Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201624 Að venju var skipulögð dagskrá alla helgina þegar sjómannadagur- inn var haldinn hátíðlegur í Snæ- fellsbæ, enda dugir ekkert minna en þrír dagar í slík hátíðarhöld. Dagskráin var stútfull af skemmti- efni og ekki spillti gott veður fyrir. Á föstudag byrjaði dagskráin með dorgveiðikeppni í umsjón Sjósnæ. Þar keppti fjöldi barna og var vel fiskað. Síðar um kvöldið var far- ið í skemmtisiglingu á þremur bátum þar sem þröngt var setið enda margir sem fóru með bátun- um. Að lokum var haldið grill þar sem kirkjukór Ólafsvíkur söng létt sjómannalög og trúbadorinn Eg- ill söng fyrir gesti, auk þess sem hoppukastalar voru á svæðinu fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagurinn var stútfullur af skemmti- og keppnisgreinum. Há- tíðin fór fram við höfnina í Rifi og var þetta í fyrsta sinn sem sameig- inleg hátíð var haldin í Snæfellsbæ. Voru flestir sammála um það að þetta fyrirkomulag væri kom- ið til að vera enda voru um þús- und manns samankomnir á hafn- arsvæðinu þegar mest var. Keppt var í hefðbundnum greinum og sá Sirkus Íslands um að skemmta ungum sem öldnum, auk þess sem opið hús var í Björgunarsveitar- húsinu Von. Slysósúpa var í boði Hraðfrystihúss Hellissands og KG fiskverkunar þar sem gestir róm- uðu súpuna og var löng biðröð efir að fá súpu. Á laugardagkvöld- ið mættu um 400 manns á sjó- mannahóf í félagsheimilinu Klifi. Kári Viðarsson var veislustjóri, sjómannskonur voru heiðraðar og hljómsveitin Bandamenn lék fyr- ir dansi. Í sjómannagörðunum í Ólafsvík og á Hellissandi var há- tíðardagskrá á sunnudeginum þar sem sjómenn voru heiðraðir og ungmenni spiluðu tónlist. af Vel viðraði á sjómannadagshátíðina í Snæfellsbæ Þorgrímur Benjamínsson og Guðleifur Guðmundsson voru heiðraðir í Ólafsvík fyrir störf sín við sjávarútveg. Hér eru þeir félagar ásamt eiginkonum sínum. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri HH er hér ásamt June Scholtz og Gunnari Ólafi Sigmarssyni að framreiða súpu. Pétur Steinar Jóhannsson var heiðraður vegna störf sín fyrir sjávarútveg og vegna starfa sinna sem formaður sjómannadagsráðs, ásamt því að sjá um Sjómann- dagsblað Snæfellsbæjar. Hér er hann ásamt konu sinni Guðrúnu Víglundsdóttur. Sirkus Íslands sá um að skemmta á höfninni í Rifi. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og sýndi björgun úr sjó við skemmtisiglinguna. Sjómannadagurinn var haldinn há- tíðlegur um allt land síðastliðinn sunnudag. Í Stykkishólmi var dag- skrá fram eftir degi. Blóm voru lögð við minningarreit drukkn- aðra sjómanna í kirkjugarðinum og við minnisvarða látinna sjómanna. Haldin var sjómannamessa þar sem sjómennirnir Henrý Ólafsson og Páll Guðmundsson voru heiðrað- ir. Skrúðganga var farin frá tónlist- arskólanum niður að höfn þar sem minnisvarði um Blika var afhjúp- aður (sjá aðra frétt hér í blaðinu). Við höfnina voru ýmis hefðbund- in skemmtiatriði í anda sjómanna- dagsins, þar sem farið var í koddas- lag, stakkasund, brettahlaup, kapp- róður á kajak og fleira. grþ / Ljósm. sá. Sjómannadagur í Stykkishólmi Páll Guðmundsson var heiðraður á sjómannadaginn. Henry Ólafsson var heiðraður í Stykkis- hólmi á Sjómannadaginn. Ljósm. Jón Einar Jónsson. Farin var skrúðganga frá tónlistar- skólanum niður að höfn. Veðrið lék við gesti og gangandi í Stykkishólmi á sjómannadaginn. Ýmis skemmtiatriði voru við höfnina í tilefni dagsins, svo sem stakkasund.Einbeittur þátttakandi í brettahlaupi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.