inn varnargarð á Akureyri og farið
í að líkja eftir útliti gömlu strand-
línunnar til að virða upplifunar-
möguleika íbúa. Á Skaganum er
einstakt tækifæri á að upplifa brim
og vind. Er verið að vinna með það
sem auðlind? Lega bæjarins gerir
það að verkum að þar er líka ein-
stakt útsýni. Er verið að vinna með
það sem auðlind eða markaðstæki-
færi út frá sjónlínum og örnefnum
sem taka mið af landslagi. Á Sel-
tjarnarnesi er útilistaverkið, Kvika
eftir Ólöfu Nordal. Það er hring-
laga vaðlaug úr grágrýtissteini.
Fólk er hvatt til að upplifa hita
og kraft jarðar með því að fara úr
sokkum og skóm og verða eitt með
náttúrunni. Stöðugur straumur
heima- og ferðamanna er í Kviku
alla daga. Hversu margir ferða-
menn vita af upplifunarmöguleik-
um útilistaverka á Akranesi líkt og
t.d. Elínarsæti býður uppá?
Matur af svæðinu
Stórkostlegar framfarir hafa orð-
ið í staðbundinni matarmenningu
sem markaðsvöru um heim all-
an, með gríðarlega peningaveltu.
Nægir að nefna veitingastaður-
inn NOMA í Kaupmannahöfn
sem byggir á norrænni matarhefð
með tvær Michelin stjörnur. Getur
Akranes unnið eitthvað með þetta?
Fyrir utan útgerð var mjög mikil
kartöflurækt í stórum görðum á
Skaganum, enda sendinn jarðveg-
ur kjörlendi fyrir ræktunina. Þá óx
þar einnig fjöldi annarra tegunda
s.s. rabbarbari, njóli og vallhum-
all. Hvernig væri nú að plægja og
búa til kartöflugarð á góðum stað
í gamla bænum, opna veitingastað
með fisk og kartöfluréttum, njóla-
salati og rabbabara eftirréttum,
borna fram með jurtate úr vall-
humli. Margir hlógu góðlátlega
að hugmyndinni þegar Friðheimar
opnuðu veitingahús á Suðurlandi
út frá einni afurð, tómat, en þeir
hlægja ekki í dag.
Það sem nefnt hefur verið hér
að framan eru ekki draumórar
eins kjána, heldur raunveruleiki
af tækifærum og staðreyndum sem
fela í sér atvinnu, öflugt hagkerfi
og stórsókn í ferðamennsku.
Samfélagsleg ábyrgð
fyrirtækja
Samkvæmt því sem fram kom á
ráðstefnu Landsbankans þann 25.
febrúar um áhrif Parísarsamþykkt-
arinnar á atvinnulífið, þurfa mark-
aðir og atvinnulíf að gera stórsókn í
að laga sig að breyttum tíma. Vist-
væn starfsemi er það sem mun skilja
að þá sem halda velli inn í framtíð-
ina. Er verið að vinna á þeim nót-
um með stækkunarhugmyndum
á verksmiðju með vinnslu á afurð
sem er keyrð inn í bæinn og notar
nú þegar gríðarlegt magn af heitu
vatni úr hver, sem er ekki ótæmandi
auðlind. Það er líka mikil ábyrgð að
keyra áfram hluti sem kljúfa sam-
félög og taka lífsgleði frá fólki. Í
því felst ófyrirséð sóun á mannauði.
Fyrirtækið HB Grandi sýndi stór-
hug og samfélagslega ábyrgð með
því að falla frá þessum áformum eða
að skoða aðra kosti. Nú hefur t.d.
komið fram að engin vinnsla verður
í Hvalstöðinni í Hvalfirði sem er í
eigu eins stærsta hluthafa fyrirtæk-
isins. Væri hægt að skoða þann kost
að flytja verksmiðjuna þangað?
Samráð
Við skipulagsvinnu er skylt að hafa
samráð við íbúa líkt og Akranes-
kaupstaður hefur gert. Stóri gallinn
við öll svona mál er að almenning-
ur skilur ekki skipulagsteikningar
af planmyndum og á því oft mjög
erfitt að átta sig á út á hvað mál-
ið gengur. Það ætti að vera krafa
að setja hlutina fram með þrívídd-
armódelum þar sem hægt væri að
skoða fleiri þætti. Til dæmis hvern-
ig byggingarsvæðið tengist Breið
með sjónrænum hætti. Ég er ekki
fædd í gær og hef kynnst af eigin
raun að það er ekki allt sem sýnist.
Bæði með áralangri vinnu í veiði-
húsi þar sem ýmislegt var ákveðið
sem hinn almenni viðskiptavinur
vissi ekki um og eins með tengingu
inn í ýmsa skipulagsvinnu, þar sem
er ýtt og tosað, samið og sveigt í
þágu einkahagsmuna. Sennilega
er afstaða þeirra sem eru fylgjandi
breytingunum skiljanleg. Hver vill
breyta reglum í leik sem maður er
þegar að vinna. Þetta tengist hags-
Óopnuð gullkista Skagamanna
Pennagrein
Helsta aðdráttarafl bæjarins- vitar og menningaminjar á Breið. Ljósm. HG.
Mannlíf við bryggjuna í Steinsvör og Heimaskagahúsið.
Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness, áá.
Á einfaldan hátt má breyta Skarfavör í stórkostlegt upplifunarsvæði. Ljósm. SB.
Kartöflugarðar á Akranesi, mynd tekinn við Halldóruhús og Ráðgerði .
Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness, áá.