Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Qupperneq 30

Skessuhorn - 09.03.2016, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201630 Hvað á að gera um páskana? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ingibjartur Þórjónsson: „Að vera með fjölskyldunni.“ Óðinn Þórarinsson: „Ég ætla að vera heima.“ Stefán Jónsson: „Aðallega að vinna og verja tíma með fjölskyldunni.“ Stefanía Tara Þrastardóttir: „Vinna.“ Halldóra Björk Magnúsdóttir: „Ég ætla að vinna og verja tíma með fjölskyldunni.“ Eins og greint var frá á vef Skessu- horns tapaði Snæfell stórt gegn ÍR í Domino‘s deild karla í körfuknattleik síðastliðinn fimmtudag. Síðari hálf- leikur varð liðinu að falli, leikmenn náðu sér alls ekki á strik í sókninni og töpuðu að lokum með 34 stig- um, 108-74. Áhorfendur í Stykkis- hólmi voru því ánægðir að sjá að allt annar bragur var á liðinu þegar það mætti Stjörnunni á sunnudagskvöld- ið. Snæfellingar mættu ákveðnir til leiks, börðust fyrir hverjum bolta og unnu vel saman. Þeir höfðu yfirhönd- ina í leiknum allan fyrri hálfleikinn en Stjarnan var þó aldrei langt undan. Í leikhléi leiddi Snæfell með fimm stig- um, 53-48. Eins og hálfleikstölur gefa til kynna var leikurinn nokkuð hraður. Snæfell hafði aðeins átta leikmenn á skýrslu á móti fullskipuðum hópi gestanna. Fór því heldur að draga af heimamönnum í þriðja leikhluta og Stjarnan náði for- ystunni. Snæfellingar börðust áfram og héldu í við gestina en höfðu ekki erindi sem erfiði. Stjarnan fór með sigur af hólmi, 94-102. Sherrod Wright var atkvæðamest- ur Snæfellsmanna í leiknum með 33 stig, sjö fráköst og fimm stoðsend- ingar. Austin Bracey skoraði 23 stig og Sigurður Þorvaldsson og Viktor Marinó Alexandersson 14 stig hvor. Snæfell er í 8. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 21 leik, jafn mörg og Grindavík í sætinu fyrir neðan. Snæfell mætir Þór norður á Akureyri á fimmtudag og fyrr ræðst ekki hvort liðið kemst í úrslitakeppnina. kgk Baráttuglaðir Snæfellingar þurftu að sætta sig við tap Leikmenn þurfa oft að beita hugmyndafluginu til að koma bolt- anum ofan í körfuna. Viktor Marínó Alexandersson skýtur hér aftur fyrir sig, í spjaldið og ofan í. Ljósm. sá. Sundsamband Íslands hélt í þriðja skipti í gæmorgun Boðsundskeppni grunnskólanna. Fór keppnin fram í Laugardalslauginni í Reykjavík. Keppt var í 8x25 m sprettum. Fjórar stelpur og fjórir strákar mynda hvert lið og keppt í tveimur aldursflokk- um, miðstig (5.-7. bekkir) og ung- lingastig (8.-10. bekkir). Þetta er út- sláttarkeppni þannig að þegar öll lið í hverjum flokki hafa lokið keppni fara átta hröðustu áfram, síðan fjög- ur og loks tvö lið. 34 skólar voru með í ár og keppendur um 500 talsins en skólarnir máttu senda eins mörg lið og þeir vildu. Krakkar frá Grundaskóla á Akra- nesi tóku þátt núna í fyrsta sinn og er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig öll frábærlega. Unglingastigslið- ið vann sinn riðil og komst í átta liða keppnina og var svo einungis nokkr- um sekúndubrotum frá því að kom- ast í fjögurra liða úrslitin eftir æsi- spennandi keppni. Miðstigið gerði enn betur og komst í fjögurra liða úrslitin og endaði í þriðja sæti og fór heim með bronspening um hálsinn. „Þetta var einstaklega skemmtilegt mót þar sem saman komu krakkar sem æfa sund á fullu og aðrir sem æfa ekki sund en allir jákvæðir og til í að gera sitt allra besta með brosi á vör. Héðan í frá verðum við í Grunda- skóla með keppendur á hverju ári í þessu móti,“ segir Anna Guðbjörg Lárusdóttir sundkennari. Krakkarnir sem stóðu sig svona vel og mynduðu liðin voru eftirfar- andi, frá miðstigi: Aníta Sól Gunn- arsdóttir, Auður Elísa Kristjánsdótt- ir, Ármann Ingi