Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201614 astur fyrir túlkun sína á klikkaða prófessornum í Back to the Future,“ segir Knútur. Ætlar sér að halda áfram Knútur heldur að hann muni frek- ar halda sig fyrir aftan myndavél- ina í framtíðinni. „Ég er útskrifað- ur sem leikari en áttaði mig á því á miðri leið í náminu að í raun hef ég meiri áhuga á starfi leikstjórans. Ég sé samt alls ekki eftir því að hafa far- ið í leikaranámið; það hjálpar mjög mikið að þekkja starf leikarans vel ef maður ætlar að fara að leikstýra.“ Knútur vinnur þessa stundina hjá Elkem en ætlar að hefja nám í sál- fræði við Háskóla Íslands í haust. Hann sér samt ekki fram á að hætta í kvikmyndagerð. „Ég held ég muni aldrei hætta því. Það er svo gaman að geta skapað og búið eitthvað til. Mér finnst ekki skipta máli hversu mikið lof verkið gæti mögulega fengið. Verðlaunin mín eru að sjá verkið fullmótað. Það hvort fólk hafi gaman af því líka eða verkið komist á kvikmyndahátíð í Tran- sylvaníu skiptir ekki öllu máli; það er auðvitað mikill bónus og mjög gaman en á endanum snýst þetta um að gera eitthvað sem maður hefur gaman af,“ segir Knútur að lokum. bþb/ Ljósm. úr einkasafni Styrktarmót Valdísar Þóru Jóns- dóttur kylfings fór fram á Garða- velli laugardaginn 4. júní með þátt- töku um 170 kylfinga. Veðrið lék við kylfinga og völlurinn var í frá- bæru standi að sögn þátttakenda og kylfinga. Helstu úrslit voru eftirfar- andi: Kvennaflokkur 1. Ragnheiður Jónasdóttir 42 punktur 2. Bára Valdís Ármannsdóttir 37 punktar 3. Anna S Carlsdóttir 36 punktar betri á síðustu 3 Besta skor kvenna Ragnhildur Sigurðardóttir 75 högg Karlaflokkur 0-10,9 1. Rúnar Freyr Ágústsson 41 punkt- ur 2. Gísli Guðni Hall 39 punktar 3. Bergur Rúnar Björnsson 38 punktar betri á síðustu 3 Karlaflokkur 11-24 1. Gunnar Davíð Einarsson 42 punktar 2. Guðráður Gunnar Sigurðsson 41 punktur betri á síðustu 3 3. Leó Daðason 41 punktur Besta skor karlar Sigurður Pétursson 72 högg Nándarverðlaun 3. hola: Guðmundur Gústavsson 1,28 m 8. hola: Sigurður Pétursson 1,69 m 14. hola: Börkur G Þorgeirsson 2,73 m 18. hola: Arna Magnúsdóttir 36 cm Lengsta teighögg á 9. braut Karlar: Hjalti S Mogensen Konur: Ragnhildur Sigurðardóttir. Valdís Þóra og Golfklúbburinn Leynir vilja koma þökkum til allra þátttakenda, styrktaraðila og einn- ig þeirra sem aðstoðuðu við mótið á einn eða annan máta. bþb/ Ljósm. Erlingur Alfreð Jónsson. Styrktarmót Valdísar Þóru fór fram um helgina Hjónin Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir tóku á móti bílaáhugamönnum og öðrum gestum á bænum Eiði við Grund- arfjörð um liðna helgi. Tilefnið var hin árlega bíla- og verkfærasýning sem hjónin hafa haldið undanfar- in ár. Þarna mátti sjá nýjustu Toptul verkfærin ásamt glæsilegum sportbíl- um og mótorfákum. Margt var um manninn á meðan á sýningunni stóð enda eftir mörgu að slægjast og þá sérstaklega bakkelsinu sem Guðrún bar fram í vélaskemmunni. tfk Árleg bíla- og verkfæra- sýning á Eiði Hjónin á Eiði við New Holland dráttarvélina sem skartaði bandaríska fánanum í tilefni dagsins. Kvikmyndagerðarkonan Dögg Mós- esdóttir úr Grundarfirði er þekkt fyrir kvikmyndahátíð sína Nort- hern Wave sem hún heldur á hverju hausti í heimabæ sínum. Dögg segir að nú hafi hún opnað fyrir umsóknir fyrir stuttmyndir og tónlistarmynd- bönd fyrir hátíðina. En Dögg fæst við ýmislegt fleira. „Ég var sjálf að gefa út nýtt tónlist- armyndband fyrir tónlistarkonuna Védísi Hervöru, en Dögg hefur áður unnið myndbönd fyrir t.d. Úlpu, Dimmu og Láru Rúnars. „Ég og Vé- dís rekum saman framleiðslufyrir- tækið Freyja Filmwork ásamt Tinnu Hrafnsdóttur og Þóreyju Mjallhvíti H.