Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Fimm þúsund á skólabekk
Haustið er tími umskipta í mörgu, þar á meðal í atvinnulífinu. Nýtt
kvótaár hefst, sláturtíðin leiðir í ljós hvað bændur uppskera og ferða-
þjónustan skiptir um gír á sama tíma og sumarstarfsmenn hverfa í
skólana. Dæmi eru um að vegna manneklu þurfi þjónustufyrirtæki
nánast að skella hurðinni á ferðamanninn, því fólk vantar til starfa. Á
haustin hefja líka skólar á öllum stigum starfsemi sína. Í síðustu viku
gerðum við ítarlega grein fyrir starfsemi þriggja skólastiga á Vestur-
landi, allt frá grunnskólum til háskóla. Nú í þessari viku tökum við
púlsinn á leikskólunum í landshlutanum og heyrum hljóðið í þeim
tónlistarskólum sem voru tilbúnir að tjá sig um starfið framundan.
Samkvæmt talningu okkar á ritstjórn Skessuhorns eru rétt tæplega
5000 manns sem eru að hefja skólavist á öllum skólastigum, allt frá
Hvalfjarðarbotni og norður til Reykhólahrepps. Þetta er enginn smá-
ræðis fjöldi og samsvarar því að þriðjungur íbúa stundar nám. Reynd-
ar er þetta dálítil einföldun því inni í þessari tölu eru allir nemendur
háskólanna tveggja sem koma víða að og eiga sumir hverjir ekki lög-
heimili á Vesturlandi. Samantekt okkar sýnir engu að síður að 943 eru
að hefja nám á leikskólastigi á Vesturlandi, 2.244 í grunnskóla, 870 í
framhaldsskólunum þremur og ríflega 900 í háskólunum á Hvann-
eyri og Bifröst. Nákvæm tala þessa hóps er 4.957 einstaklingar. Þá eru
ótaldir allir sem huga að endurmenntun, t.d. hjá Símenntunarmið-
stöðinni á Vesturlandi, eru í fjarnámi í erlendum skólum, stunda tón-
listarnám eða nám til aukinna ökuréttinda.
Nám er undirstaða framfara og forsenda þess að við Íslendingar ætl-
um að vera áfram í hópi fremstu þjóða þegar kemur að efnahag og
lífskjörum. Allir vilja því að hlúð sé að menntun á öllum skólatig-
um. Sjálfur er ég ekki í minnsta vafa um að skólastofnanir hér á Vest-
urlandi standa framarlega að gæðum. Mér vitanlega er hvergi slegið
slöku við og héðan eru að útskrifast góðir nemendur og nýtir þjóð-
félagsþegnar. Það væri ekki hægt nema að skólarnir væru að standa
undir nafni, allt frá leikskólum til menntastofnana á háskólastigi.
Til að þjóðfélagið haldi áfram að vaxa og eflast megum við aldrei
gefa eftir í stuðningi við menntastofnanir. Sveitarfélögin verða að
hagræða í rekstri til að hafa efni á rekstri góðra leik- og grunnskóla.
Eftir það tekur ríkið við þeim kaleik að reka skólana. Við verðum því
að gera þá kröfu á hið opinbera að sveigjanleikinn í menntakerfinu sé
alltaf mikill. Atvinnugreinar vaxa nefnilega meðan aðrar láta undan.
Þannig er ljóst að við þurfum að fjölga þeim sem stunda nám í þjón-
ustugreinum eins og ferðaþjónustunni sem nú stefnir hratt í að verða
langstærsta atvinnugrein okkar. Þá þurfum við að leggja miklu meiri
áherslu á vöxt iðngreina og að iðnnám stundi fleiri en gera í dag. Það
er skortur á iðnaðarmönnum í landinu og úr því verðum við að bæta
með öllum tiltækum ráðum. Við þessi litla þjóð höfum ekki efni á
að fjöldaframleiða fólk í hinum ýmsu „mjúku“ greinum á sama tíma
og skortur er á fólki sem hefur þekkingu og réttindi til að gera við
rafmagnið, múra húsin eða lagfæra pípulagnirnar. Alveg á sama hátt
virðist vera skortur á fólki til að sinna uppeldis- og kennslustörfum,
eða sinna iðju- og þroskaþjálfun, svo dæmi séu tekin. Menntakerfið
þarf augljóslega að sýna meiri sveigjanleika og festu í að stýra fólki til
náms í greinum þar sem efirspurn er meiri en framboðið eftir starfs-
kröftum þess. Ég vona að þeir sem komast til valda eftir kosningarn-
ar í haust séu vel meðvitaðir um þetta og sýni festu í mótun enn betra
og kvikara menntakerfis en við höfum í dag. Þeirra er tækifærið til að
gera gott land enn betra.
