Skessuhorn - 09.03.2016, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 29
vsv
Nýfæddir Vestlendingar
3. mars. Stúlka. Þyngd 4.025
gr. Lengd 52 sm. Foreldrar:
Hrund Harðardóttir og
Þóroddur Björn Þorkelsson,
Borgarnesi. Ljósmóðir: Helga R.
Höskuldsdóttir / Ólafía Sólveig
Einarsdóttir.
Snæfellsbær -
miðvikudagur 9. mars
Snæfellingar fá frábært tækifæri til
að njóta listar úkraínska trúbadors-
ins Sasha Boole. Sasha er folk-kántrý
söngvaskáld og er ein af björtustu
stjörnum úkraínsku söngvaskálda-
senunnar. Hann er mikill sagna-
maður og viskíáhugamaður, leikur
á fjölda hljóðfæra og hefur djúpa
tengingu við Bob Dylan, Neil Young
og Johnny Cash. Sasha syngur á
úkraínsku og ensku. Svavar Knútur
er gestgjafi Sasha á Íslandi og býður
hann velkominn með léttri upphitun
kl. 20. Miðaverð: 2900 krónur.
Akranes -
fimmtudagur 10. mars
Nótan 2016 í Tónbergi kl. 18. Forval-
stónleikar fyrir Nótuna 2016. Nem-
endur keppa um hverjir fara fyrir
hönd skólans í Stykkishólm til þátt-
töku í forvali fyrir Nótuna 2016 sem
haldin verður í Hörpu í apríl.
Akranes -
fimmtudagur 10. mars
Aðalfundur Rauða krossins á
Akranesi verður haldinn kl. 17:30 í
húsnæði deildarinnar að Skólabraut
25a. Dagskrá fundarins: Venjuleg
aðalfundarstörf, Sveinn Kristinsson
formaður Rauða krossins segir frá
helstu verkefnum félagsins ásamt
öðrum málum. Félagar eru hvattir til
að fjölmenna!
Akranes -
fimmtudagur 10. mars
Kári Haraldsson boðar til stofn-
fundar fyrir þá sem hafa áhuga á
að taka þátt í uppbyggingu matar-
heimboðs ferðamennsku á Akranesi.
Fundurinn verður í Garðakaffi kl. 18.
Akranes -
fimmtudagur 10. mars
ÍA mætir Ármanni í 1. deild karla í
körfuknattleik í íþróttahúsinu við
Vesturgötu kl. 19:15.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 10. mars
Óþarfa offarsi – fjórða sýning í Loga-
landi kl. 20. Umf. Reykdæla sýnir átta
hurða farsa eftir Paul Slade Smith.
Illskiljanlegur leigumorðingi, góð-
gjarn borgarstjóri, frekar tregar en
ákaflega viljugar löggur, kynsveltur
endurskoðandi, dauðhræddur
yfirmaður öryggismála, gæðaleg
borgarstjórafrú. Hvernig fer þetta
saman? Það er ekkert víst að neitt
klikki! Miðapantanir í síma 435-1182
/ 691-1182.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 10. mars
Hjónaklúbburinn verður með spila-
kvöld á Rúben klukkan 20. Spilaður
verður Ruslakall. Það kostar 500 kr.
fyrir félagsmenn og 1.000 kr. fyrir
aðra. Allir velkomnir.
Borgarbyggð - fimmtudagur 10.
mars
Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni í
Snorrastofu kl. 20. Kvöldstund við
hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa.
Gestir eru hvattir til að hafa með sér
hugmyndir og uppskriftir að hann-
yrðum og hvers konar handverki.
Einnig hafa kvöldin reynst góður
vettvangur fyrir hvers kyns frá-
sagnir og kynningar á hugðarefnum.
Safnið er opið til útlána og allir eru
hjartanlega velkomnir.
Akranes -
föstudagur 11. mars
Aðalfundur Félags eldri borgara
Akranesi og nágrenni verður haldinn
á Kirkjubraut 40 kl. 14. Dagskrá fund-
arins eru hefðbundin aðalfundar-
störf. Gestur er Haukur Ingibergsson,
formaður LEB. Kaffiveitingar að fundi
loknum. Mætum vel og látum mál-
efni félagsins okkur varða.
