Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 08.06.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201612 Hin sautján ára Anna Þór- hildur Gunnarsdóttir frá Brekku í Norðurárdal er dúx Menntaskóla Borgarfjarð- ar. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með 9,79 í meðaleinkunn. Hún hlaut einnig viðurkenning- ar fyrir góðan námsárang- ur í dönsku, íslensku, tungu- málum, náttúruvísindum og stærðfræði. Þá fékk hún við- urkenningu fyrir afburða ár- angur á lokaverkefni, ásamt fjórum öðrum nemendum. Önnu Þórhildi hefur alla tíð gengið vel í námi. „Ég hef alltaf reynt mitt besta og uppskorið eftir því. Ég sleppti tíunda bekk og fór beint í menntaskóla eftir ní- unda bekk. Það stóð þann- ig á námslega séð. Ég var búin að taka nokkra áfanga í menntaskólanum og fékk að fara beint þangað í stað þess að vera í nokkrum fögum í báðum skólunum,“ segir Anna Þórhildur sem áður var nem- andi í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Engar skítareddingar Anna Þórhildur útskrifaðist ekki einungis úr Menntaskólanum á dögunum. Hún lauk einnig fram- haldsstigi í píanóleik hjá Tónlist- arskóla Borgarfjarðar á sama tíma. Hún hóf nám við tónlistarskólann fyrir tíu árum og hefur stundað það nám samhliða námi í grunn- og menntaskóla. Hún segir tónlist- arnámið hafa hjálpað sér í gegnum tíðina enda hafi hún lært að skipu- leggja sig vel í gegnum það. „Ég hef eytt meiri tíma í að æfa mig en að læra. Reyndar fer það líka eftir því hvaða áfanga maður er að taka hvernig maður lærir en píanónám- ið er öðruvísi. Það er einstaklings- miðað og þar uppsker maður eins og maður sáir, það fer eftir manni skjálfum hvernig gengur. Þar er ekkert hægt að vera með nein- ar skítareddingar eins og hægt er að gera fyrir próf, þú lærir ekkert allt kvöldið áður. Það heyrist vel ef maður er óæfður,“ segir Anna Þór- hildur. „Það heillar mig hvað þetta er krefjandi,“ bætir hún við. Í bók- lega náminu heillaði stærðfræðin Önnu mest. „Mér fannst reynd- ar gaman í flestum áföngunum. Ef maður hefur þannig hugarfar, þá finnst manni skemmtilegra að læra. Lífið er stutt og maður verður að hafa gaman að því. Sumir áfang- arnir í menntaskóla eru skyldu- áfangar og fyrst maður er ekkert að breyta kerfinu þá er eins gott að sætta sig við það og hafa gaman af því,“ segir hún jákvæð. Rökhugsun og hlutföll bak nótnanna Þrátt fyrir miklar annir í skólan- um og tónlistinni hefur Anna Þór- hildur ýmis önnur áhugamál. Hún hugar meðal annars að því að rækta líkama og sál og stundar kraftlyft- ingar af kappi. „Manni líður allt- af svo miklu betur ef maður er í góðu formi. Þá getur maður stað- ið betur undir álagi og er í betra andlegu jafnvægi. Mamma mín, Íris Gröndfeld íþrótta- fræðingur og gömul frjáls- íþróttakempa, hefur hjálpað mér mikið á því sviði,“ segir hún. Í sumar starfar Anna í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem hún leiðbeinir á sýning- um og vinnur ýmis verkefni fyrir Skjalasafn Borgarfjarð- ar. Í haust mun hún fara á nýjar slóðir og flytja til höf- uðborgarinnar þar sem hún mun leigja íbúð með eldri bróður sínum. „Ég er að fara í áframhaldandi píanónám við Listaháskóla Íslands und- ir leiðsögn Peters Maté. Ég hlakka mikið til að færa mig alveg í píanóið, í stað þess að halda jafnvægi milli annars vegar venjulegs bóknáms og hins vegar píanónáms. Hins vegar bætast við fleiri bókleg fög í tónlistarnáminu, t.d. hljómfræði og tónlistarsaga. Hljómfræði er að vísu ekk- ert það frábrugðin stærð- fræði, maður þarf að sjá hlutina í þrívídd, finna form og leggja regl- ur á minnið. Þegar maður vinnur hljómfræðiverkefni er því eins og maður sé að leysa púsluspil út frá öllum kúnstarinnar reglum. Ég hef líka mjög svo gaman af stærðfræði og finnst gaman að brjóta heilann yfir svona „ráðgátum“ og sjá rök- hugsunina og hlutföllin að baki nótnanna,“ segir Anna. Hún seg- ist hins vegar ekki vita hvað tekur við eftir BMus gráðuna. „Það eru svo ótrúlega margir vegir opnir ef maður hefur þannig hugarfar. Ég hlakka til næsta vetur að kynnast nýjum leiðum til að stunda tónlist, bæði er varðar flutning og e.t.v einhverju listrænu frumkvöðla- starfi. En hver svo sem sérhæfing framtíðarinnar verður, þá verður hún allavega í tónlistinni. Ef mað- ur leggur nógu hart að sér og hefur endalausa ástríðu, þá getur maður gert nærri hvað sem er,“ segir dúx- inn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir frá Brekku. grþ Dúxaði sautján ára gömul frá MB Anna Þórhildur Gunnarsdóttir dúx Menntaskóla Borgarfjarðar ætlar að sérhæfa sig í tónlist í fram- tíðinni. Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga var 27. maí síðastlið- inn. Meðal þeirra sem lauk stúd- entsprófi frá skólanum var Vikt- oría Ellenardóttir, með einkunnina 9,74, hæstu meðaleinkunn í sögu skólans. Viktoría lauk náminu á þremur árum og hlaut einnig við- urkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði, tungumálum, raun- greinum, íslensku, spænsku og ensku. Að sögn Viktoríu var það alls ekki markmið hennar að dúxa en hún er mjög ánægð með árang- urinn. „Ég var alls ekki að búast við þessu og öllum þessum verð- launum sem ég fékk á útskriftar- daginn,“ segir hún kát. Viktoría segir það hafa krafist góðrar skipu- lagningar að ná þessum árangri í skólanum. „Ég hef verið að vinna með skólanum síðan ég var þrettán ára og hef því þurft að skipuleggja mig í kringum það. Ég var líka að æfa fótbolta en hætti fyrir ári síð- an. Núna fer ég bara í ræktina og reyni að komast átta sinnum í viku þar sem ég fylgi prógrammi frá þjálfara.“ Viktoría sinnti náminu vel og lærði heima daglega. „Ég hefði kannski ekki þurft þess en ég viðurkenni það alveg sjálf að ég er með smá fullkomnunaráráttu og vildi gera mitt besta,“ segir hún. Ferðalög framundan Viktoría er frá Ólafsvík og í sumar ætlar hún að vinna í Söluskála ÓK ásamt því að starfa á dvalarheimilinu Jaðri í Snæfellsbæ. „Í júní fer ég á tónleika með Beyonce í Glasgow og svo fer ég með vinkonu minni í 25 daga reisu í ágúst, þar sem við ætl- um að fara til Dubai, Tælands og svo í brimbrettaskóla á Balí. Við endum á því að fara til Doha í Qatar og ætl- um að skoða okkur um þar,“ útskýr- ir Viktoría. Hún er því spennt fyrir sumrinu en það eru ekki einu ævin- týrin sem framundan eru. Hún hef- ur einnig sótt um inngöngu í þrjá há- skóla í Danmörku og bíður nú eftir svari. „Ég hef alla tíð stefnt á að læra læknisfræði. Það hefur heillað mig og mig langar að verða skurðlæknir. Mig hefur líka alltaf langað að flytja út og prófa eitthvað nýtt. Það er allt- af hægt að koma aftur heim ef það gengur ekki. Ég sótti því um inn- göngu í skóla bæði í Kaupmanna- höfn, Árósum og Álaborg. Ef ég kemst ekki inn þá ætla ég að reyna að sækja um aftur í janúar,“ segir Vikt- oría hress að endingu. grþ Útskrifaðist með hæstu einkunn í sögu skólans Viktoría Ellenardóttir lauk stúdentsprófi frá FSN með hæstu meðaleinkunn í sögu skólans. Hér er hún hlaðin verðlaunum á útskriftardaginn. Norðurálsmótið í fótbolta fer fram um næstu helgi, dagana 10. – 12. júní. Mótið er eins og fyrri ár fyrir drengi á aldrinum sex til átta ára. Sú breyting er á að mótið í ár er haldið aðra vikuna í júní en ekki þá þriðju eins og venjan hefur ver- ið. „Ástæðan fyrir því að við höld- um mótið núna viku fyrr en vana- lega er sú að eftir EM-dráttinn í lok síðasta árs fóru mörg félög að þrýsta á okkur að breyta tímasetn- ingu mótsins þar sem Norðuráls- mótið myndi skarast við EM. Við ákváðum því að færa mótið um viku en þetta er bara undantekn- ing í ár,“ segir Haraldur Ingólfsson framkvæmdarstjóri Knattspyrnu- félags ÍA í samtali við Skessuhorn. Mikil undirbúningsvinna ligg- ur að baki mótinu og koma hátt í 1000 manns að því með einum eða öðrum hætti. „Undirbúningurinn fyrir mótið hefur gengið vel og allt samkvæmt áætlun. Það er kom- in svo mikil reynsla á mótið að við erum orðin öllu vön í undirbún- ingnum,“ segir Haraldur en mótið hefur verið haldið frá árinu 1985. Í ár eru um 1500 keppendur skráðir sem er svipuð tala og í fyrra. Áætl- að er að fimm til sex þúsund manns sæki Akranes heim í tenglsum við mótið. „Við stækkuðum mótið í fyrra og höldum þeirri stærð í ár. Það eru 176 lið skráð til leiks frá 33 félögum. Lið frá Nuuk á mótinu Frá því mótið var fyrst haldið árið 1985 hafa einungis innlend lið keppt á því en nú verður breyting. „Það kemur eitt félag frá Nuuk í Grænlandi, B67, á mótið og mun því verða fyrsta erlenda félagið til þess að leika á mótinu. Upphaflega stóð til að það kæmu tvö félög en annað félagið hætti við. Við höfum í raun ekki markaðssett mótið er- lendis enda ekki þörf á því en B67 kemur hingað til lands í gegnum samstarf sem er á milli Grænlands, Færeyja og Íslands. Það verður gaman að fá þessa góður gesti á Skagann,“ segir Haraldur að lok- um. bþb Norðurálsmótið viku fyrr en vanalega Norðurálsmótið fer fram helgina 10.-12. júní. Ljósm. úr safni. Heiðarsóley, umhverfisblað Heið- arskóla, kom inn á heimili í Hval- fjarðarsveit í síðustu viku. Með blaðinu fylgdu fjölnota burðarpok- ar, einn poki á hvert heimili í sveit- arfélaginu. Pokarnir eru gjöf frá börnunum í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar en börnin vilja hvetja fólk til að draga úr plast- pokanotkun og nota frekar fjölnota poka. Á pokunum eru tvær myndir, önnur var teiknuð af barni í Heiðar- skóla og hin af barni á Skýjaborg. arg Öll heimili fengu fjölnota burðarpoka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.