Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201620 Á afmælisráðstefnu Landmælinga Íslands í fyrri mánuði afhenti Sig- rún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Magnúsi Guð- mundssyni, forstjóra LMÍ, viður- kenningu fyrir fjórða og fimmta Græna skrefið sem er afrakst- ur verkefnis meðal ríkisstofnana og snýr að því að efla vistvænan rekstur með kerfisbundnum hætti. Unnið er eftir sérstökum gátlist- um. LMÍ hefur tekið þátt í verk- efninu allt frá upphafi og var ein af þeim stofnunum sem tóku þátt í að móta og aðlaga verkefnið að ríkis- fyrirtækjum árið 2014. Markmiðið er að fá fimm Græn skref og hefur LMÍ nú náð því en aðeins tvær aðr- ar stofnanir hafa náð þeim árangri fram til þessa. LMÍ hefur unnið mjög mark- visst að verkefninu. „Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verk- efni. Við höfum breytt ýmsu síðan við byrjuðum í því. Við t.d. reyn- um að koma í veg fyrir að mat sé hent, prentum ekki út nema nauð- syn krefur, erum með gott flokkun- arkerfi og hugsum um raforku- og vatnsnotkun,“ segir Magnús Guð- mundsson. „Þetta snýr þó ekki bara að því að gera vinnustaðinn sem slíkan vistvænni heldur einnig að láta starfsfólki líða betur; við hvetj- um starfsfólkið okkar til að skilja bílinn eftir heima, ganga í vinnuna, taka strætó eða hjóla,“ bætir Magn- ús við. Hann segir að öll fyrirtæki ættu að tileinka sér þetta, ekki bara rík- isrekin. „Þetta er mjög einfalt og skilar góðum árangri. Eftir að hafa unnið í þessu verkefni er erfitt að skilja hvers vegna maður er ekki löngu byrjaður að hugsa um þessa hluti og ég held þetta eigi við um fleiri,“ segir Magnús að lokum. bþb/ Ljósm. lmi.is Landmælingar Íslands uppfylla fimm græn skref Sigrún Magnúsdóttir ráðherra afhentir Magnúsi viðurkenninguna. Útibússtjóra í Íslandsbanka Dag ur í lífi... Nafn: Magnús D. Brandsson Starfsheiti/fyrirtæki: Útibús- stjóri Íslandsbanka á Akranesi. Fjölskylduhagir/búseta: Gift- ur Brynhildi Benediktsdóttur námsráðgjafa og á samtals fjögur börn og þrjú barnabörn. Áhugamál: Golf, fótbolti og göngur á Akrafjall. Vinnudagurinn: Fimmtudag- urinn 2 .júní 2016. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Mætt kl. 8.30 og farið yfir helstu fréttamiðla á netinu. Klukkan 9? Unnið í lánamáli sem þarf að afgreiða sem fyrst. Klukkan 14? Viðskiptavinur í viðtali. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Gerður listi yfir það sem gera þarf daginn eftir. Hætt í vinnu kl. 16.30 Fastir liðir alla daga? Svara fyr- irspurnum úr tölvupósti. Farið yfir útlán gærdagsins. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Eins og alltaf þá er ég endalaust þakklátur fyrir samstarfsfélaga mína. Þeir bestu í heimi. Var dagurinn hefðbundinn? Mjög hefðbundinn vinnudagur. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Byrjaði í útibúi Íslands- banka fyrir ellefu árum. Búinn að vinna í bankakerfinu í 31 ár. Byrjaði í Samvinnubankanum á Akranesi síðan í Samvinnu- bankanum í Reykjavík, Sparisjóð Norðfjarðar í átta ár og Spari- sjóð Ólafsfjarðar í átta ár. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Vonandi. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Hef verið það heppinn í líf- inu að ég hef hlakkað til að mæta í vinnuna á hverju degi. Forrétt- indi að vinna á þessum stað. Eitthvað að lokum? Er þakk- látur fyrir góða heilsu, flotta fjöl- skyldu og góða samstarfsmenn. Það er ekkert gefið í þessu lífi og því eigum við að þakka fyr- ir hvern dag sem við fáum að njóta. Í liðinni viku var fyrsta skófustunga tekin að nýrri reiðskemmu í Stykk- ishólmi. Hesteigendafélag Stykkis- hólms stendur að framkvæmdunum sem miðað er á að ljúka í haust. Nad- ine E. Walter formaður félagsins seg- ir skemmuna mikilvæga fyrir hesta og menn, og ekki síst fyrir ungu kynslóð- ina. Fram að þessu hefur einungis ver- ið reiðkennsla fyrir börn yfir sumar- tímann en með tilkomu nýju skemm- unar er ekkert sem stendur í vegi þess að bjóða upp á reiðnámskeið yfir vet- urinn. Hesteigendafélagið fékk styrk fyrir skemmunni frá Stykkishólmsbæ auk þess að hafa safnað nálægt sex milljónum króna sjálf. Til stendur að reisa þrjár reiðskemmur á Snæfells- nesi á næstunni; þessa í Stykkishómi en auk þess í Ólafsvík og á Lýsuhóli. Reiðskemman í Hólminum verður 18x38 m. að stærð. jse/ Ljósm. sá. Fyrsta skóflustunga að reiðskemmu í Hólminum Íslandspóstur hefur opnað nýtt og endurbætt pósthús í Búðardal. Það er til húsa á gamla staðnum, Mið- braut 13, en endurbætur á hús- næðinu hafa staðið yfir síðustu mánuði. „Gríðarleg vinna hef- ur verið lögð í endurbæturnar og mikil ánægja er með nýja húsnæð- ið. Íslandspóstur deilir nú húsnæði með Arion banka sem hefur opn- að nýtt útibú í húsnæðinu. Opnun- artíminn er frá 10:00 – 14:00 alla virka daga. -fréttatilk. Nýtt pósthús opnað í Búðardal Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts og Ásta Emilsdóttir stöðvarstjóri í Búðardal. Ljósm. Steina Matt. Í síðustu viku fóru fram upptökur á efni í sjónvarpsþáttinn Stundina okkar sem sýndur er á RUV. Akra- nes var fyrsta stopp aðstandenda þáttanna í hringferð þeirra um landið. „Við munum heimsækja 27 staði víðs vegar um landið í sum- ar og hitta fjögur börn á hverjum stað á aldrinum sex til tólf ára. Við munum skoða staðina með börn- unum og láta þau sýna okkur það sem þeim finnst skemmtilegast,“ segir Sigyn Blöndal ein af að- standendum þáttanna í samtali við Skessuhorn. Sigyn segir að dagurinn hafi verið frábær á Akranesi og hún er ekki í vafa um að Skagakrakkarnir munu slá í gegn í haust þegar þátt- urinn verður sýndur. „Þetta eru skemmtilegir krakkar. Við fórum út um allt með þeim; kíktum á fót- boltavöllinn, skoðuðum vitann og fóru á Langasand. Þetta var bara frábær dagur.“ bþb Stundin okkar tekin upp á Akranesi Tökur fóru m.a. fram í Grundaskóla. Ljósm: Facebook Grundaskóla. PISTILL Stundum fæ ég það á tilfinninguna að Höskuldur Þórhallsson sé á rangri hillu í lífinu. Ég meina finn- ið bara mynd af manninum og ég skora á þig lesandi góður að reyna að þykja ekki vænt um hann. Ég hef stundum hugsað um hvað ég myndi gera ef ske kynni að ég myndi hitta hann. Myndi ég faðma hann? Alveg örugglega, ég myndi ekki segja neitt heldur halla höfði mínu á öxlina á honum, strjúka honum þéttingsfast um herðablaðið og anda djúpt í háls- málið á honum. Svo myndi ég horfa í augun á honum líkt og ég væri að segja: „Hössi minn, þetta verður allt í lagi...“ Svo myndi ég taka sjálfu með honum og mér, setja hana svo í prófíl mynd. Ég vona bara að #hösk- uldur2016 fari að trenda, hann verði kosinn og Framsókn haldi lífi. Bíddu aðeins ég veit hvernig ég hljóma, við þurfum alltaf þetta pólitíska jafn- vægi. Eða er það ekki annars? Það er náttúrulega ekki hægt að hafa eitt- hvað svona Kumbaya-dæmi með öll þessi óánægjuframboð, við þurfum eitthvað sem við þekkjum. Tökum dæmi: Ég kýs Sjálfstæðis- flokkinn og kýs þá um leið að leyfa þeim að leika sér aðeins með rík- isfyrirtæki og almannafé. Ég kýs Framsókn og baða mig í óvissu um framhaldið. Ég kýs Vinstri-græna eða Samfylkinguna og horfi upp á látlausa ósamstöðu, þeim langar svo mikið að laga brotna pottinn að þeir klára límið á fyrsta brotinu. Ég sætti mig í leiðinni við heimsmet í skatttöku. Allt í lagi en svo eru fleiri framboð, Píratar og Viðreisn. Pí- rata þekkjum við nú orðið og höf- um lært það að það er enginn valda- strúktúr, með óreiðu kemur skipu- lag eða eitthvað svoleiðis. Viðreisn er nýtt framboð, ég fór á síðuna þeirra og þetta er eiginlega copy/ paste af gildum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Same shit, diffe- rent day. En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. En þetta er búið að taka of lang- an tíma fyrir mig til að ræða málið sem er mér ofarlega í huga. Gísla- taka Framsóknarflokksins sem hef- ur átt sér stað nógu lengi til að sum- ir flokksmenn hafa þróað með sér Stokkhólms-heilkennið og eru í einhvers konar vondu eftirpartýi þar sem einhver Pottþétt diskurinn fær að snúast óáreittur í fermingarg- ræjunum hring eftir hring. Meira að segja forsætisráðherra er haldinn slíkri vanmáttakennd gagnvart Sig- mundi að hann, ásamt fleirum, er staddur í eftirpartýi hjá Simmanum síðan í apríl. Góðar stundir, Axel Freyr Eiríksson Gíslataka Framsóknar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.