Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20168 Bók um frumherja í útvarpsvirkjun LANDIÐ: Komin er út bókin „Frumherjar í út- varpsvirkun - Hispurs- laus frásögn 17 útvarps- virkja af lífi sínu og starfi.“ Bókin tengist tækniþró- un í sjávarútvegi, útvarpi, sjónvarpi, tölvum og kvik- myndum og er því gagn- merk heimild. Bókin hefur þegar verið seld til bóka- safna; í forsölu til nokk- urra fyrirtækja í sjávarút- vegi; einstaklinga og fyrir- tækja sem tengjast útvarp- virkjun, rafeindavirkjun og ýmissa velunnara útgáf- unnar. Bókin er 319 síður með 247 myndum og kost- ar 7900 kr. Pantanir send- ist ásamt heimilisfangi og kennitölu. á pvs@simnet. is, síma 863-7057. Það er Leturprent sem gefur bókina út. Á myndinni eru Páll og Jóhannes, höfund- arnir með bókina. -fréttatilk. Málþing um mikilvægi nýsköpunar- starfs ungs fólks VESTURLAND: Mál- þing um TELE verkefnið og mikilvægi frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs verð- ur haldið í Borgarnesi mið- vikudaginn 15. júní kl. 10:00 í húsnæði Símennt- unarmiðstöðvar Vestura- lands að Bjarnarbraut 8. Evrópska Erasmus+ sam- starfsverkefnið TELE (Teaching Entrepreneurs- hip – Learning Entrepre- neurship) er að stofni til hugsað til að styðja við bak- ið á ungu fólki. Sumir eru í framhaldsnámi en aðrir hafa hætt framhaldsnámi, glíma við atvinnuleysi eða eiga af öðrum ástæðum erf- itt með að fóta sig á vinnu- markaði. Verkefnið snýst um að þetta unga fólk upp- götvi nýjar leiðir til árang- urs, þrói frumkvæði og nýti sköpunarkraftinn sem í þeim býr. Fulltrúi Íslands í verkefninu er Símennt- unarmiðstöðin á Vestur- landi. Á málþinginu verður frumkvöðla- og nýsköpun- arstarfið skoðað frá ýmsum hliðum. Nánari upplýsing- ar gefur Símenntunarmið- stöð Vesturlands. -mm Vildu námslána- frumvarpið á dagskrá ALÞINGI: Frumvarp Ill- uga Gunnarssonar mennta- málaráðherra um námslán og námsstyrki var tekið af dagskrá Alþingis síðastliðinn fimmtu- dag. Frá frumvarpsdrögun- um var sagt í síðasta tölublaði Skessuhorns, en ráðherra frestaði framlagningu þess vegna óánægju í röðum stúd- enta og stjórnarandstöðunnar. Þessa frestun málsins hörm- uðu stúdentar enda telja þeir ótækt að halda málinu í óvissu lengur en þurfa þykir þar sem grundvallarbreyting er boðuð í kjörum námslána og stuðn- ing við námsfólk. „Um er að ræða viðamikið frumvarp og því er ótækt að formlegu sam- ráðsferli við stúdenta og aðra hagsmunaaðila verði frestað fram yfir sumarhlé Alþing- is,“ sagði í ályktun frá Fé- lagi stúdenta við Háskólann á Akureyri. Þá sagði í álykt- un þeirra að íslenskir stúdent- ar hafi lengi kallað eftir því að horft verði til Norðurlanda þegar kemur að stuðningi til náms hér á landi. „Ljóst er að frumvarpið felur í sér mikil- væg og jákvæð skref í þá átt, þó að FSHA áskilji sér allan rétt til að koma að frekari at- hugasemdum um einstök at- riði frumvarpsins síðar.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. maí - 3. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 19 bátar. Heildarlöndun: 23.496 kg. Mestur afli: Klettur MB: 5.500 kg í einni löndun. Arnarstapi 17 bátar. Heildarlöndun: 19.207 kg. Mestur afli: Lea RE: 1.877 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 28 bátar. Heildarlöndun: 29.936 kg. Mestur afli: Helgi SH: 91.815 kg í tveimur róðrum. Ólafsvík 45 bátar. Heildarlöndun: 246.874 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 47.346 kg í einni löndun. Rif 39 bátar. Heildarlöndun: 270.092 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 59.030 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 24 bátar. Heildarlöndun: 137.657 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 34.123 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sighvatur GK - GRU: 69.812 kg. 29. maí. 2. Hringur SH - GRU: 69.082 kg. 1. júní. 3. Helgi SH - GRU: 47.455 kg. 3. júní. 4. Tjaldur SH - ÓLA: 47.346 kg. 1. júní. 5. Helgi SH - GRU: 44.360 kg. 30. maí. Oddný Harðardóttir alþingismað- ur var kosin nýr formaður Samfylk- ingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fór um liðna helgi. Fjór- ir voru í kjöri. Logi Einarsson bæj- arfulltrúi á Akureyri fór með sigur í varaformannskjörinu. Nýr ritari er Óskar Steinn Ómarsson stjórn- málafræðinemi, gjaldkeri Hákon Óli Guðmundsson verkfræðingur og formaður framkvæmdastjórnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgar- fulltrúi. Auk þess að kjósa nýja forystu- sveit kom samfylkingarfólk sam- an til að hafa áhrif á stefnu flokks- ins og var fundurinn haldinn und- ir yfirskriftinni: „Eitt samfélag fyrir alla“ og þar vísað til markmiðs jafn- aðarmanna að Ísland verði samfé- lag þar sem allir fái tækifæri og þar sem allir taki þátt. mm Samfylkingin kaus sér nýja forystusveit Oddný Harðardóttir og Logi Einarsson. Síðastliðinn föstudag und- irrituðu Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps og Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar sjö þjónustusamninga milli sveitarfélaganna. Samning- ar þessir eru um þjónustu á sviði skólamála, brunavarna, félagsþjónustu og fleira. Frá þessu var greint á vef Borg- arbyggðar. mm Sjö þjónustusamningar undirritaðir Félag grunnskólakennara skrifaði í síðustu viku undir nýjan kjara- samning við samninganefnd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Gild- istími nýja samningsins er frá 1. júní 2016 til og með 31. mars 2019. Munu laun hækka um 3,5% á þessu ári og aftur um 3% á næsta og þar- næsta ári. Auk þess verður ein- greiðsla 1. febrúar 2019 að upphæð 51.900 krónur. „Það er mat samninganefndar og svæðaformanna FG að með nýjum kjarasamningi séu helstu vankant- ar vinnumats lagaðir í ljósi reynslu síðasta skólaárs,“ segir í tilkynn- ingunni. Þar kemur einnig fram að meðal annarra ákvæða séu að fram- kvæmd gæslu verður færð til fyrra horfs - eins og var fyrir kjarasamn- inginn 2014. „Þá verður ákvæði um kennsluskyldu breytt á samnings- tímanum og við bætist heimild til að safna allt að fimm frídögum á skólaári vegna yfirvinnu,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Kjara- samningurinn fer nú í kynningu og verður fundað með trúnaðarmönn- um FG næstu daga. Kosið verður rafrænt um nýja kjarasamninginn og var síðari atkvæðagreiðsludagur áætlaður 9. júní næstkomandi. grþ Samið við grunnskólakennara Við undirritun samningsins. Ljósm. Kennarasamband Íslands. Aðfararnótt sjómannadagsins féll maður í höfnina í Stykkishólmi. Að sögn viðstaddra var hann tals- vert drukkinn. Hópur fólks var fyrir utan Sjávarpakkhúsið þegar óhapp- ið varð og klifruðu tveir menn niður bryggjukantinn og komu honum til aðstoðar með því að halda honum á floti. Illa gekk að ná manninum upp úr sjónum en honum var haldið á floti á meðan aðrir tveir, sem voru á svæðinu, náðu í bát sem maður- inn var svo dregin upp í. Að sögn viðstaddra var maðurinn í sjónum í 10-15 mínútur og undraði fólk sig á að ekki hafi borist hjálp á þessum tíma eftir að hringt var í Neyðarlín- una, en það var gert strax og mað- urinn féll í höfnina. Þegar mannin- um hafði verið komið á land leystist hópurinn upp og hver hélt sína leið. Að sögn lögreglu kom sjúkrabifreið á vettvang eftir það, tók manninn og flutti undir læknishendur á sjúkra- húsið í Stykkishólmi. jse Vitni komu manni til bjargar í höfninni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.