Finnbogason, Berg- ur Breki Stefánsson, Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, Dagur Karl Lín- dal, Logi Mar Hjaltested og Ragn- heiður Karen Ólafsdóttir. Á ung- lingastigi: Ásgerður Jing Laufeyjar- dóttir, Droplaug Hafliðadóttir, Ísak Örn Elvarsson, Júlía Rós Þorsteins- dóttir, Kolbeinn Tumi Kristjánsson, Oliver Stefánsson, Matthildur Haf- liðadóttir og Natanael Bergmann Gunnarsson. mm/agl Gekk vel í boðsunds- keppni grunnskólanna ÍA heimsótti Val í 1. deild karla í körfuknattleik síðastiðinn föstudag, en bæði lið berjast um sæti í úrslita- keppninni í vor. Valsmenn byrj- uðu leikinn betur, skoruðu fyrstu sex stig leiksins áður en ÍA svaraði með þriggja stiga körfu. Skömmu síðar náðu Skagamenn forystunni en heimaliðið fylgdi þeim eins og skugginn. Valur jafnaði um miðjan annan leikhluta en komust ekki nær í bili og ÍA hafði tveggja stiga for- skot í hálfleik, 41-43. Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði. Leikurinn var áfram jafn og spennandi. Skagamönnum gekk á kafla illa að skora en leik- menn Vals voru heldur markvissari í sínum aðgerðum. Þeir náðu for- ystunni undir lok þriðja leikhluta og litu aldrei til baka. Þeir héldu Skagamönnum í skefjum framan af fjórða leikhluta og stungu af á síð- ustu mínútunum. Lokatölur í Vals- heimilinu voru 100-75 og gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Sean Tate var atkvæðamestur Skagamanna með 24 stig og sex frá- köst. Fannar Freyr Helgason skor- aði 19 stig og tók átta fráköst og Jón Orri Kristjánsson var með ell- efu stig og tíu fráköst. Úrslit leiksins gerðu það að verkum að liðin höfðu sætaskipti í deildinni. ÍA situr nú í 5. sæti með 20 stig eftir 16 leiki, tveimur stig- um betur en Hamar í sætinu fyrir neðan og baráttan um sæti í úrslita- keppninni í algleymingi. Næst leik- ur ÍA gegn Ármanni sem berst fyr- ir sæti sínu í deildinni. Það má því búast við hörkuleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu á morgun, fimmtu- daginn 10. mars. kgk Skagamenn í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni Jón Orri Kristjánsson skilaði sínu að vanda í leiknum gegn Val. Það dugði þó ekki til og áframhaldandi barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni. Ljósm. jho. Þriðjudaginn 1. mars var hald- in undankeppni nemenda í Skóla- hreysti í Grunnskóla Grundar- fjarðar. Tíu nemendur tóku þátt og tóku vel á því enda mikill heiður að fá að keppa fyrir hönd skólans. Lið Grundarfjarðar verður skipað þeim Dominik Wojchiechowski og Elvu Björk Jónsdóttur sem keppa í hraðabrautinni. Gunnar Ingi Gunnarsson keppir í dýfingum og upphífingum og Björg Hermanns- dóttir keppir í hreystigreip og arm- beygjum. Varamenn verða þau Pat- ricja Aleksandra Gawor og Gísli Már Jóhannsson. Fjöldi áhorfenda var á pöllunum og hvatti sitt fólk til dáða. tfk Keppa fyrir sinn skóla í Skólahreysti Síðastliðinn fimmtudag var form- lega stofnað félagið Sigurfari - Sjó- sportsfélag Akraness. Á stofnfund mættu tíu. Á fundinum var rædd staðan í sjósportinu á Akranesi og verkefnin í framtíðinni. Lög félags- ins voru samþykkt og kosið í stjórn. Í Sigurfara eru þegar komnar nokkrar félagsdeildir. Það eru: Ka- jakadeild, Kjölbátadeild og Kænu- deild. Væntanlega verða deildirnar fleiri í framtíðinni. Stjórn hins nýja félags skipa: Eyjólfur M Eyjólfs- son formaður og stjórnarmennirn- ir Hrannar Einarsson, Gísli J. Guð- mundsson, Guðmundur Benedikts- son og Sigurður Ó Guðmundsson. Stjórnin mun skipta með sér verk- um á næsta stjórnarfundi. Næsti fé- lagsfundur hefur verið ákveðinn fimmtudaginn 7. apríl nk. mm Formlega búið að stofna Sigurfara – Sjósportsfélag Akraness

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.