Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Page 8

Skessuhorn - 15.06.2016, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20168 Aflatölur fyrir Vesturland 4. júní - 10. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 23 bátar. Heildarlöndun: 78.592 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 44.008 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 14 bátar. Heildarlöndun: 29.172 kg. Mestur afli: Bárður SH: 5.804 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 23 bátar. Heildarlöndun: 157.339 kg. Mestur afli: Steinunn SF:62.690 kg í einni löndun. Ólafsvík 45 bátar. Heildarlöndun: 228.834kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 27.159 kg í þremur lönd- unum. Rif 38 bátar. Heildarlöndun: kg.219.370 Mestur afli: Tjaldur SH: 47.163 kg í einni löndun. Stykkishólmur 21 bátar. Heildarlöndun: 70.033 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 8.611 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF – GRU: 62.690 kg. 8. júní 2. Hringur SH – GRU: 52.559 kg. 8. júní 3. Tjaldur SH – Rif: 47.163 kg. 10. júní 4. Rifnes SH – Rif: 20.275 kg. 9. júní 5. Örvar SH – Rif: 19.139 kg. 9. júní. förum þangað 2016halla2016.is I facebook.com/halla2016 Halla Tómasdó�ir Á Íslandi skipta allir máli FORSETAKOSNINGAR 2016 Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og ná�úruna í forgang. Samfélagi sem byggir á góðri menntun, heiðarleika og ré�læti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðar- heimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað. Sem forseti Íslands myndi ég starfa e�ir þessum gildum. Förum þangað. Úrslit í forsetakosningunum eru hvergi nærri ráðin. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Þi� atkvæði skiptir máli. Halla Tómasdó�ir hefur starfað lengst af sem mannauðsstjóri og kennari hér heima, í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Hún kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leiddi verkefnið Auður í kra�i kvenna. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs árið 2006 en hæ�i 2007 til að stofna Auði Capital með það að markmiði að koma með aðra og mannlegri nálgun inn í �ármálageirann. Hún var ein þeirra sem stóðu að Þjóðfundinum árið 2009. Halla er rekstrarhagfræðingur frá Bandaríkjunum og talar �ögur tungumál. Undanfarin misseri hefur hún starfað sem fyrirlesari á alþjóðave�vangi og er auk þess virkur þá�takandi í umræðu um þróun samfélagsins. Halla er gi� Birni Skúlasyni og þau eiga tvö börn. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Liðin eru 88 ár frá því Hrepps- laug í Skorradal var byggð en hún er næstelsta 25 metra steinsteypta laug á landinu. Nú í byrjun sum- ars hafa staðið yfir framkvæmd- ir við laugina en eftir að hún var friðuð árið 2014 fékkst styrkur frá Minjastofnun til að laga laugarker- ið sjálft. Þá var ákveðið að ráðast í frekari framkvæmdir og taka bað- húsið og laugarbakkann í gegn líka. Blaðamaður leit við hjá Guðrúnu J. Guðmundsdóttir í Efri-Hrepp og ræddi við hana um laugina og fram- kvæmdirnar. Hreppslaug byggð í sjálfboðavinnu Árið 1928 samdi Ungmennafélagið Íslendingur við landeigendur Efri- Hrepps um að fá land og leyfi til að nota heitt vatn úr uppsprettu á landareigninni fyrir sundlaug. „Það var gífurlegt afrek að byggja svona laug á þessum árum en það þurfti að flytja allt timbur og annað bygg- ingarefni sjóleiðina frá Borgarnesi að Skiplæk við Skeljabrekku. Þá var mölin flutt langa leið á hestvögnum. Öll þessi vinna var að mestu unnin í sjálfboðavinnu og hefur mest allt viðhald og vinna við laugina síðan þá einnig verið unnin í sjálfboða- vinnu af félögum Umf. Íslendings, en félagsmenn eru rétt um 200 tals- ins í dag,“ segir Guðrún. Samkomustaður sveitunga „Frá upphafi hefur Hreppslaug gegnt mikilvægu hlutverki í sveit- inni, oft sem samkomustaður sveit- unga. Hér hefur alltaf verið kvöld- opnun og í gegnum tíðina hef- ur verið vinsælt í sveitinni að hitt- ast í pottunum á fallegum sumar- kvöldum,“ segir Guðrún. „Í laug- ina rennur heitt vatn úr uppsprett- um rétt ofan við laugina svo það er í raun aldrei hægt að vita hversu heit laugin er þegar maður kemur í hana. Stundum er laugin sjálf jafn heit og þægilegur heitapottur en svo getur hún líka orðið ansi köld. Þá höfum við möguleika á að bæta við heitu vatni frá Orkuveitunni,“ bætir hún við. Opna á þjóðhátíðardaginn „Það var fyrir löngu orðið tímabært að gera upp laugina og með styrkn- um frá Minjastofnun var ákveðið að ráðast í þær framkvæmdir núna í vor. Einnig var ákveðið að lagfæra í leið- inni aðstöðu umhverfis laugina og í búningsklefunum. Félagsmenn í Umf. Íslendingi hafa sem oftar lagt á sig mikla sjálfboðavinnu við þessar framkvæmdir. Búið er að helluleggja, múra og mála laugina þannig að um- hverfi og aðstæður við hana verði upp á sitt besta í sumar. Þessi vinna varð örlítið umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og setti rigning strik í reikning- inn. Opnun laugarinnar seinkaði því aðeins en nú er allt að verða klárt og stefnt á opnun á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,“ segir Guðrún. Hreppslaug verður opin frá klukk- an 18 til 22 þriðjudaga til föstudaga og frá kl. 13 til 22 laugardaga og sunnudaga, en lokað verður á mánu- dögum. arg/Ljósm. Guðrún J. Guðmundsdóttir. Hreppslaug opnuð eftir endurbætur Sjálfboðaliðar að vinnu við lagfæringar á Hreppslaug. Allt annað er að sjá Hreppslaug eftir lagfæringarnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.