Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 9 Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 samkvæmt 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Vatnsás - Breyting á aðalskipulagi. Meginmarkmið breytinga á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 er vegna þess að skortur er á lóðum undir minni fjölbýli og parhús í Stykkishólmi. Með aðalskipulagsbreytingu í Vatnsási verður heimilað að setja land undir íbúðarhúsabyggð. Fyrir liggur ósk um lóðarúthlutun til handa gistiþjónustu í smáhýsum. Vel fer á því að koma slíkri þjónustu fyrir í næsta nágrenni við tjaldsvæði. Rekstur gistiþjónustu/rekstarleyfis í íbúðarsvæði Vatnsás verður óheimill. Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 8. júní til 20. júlí 2016. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér aðal- skipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 20. júlí 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Auglýsing um nýtt deiliskipulag við Vatnsás – Stykkishólmsbær Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi 2002-2002. Markmiðið er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni er varðar tegund og stærð húsnæðis þar sem lögð er áhersla á parhús og minni fjölbýlishús. Skapa skilyrði fyrir fjölbreytni og ákveðinu sveigjanleika er varðar stærðir íbúða þar sem lögð er áhersla á minni íbúðir, o.fl. Ásamt því að móta þétta byggð fyrir ferðaþjónustu hús þar sem möguleikar er á útleigu gistirýma. Rekstur gistiþjónustu/rekstarleyfis í íbúðarsvæði Vatnsás verður óheimill. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 8. júní til 20. júlí 2016. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 20. júlí 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Lóð númer 3 við Nýrækt - Stykkishólmsbær Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ástæða breytinga er nýtt deiliskipulag íbúða- og ferðaþjónustuhverfis á Vatnsás sem fer að hluta til inn á lóð nr. 3 í deiliskipulagi Nýræktar. Lóð númer 3 verður minnkuð. Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is, og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 8. júní til 20. júlí 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 20. júlí 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 6 Stykkishólmsbær Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 – 2022 Matvælastofnun greinir frá því að borið hafi á skorti á dýralyfj- um í landinu í vor. „Ástandið hef- ur verið sérstaklega slæmt varð- andi sýklalyf og hafa komið tímabil þar sem sýklalyf til notkunar handa dýrum hafa verið af mjög skorn- um skammti. Einnig hefur borið á skorti á öðrum lyfjum, t.d. sauðfjár- bóluefninu Tribovax sem var ófá- anlegt á versta tíma nú í vor. Áður hefur borið á skorti á dýralyfjum í landinu og því um þekkt vanda- mál að ræða sem kemur illa niður á heilbrigði og velferð dýra auk þess sem það veldur bændum búsifjum. Eins og gefur að skilja eru bændur og dýralæknar áhyggjufullir vegna þessa ástands og spyrja hvað veld- ur,“ segir í frétt Mast. Borist hafa nokkrar fyrirspurn- ir varðandi málið. „Hafa fyrir- spyrjendur jafnvel talið að ástæða skorts á dýralyfjum nú, megi rekja til herts eftirlits Matvælastofnunar með ávísunum dýralækna á sýklalyf til sauðfjárbænda. Rétt er að Mat- vælastofnun hefur hert eftirlit með notkun sýklalyfja í dýr en það hef- ur ekki haft áhrif á framboð á dýra- lyfum í landinu. Skýringar á lyfja- skortinum nú eru nokkrar, en þess- ar eru helstar að erlendis er skort- ur á virkum efnum í dýralyf. Verk- smiðjur sem framleiða virku efn- in hafa glímt við erfiðleika í fram- leiðslunni og því hafa þær ekki get- að afhent virku efnin til lyfjafram- leiðenda. Þá hefur Tribovax bólu- efnið og önnur sambærileg bólu- efni skort víða í Evrópu á þessu ári. Við bættist hér á landi að stór send- ing af Tribovax fór forgörðum nú í vor vegna mistaka við hitastýringu sendingarinnar til landsins. Send- ingunni var fargað því gæði bólu- efnisins var ekki tryggt. Þegar önn- ur pöntun fór til framleiðenda er- lendis reyndist erfitt að fá meira af bóluefninu vegna vandamála við framleiðslu.“ Að lokum segir í frétt Matvælastofnunar að lyfjaskortur er ekki sér íslenskt vandamál held- ur alþjóðlegt. mm Borið hefur á skorti á dýralyfjum í vor Síðastliðinn föstudag fór braut- skráning fram við Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri. Athöfn- in var í Hjálmakletti, sal Mennta- skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Dr. Björn Þorsteinsson flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar í framtíðinni. Alls útskrifuðust 35 nemendur af búfræðibraut, ellefu úr fjarnámi og 24 úr staðarnámi. Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á bú- fræðiprófi sem og góðan árangur í nautgriparækt. Arnar Már Sigurðs- son hlaut verðlaun fyrir góðan ár- angur í bútæknigreinum og einn- ig fyrir góðan árangur í hagfræði- greinum. Karen Helga Steinsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og Einar Dan Jepsen hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í námsdvöl. Þá var einnig útskrifað á háskóla- brautum. 13 nemendur útskrifuð- ust með BS próf af Búvísindabraut og Hestafræðibraut. Verðlaun fyr- ir góðan árangur á BS prófi á Bú- vísindabraut hlaut Egill Gautason. Fjórir nemendur luku BS prófi í Náttúru- og umhverfisfræði. Jón- ína Hólmfríður Pálsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárang- ur á BS prófi á brautinni. Fimm nemendur luku BS prófi á Skóg- fræði- og landgræðslubraut. Berg- þóra Jónsdóttir hlaut verðlaun fyr- ir góðan árangur á BS prófi á braut- inni. Þá útskrifuðust átta nemend- ur með BS próf af Umhverfisskipu- lagsbraut. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum, góðan árangur í plöntunotkun sem og góðan náms- árangur á námsbrautinni. Þá fékk Anna Kristín Guðmundsdóttir við- urkenningu frá kennurum braut- arinnar fyrir óeigingjarnt framlag til styrktar brautinni. Ruth Guð- mundsdóttir hlaut einnig verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir loka- verkefni á BS prófi með einkunina 9,6. Egill Gautason hlaut verð- laun fyrir bestan árangur á BS prófi með einkunina 9,02. Naomi Dés- irée Bos hlaut einnig verðlaun fyr- ir góðan árangur á BS prófi en ein- ungis munaði 0,02 á þeim Agli í einkunn. Fjórir nemendur luku MS prófi í Skipulagsfræðum og hlaut Myrra Ösp Gísladóttir verðlaun fyrir góð- an námsárangur á brautinni. Þá lauk Hrannar Smári Hilmarsson rannsóknarmiðuðu meistaranámi. Um tónlistarflutning á útskriftar- athöfninni sáu Anna Kristín Guð- mundsóttir og Eva Margret Eiríks- dóttir. bss Brautskráð frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.