Magnús Magnússon
Leiðari
Samþykkt var á síðasta fundi
stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga
að ráðast í 240 fermetra stækkun
verslunarhúss félagsins við Egils-
holt 1 í Borgarnesi. Að sögn Guð-
steins Einarssonar kaupfélagsstjóra
er ástæðan sú að félagið hefur auk-
ið innflutning á síðustu árum og
þarf stærra lagerhúsnæði. Við-
byggingin verður því að stórum
hluta fyrir lager og grófvöru en
verslunin verður þó stækkuð um
sem nemur 80 fm. Ráðgert er að
jarðvegsframkvæmdir hefjist fljót-
lega og er stefnt að því að bygg-
ingin verði risin fyrir lok nóvem-
ber. Af þessum sökum hefur kaup-
félagið ákveðið að fresta árlegri
Hausthátíð KB fram á vetur og
segir Guðsteinn að vonandi verði
hún enn veglegri fyrir vikið, en
þó með öðrum brag og sem hent-
ar þeim árstíma. Samið hefur ver-
ið við Límtré Vírnet um einingar í
viðbygginguna, en húsið var á sín-
um tíma einnig byggt úr einingum
frá fyrirtækinu. mm
Kaupfélagið stækkar
verslunarhúsið við Egilsholt
Viðbyggingin mun rísa sunnan við verslunarhúsið við Egilsholt á þeim stað sem
keppt hefur verið í hornstaurakasti á Hausthátíð KB síðustu árin. Þessi svipmynd
er frá keppninni.
Ferðaþjónustan er í hröðum vexti
hérlendis og sjást þess víða merki.
Ein birtingarmynd þessa vaxtar er
takmarkað bílastæðapláss við ýms-
ar af þekktustu náttúruperlum
landsins. Nýlega var greint frá því
að Umhverfisstofnun hafi veitt Ís-
göngum ehf. leyfi til að stækka bíla-
stæðin við rætur Langjökuls þar
sem farið er á jökulinn. Með því er
bæði reynt að bregðast við fjölgun-
inni sem og að tryggja öryggi gesta.
Nú á dögunum virtist sama vanda-
mál blasa við hjá Vatnshelli í þjóð-
garðinum Snæfellsjökli, þ.e.a.s. að
bílastæðin mættu vera fleiri. Þessa
mynd tók ljósmyndari Skessuhorns
í síðustu viku.
bþb/ Ljósm. ki.
Bílastæði eru víða af skornum skammti
Á dögunum endurnýjuðu Internet-
þjónustan Hringiðan, Borgarbyggð
og Snæfellsbær samkomulag frá
2006 um internetþjónustu á sunn-
anverðu Snæfellsnesi. Svæðið sem
um ræðir nær frá Hellnum að Hít-
ará. „Sem hluti af samkomulaginu
mun Hringiðan taka að fullu niður
eldra netkerfi og skipta því út fyr-
ir nýrra og betra. Fjarskiptastaður-
inn á Kolviðarnesi verður ljósleið-
aravæddur sem mun hámarka eins
og kostur er áreiðanleika kerfis-
ins,“ segir í tilkynningu frá Hring-
iðunni.
„Vinna við uppfærslu er í fullum
gangi og er uppfærslu á tenging-
um í Snæfellsbæ að mestu lokið og
gert er ráð fyrir að uppfærslu teng-
inga í Borgarbyggð ljúki fyrir mán-
aðamótin. Samningurinn gildir til
1. ágúst 2018 og gefur hann bæj-
arfélögunum svigrúm að vinna að
ljósleiðaravæðingu. Verðlag á teng-
ingum er í samræmi við það sem
gengur og gerist á stærri þéttbýlis-
stöðum og stendur íbúum svæðis-
ins og eigendum frístundahúsa nú
til boða tengingar með ótakmörk-
uðu niðurhali. Þeir sem hafa áhuga
á að kynna sér betur nýju tenging-
arnar og verð þeirra er bent á að
hafa samband við Hringiðuna á
hringidan@hringidan.is eða í síma
525 2400,“ segir í tilkynningunni.
mm
Endurnýja netkerfi á
sunnanverðu Snæfellsnesi
Í júlí síðastliðnum nam erlend
greiðslukortavelta 31,4 milljörð-
um króna samanborið við 24 millj-
arða í sama mánuði 2015. Um er
að ræða ríflega 31% aukningu
milli ára. Í samantekt Rannsókna-
seturs verslunarinnar kemur fram
að kortavelta erlendra ferðamanna
í júlí var sú mesta í einum mánuði
frá upphafi en fyrra met var sett í
júní síðastliðnum þegar erlendir
ferðamenn greiddu vörur og þjón-
ustu fyrir um 26 milljarða króna
með kortum sínum. Líkt og und-
anfarna mánuði var vöxtur í öll-
um útgjaldaliðum. Myndarlegur
vöxtur var í dagvöruverslun í júlí
en ferðamenn greiddu 1.357 millj-
ónir til dagvöruverslana í mán-
uðinum eða 45,6% meira en í júlí í
fyrra. Ef litið er á erlenda greiðslu-
kortaveltu til verslunar í heild þá
var hún rúmir 4,7 milljarðar í júní,
25% meiri en í júlí 2015.
Erlendir ferðamenn greiddu
30,8% meira fyrir gistiþjónustu
samanborið við sama mánuð í fyrra,
alls 6,2 milljarða, 29,5% meira á
veitingastöðum eða 3,5 milljarða
og 2,8 milljarða fyrir bílaleigubíla,
36% meira en í júlí 2015. Þá má
nefna að menningartengd ferða-
þjónusta jókst um 39% í mán-
uðinum miðað við júlí í fyrra. Í júlí
komu 236 þúsund ferðamenn til
landsins um Leifsstöð samkvæmt
talningu Ferðamálastofu, 30,6%
fleiri en í sama mánuði í fyrra.
mm
Erlendir ferðamenn
31% fleiri í júlí en í fyrra