Borgarbyggð -
föstudagur 11. mars
Karfan: Skallagrímur - Hamar í
Borgarnesi kl. 19:15.
Borgarbyggð -
föstudagur 11. mars
Egilssögur á Landnámssetrinu
föstudagskvöld og laugardagskvöld
kl. 20. Hinn ástsæli söngvari og
lagasmiður Egill Ólafsson hefur tekið
saman úrval sagna frá eftirminni-
legum atvikum úr sínu viðburðaríka
lífi og sett saman í tveggja tíma
sýningu. Með frásögninni fléttar Egill
lög við eigin undirleik. Sjálfur segist
Egill ætla að segja okkur sögur af
samtíð, fortíð og framtíð og ferðast
í tímahulstri eigin tónlistar. Nánari
upplýsingar og miðapantanir í síma
437-1600.
Stykkishólmur -
laugardagur 12. mars
NÓTAN 2016 - forvalstónleikar
Vestursvæðis í Stykkishólmskirkju kl.
14. Svæðistónleikar Vesturlands og
Vestfjarða. NÓTAN, uppskeruhátíð
tónlistarskóla landsins, verður haldin
í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn
10. apríl. - Allt verður auglýst nánar
þegar nær dregur.
Borgarbyggð -
laugardagur 12. mars
Skallagrímur - Njarðvík í Borgarnesi
kl. 16:30.
Reykhólasveit -
laugardagur 12. mars
Dr. Karl Gunnarsson, sérfræðingur
í þangi og þara hjá Hafró, flytur tvo
fyrirlestra á Reykhólum. Annars
vegar fjallar hann um líffræði sjávar-
gróðurs og nytjar á Íslandi í gegnum
aldirnar. Hins vegar mun hann fjalla
um þær rannsóknir á þangi og þara
sem eru í undirbúningi í Breiðafirði
á næstu árum og tengjast auknum
áhuga á nýtingu sjávargróðursins.
Þær rannsóknir eiga að hefjast í
vor. Fyrirlestrarnir verða í borðsal
Reykhólaskóla og öllum opnir.
Þörungaverksmiðjan býður gestum í
kjötsúpu um kl. 12 og um kl. 13 hefst
fyrri fyrirlesturinn. Kl. 15 verður svo
boðið í kaffi og kleinur og eftir það
kynnir Karl fyrirhugaðar rannsóknir.
Borgarbyggð -
sunnudagur 13. mars
Helgihald í Reykholtskirkju á 5. sd. í
föstu kl. 14.
Borgarbyggð - sunnudagur 13. mars
Aðalfundur Grímshúsfélagsins 2016
verður í Alþýðuhúsinu Borgarnesi
kl. 17. Dagskrá aðalfundarins sam-
kvæmt 11. grein laga félagsins.
Snæfellsbær - þriðjudagur 15. mars
Hundaeigendur í Snæfellsbæ athug-
ið! Hundahreinsun verður í Áhalda-
húsinu í Ólafsvík, milli kl. 12- 17.
Á döfinni
6. mars. Drengur. Þyngd 3.550
gr. Lengd 50 sm. Foreldrar:
Birna Sólrún Andrésdóttir og
Guðbjartur Þór Stefánsson,
Hvalfjarðasveit. Ljósmóðir: Elín
Sigurbjörnsdóttir.
Heyrúllur til sölu
Til sölu heyrúllur, góðar í útigang.
Verð 3.000 kr. stk. Staðsettar í Dala-
sýslu. Uppl. í síma 892-5678.
Konunglegt og glæsilegt antík
sófasett
Þetta fallega sófasett er til sölu.
Það er danskt með mjög fallegu
vínrauðu pluss áklæði sem sér ekki
á. Settið saman stendur af sófa og
2 stólum með örmum og 2 minni
stólum án arma. Verð 220 þús.
Uppl. í s: 696-2334 eða ispostur@
yahoo.com.
