Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20164 Samhliða vaxandi umferð erlendra ferðamanna um landið eykst þörf- in fyrir að gerð verði útskot og bílastæði við þjóðvegina þar sem fólk getur stoppað. Bílar í veg- köntum, eða jafnvel kyrrstæðir á miðjum vegum, skapa augljósa hættu. Nokkrir staðir skera sig úr hvað þetta snertir. Í Laufásbrekku á Mýrum ofan við Sjávarfossinn eru bílar oft kyrrstæðir og fólk að skoða fossinn og fegurðina þar sem Langá rennur síðasta spölinn til sjávar. Þetta er aðalleiðin til Snæfellsness og því geisimikil umferð. Skömmu sunnar er blindhæð og bílar því oft á fullmikilli ferð miðað við aðstæð- ur. Vegrið er sjávarmegin á vegin- um og við það er einmitt algengt að fólk stoppi. Heimamenn í Kvis- tási og Laufási hafa miklar áhyggjur af þeirri hættu sem þarna er ítrek- að að skapast. Telja þeir fullvíst að þarna muni verða árekstur eða slys á fólki verði ekkert að gert. Skora þeir á ríkisvaldið og Vegagerðina að þarna verði komið fyrir útskoti þannig að fólk geti stoppað bíla sína án teljandi hættu. Landeigend- ur á Litlu-Brekku hafa þegar boðið Vegagerðinni land undir bílastæði, aðeins neðar í brekkunni. Útskot þar myndi leysa þetta vandamál. mm Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rós Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Að fjárfesta í framtíðinni Um síðustu helgi brá ég mér í hlutverk ferðamanns í tvo daga. Ekið var af stað á föstudegi í einmunablíðu með fellihýsi í eftirdragi og úllendúllað hvert yrði best að fara miðað við veðurspá. Að vísu var spáð einmuna blíðu um allt land- ið. Í Húsafelli myndast oft hitapollur milli fjalla við þessar veðuraðstæður og ekki brást staðarvalið. Allt orðið grænt og fallegt og hitinn var engu minni en á Spáni um hásumar. Bara fallegra. Við ókum dálítinn hring í uppsveitunum í þessari ferð og virtum fyrir okkur þær framkvæmdir sem eru í gangi við upp- byggingu ferðamannastaða. Það verður að segjast að þær eru ekki smáræði og talsvert víða. Þær breytingar sem eru að verða á atvinnuháttum í dreifbýlinu eru líklega hlutfallslega hraðari en þær hafa orðið á síðustu öldum. Þegar ég var að alast upp, fyrir örfáum árum, var búskapur með kindur eða kýr það sem allt sner- ist um. Góðlátlegt grín var gert að þeim sem voru svo bjartsýnir að halda að þeir gætu lifað af því að þjóna ferðafólki. Meira að segja voru þá margir sem héldu um tíma að miklu skárra væri að stofna loðdýrabú. Og ýmsir gerðu það og hérumbil allir fóru flatt á því. Hægt og sígandi hefur þó ferðaþjónustan vaxið og nú allt í einu er hún bókstaflega að springa út. Þarna í uppsveitum Borgarfjarðar, þar sem umhverfið er jafnfallegra en víða annarsstaðar, er ver- ið að byggja upp ýmsa þjónustu á öðrum hverjum bæ. Hefðbundinn búskap- ur er á undanhaldi því menn sjá tækifæri í ýmsu öðru. Á til þess að gera litlu svæði er nú búið að grafa ísgöng í Langjökul, verið að opna greiðfæra göngu- leið inn í hinn undurfagra Víðgelmi, verið að stækka nýlegt hótel í Húsafelli og reisa hús fyrir listasafn Páls, langt komið er með breytingar á félagsheim- ilinu Brúarási sem þjóna mun ferðamönnum í mat og upplifun, uppbygging er mikil á Kirkjubóli, í Deildartungu eru að rísa náttúrulaugar, stækka á hótel- ið í Reykholti og áfram mætti lengi telja. Öll þessi uppbygging kallar á fjölg- un starfa svo tugum skiptir og nýja hugsun. Það verður eftirspurn eftir vinnu- afli og þeir sem starfað hafa við ýmislegt annað fara nú að telja í veskinu og komast hugsanlega að því að þeir gætu haft það betra við þau nýju störf sem eru að bjóðast. En það er eitt sem breytist lítið eða réttara sagt ekki neitt. Þá er ég að sjálf- sögðu að tala um það sem snýr að hinu opinbera. Nefni vegi og bílaplön, staði sem fólk getur lagt bílum sínum til að njóta útsýnis, hreinlætisaðstöðu við fjöl- farna áningarstaði og sitthvað fleira í þeim dúr. Ekkert tillit er tekið til þess í gildandi vegaáætlun eins langt og augað eygir, að bæta eigi vegakerfið. Marg- falt fleiri bílar aka nú um sömu vegina og voru lagðir fyrir tuttugu eða fjöru- tíu árum. Þessir vegir hafa í besta fallið versnað lítið og eru í raun algjör tíma- skekkja. Þrátt fyrir að allar spár hafi sýnt fram á stóraukna fjölgun ferðafólks, með tilheyrandi tekjuaukningu ríkisins í formi skatta, virðist sem vandræða- gangurinn í ákvarðanatöku sé algjör. Af hverju er ekki fyrir löngu farið að skipuleggja endurbyggingu þjóðavegakerfisins? Hvað eru þingmenn eiginlega að hugsa, nú eða ráðherra samgöngumála og raunar ríkisstjórnin öll? Þetta fólk hefur setið við völd undanfarin þrjú ár og hefur haft fullt af tækifærum