Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201610 Í Borgarnesi verður á föstudag opnaður veitingastaðurinn Ok Bistro. Eigendur staðarins eru þær Bryndís Pétursdóttir og Eva Kar- en Þórðardóttir auk Þórðar Bach- manns og Hafsteins Haslers eig- enda Grillhússins. Veitingastað- urinn er á efstu hæð í húsinu við Digranesgötu 2, fyrir ofan útibú Arions banka. „Útsýnið er mjög fallegt hérna bæði inn Borgar- fjörðinn og þegar litið er til Hafn- arfjallsins og nýtt listaverk blasir við okkur á hverjum degi. Útsýn- ið spilar svolítið hlutverk á staðn- um. Það er hluti af upplifuninni. Við viljum að fólk komi hingað á Ok til þess að njóta; hér á að vera rólegt og þægilegt andrúmsloft,“ segir Bryndís Pétursdóttir. Nýi veitingastaðurinn tekur 70 manns í sæti. Ok Bistro mun leggja áherslu á ferskleika í sinni matargerð „Við munum leggja áherslu á að allt okkar hráefni sé ferskt. Hér í Borgarfirði er mikil framleiðsla á ferskri matvöru, lífrænt vott- að lamb frá Varmalæk sem verð- ur á matseðlinum, jafnframt græn- meti og ávextir úr gróðurhúsum á Kleppjárnsreykjum. Okkur finnst óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn þegar hráefnið er nánast allt til hér í nágrenni við okkur,“ segir Völ- undur Völundarson yfirkokkur á staðnum í samtali við blaðamann. Ok en ekki okay Nafn staðarins er sótt í fjall í Borgarfirði. „Ok kom snemma upp þegar við vorum að velta fyr- ir okkur nafni á staðinn; það komu upp margar aðrar hugmyndir en við sammæltumst síðan um Ok. Það má segja að nafnið sé valið til minningar um jökulinn Ok,“ segir Bryndís en Ok uppfyllir ekki leng- ur ákveðin skilyrði svo hann geti talist jökull og því fyrsti nafnkunni jökull landsins til þess að missa nafnbótina og er því nú talinn vera fjall. Bryndís og Völundur eru ekki hrædd um að nafnið misskiljist og staðurinn verði kallaður Okay Bistro. „Nei, við erum ekki hrædd um það. Við munum sjá til þess að þjónustan, maturinn og upplifun- in verði meiri en bara okay,“ seg- ir Bryndís og brosir. „Við erum öll mjög spennt að takast á við þetta verkefni og hlökkum til að opna og fá til okkar gesti.“ segir Bryndís að lokum. bþb Veitingastaðurinn Ok Bistro verður opnaður á föstudaginn í Borgarnesi Bryndís og Völundur í Ok Bistro í Borgarnesi. Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borg- nesingur, leggur af stað hjólandi hringveginn í dag, miðvikudag- inn 8. júní. „Ég ætla ekki að vera með neinn æsing og stefni á að taka 16 daga í þetta,“ segir Steini þeg- ar Skessuhorn hafði samband við hann. „Það eru svona að meðal- tali um 85 kílómetrar á dag,“ bæt- ir hann við. Steini byrjaði að hjóla fyrir tveimur árum og hjólaði Snæ- fellsnesshringinn síðasta sumar. Eftir það hefur hann verið staðráð- inn í að hjóla hringveginn. Hann segir þessa ferð fyrst og fremst vera áskorun á sjálfan sig en einnig ætl- ar hann að láta gott af sér leiða og safna peningum fyrir ADHD sam- tökin. „Þetta málefni stendur mér nærri en ég á nokkur barnabörn sem eru greind með ADHD,“ seg- ir Steini. Hægt er að fylgjast með ferð- inni á Facebook en þar hefur Steini opnað síðuna: „Athygli já takk hjól- að hringinn.