Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 23 Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands veitti nýverið fimm kennur- um viðurkenningar fyrir framúr- skarandi störf. Verðlaunin eru af- rakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem menntavísindasvið stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst landsmönnum kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara á vefsíð- unni hafduahrif.is. Sögum þjóð- þekktra einstaklinga var safnað á vef átaksins og í stuttum mynd- böndum sögðu þeir frá kennurum sem hafa haft áhrif á þá. Tilgangur átaksins er að vekja athygli þjóð- arinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélagið. „Viðtökurnar voru afar góðar en nærri 800 manns tóku þátt í átak- inu og tilnefndu 350 kennara á öll- um skólastigum. Sérstök valnefnd, skipuð sérfræðingum menntavís- indasviðs, fór yfir tilnefningarnar samkvæmt ákveðnum viðmiðum. Niðurstaðan var sú að veita fimm framúrskarandi kennurum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi við- urkenningar fyrir framlag þeirra til kennslu,“ segir í frétt frá mennta- vísindasviði HÍ. „Frábær, fyndinn og skemmtilegur“ Í þessum hópi þessara fimm kenn- ara hlaut Örn Arnarson, kennari í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, við- urkenningu. Í umsögn um hann segir: „Örn var frábær, fyndinn og skemmtilegur kennari sem kenndi manni að meta námið og náði vel til allra. Hann hafði einstakt lag á að gera námið skemmtilegt sem hjálp- aði manni mikið við að rífa sig í gang og bæta námsárángur. Örn var alltaf hress, hjálpaði manni að finna rétt- ar leiðir til að læra og kennsluhættir hans höfðuðu vel til mín. Hann bar virðingu fyrir öllum, kom vel fram og sýndi mikla þolinmæði. Hann hefur góð áhrif á allt nærumhverfi sitt.“ Örn var að vonum sáttur með þessa viðurkenningu þegar Skessu- horn sló á þráðinn til hans „Þetta er mesti heiður sem mér hefur hlotn- ast. Maður er bara alveg orðlaus, aldrei þessu vant. Þessi viðurkenn- ing er mikil hvatning fyrir mig; hún staðfestir það að maður er að gera eitthvað gott. Það er gaman að vita til þess að maður hafi áhrif á nem- endur og hjálpi þeim að þroskast og ná árangri í leik og starfi,“ seg- ir Örn. Aðrir kennarar sem hlutu viður- kenningar voru: Ásthildur Kjart- ansdóttir Breiðagerðisskóla, Hild- ur Hauksdóttir Menntaskólanum á Akureyri, Nichole Leigh Mosty Leikskólanum Ösp og Þorgerður Ingólfsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð. mm/bþb Örn í Heiðarskóla verðlaunaður fyrir framúrskarandi störf Örn Arnarson við kennslu í Heiðarskóla. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Verðlaunahafar ásamt rektor HÍ og forseta menntavísindasviðs. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor, Ásthildur Kjartans- dóttir, Hildur Hauksdóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Nichole Leigh Mosty, Þorgerður Ingólfsdóttir, Örn Arnarson og Jóhanna Einarsdóttir forseti Menntavísindasviðs HÍ. Sjómannadagshelgin í Grund- arfirði fór vel fram en veður var með ágætasta móti; logn og svolítil þoka. Aðal hátíðarhöldin fóru fram á laugardeginum niðri við höfnina og á íþróttavellinum. Hefðbund- in sjómannadagsmessa var svo í Grundarfjarðarkirkju á sunnudeg- inum. Kvenfélagið Gleym mér ei var svo með kaffisölu í Samkomu- húsi bæjarins. tfk Hátíð sjómanna í Grundarfirði Sjómenn í Sjómannadagsráði Grundarfjarðar komu færandi hendi á leikskóla bæjarins og sýndu krökkunum nokkrar fiskteg- undir ásamt því að gefa þeim harðfisk. Mikið fjör var á höfninni og komust fáir þurrir úr þeim þrautum. Hér má sjá Heiðar Þór Bjarnason og Aron Ragnarsson etja kappi í brettahlaupi. Hjónin Hallgrímur Magnússon og Helga Fríða Tómasdóttir voru heiðruð á sjómannadaginn. Hérna er Jón Frímann Eiríksson for- maður sjómannadagsráðs búinn að næla orðunni í þau. Vélsmiðja Grundarfjarðar bauð upp á krakkasprell í smiðjunni. Hérna eru þeir Haukur og Benedikt að takast á í pokahlaupi og kókosbolluáti. Hart var tekist á í kararóðri og endaði þessi rimma með að allir þurftu að synda í land. Knattspyrnuleikur var á Grundarfjarðarvelli en þar spiluðu sjómenn og svo konur og dætur sjómanna. Hérna er Rósa Guðmundsdóttir nýbúin að skora glæsilegt mark en konurnar höfðu betur í leiknum. Það voru skipverjarnir á Farsæli SH sem báru sigur úr býtum í þrautakeppninni. Hér taka þeir við verðlaununum úr hendi formannsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.