Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 17 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns á Alþingi sem valda óafturkræfum breyting- um á högum lands eða þjóðar. Ég tel að Al- þingi þurfi að fá að vinna sína vinnu án afskipta forseta sem allra mest. Að sjálfsögðu á forseti að taka mark á áskorunum en ég tel ekki að ákveð- ið hlutfall kosningabærra Íslendinga sem skorar á hann eigi að vera bindandi. 15% viðmiðið sem er í frumvarpi stjórnarskrárnefndar til stjórn- skipunarlaga um hlutfall kosningabærra manna sem getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu án að- komu forseta finnst mér hæfilegt og þá er eðli- legt að forseti skoði það vandlega hvort und- irrita skuli lög þegar svo hátt hlutfall skorar á hann að gera það ekki. 4. Finnst þér þurfa að breyta Stjórnarskrá Ís- lands. Ef já, hverju vildir þú helst breyta? Já, mér finnst þurfa að skilgreina hlutverk for- seta betur og einnig þarf að bæta við greinum í hana t.d. um að þjóðin geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu án aðkomu forseta, um eignar- rétt og nýtingu á auðlindum og náttúruvernd. Ég styð þá vinnu stjórnarskrárnefndar á endur- skoðun stjórnarskrárinnar sem er í gangi. 5. Ertu trúuð/aður? Já, ég er trúuð og finnst skipta miklu máli að varðveita kristna þjóðararfinn okkar. 6. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég trúi á líf eftir dauðann eins og kristin trú kennir. 7. Hversu sýnilegur á forsetinn að vera á al- þjóðavettvangi? Forseti Íslands er fyrst og fremst forseti þjóðar- innar og á að vera sýnilegur hér heima en einnig er mjög mikilvægt að hann sé sýnilegur sem góð fyrirmynd og talsmaður góðra gilda og hug- sjóna á alþjóðavettvangi og hafa þannig áhrif til góðs í þessum heimi. Hann hefur margvíslegum skyldum að gegna á erlendri grund, bæði sem jákvæð landkynning og til að mynda tengsl við aðra þjóðhöfðingja og þjóðir. 8. Ef þú kemst til valda, munt þú beita þér í embættinu til að tala fyrir einhverjum ákveðn- um málum. (T.d. utanríkismálum, mannrétt- indamálum, velferðarmálum eða öðru?) Mannréttinda- og velferðarmál eru mér hug- leikin og ég hef sl. áratugi beitt mér sem hug- sjónamanneskja og frumkvöðull fyrir bætt- um kjörum fólks í fátækum löndum. Menntun og velferð barna og læsi fullorðinna hafa ver- ið mín baráttumál sem ég sé tækifæri til að láta enn frekar til mín taka í hlutverki forseta. Þá eru loftslagsmálin mér hugleikin og að við sem þjóð leggjum okkar af mörkum í þeim efnum s.s. með skógrækt. Ég mun einnig leggja áherslu á að við hlúum að rótum okkar, s.s. íslenskri tungu, kristinni trú, sögu, menningu og gildum. 9. Er eitthvað sem Ísland hefur sem önnur lönd hafa ekki? Þurfa Íslendingar að breyta markaðssetningu landsins á einhvern hátt? Ef já, hvar eigum við að leggja áherslurnar? Ísland hefur t.d. hreina loftið og vatnið, stór- kostlega náttúru, endurnýjanlega orkugjafa, jarðhita, jökla, eldfjöll, hafið allt um kring, fjöll, fossa, fámennið og norðurljósin. Ég tel að Ís- land hafi verið markaðssett nokkuð vel og Eyja- fjallajökull hjálpaði klárlega til við markaðssetn- inguna. Með því að sýna ferðamönnum gest- risni og elskulegheit þá breiðum við út kosti landsins ennfremur. Að við sýnum að hér býr elskuleg þjóð í stórbrotnu og yndislegu landi. Einnig er mjög mikilvægt að flýta uppbyggingu á nauðsynlegri aðstöðu á ferðamannastöðum s.s. fullnægjandi salernisaðstöðu og göngustíga- gerð ásamt bættum slysavörnum. 10. Hverjir eru þínir helstu kostir? Ég er hugsjónamanneskja sem hef stórt hjarta fyrir þeim sem minna mega sín. Ég er hugrökk, hugmyndarík, heiðarleg, þrautseig og gefst ekki svo auðveldlega upp. Ég er alin upp við góð gildi, s.s. hjálpsemi, gestrisni, að tala vel um fólk og sýna öðrum virðingu, að sannleikurinn sé sagna bestur og að sælla sé að gefa en að þiggja. 11. Hverjir eru þínir helstu veikleikar? Ég er ekki vön að koma opinberlega fram og er ekki mælskasta manneskja sem fyrirfinnst. Þess vegna var það áskorun fyrir mig að bjóða mig fram til forseta en ég trúi því að það sem ég stend fyrir skipti meira máli og þetta venjist og ég þjálfist með hverri nýrri áskorun. 12. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands? Ég hef brennandi áhuga á velferð þessarar þjóð- ar og að við getum orðið öðrum þjóðum til blessunar. Ég vil sjá þessa þjóð ná að blómstra, ekki bara suma heldur alla. Hjarta mitt er hjá þeim sem þjást af kvíða, þunglyndi og annarri vanlíðan og eru fastir í fjötrum fíkna. Ég trúi að ég verði forseti sem getur bent á lausn því að ég veit að Guð er raunverulegur og þar er lausn að fá. Ég vil koma á árlegri góðgerðarviku þjóð- arinnar og stofna öflugan góðgerðarsjóð sem ég hef hugsað mér að helmingur forsetalauna minna renni í og ég vil hvetja þá sem eru aflögu- færir að gera það sama. 13. Hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða þig fram? 7. janúar á þessu ári. 14. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yrðir kos- in/n forseti? Ég myndi þakka traustið og svo myndi ég opna Bessastaðakirkju og koma á reglulegum bæna- stundum fyrir þjóðina. 15. Munt þú breyta áherslum í orðuveiting- um forseta? Ég hef sjálf verið sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir líknarstörf á alþjóðavett- vangi. Ég held að það skipti máli að forseti veiti viðurkenningar af þessu tagi þar sem tekið er eftir einstaklingum sem hafa skarað fram úr með því að leggja mikið á sig mönnum eða mál- efnum til góðs. Þetta er góð tenging við fólkið í landinu og ætti að vera hvati til góðra verka. Ég hyggst því ekki breyta þessari hefð. 16.Hvaða forseti á lýðveldistímanum finnst þér hafa skarað fram úr? Ég var stoltust af Vigdísi Finnbogadóttur en mér finnst Ólafur Ragnar hafa sýnt mikið hug- rekki á ögurstundum í lífi þjóðarinnar og er þakklát þeim báðum fyrir góð störf. 17. Hvað er það sem þú ert stoltust/stoltastur af að hafa gert á ævinni? Farið ein í árs langa hnattferð fyrir 30 árum og verið síðan ein af stofnendum ABC barnahjálp- ar og hafa með miklum fórnum og þrautseigju byggt upp það starf, sem hefur breytt lífi tug- þúsunda barna til hins betra með menntun. 18. Hver eru þín helstu áhugamál? Hjólreiðar, ferðalög og fjallgöngur voru mín áhugamál. Sökum anna undanfarna áratugi hef- ur þó ekki gefist mikill tími fyrir áhugamál en ég nýt þess að vera úti í náttúrunni, að tína ber, sveppi og fjallagrös og í gönguferðum með fjöl- skyldunni eða hundinum. Mér þykir gaman af sultugerð og pönnukökubakstri. Ég nýt þess að lesa Biblíuna og aðrar góðar bækur og hlusta á góða tónlist. Samfélagið við Guð er mér ómiss- andi og veit ekkert betra en að finna fyrir nær- veru hans. Ég nýt þess að gefa til góðra mál- efna og það veitir mér gleði að geta verið öðrum að liði. Að lokum er skógrækt okkur hjónunum hugleikin og fer mikill tími í hana á sumrin, sér- staklega hjá manninum mínum. 19. Hefur þú einhverja tengingu við Vestur- land? Ég vann tvö sumur á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi og á góðar tengingar þangað. Ég á góðar minningar frá Ísafirði og á þar einnig vini sem og í Borgarnesi. Móðir mín var fædd og uppal- in í Strandasýslu þannig að ég á rætur að rekja þaðan. 20. Hvaða staður á Vesturlandi finnst þér fal- legastur? Bjartar sumarnætur við Breiðafjörðinn eru ótrúlega fallegar, séð frá sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi, einnig Hellnar og Dynjandi við Arn- arfjörð. Elísabet Jökulsdóttir 1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? Ég er einhleyp en á þrjá uppkomna syni, tengdadætur og átta ömmustelpur. 2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Íslands? Sem gamalt embætti sem gaman væri að hleypa nýju blóði í og færa til nútímahorfs, þingið og forseti þingsins getur í raun und- irritað lög og forsetinn gæti þá orðið meira í sambandi við fólk og opnað Bessastaði. 3. Hvernig á forsetinn að haga synjunar- valdinu? Ef hann á að taka mark á áskor- unum, hversu hátt hlutfall kosningabærra Íslendinga þarf þá að skora á hann? Sjá nýju stjórnarskrána um þetta ég vil að hún verði tekin í notkun. Þar er talað um mál- skotsrétt þjóðar, ekki forseta. 4. Finnst þér þurfa að breyta Stjórnarskrá Íslands. Ef já, hverju vildir þú helst breyta? Já, nýja er mun betri, nútímaplagg. T.d. 109 gr. um utanríkismál sem kæmi í veg fyrir að tveir menn gætu undirritað á alþjóðavettvangi samþykki sitt við Íraksstríðið. 5. Ertu trúuð/aður? Já ég trúi að eitthvað æðra sé til, eitthvað gott. 6. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já einhvers konar líf, einu sinni ætlaði ég í gegnum dyr, þá var þar einhver eða einhver orka sem varnaði mér og vini mínum. 7. Hversu sýnilegur á forsetinn að vera á al- þjóðavettvangi? Sem mest en hann þyrfti líka stundum að fara með skipum. 8. Ef þú kemst til valda, munt þú beita þér í embættinu til að tala fyrir einhverjum ákveðnum málum. (T.d. utanríkismálum, mannréttindamálum, velferðarmálum eða öðru?) Já sérstaklega mannréttinda og velferðarmál- um ef ég gæti, utanríkismál eru viðkvæmari. 9. Er eitthvað sem Ísland hefur sem önnur lönd hafa ekki? Þurfa Íslendingar að breyta markaðssetningu landsins á einhvern hátt? Ef já, hvar eigum við að leggja áherslurn- ar? Ísland hefur villta náttúru meðan önnur lönd hafa ræktaða garða. Íslendingar gætu ver- ið gestrisnari og tekið á móti flóttamönnum. Markaðssetning er ekki lífsspursmál heldur að vera samkvæmur sjálfum sér og þá kemur hitt af sjálfu sér. 10. Hverjir eru þínir helstu kostir? Hugrekki, vandvirkni, yfirsýn, hlustun. 11. Hverjir eru þínir helstu veikleikar? Hugleysi, fljótfærni, þröngsýni, einangrun. 12. Hvers vegna vilt þú verða forseti Ís- lands? Það væri gott fyrir Ísland að fá venjulega manneskju eins og mig sem forseta. 13. Hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða þig fram? Um áramótin, 2015 og 2016. 14. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yrðir kosin/n forseti? Held ég myndi íhuga útí náttúrunni af auð- mýkt og þakklæti. Svo myndi ég setja upp trampólín eins og ég var búin að lofa börn- unum. 15. Munt þú breyta áherslum í orðuveiting- um forseta? Hef ekki hugsað útí það. 16. Hvaða forseti á lýðveldistímanum finnst þér hafa skarað fram úr? Allir góðir á sinn hátt. 17. Hvað er það sem þú ert stoltust/stoltastur af að hafa gert á ævinni? Bjargaði fyrrverandi manninum mínum frá dauða. 18. Hver eru þín helstu áhugamál? Íslensk náttúra, föt, tískublöð, íslensku hand- ritin, Völuspá, Karnival, bækur Helgu Kress, tónlist, dans, leikhús, rapp, barnateikningar, edrúmennska, hestar, ferðalög. 19. Hefur þú einhverja tengingu við Vest- urland? Systir mín Kolbrá býr í Lundarreykjadal, tengdadóttir mín er frá Snæfellsnesi, ég er tengd Hellissandi eftir að ég var þar og teikn- aði myndir í verðlaunabók sem kom út árið 2014, og ég var í sveit í Miklaholtsseli eða Seli í Miklaholtshreppi og svo setti ég upp leikrit eftir sjálfa mig í Ólafsvík og bjó þá á Gufu- skálum. 20. Hvaða staður á Vesturlandi finnst þér fallegastur? Sel þar sem ég var í sveit sem barn, það voru álfar og hrafnar þar. 21. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Lifi skáldskapurinn! Hildur Þórðardóttir 1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? Ég er sjálfstæð og á tvo syni. 2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Ís- lands? Forseti er sameiningartákn þjóðarinnar, ör- yggisventill fólksins gagnvart Alþingi, málsvari fólksins og lýðræðis, talsmaður friðar í heimin- um og vinnur með þjóðinni í átt að betra sam- félagi. 3. Hvernig á forsetinn að haga synjunarvald- inu? Ef hann á að taka mark á áskorunum, hversu hátt hlutfall kosningabærra Íslendinga þarf þá að skora á hann? Ég hef sagt frá upphafi framboðsins að ég muni beita málskotsréttinum, 26. gr., fái ég til þess nægar undirskriftir kosningabærra manna. Ég vil miða við 10% kjósenda því ég tel að þjóðin eigi að kjósa um þau mál sem mesti ágreining- ur ríkir um. Starfi Alþingi hins vegar í takt við vilja þjóðinni við lagasetningar, mun þetta ekki verða vandamál. 4. Finnst þér þurfa að breyta Stjórnarskrá Ís- lands. Ef já, hverju vildir þú helst breyta? Ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði samþykkt- ar. Það er of margt að hinni gömlu/núverandi stjórnarskrá til að hægt sé að lappa upp á hana meira. Til dæmis má nefna uppbygginguna, hún var upphaflega konungsstjórnarskrá, þar sem konungurinn var efstur í valdapýramídanum, þá ráðherrar og fólkið neðst með engin völd. Nýja stjórnarskráin, eða tillögurnar, er með lárétta valdauppbyggingu, þar sem fólkið, þingið, for- seti og framkvæmdavald eru öll jafn mikilvæg. Í þeirri nýju sitja ráðherrar ekki á þingi sem er nauðsynleg bragarbót og persónukjör minnk- ar vald stjórnmálaflokkanna svo þingmenn geti Framhald á næstu opnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.