til að koma þessu sjálfsagða máli á rekspöl. Nei, það var þvargað um náttúru- passa í tvö, þrjú ár, án þess að nokkuð gerðist. Hingað kemur líklega hálf önn- ur milljón ferðamanna á þessu ári og það er ekkert gjald tekið af þessu fólki til að leggja í eðlilega uppbyggingu þeirra innviða sem þurfa að vera í lagi til að þessi nýja atvinnugrein fái að vaxa og dafna. Því miður er ekki hægt að gefa þessum ráðamönnum háa einkunn fyrir framsýni né dug þegar kemur að upp- byggingu ferðaþjónustu. Í besta falli sjáum við áætlanir um að gera eigi áætlan- ir og eyða tugum milljóna í skýrslugerð. Þeir sem standa fyrir uppbyggingunni í sveitum landsins ættu hins vegar að fá alveg sérstök verðlaun fyrir það áræði sem þeir sýna með að leggja í miklar fjárfestingar án þess að geta með nokkru móti tryggt að ferðamenn framtíðarinnar komist yfirleitt til þeirra landleiðina. Það ber að þakka og vona að úr leysist með stjórnmálamönnum sem þora að fjárfesta í framtíðinni. Magnús Magnússon. Leiðari Á fundi í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggð- ar síðastliðinn mánudag voru tvö mál tekin til afgreiðslu og sam- þykkt af meirihluta nefndarmanna sem breyting á gildandi aðalskipu- lagi. Annars vegar var til umræðu fyrirhugað skotæfingasvæði og hins vegar mótorkrossbraut. Tillögurn- ar fara nú til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn. Nefndin samþykkti að fela skipu- lagsfulltrúa að ganga frá svörum við athugasemdum sem bárust vegna breytinga á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis ofan við Borgar- nes. Í fundargerð segir að niður- staða hávaðamælinga úr rannsókn Trivium hafi verið sú að hávaði vegna fyrirhugaðs skotæfingasvæðis sé undir hávaðamörkum nema þeg- ar fimm eða fleiri rifflar eru not- aðir í einu. Því leggur nefndin til að auglýst verði deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði. Settar verði kröf- ur um byggingu skothúss og hljóð- manir verði hannaðar eftir ítrustu kröfum til að dempa hljóð. Einnig verði opnunartíma settar skorður og hvað margar byssur megi nota í einu. Meirihluti nefndarinnar sam- þykkti tillöguna en Björk Jóhanns- dóttir var á móti. Þá var á sama fundi kynnt niður- staða hávaðamælinga úr rannsókn Trivium vegna staðsetningar mótor- krossbrautar. Niðurstaða mælinga hafi leitt í ljós að hávaði vegna fyr- irhugaðrar mótorkrossbrautar sé undir hávaðamörkum nema þeg- ar keppnir þar sem fleiri hjól en 12 eru í brautinni. „Lagt er til að far- ið verði í aðal- og deiliskipulags- vinnu við svæðið en sett verði inn í deiliskipulag að hámarksfjöldi hjóla í braut geti mest verið 12 og eins verði opnunartíma settar skorð- ur. Lagt er til að verkefnið verði til reynslu og endurmetið eftir 3-5 ár. Haldinn verði samráðsfundur með hagsmunaaðilum,“ segir í fund- argerð umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefndar. Líkt og með tillögu um skotæfingasvæðið voru allir nefndarmenn utan einn sem greiddu tillögunni atkvæði. Björk Jóhannsdóttir lét bóka mótmæli við staðsetningu Mótorkrossbrautar- innar. mm Meirihluti samþykkti skotæfingasvæði og mótorkrossbraut Greinilega slysahætta á fjölförnum útsýnisstað Þarna við afleggjarann að Kvistási og Laufási hafa íbúar talið allt upp í sjö bíla sem lagt hafa verið á veginn með augljósri slysahættu. Ljósm. bs. Strandveiðibáturinn Sindri RE 46 varð vélarvana þar sem hann var við veiðar á Breiðafirði síðast- liðinn mánudag. Björgunarsveit- irnar Klakkur í Grundarfirði og Lífsbjörg í Snæfellsbæ voru kall- aðar á vettvang og náðu til báts- ins fljótlega. Veður var gott og því lítil hætta á ferðum. Klakks- menn hófu að draga bátinn áleið- is til Grundarfjarðar en báturinn Björg frá Lífsbjörg kom fljótlega á vettvang og tók við drættinum og skilaði Sindra í örugga höfn í Grundarfirði. Í ljós kom að öxull hafði dregist út og gert bátinn vél- arvana. Björg var ekki fyrr búin að draga Sindra til hafnar í Grundarfirði og rétt lögð af stað heim til Rifs þegar annað útkall barst. Það var Smyrill SH sem beðið hafði um aðstoð. Var hann staðsettur út af Gufuskálum. Hafði losnað trissu- hjól af vélinni og þurfti að draga hann í land. Atlanticbátur Lífs- bjargar; Sæbjörg II koma fyrst að Smyrli og dró hann á móti Björg- inni. Kom Björg með Smyril að landi í Rifi laust eftir klukkan níu um kvöldið. Tóku þessi tvö útköll því á sjötta tíma. Gengu þau bæði mjög vel enda blíðskapar veður. tfk/þa Vélarvana bátar dregnir til hafnar Komið með Sindra í togi til Grundarfjarðar. Ljósm. tfk. Síðar um kvöldið var komið með Smyril SH til lands í Rifi. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.