Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Side 2

Skessuhorn - 11.05.2016, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20162 Átakið og vinnustaðakeppnin „Hjólað í vinn- una“ hófst í liðinni viku og stendur til 24. maí. Því er kjörið tækifæri til að dusta rykið af reiðhjólunum, ferðast til vinnu á umhverf- isvænan máta og bæta heilsuna. Það verður austan 5-10 m/s syðst á landinu en annars breytileg átt á morgun. Léttskýjað á Norður- og Austurlandi en skýjað þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti 4 til 12 stig. Á föstudag, laugardag og sunnudag er útlit fyrir fremur hæga vestlæga eða breyti- lega átt. Skýjað með köflum og lítil úrkoma. Yfirleitt bjartviðri suðaustanlands. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast suðaustan til. Austanátt, skýj- að og lítilsháttar rigning í flestum landshlut- um á mánudag. Áfram fremur milt veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hver er uppáhalds mánuðurinn þinn?“ „Júlí“ trónir á toppnum með tæplega fjórð- ung greiddra atkvæða, 24%. Næst koma „júní“ og „maí“ með 17% hvor. „Ágúst“ sögðu 13%, „janúar“ 10% en aðrir mánuðir njóta minni vinsælda. Í næstu viku er spurt: Hversu oft týnirðu lyklunum þínum? Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísla- dóttir ritaði á dögunum pistil þar sem hún vakti máls á því að knattspyrnu karla og kvenna væri gert mishátt undir höfði hér á landi. Kallar hún eftir breyttu viðhorfi til kvennaknattspyrnunnar. Hallbera er Vest- lendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sóttu vélarvana bát AKRANES: Sjóflokkur Björg- unarfélags Akraness fékk út- kall um klukkan 6 síðastliðinn mánudagsmorgun með beiðni um að koma vélarvana strand- veiðibát til aðstoðar. Trillan var stödd 12 mílur vestan við Akra- nes við svokallað Hraun. Farið var á björgunarbátnum Margréti Guðbrandsdóttur, dráttartóg komið í bátinn og hann dreginn í land. Að sögn Jóns Gunnars Ingibergssonar félaga í sjóflokki BA gekk ferðin að óskum, smá kaldi var utan í Hrauninu en lag- aðist þegar nær dró landi. Kom- ið var á Akranes aftur um klukk- an 9 um morguninn. -mm Dreginn síðasta spölinn ÓLAFSVÍK: Síðasta miðviku- dag, á þriðja veiðidegi frá því að strandveiðar hófust, var spáð frekar leiðinlegu veðri. Þó gerði smá útskot fyrr um morguninn og nýttu nokkrir smábátasjó- menn þetta útskot, þar á meðal Magnús Ingimarsson SH. Þeg- ar hann var á landleið varð smá- vægileg vélarbilun í bátnum rétt fyrir utan höfnina í Ólafsvík. Kom Aðalheiður SH honum til hjálpar og dró bátinn til hafnar. Gekk það vel fyrir sig þrátt fyrir leiðinda kalda. -þa Sumaráætlun Strætó LANDIÐ: Sumaráætlun Strætó bs hefst á næstunni, en nokkuð misjafnt er eftir lands- hlutum hvenær hún tekur gildi. Á Vestur- og Norðurlandi hefst hún 5. júní, á Suðurlandi 15. maí, á höfuðborgarsvæðinu 29. maí, á Suðurnesjum 5. júní og á Norður- og Norðausturlandi: 29. maí. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is. -fréttatilk. Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2015 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar síðastlið- inn mánudag. Rekstrarniðurstaða er jákvæð. Tekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.151 milljón króna samkvæmt samanteknum ársreikn- ingi fyrir A og B hluta, þar sem A - hluti stendur fyrir bæjarsjóð en B - hluti fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þar af námu rekstrartekjur bæjarsjóðs 1.066 milljónum króna. Þá námu rekstrargjöld sveitarfélagsins 994,3 milljónum, þar af var hluti bæjar- sjóðs 957,4 milljónir