Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20166 Kynna væntan- legt landsmót UMFÍ BORGARNES: Eins og kunnugt er verður Ung- lingalandsmót UMFÍ hald- ið í Borgarnesi um versl- unarmannahelgina, dagana 28. júlí – 1. ágúst. Vegna þess er boðað til íbúafundar í Hjálmakletti fimmtudag- inn 23. júní kl. 20. „Íbúa- fundinum er ætlað að upp- lýsa íbúana um þá þætti unglingalandsmótsins sem munu koma til með að hafa áhrif á daglegt líf íbúanna meðan á móti stendur. Sein- ast var Unglingalandsmót í Borgarnesi 2010 og voru keppendur þá 1.700 og með aðstandendum voru um 13.000 manns voru í Borg- arnesi mótsdagana. Er því um mikla lyftistöng að ræða fyrir samfélagið allt og mik- ilvægt að íbúar séu vel upp- lýstir til að mótið geti geng- ið sem best fyrir sig,“ seg- ir Eva Hlín Alfreðsdóttir verkefnisstjóri UMFÍ vegna landsmótsins. -mm Óku útaf með leiðsögn gps tækja VESTURLAND: Alls urðu níu umferðaró- höpp í umdæmi lögregl- unnar á Vesturlandi í lið- inni viku. Erlendur öku- maður sem ók eftir leið- sögn gps tækis vestur Snæ- fellsnesveg var á of mikl- um hraða og náði því ekki hægri beygju við Vegamót inn á Vatnaleiðina, þeg- ar tækið sagði honum að beygja. Ökumaður og far- þegar sluppu ómeiddir að mestu en bíllinn var mik- ið skemmdur og óökuhæf- ur. Hliðstætt mál varð ný- lega við Heydalsvegamótin en þar endaði ökuferð út- lendinga ofan í vegskurði þegar beygt var skyndilega samkvæmt leiðbeiningum gps tækis, án þess að gætt væri að ökuhraðanum. Í því óhappi endaði einn far- þeginn á sjúkrahúsi. Ung- ur ökumaður velti bíl sín- um á Útnesvegi við Arnar- stapa er hann var að mæta öðrum bíl. Ökumaður- inn hlaut höfuðhögg og var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Þá missti ungur ökumaður í innanbæjarakstri á Akra- nesi, stjórn á bíl sínum og ók á ljósastaur. Ástæðan fyr- ir óhappinu var sú að hann var að leita að gsm síman- um sínum. Var ökumaður- inn á lítilli ferð og í bílbelti og slapp hann við meiðsli. Bíllinn skemmdist tölu- vert og var dreginn burt af kranabíl. Alls voru fimm ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur í vik- unni. Einn þeirra grunuðu var ökumaður bíls sem fór útaf og valt. Þar að auki voru fimm ökumenn tekn- ir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Erlendir ferðamenn sem lögreglan hafði afskipti af á Snæfells- nesi í síðustu viku, reyndust vera með nokkur grömm af kannabisefnum í fórum sínum sem lögreglan lagði hald á. Þeir sögðust hafa keypt fíkniefnin í Reykja- vík. Gengið var frá málinu með sektargerð. Loks má geta þess að hraðamynda- vélarnar mynduðu um 400 ökumenn á of miklum hraða víðs vegar um landið í síðustu viku. Þar af voru um 100 ökumenn mynd- aðir við Fiskilæk sunn- an Hafnarfjalls. Lögreglu- menn mældu og tóku um 40 ökumenn fyrir of hrað- an akstur í eftirliti sínu um umdæmið í vikunni. -mm/tkþ Nafn nýstúdents féll út SNÆFELLSBÆR: Í frétt í síðasta tölublaði um brautskráningu stúdenta úr Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði féll út eitt nafn nýstúdents af félagsfræðibraut. Hún heit- ir Sandra Rut Steinarsdótt- ir. Beðist er velvirðingar á þessu. -mm Sláttur hófst á tveimur jörðum í Hvalfjarðarsveit mánudaginn 6. júní. Á bæjunum Vestra-Reyni und- ir Akrafjalli og Belgsholti í Mela- sveit. Gaman er að segja frá því að á báðum bæjum voru það vinnu- mennirnir sem tóku þá ákvörð- un að hefja slátt þegar bændurn- ir sjálfir höfðu brugðið sér bæjar- leið. Haraldur bóndi á Reyn fór á landsleik í fótbolta með syni sínum en nafni hans Haraldur í Belgsholti þurfti að skeppa með spaða úr vind- myllu sinni til viðgerðar á Akureyri. „Strákarnir hafa vafalítið verið búnir að hafa Bubba í eyrunum allan dag- inn og sá gamli komið þeim í þetta stuð,“ sögðu þeir Haraldar báð- ir þegar Skessuhorn ræddi við þá í gærmorgun, ánægðir með framtaks- semi vinnumanna sinna. Eins og fram kom í fréttum varð Bubbi Morthens stórsöngvari 60 ára þennan dag og hljómuðu lög hans á öllum útvarpsrásum liðlang- an daginn. Á báðum þessum jörð- um í Hvalfjarðarsveitinni er búið með kýr og því dýrmætt að ná góð- um heyjum þetta snemma. Spretta hefur verið mikil undanfarna daga um gjörvalt Vesturland enda hlýtt í veðri og jörð sæmilega rök. Búast bændur sem Skessuhorn ræddi við að almennt hefji menn slátt um eða upp úr miðjum júní, í það minnsta þar sem tún eru friðuð. Góð veð- urspá er fyrir komandi daga. mm Vinnumennirnir hófu slátt meðan bændur brugðu sér af bæ Þokkalega var sprottið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem samsett er úr báðum slægjunum (Belgsholt til vinstri og Vestri-Reynir til hægri). Síðastliðinn föstudag kom flutn- ingaskipið Wilson Elbe til hafnar í Rifi. Farmur skipsins var stálþil sem fara á í norðurkantinn í Rifshöfn. Flutti skipið þúsund tonn af stálþili til Íslands, en þar af fóru 410 tonn á land í Rifi en hin 590 tonnin til Grindavíkur. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaður í Rifshöfn á næstu þremur árum. Þar á að framkvæma fyrir um það bil 500 milljónir króna samkvæmt áætlun. Verkinu verður skipt upp í þrjá áfanga á jafn mörg- um árum. Stálþilið sem skipta á um er kom- ið til ára sinna enda orðið 53 ára gamalt. Einnig á að skipta um 4000 fermetra þekju en í hana fara 900 rúmmetrar af steypu. Nýja þilið verður rekið niður meter frá gamla stálþilinu og verður það gamla lát- ið standa fyrir innan. Sett verða ný masturshús og öll lýsing á hafn- arsvæðinu endurnýjuð. Við kant- inn verður dýpkað þannig að dýp- ið verði sjö metrar á 130 metra kafla og fimm metrar á 70 metra kaflan- um fyrir ofan. Áður en framkvæmd- ir geta hafist þarf að flytja löndun- arkranana burtu til geymslu þar til búið verður að reka niður stálþil- ið og steypa þekjuna. Í fyrsta áfanga verður rekið niður um það bil 130 metrar af stálþilinu. Verður byrjað að reka það niður þar sem löndunar- kranarnir standa nú og haldið áfram í austur. Niðurrekstur á þilinu verð- ur boðinn út seinni partinn í júní og búist við að vinna við verkið geti hafist í haust. þa Miklar framkvæmdir framundan í Rifshöfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.