Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 8

Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20168 Aflatölur fyrir Vesturland 4. júní - 10. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 23 bátar. Heildarlöndun: 78.592 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 44.008 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 14 bátar. Heildarlöndun: 29.172 kg. Mestur afli: Bárður SH: 5.804 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 23 bátar. Heildarlöndun: 157.339 kg. Mestur afli: Steinunn SF:62.690 kg í einni löndun. Ólafsvík 45 bátar. Heildarlöndun: 228.834kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 27.159 kg í þremur lönd- unum. Rif 38 bátar. Heildarlöndun: kg.219.370 Mestur afli: Tjaldur SH: 47.163 kg í einni löndun. Stykkishólmur 21 bátar. Heildarlöndun: 70.033 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 8.611 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF – GRU: 62.690 kg. 8. júní 2. Hringur SH – GRU: 52.559 kg. 8. júní 3. Tjaldur SH – Rif: 47.163 kg. 10. júní 4. Rifnes SH – Rif: 20.275 kg. 9. júní 5. Örvar SH – Rif: 19.139 kg. 9. júní. förum þangað 2016halla2016.is I facebook.com/halla2016 Halla Tómasdó�ir Á Íslandi skipta allir máli FORSETAKOSNINGAR 2016 Ég vil búa í samfélagi sem setur mannlífið og ná�úruna í forgang. Samfélagi sem byggir á góðri menntun, heiðarleika og ré�læti. Samfélagi sem sýnir umhyggju, er framtíðar- heimili unga fólksins og leyfir eldri kynslóðum að njóta þess sem þær hafa áorkað. Sem forseti Íslands myndi ég starfa e�ir þessum gildum. Förum þangað. Úrslit í forsetakosningunum eru hvergi nærri ráðin. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að mæta á kjörstað og kjósa með hjartanu. Þi� atkvæði skiptir máli. Halla Tómasdó�ir hefur starfað lengst af sem mannauðsstjóri og kennari hér heima, í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Hún kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leiddi verkefnið Auður í kra�i kvenna. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs árið 2006 en hæ�i 2007 til að stofna Auði Capital með það að markmiði að koma með aðra og mannlegri nálgun inn í �ármálageirann. Hún var ein þeirra sem stóðu að Þjóðfundinum árið 2009. Halla er rekstrarhagfræðingur frá Bandaríkjunum og talar �ögur tungumál. Undanfarin misseri hefur hún starfað sem fyrirlesari á alþjóðave�vangi og er auk þess virkur þá�takandi í umræðu um þróun samfélagsins. Halla er gi� Birni Skúlasyni og þau eiga tvö börn. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Liðin eru 88 ár frá því Hrepps- laug í Skorradal var byggð en hún er næstelsta 25 metra steinsteypta laug á landinu. Nú í byrjun sum- ars hafa staðið yfir framkvæmd- ir við laugina en eftir að hún var friðuð árið 2014 fékkst styrkur frá Minjastofnun til að laga laugarker- ið sjálft. Þá var ákveðið að ráðast í frekari framkvæmdir og taka bað- húsið og laugarbakkann í gegn líka. Blaðamaður leit við hjá Guðrúnu J. Guðmundsdóttir í Efri-Hrepp og ræddi við hana um laugina og fram- kvæmdirnar. Hreppslaug byggð í sjálfboðavinnu Árið 1928 samdi Ungmennafélagið Íslendingur við landeigendur Efri- Hrepps um að fá land og leyfi til að nota heitt vatn úr uppsprettu á landareigninni fyrir sundlaug. „Það var gífurlegt afrek að byggja svona laug á þessum árum en það þurfti að flytja allt timbur og annað bygg- ingarefni sjóleiðina frá Borgarnesi að Skiplæk við Skeljabrekku. Þá var mölin flutt langa leið á hestvögnum. Öll þessi vinna var að mestu unnin í sjálfboðavinnu og hefur mest allt viðhald og vinna við laugina síðan þá einnig verið unnin í sjálfboða- vinnu af félögum Umf. Íslendings, en félagsmenn eru rétt um 200 tals- ins í dag,“ segir Guðrún. Samkomustaður sveitunga „Frá upphafi hefur Hreppslaug gegnt mikilvægu hlutverki í sveit- inni, oft sem samkomustaður sveit- unga. Hér hefur alltaf verið kvöld- opnun og í gegnum tíðina hef- ur verið vinsælt í sveitinni að hitt- ast í pottunum á fallegum sumar- kvöldum,“ segir Guðrún. „Í laug- ina rennur heitt vatn úr uppsprett- um rétt ofan við laugina svo það er í raun aldrei hægt að vita hversu heit laugin er þegar maður kemur í hana. Stundum er laugin sjálf jafn heit og þægilegur heitapottur en svo getur hún líka orðið ansi köld. Þá höfum við möguleika á að bæta við heitu vatni frá Orkuveitunni,“ bætir hún við. Opna á þjóðhátíðardaginn „Það var fyrir löngu orðið tímabært að gera upp laugina og með styrkn- um frá Minjastofnun var ákveðið að ráðast í þær framkvæmdir núna í vor. Einnig var ákveðið að lagfæra í leið- inni aðstöðu umhverfis laugina og í búningsklefunum. Félagsmenn í Umf. Íslendingi hafa sem oftar lagt á sig mikla sjálfboðavinnu við þessar framkvæmdir. Búið er að helluleggja, múra og mála laugina þannig að um- hverfi og aðstæður við hana verði upp á sitt besta í sumar. Þessi vinna varð örlítið umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og setti rigning strik í reikning- inn. Opnun laugarinnar seinkaði því aðeins en nú er allt að verða klárt og stefnt á opnun á þjóðhátíðardaginn, 17. júní,“ segir Guðrún. Hreppslaug verður opin frá klukk- an 18 til 22 þriðjudaga til föstudaga og frá kl. 13 til 22 laugardaga og sunnudaga, en lokað verður á mánu- dögum. arg/Ljósm. Guðrún J. Guðmundsdóttir. Hreppslaug opnuð eftir endurbætur Sjálfboðaliðar að vinnu við lagfæringar á Hreppslaug. Allt annað er að sjá Hreppslaug eftir lagfæringarnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 24. tölublað (15.06.2016)
https://timarit.is/issue/404979

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. tölublað (15.06.2016)

Iliuutsit: