Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201626 Vísnahorn Jæja man enginn neitt um vísurnar sem ég var að spyrja um í næstsíð- asta þætti? Hvernig er það? Mikið væri nú gaman ef einhver gæti rifjað eitthvað upp um þau mál. En svo við snúum okkur nú að einhverju hefðbundnu efni þessara þátta gæti verið gaman að rifja upp þessar vísur Árna Helgasonar í Stykkis- hólmi sem hann orti um vinnufélaga sína ,,á kontornum“: Hörður vor er heldur sár, hugar-vængur marinn, óstöðvandi eru tár af því Gunna er farin. Skilja eftir allt í neyð er svo títt hjá konum. Ætli það sé engin leið að önnur líkni honum. Það er nú þetta hver líknar hverjum og hvernig verða þau líknarverk best fram- kvæmd? Og hver verður sælastur að endingu, sá sem huggar eða sá sem er huggaður? Man ekki betur en þessi sé eftir Einar B. Björns- son í Eyjum: Mesta sælu í heimi hér hygg ég vera þetta. Fljóð að vefja í faðmi sér -ef fundið er hið rétta. Eiríkur Sigurðsson frá Hamarsseli orti til konu sinnar: Ég ráfaði í rökkurmóðu Reikull um lífsins brú Mér sendur var sólageisli -sólargeislinn varst þú. ,,Það eina sem ekki breytist er að allt breyt- ist“ var einhvern tímann sagt. Starfstími Al- þingis er sveigjanlegri en áður var og margt fleira sem er breytingum undirorpið. Ein- hvern tímann kvað Einar Friðriksson frá Hafranesi: Á Ísalandi allt um kring eykst sú fjandans svívirðing að allan standi ársins hring allrahanda kjaftaþing. Ekki ber alltaf saman stjórn og stjórnarand- stöðu um ástandið í þjóðfélaginu og hefur svo verið lengi. Gísli Helgason á Hrappsstöðum orti á sínum tíma: ,,Allt í lagi“ Eysteinn kvað á fjármálasviði þó enginn taki undir það frá almennu sjónarmiði. Sigfús Jónsson í Skrúð hefur fyrir nokkuð löngu gert sér ljóst að gæfan getur verið fall- völt og hvorki dauðinn né skatturinn verða umflúnir: Allt er lífið ógnarspil örlög tæpast flúin. Við það eitt að verða til var mér hætta búin. Allir hlutir eiga sér sitt uppgangstímabil. Síðan mislangan hápunkt og að því loknu hnignunartímabil sem getur verið mishratt eftir aðstæðum. Gildir þá einu hvort um er að ræða æviskeið manns eða dýrs, stjórnmála- flokk eða hugmyndafræði nú eða einhverja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar 2009 orti Atli Harðarson: Lóan er komin og kreppan er búin kosningar framundan, vorið og sól. Þjóðin með búsáhöld beygluð og lúin bindur nú trúss sitt við álf út úr hól. Hygg að það hafi verið Þórarinn M Bald- ursson sem kvað að vorlagi: Skógarþröstur grein af grein gáskafullur stekkur. Tvíræð vísa ein og ein af hans goggi hrekkur. Það sannast oft og iðulega og ekki síst fyrir kosningar að einstaklingarnir eru misánægð- ir í hjarta sínu og sést það gjarnan og finnst á tali þeirra. Ekki er ég nú svo fróður að ég geti sagt um hvern eða hverja Arnheiður frá Múla- húsum kvað: Sumra logar beiskjubál þó brosið kviki á vörum. Er sem leynist eitrað stál undir hægum svörum. Samt er nú alltaf gaman að hitta góða vini og jafnvel raula með þeim eina stöku eða tvær. Þessi er eftir Jón Þorfinnsson frá Mal- landi sem var kannske þekktastur í seinni tíð fyrir að hafa verið eiginmaður Guðrúnar frá Lundi: Þegar veður þjóta um grund og þreyta gleði mína, mætti ég kveða með þér stund myndi geðið hlýna. Hagmælska manna er með nokkuð mis- munandi hætti og ekki allir sem skynja form og fæðingarhríðir vísunnar með sama hætti ef svo mætti segja. Jón Ingvar Jónsson er maður hraðkvæður en að sjálfsögðu getur hann orðið þreyttur eins og annað fólk og lýsti þeim að- stæðum með þessum hætti: Ég get bara ekkert ort, enda sál mín lúin, veit því ekki alveg hvort enn sé vísan búin. Það hefur lengi gengið svo til að ein stétt tekur við af annarri við að ná fram kjarabót- um og taka þá gjarnan aðra stétt til viðmið- unar sem síðan tekur svo aftur þá fyrri sem viðmið fyrir sig við næstu samningagerð sína. Báðar vilja fá hækkanir ekki síðri en aðrar við- miðunarstéttir og helst meiri. Trúlega hafa verið einhverjar kröfugerðir í gangi þegar Jón Pálmason orti: Mörg er kröfukássan ljót, klækir á nöfum vega. Það er öfund, undirrót alls hins djöfullega. Oft verður það svo þegar menn fara að eld- ast að þeir líta til baka og sjá hlutina í misrós- rauðum ljóma. Ekki alltaf í sömu blæbrigðum og aðrir. Sigurjón Jónasson á Skefilsstöðum orti á sextugsafmælinu sínu: Hærugrár nú gel ég ljóð gjökt hef fár og hljóður sextíu ár um ævislóð iljasár og móður. Við vesalar mannskepnur búum nú gjarnan við mismiklar vinsældir meðbræðra okkar þó flest þykjum við nokkuð góð þegar við erum komin neðanjarðar. Þó bar svo við norður í landi að bóndi einn tók að halda á lofti erf- iníði um annan þá nýlega látinn. Þótti þetta