Frystiskápur, ísskápur og
flatskjár
Til sölu: frystiskápur 20 þús., ís-
skápur 20 þús. og 37“ LG flatskjár
frá 2007 á 40 þús. Uppl. í síma
892-5114.
Óskum eftir leiguhúsnæði
Við eru par sem erum komin á
sextugsaldur og erum að leita
að leiguhúsnæði eða íbúð með
yfirtöku lána til kaups á Akranesi
og nágrenni. Erum reglusöm og
göngum vel um. Heitum góðri
umgengni og skilvísum greiðslum.
Hafið samband í síma 849-9545 og
849-9525 eða í einkaskilaboðum
eða á gutti62@gmail.com.
Óska eftir lítilli stúdíóíbúð
Óska eftir mjög ódýrri stúdíó/
lítilli íbúð. Mikill kostur ef hún er
með sérinngangi en samt ekki
föst krafa). Óska eftir langtíma
leigu með leigusamningi fyrir
húsaleigubætur. Ég er mjög róleg
miðaldra kona og það væri mikill
kostur ef mjög róleg lítil gömul
innikisa / gæludýr sé leyfð. Gsm
867-6927.
Óska eftir leiguhúsnæði
Leiguhúsnæði óskast með 3 til
4 herbergi. Skoðum alla stað-
setningu á Vesturlandi, t.d. Hvann-
eyri, Borgarnes, Grundarfjörð eða
Stykkishólm. hafsteinnsv@gmail.
com.
Ert þú að leita að fólki eins og
okkur til að leigja hjá þér?
Við mæðgur (37 og 4 ára) viljum
flýja borgina og leitum því að
húsnæði í Stykkishólmi. Erum með
eindæmum þrifalegar, hófstilltar,
reglusamar, heimakærar, gáfaðar,
uppátækjasamar og glaðlegar.
Eigum helling af dóti sem myndi
varla fylla meira en þrjú herbergi,
ekki væri verra ef herbergi væru
fjögur svo amma geti heimsótt.
drifapalin@gmail.com.
109 fm. íbúð í þríbýli
Til leigu 109 fm. íbúð í eldra húsi
í Borgarnesi. Staðsetning mjög
góð m.t.t. grunnskóla og verslana.
Framkvæmdir utanhúss fyrirhug-
aðar haustið 2016. Þrjú svefnher-
bergi, tvær samliggjandi stofur.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Leiguverð 145 þús. m/rafmagn og
hita. kristjan.rafn.sig@gmail.com.
Bakpoki
Higlander Discovery 85 ltr. bak-
poki til sölu. Ónotaður utan 2ja
tíma prufugöngu sem leiddi í ljós
að pokinn var of stór fyrir vænta
göngu eigandans. Til sölu á flottu
verði 25 þúsund kall eða svo. gud-
steinne@simnet.is.
Óska eftir báti
Óska eftir um það bil fimm til
sjö tonna báti til leigu á strand-
veiðar í sumar. Upplýsingar í síma
695-2150, Guðmundur Karlsson.
Bílaþvottur Sylvíu
Við tökum að okkur að þrífa og
bóna bíla á sanngjörnu verði. Get-
um sótt og skilað innan Akraness
ef þess þarf. Erum vandvirk og
höfum einnig ágætis reynslu. Sími
864-1844 og 893-1854.
Markaðstorg Vesturlands
DÝRAHALD
HÚSBÚNAÐIR / HEIMILISTÆKI
LEIGUMARKAÐUR
TIL SÖLU
ÝMISLEGT
Childs Farm
Húð & baðvörur fyrir börn
H E N T A R F Y R I R
V I Ð K V Æ M A
& E X E M G J A R N A H Ú Ð
VI
ÐU
RKE
NNT AF
BARNALÆKNUM
V
I Ð U R K E N N T A F H Ú Ð
L Æ
K N
U
M
*hverri seldri vöru af Childs Farm
á meðan birgðir endast
frí
smáv
ara
fylgir
með
*
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna
á www.SkeSSuhorn.iS fyrir
klukkan 12.00 á þriðjudöguM