Ómarsdóttur,“ segir Dögg. Hægt er að sjá myndbandið við lag Védísar Hervarar; Grace, á Youtube.com mm Gerði tónlistarmyndband við lag Védísar „Cover“ fyrir nýja lagið. Skagamaðurinn Knútur Haukstein Ólafsson varð heldur betur undr- andi í byrjun apríl þegar hann fékk tölvupóst frá kvikmyndahátíðinni International Vampire Film and Arts Festival þess efnis að stuttmynd hans, Drakúla, hefði komist inn á hátíðina sem haldin var dagana 26. – 29. maí. Stuttmynd Knúts er skop- stæling á kvikmyndinni Dracula eft- ir Tod Browning sem frumsýnd var árið 1931. „Ég trúði þessu varla og þurfti að lesa yfir tölvupóstinn tvisv- ar sinnum. Við erum fjórir sem stóðum að þessari mynd; ég sjálfur, Arnór Elís Kristjánsson og Heim- ir Snær Sveinsson en saman mynd- um við hópinn Flying Bus sem hefur verið að gera alls konar stuttmyndir og myndbönd í sex ár. Ásamt okkur var bróðir minn Matthías Haukstein Ólafsson með tvö hlutverk í þessari mynd,“ segir Knútur. Á heimaslóðum Drakúla Kvikmyndahátíðin fór fram í fyrsta skipti í ár og var haldin í borginni Sighisoara í Transylvaníu héraði í Rúmeníu. „Ég ákvað að fara og fylgja myndinni eftir; vera við frum- sýninguna og ræða við áhorfendur eftir myndina. Þetta er fyrsta skiptið sem ég fylgi mynd eftir erlendis. Það er virkilega gaman og mikill heið- ur að frumsýna myndina Drakúla á fæðingarstað Drakúla sjálfs í Tran- sylvaníu. Það er í raun fáránlegt að þessi mynd hafi komist á þessa há- tíð. Hún var ein af 73 myndum sem voru valdar úr 1100 myndum sem bárust keppninni. Þessi mynd er líka gerð fyrir lítinn sem engan pening. Við vorum þrír sem leikstýrðum og fjórir sem lékum. Enginn okkar hafði alvöru reynslu af kvikmynda- gerð né leiklist; ég var reyndar á fyrstu önninni minni í Kvikmynda- skólanum. Þessi mynd var í raun bara gerð með þrífæti, myndavél og ímyndunarafli. Hún er mjög hrá. Ég hef gert nokkrar myndir og er t.a.m. mjög ánægður með útskriftarverk- efnið mitt úr Kvikmyndaskólanum. Hún er gerð fyrir smá pening auk þess sem fleiri komu að henni og ég var reynslumeiri. Þrátt fyrir allt þetta er það stuttmynd sem við vin- irnir gerðum í hálfgerðu gríni sem er fyrsta myndin mín sem kemst inn á hátíð erlendis. Það spillti ekki gleðinni að við fengum viðurkenn- ingu fyrir myndina í lok hátíðar- innar; svokölluð Silver Stake Aw- ard verðlaun ásamt 12 öðrum stutt- myndum,“ segir Knútur. Knútur er mjög ánægður með ferðina. „Þetta er besta ferð sem ég hef farið í. Þetta er staður sem manni hefði líklega aldrei dottið í hug að heimsækja annars. Borgin er frekar mögnuð. Það er svolítið eins og ekk- ert hafi breyst í nokkrar aldir þarna. Það er mikið gert út á Drakúla í borginni. Þá meina ég hinn eina og sanna sem fæddist í borginni, Vlad Dracula, sem var þekktur fursti á 15. öld. Hann var einna þekktastur fyr- ir að myrða óvini sína á grimmileg- an hátt og stjaksetti marga.“ Hátíðin ekki nógu vel skipulögð Eins og fyrr segir fór hátíðin fram í fyrsta sinn í ár. „Hátíðin hefði mátt vera betur skipulögð. Það voru svo sem skýringar á því að vissu leyti. Borgin ætlaði t.d. að styrkja hátíðina en bakkaði með það einum og hálf- um mánuði áður en hún var haldin. Þeir sem héldu hátíðina voru að fóta sig í þessu og koma líklega reynsl- unni ríkari inn í hátíðina á næsta ári,“ útskýrir Knútur. „Það hefði líka mátt vera fleira fólk, þetta var ekkert rosalega stór hátíð en ég hef fulla trú á að hún vaxi bara með ár- unum. Það var rosalega mikið um að vera á hátíðinni, þetta var ekki bara kvikmyndahátíð; það voru sýnd leik- rit, haldnir fyrirlestrar og ýmislegt fleira. Það var aldrei dauð stund,“ bætir hann við. „Það sem mér fannst skemmtileg- ast við þessa hátíð var það að fá að hitta kvikmyndagerðafólk alls stað- ar að. Að fá að eiga í samræðum við fólk sem brennur fyrir sama áhuga- mál gefur manni mikinn innblástur. Ég kynntist mörgum þarna úti og hef verið í sambandi við það fólk nær alla daga síðan ég kom heim. Mynd- irnar voru líka margar mjög góð- ar. Þó svo að okkar mynd hafi ver- ið gerð fyrir lítinn sem engan pen- ing voru margar myndir þarna gerð- ar fyrir töluverða fjármuni; margar mikið flottari en okkar. Fyrir kvik- myndanörd eins og mig fannst mér t.d. mjög skemmtilegt, og eiginlega bara heiður, að vera með kvikmynd á sömu hátíð og mynd sem innihélt Christopher Lloyd, sem er þekkt- Á vampíruhátíð í Transylvaníu Knútur fór og var viðstaddur frumsýninguna í Rúmeníu. Stuttmyndin er skopstæling á kvikmyndinni Dracula frá 1931.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.