að vonum missmekklegt því þó hinn látni hafi vafalaust ekkert verið saklausari en gengur og gerist voru áhöld um hvort ljóðmælandi væri að mun saklausari. Brást þá til varnar Lud- vig Rudolf Stefánsson Kemp sem var þó ekki manna þekktastur fyrir daglegan sálmasöng eða ónauðsynlega kurteisi í orðavali í sínum kveðskap og orti brag til varnar þeim látna. Þar í má finna þetta: Dauðra ró að raska við og reyna að spilla henni. Þekktir verða að svona sið sóða- og lubbamenni. Oft þarf að safna fyrir einhverjum góðum málefnum og stöku sinnum þykir einhverjum að nóg sé að gert eða að minsta kosti nógu fast sótt. Oft hafa þessi verk lent á kvenfélögunum sem sannar fyrst og fremst drullusokkshátt okkar karlmannanna. Ekki veit ég af hvaða tilefni Sigfinnur Mikaelsson orti þessa vísu en vafalaust hefur þar verið ómaklega að vegið: Fátt er líkt og fæst mun ýkt um fjárhagsþolið. Falsi sýkt var frúa volið. Fyrst var sníkt og svo var stolið. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Við það eitt að verða til - var mér hætta búin Menntamálaráðherra undirritaði 17. maí síðastliðinn nýjar endurskoðað- ar verklagsreglur um starfsemi fagr- áðs eineltismála í grunnskólum. For- eldrar og aðrir aðilar skólasamfélags- ins, svo sem nemendur, starfsfólk og stjórnendur grunnskóla, auk annarra sem starfa með börnum í skóla-, frí- stunda- eða tómstundastarfi, geta óskað eftir aðkomu fagráðsins ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn inn- an skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir aðkomu starfsfólks skóla og sérfræði- þjónustu sveitarfélaga. Sömu aðilar geta jafnframt vísað máli til fagráðs vegna meints aðgerðaleysis skóla eða sveitarfélags. Þær breytingar sem voru gerð- ar á verklagsreglunum eru til komn- ar að höfðu samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga og Skólastjór- afélags Íslands og byggja m.a. á reynslu fagráðsins á undanförnum misserum. „Haft var að leiðarljósi við gerð breytinganna að verklags- reglurnar þjóni sem best tilgangi sín- um skólasamfélaginu til góðs. Sem dæmi um breytingu má nefna að nú geta fleiri aðilar óskað eftir aðkomu fagráðs, áður voru það foreldrar og skólar en nú hafa bæst við nemend- ur, starfsfólk skóla, auk annarra aðila sem starfa með börnum í skóla-, frí- stunda- eða tómstundastarfi. Einn- ig er kveðið á um skipun varamanna ráðsins og hlutverk og ábyrgð verk- efnastjóra skilgreint. Verklagsregl- urnar bæta þær gömlu verulega upp m.a. með tilliti til bættra stjórnsýslu- hátta í meðferð mála sem berast fagráðinu,“ segir í frétt frá ráðuneyti menntamála. mm Endurskoðaðar verklagsreglur fagráðs eineltismála Skjámynd af heimasíðu um eineltismál. Alþingi samþykkti í síðustu viku fjölmörg lög. Meðal þeirra voru, með stuðningi allra þingflokka, samþykkt fjögur húsnæðismál fé- lags- og húsnæðismálaráðherra; um almennar íbúðir, húsnæðis- bætur, húsnæðissamvinnufélög og húsaleigulög. Með þeim er lagður grunnur að nýju leiguíbúðakerfi, auknum fjárhagslegum stuðningi við leigjendur, styrkari umgjörð húsnæðissamvinnufélaga og aukn- um réttindum leigjenda. Velferð- arnefnd afgreiddi einnig frumvarp um breytingar á lögum um sjúkra- tryggingar. Með lögunum er heilsu- gæslan efld sem fyrsti viðkomu- staður sjúklinga og tryggingavernd vegna heilbrigðisþjónustu aukin. Forsenda þess að einhugur náðist um afgreiðslu málsins var loforð ríkisstjórnarinnar um auknar fjár- veitingar til heilsugæslu og til nýs greiðsluþátttökukerfis. Í nefndar- áliti velferðarnefndar kemur fram að á fjáraukalögum þessa árs verði bætt við 300 – 400 milljónum í heilsugæslu til að fjölga stöðugild- um lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Þá mun nýtt greiðslu- þátttökukerfi taka gildi 1. febrú- ar 2017. Með innleiðingu þess er stefnt að því að enginn greiði meira en 50.000 kr. á ári, í stað 95.000 kr. eins og frumvarpið kvað á um, fyr- ir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfi sjúkra- trygginga. Fjármunir til að lækka greiðsluþakið verða tryggðir í fjár- lögum fyrir árið 2017. mm Lög um húsnæðismál og greiðsluþátttöku í heilsugæslu Nýverið færði Eiríkur Ellertsson á Örfirisey RE Hafrannsóknastofnun afar fáséðan og sérkennilegan fisk. Þessi fiskur nefnist batti (Dibranc- hus atlanticus) og veiddist í botn- vörpu 6. maí síðastliðinn á 695 m dýpi við Reykjaneshrygg. Fiskurinn var 15,5 cm langur. Í frétt Hafró segir að tegund þessi hafi einung- is einu sinni áður veiðst við Ísland, svo vitað sé. Sá fiskur veiddist í júní 2007 í botnvörpu á 550-700 m dýpi í Skaftárdjúpi og var 17 cm langur. mm Batti er afar sjaldséður fiskur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.