að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbind- inga starfsfólks. Rekstrarniðurstaða samantekins ársreiknings er því já- kvæð um 32,7 milljónir króna. Þar af er rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs jákvæð um 16,8 milljónir. Hafnar- sjóður var rekinn með um það bil 13,9 milljóna króna hagnaði og frá- veita með 6,9 milljónum í plús. Þá hafa tekjur aukist hjá bæjarsjóði um rúmar 175 milljónir. Skuldahlutfall bæjarsjóðs hefur lagast mikið milli ára og er nú 107,5% af skatttekjum en var 126,8% árið á undan og 135,8% árið 2013. Eigið fé sveit- arfélagsins í árslok 2015 nam 983 milljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi, en þar af nam eigið fé bæjarsjóðs 1.151 milljón króna. Að sögn Sturlu Böðvarssonar bæj- arstjóra markast rekstrarniðurstöð- ur mjög af hækkun launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun. Helstu fjárfestingarhreyfingar Stykkishólmsbæjar eru annars veg- ar sala á húsnæði Amtsbókasafns- ins við Hafnargötu 7 að upphæð 48 milljónir króna og hins vegar fjár- festingar að upphæð 80,3 milljón- ir kr. Þær helstu eru fjárfesting í gatnagerð og deiliskipulag að upp- hæð 28,8 milljónum króna og við- bygging við Grunnskóla Stykkis- hólms að upphæð 20,6 milljónir króna. grþ Jákvæður rekstur og betra skuldahlutfall Síðastliðinn föstudag var fyrsta skóflustungan tekin að tveimur nýj- um íbúðablokkum við Asparskóga 27 og 29 á Akranesi. Það er fyrir- tækið Uppbygging ehf., í eigu Eng- ilberts Runólfssonar byggingaverk- Uppbygging hefur byggingu tveggja blokka við Asparskóga taka, sem byggir. Í hvoru húsi um sig verða 12 íbúðir, þriggja og fjögurra herbergja, 100-125 fermetrar með geymslum. Þær verða seldar fullbún- ar með innréttingum og gólfefnum. Þessi framkvæmd er líklega stærsta einstaka framkvæmd í íbúðabygg- ingum í bæjarfélaginu frá hruni, en framkvæmdin kostar um 700 millj- ónir. Engilbert stefnir á að fyrri blokk- in verði tilbúin um næstu áramót en sú síðari 2-3 mánuðum síðar. „Við ætlum að byggja á stuttum tíma og höfum fengið til liðs við okkur hóp af þrautþjálfuðum iðnaðarmönnum af svæðinu,“ segir Engilbert. Hús- ið verður byggt úr forsteyptum ein- ingum frá Loftorku í Borgarnesi, en meðal annarra sem að verkinu koma eru Al-hönnun Runólfs Þ. Sigurðs- sonar, Ylur sér um pípulagnir, Véla- leiga Halldórs um jarðvinnu, Þráinn Gíslason um tréverk, Bragi Sigur- dórsson hjá Verkís hannar rafmagn en Rafsmiðjan leggur rafmagnið og er Arnar Sveinsson rafvirkjameistari hjá Rafsmiðjunni jafnramt bygginga- stjóri. Það verða fasteignasölurnar Hákot og Miðbær sem annast sölu íbúðanna. Engilbert segir að eftir um einn eða tvo mánuði muni sölu- verð íbúðanna liggja endanlega fyr- ir en segir þó að það muni losa 300 þúsund krónur fyrir fermetrann. Engilbert kveðst bjartsýnn á að tímabil uppbyggingar á íbúðarhús- næði sé að hefjast á Akranesi og í ná- grenni og hyggur hann á fleiri fram- kvæmdir innan tíðar á Skaganum. Fyrir hrun rak Engilbert fyrirtæk- ið Stafna á milli sem byggði um 70 íbúðir á Akraness, svo sem í Flata- hverfinu og við Þjóðbraut. Við hrun- ið fór fyrirtækið á hliðina og hafði þá meðal annars verið byrjað á bygg- ingu stóru blokkarinnar við Sól- mundarhöfða en sú byggingarfram- kvæmd fór í nokkurra ára bið og lok- ið var við hana af öðru fyrirtæki. mm Dætur Engilberts, þær Elín Edda 8 ára og Stefanía Rakel 4 ára fengu það hlutverk að taka fyrstu skóflustungurnar að nýju blokkunum við Asparskóga síðdegis á föstudaginn. Tölvugerð mynd af Afskaparskógum 27. Mynd: Al-hönnun.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.