“ Reikningsnúmer fyr- ir söfnunina er: 354-13-200093 og Kennitala: 100354-7569. arg Steini Eyþórs hjólar hringveginn Þorsteinn Eyþórsson 62 ára Borgnesingur byrjaði að hjóla fyrir tveimur árum og í dag leggur hann af stað hjólandi hringveginn og ætlar að safna áheitum fyrir ADHD samtökin. „Þetta var skemmtilegur fiskur og tók vel í. Það er gaman að byrja sumarið svona,“ sagði Kristinn Sig- mundsson söngvari en hann var ásamt öðrum stórsöngvara, Krist- jáni Jóhannssyni, við opnun Norð- urár á laugardaginn. Kristinn veiddi 94 sentimetra fisk á fluguna Hauginn og er það fyrsti lax veiði- sumarsins á land. „Já, þetta var bar- átta og hann var erfiður á tímabili en þetta hafðist þegar Kristján kom með háfinn. Fiskurinn fór á taug- um við að sjá Kristján,“ sagði Krist- inn ennfremur, skellihló um leið og hann sleppti laxinum aftur í ána. „Það er fátt skemmtilegra en þetta. Þó að þessir þrír laxar sem ég setti í hafi sloppið. Þetta var skemmtilegur félagsskapur,“ sagði Kristján Jóhannsson sem var ánægður með daginn. Einar Sigfússon sölustjóri Norð- urár sagði daginn hafa verið frábær- an. „Frábær byrjun, 27 laxar á land fyrsta daginn. Fullkominn dagur,“ sagði Einar. Veiðimenn eru bjartsýnir nú í upphafi veiðitímans og víða hef- ur frést af laxi í ánum, til dæmis er mikið gengið af fiski í Þverá. Þá hafa þeir laxar sem veiðst hafa þessa fyrstu daga komið mjög vel haldn- ir úr sjó. Á það bæði við um Norð- urá og Blöndu, en þar hófst veiði á sunnudaginn og gekk ævintýralega vel. Um þrír tugir laxa komu þar á land á fyrstu vakt. Góð veiði í Hraunsfirðinum Silungsveiðin hefur víða verið góð það sem af sumri og veiðimenn fengið ágæta veiði. Í Hraunsfirði á Snæfellsnesi hefur veiðin geng- ið vel og margir fengið vel í soð- ið. Hraunsfjörðurinn hefur ver- ið óvenju gjöfull þetta árið. Strax um leið og hann varð íslaus í byrj- un apríl, fóru menn að reyna og fengu ágætis bleikjur - ekki marg- ar, en fallegar. Um leið og fór að hlýna fór svo að veiðast mjög vel. Mörgum hefur reynst best að fara í hraunið austan megin við fjörð- inn og ganga austur með hraun- röndinni rétt sunnan Arnarsteins. Þarna er frekar aðdjúpt og bleikj- an virðist sækja í kantinn á dýp- inu og er greinilega í marfló. Svo hafa veiðimenn gert góða veiði ut- arlega í Búðavoginum. Helstu flug- urnar hafa verið Krókurinn, Mar- fló, Toppflugupúpan, Langskeggur og Peacock. Um síðustu helgi var ótrúlega fallegt veður. Á laugardeg- inum fór hitinn hátt í 20°C. Örlítið vestar, í Kolgrafafirði og Grundar- firði var hins vegar svartaþoka. Bjarni Júlíusson fór á laugardags- morgni og gerði góða ferð. „Ég var búinn að reyna ýmislegt og ekki fengið eina einustu töku,“ sagði Bjarni, „Þegar ég setti litla græn- glitrandi púpu undir. Það var fisk- ur á í fyrsta kasti.“ Bleikjan hef- ur verið frá 30 - 50 cm, flottir fisk- ar og sagði Bjarni að flestir þeirra hefðu verið úttroðnir af marfló. Ein þeirra hafði reyndar verið að gæða sér á einhverri flugu, líklega topp- flugunni. Hraunsfjörðurinn er vin- sæll staður og þarna er fín aðstaða fyrir tjöld og tjaldvagna. Ekki eru seld veiðileyfi í Hraunsfjörð, en handhöfum Veiðikortsins er heim- ilt að veiða þarna. gb Fjör og frábær veiði við opnun Norðurár Kristinn og Kristján voru kampakátir á árbakkanum við opnun Norðurár. Fyrsti lax sumarsins kominn í háfinn í Norðurá. Þetta reyndist 94 sentimetra fiskur og var honum sleppt. Falleg bleikja úr Hraunsfirðinum. Þessi virkaði fínt í Hraunsfirðinum. Fráfarandi Stjórn Veiðifélags Norðurár hélt nýverið afmælisfund en veiðifélagið er 90 ára um þessar mundir. Myndin var tekin við það tilefni. F.v. Elvar Ólason, Mar- grét B Sigurðardóttir, Birna G Konráðsdóttir, Sigrún Ása Sturludóttir og Brynjólfur Guðmundsson. Tvö ný komu í stjórn eftir að þessi mynd var tekin. Í stað Brynjólfs og Margrétar sitja nú í stjórn Guðrún Sigurjónsdóttir og Arnlaugur Guðmundsson. Ljósm. ag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.