Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 7 Á sjómannadaginn síðastliðinn sunnudag var afhjúpaður minnis- varði um áhöfnina á mótorbátnum Blika frá Stykkishólmi sem fórst með sjö manna áhöfn 28. janúar árið 1924. Minnisvarðinn er eftir listamanninn Pál Guðmundsson á Húsafelli. Var hann settur upp að frumkvæði Sig- valda Arasonar, sem var eitt afabarna Sigvalda Valentínussonar sem var skipstjóri á Blika í hans hinstu för. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólms flutti ávarp við afhjúp- un minnisvarðans og þakkaði af- komendum Sigvalda Valentínusson- ar þann sóma sem minningu skips- hafnarinnar var sýndur með högg- myndinni. „Listaverkið og minning- in sem það dregur fram mun verða ævarandi áminning um þær hætt- ur sem siglingum og sjósókn fylgja við strendur landsins. Sjóslysið þegar Bliki fórst með allri áhöfn hefur ver- ið mikið áfall fyrir þá 600 íbúa sem bjuggu hér árið 1924. Íbúar í Stykk- ishólmi voru á þessum tíma að fást við afleiðingar samdráttar í atvinnu- lífinu sem hafði alvarleg og neikvæð áhrif á afkomu heimilanna og bæjar- lífið. Á árunum 1920 til 1930 fækk- aði íbúum hér úr 700 í um 500 sem var mikið högg þessu samfélagi. Og heimskreppan var ekki langt undan,“ rifjaði Sturla upp. Sturla sagði jafnfram að Stykkis- hólmshöfn væri einstök frá náttúr- unnar hendi og um höfnina fara á hverju ári þúsundir ferðamanna sem njóta þess að ferðast um Snæfells- nesið eða sigla um Breiðafjörðinn til þess að njóta fegurðar sem vissulega er til staðar. „Það munu því marg- ir eiga eftir að dást að þessum glæsi- lega minnisvarða og fara með þessa myndrænu minningu með sér. Minn- ingu um sjómennina sjö og fjölskyld- ur þeirra er greipt af listamanninum í steininn sem var sóttur alla leið á Kaldadal fyrir ofan Húsafell, sem er á sinn hátt táknrænt,“ sagði Sturla. mm Minnisvarði afhjúpaður um áhöfn mótorbátsins Blika Frá afhjúpun minnisvarðans í veðurblíðunni í Hólminum á sjómannadaginn. Á myndinni eru frá vinstri: Baldvin Guðmunds- son, Sigvaldi Arason og Guðlaug Kristjánsdóttir. Þau eru öll afabörn Sigvalda heitins skipstjóra á Blika. Ljósm. sá. Hafðu okkur með í ráðum 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í. Umsjónarmaður með orlofshúsasvæði BSRB félaga í Munaðarnesi/Rekstrarfélags orlofsbúða í Munaðarnesi (ROM) Rekstrarfélag orlofsbúða í Munaðarnesi (ROM) óskar eftir að ráða umsjónarmann með orlofshúsasvæðinu í Munaðarnesi. Starfið felst m.a. í viðhaldi orlofshúsa, eigna ROM á svæðinu, umsjón með svæðinu og framkvæmdum, og þjónustu við félagsmenn. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, vera hand- laginn og hafa góða þjónustulund. Kjör samkvæmt samkomulagi. Gert er ráð fyrir að starfið hefjist um mánaðamótin ágúst/september. Áhugasamir sendi umsókn á Gunnar Örn Gunnarsson Sjúkraliðafélagi Íslands Grensásvegi 16, 108 Reykjavík eða á gunnaro@slfi.is fyrir mánaðamótin júní/júlí. SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.